Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1977 13 Saltað í 23 þús tunnur á Höf n 16 þús. tunnur frystar Höfn í Hornafirði, 26. október. N(J ER búið að salta í samtals 23 þúsund tunnur á söltunarstöðvun- um tveimur hér á Höfn. Þá er búið að taka á móti 16.000 lestum til frystingar. Hjá söltunarstöð Fiskimjöls- verksmiðjunnar hafa verið saltað- ar 17.700 tunnur og hjá Stemmu h.f. 5.309 tunnur. Tunnubirgðir hér á staðnum voru komnar í þrot þegar verkfalli lauk, og var söltun þá að stöðvast hjá Stemmu. Nú hefur rætzt úr á ný og er saltað af kappi. Sökum þess að engum fiski var afskipað í verkfallinu, eru frystigeymslur frystihússins svo til fullar og verður að hætta fryst- ingu innan tveggja daga, ef ekki verður hægt að losa eitthvert magn úr húsinu. Til greina kemur að 100 lestum verði skipað út um helgina, en það hrekkur skammt og tekur ekki nema tvo daga, að fylla í það rúm, sem þá fæst ef einhver síld berst að landi. Hæstir reknetabáta frá Höfn eru nú Hvanney, Skógey og Gull- faxi með um 300 tonn hver bátur. I dag lönduðu tveir nótabátar hér á staðnum Harpa og Hrafn Svein- bjarnarson, og eru þeir með sam- tals 60 lestir. Leiðindaveður var á síldarmiðunum s.l. nótt. Jens FYRIR nokkrum dögum kom til Grindavfkur Sandafeli GK 82 frá Grindavík, en undan- farna tvo mánuði hefur bátur- inn verið í breytingum f Vasa í Finnlandi og mun vera fyrsta íslenzka fiskiskipið, sem tekið hefur verið f breytingar f finnskri skipasmíðastöð. 1 Finnlandi var skipt um aðalvél bátsins og var sett finnsk vél í hann, 1000 hestöfi. Ennfremur voru settar f hann hliðarskrúf- ur, ný ljósavéi og síðast en ekki sist nú brú. IVIyndina tók Guðfinnur af Sandafelii við bryggju í Grindavfk. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU LÉTTSTEYPAN — Það rétt griilir í Léttsteypuna í Bjarnarflagi frá þjóðveginum, en þar er starfsemi þó í fullum gangi. Vinna þar 6 manns og láta lítið á sig fá þótt gólf og veggir séu funheit og gufa leiti upp um sprungur. Fyrir um mánuði sfðan var engin gufa þeim megin vegarins. (Ljósm. Friðþjófur). | Skyndisa/a p FÖTUM- JÖKKUM -BUXUM | - STÓRLÆKKAÐ VERD Ath. adeins á Vesturgötu 17 1 ANDERSEN & LAUTH H/F ?j| Vesturgötu 17 PILSNER Samanbuiöur á ólíkum IIREINN weusin VENJULEGIR GOSDRYKKIR XYMJOLK __=3? Prótín-innihald: 7,4 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 500, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Hreinn appelsínusafi er auðugur af C-vítamínum. Verð á lítra kr. 282.- (öll veni miðuð við 12.okt.1977) Prótín-innihald: 5 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 235, þær fást úr kolvetn- um og alkóhóli. Annað næringargildi: Viss B-vítamín fást úr pilsner. Verð á lítra kr. 237.- Prótín-innihald: 34 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 630, þær fást úr prótíni, fitu og kolvetnum. Annað næringargildi: Mjólk er alhliða fæða. Hún er auðug af kalki, fosfór, A-vítamíni, Bi- og B2-vítamínum, einnig er í henni nokkuð af D-víta- míni. Verð á lítra kr. 92.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 420, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Getur innihaldið koffín. Verð á lítra kr. 170.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 430, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Breytilegt sykurinnihald. Verð á lítra kr. 192.- Frá Mjólkunlagsnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.