Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKT0BER 1977 Suarez Rannsókn á láti Bikos frestað Pretoríu 27. okt. Reuter. YFIRRANNSÓKNARDÓMARINN í Pretoríu í S-Afríku sagdi í dag, ad hann hefdi med hdndum skjdl, sem hentu til að dauða hlökkumanna- leiðtogans Steve Bikos hefði ekki borið að hdndum með eðlilegum hætti, þar sem hann var í fangelsi. Dómarinn, M.J.Prins, sem hefur með opinbera rannsókn á dauða Bikos að gera frestaði frekari dóms- meðferð málsins til 14. nóvember, án þess að gera opinber þau skjdl, sem hann vitnaði til. Hann vildi ekki fjalla nánar um ummæli sín við fréttamenn í dag, sagði aðeins að ákveðnar upplýsingar, sem hann hefði með hdndum, bentu til að ekki hefði verið um eðlilegan dauðdaga að ræða. Upplýsingar þessar myndi hann birta er dómsmeð- ferð hæfist að nýju í næsta mánuði. Heimildir í Pretoríu hafa inn 18. ágúst sl. sakaður um and- undanfarið hermt, þótt óstaðfest hafi verið, að krufning á líki Bik- os hafi gefið til kynna að bana- mein hans hafi verið heila- skemmdir og önnur meiðsl. Biko lézt sem kunnugt er fyrir 6 vikum í fangélsi, en hann var handtek- öfsstarfsemi. Yfirvöld í Pretoríu hafa ekki útilokað að einhver verði formlega ákærður vegna dauða Bikos, en ákvörðun um slíkt verður ekki tekin fyrr en rannsökn er lokið. Carillo JIMMY CARTER Bandaríkjaforseti sést hér heilsa HUpERT HUMPHREY dldungadeildarþingmanni og fyrrum varaforseta, en Humphrey tók í gær sæti á þingi á . ý eftir uppskurð í haust, þar sem í Ijós kom að hann er haldinn ólæknandi krabbameini í ristli og á ekki langt ólifað. Skýrði forsetinn Humphrey frá að ákveðið hefði verið að nefna nýja byggingu heilbrigðisráðuneyt- isins í Washington eftir honum. Humphrey var fagnað vel og innilega er hann gekk i þingsal í gær. Hann er einn af kunnustu stjórnmálamönnum Bandaríkjanna, demókrati, sem mjög hefur látið mál þeirra, sem minna mega sín, til sín taka. Efnahagsvandkvæði ógna lýðræði Spánar Maríritl. 27. oklóhcr. Krulcr. , ADÓLFO Suarez forsætisráðherra og leiðtogar stjórnarandstöðunnar vinna að því í sameiningu að afstýra því að efnahagserfiðleikar leiði til þess að lýðræðistilraunin á Spáni fari út um þúfur, en yfirmenn hersins híða átekta. Þrátt fyrii^, harðar sennur á þingi hafa stjórnin og stjórnar- andstaðan náð samkomulagi um efnahagsáætlun um baráttu gegn verðbólgu, atvinnuleysi og greiðsluhalla er nam 4.3 milljörð- um dollara i fyrra. Launahækkanir hafa verið tak- markaðar við 22% en verðbólgan er 30% á ári og verkalýðsfélögin eru farin að ókyrrast. Mikilvægt er að kommúnista- leiðtoginn styður af alefli tilraun- ir stjórnarinnar til að koma efna- hagsmálunum á réttan kjöl. Hann fer ekki dult með þann ótta sinn að herínn hrifsi völdin ef lýð- ræðistilraunin fer út um þúfur. Herinn hefur þegar látið i ljós ugg vegna fjögurra náðana póli- tískra fanga, þar á meðal skæru- liða, s'em hafa verið dæmdir fyrir morð á lögreglumönnum, og þeirrar ráðstöfunar að veita Kata- lóníu sjálfsstjórn. Þar með hafa aukizt kröfur um sjálfstjórn i Baskahéruðunum, Galizíu. Anda- lúsíu og á Kanaríeyjum. Aðstoðarforsætisráðherrann, Manuel Gueierrez Mellado, hefur skorað á herinn að viðhalda aga og trúa ekki sögusögnum. Skömmu áður höfðu blöð sagt frá leynifundum hershöfðingja sem væru óánægðir með stjórnina. Jafnvel Juan Carlos konungur hefur hvatt til rósemdar og raun- sæis í mikilvægri ræðu með her- mönnum Utlendingahersveitar- innar sem varði Vestur-Sahara þar til landið var afhent Marokkö 1975. Forseti iðnaðarsambandsins, Carlos Ferrer Salat, hefur sakað stjórnina um að láta viðgangast 'að grafið væri undan yfirvöldum og lögum og reglu og látið væri reka á reiðanum í efnahagsmálum. Mörgum smáfyrirtækjum hefur verið lokað og stærri fyrirtæki eru í erfiðleikum. Iðnrekendur kvarta yfir þvi að tillögur þeirra um efnahagsbata séu að engu hafðar og að stjórnin dragi taum verkalýðsfélaga. Verkalýðsfélög kvarta hins vegai undan því að þau hafi ekki fengiö að taka þátt í efnahagsmálavið- ræðum stjórnarinnar og stjórn- Framhald á bls. 21 Kosningar í Ástralíu Canberra, 27. október. Reuter. MALCOLM Fraser forsætisráðherra tilkvnnti í dag að efnt yrði til kosninga í Astralfu 10. desember. Þetta verða fjórðu kosningarnar i Astralíu á fimm árum. Kjörtíma- bíli hægristjórnar Frasers lýkur eftir rúmt ár. Búizt er við að atvinnuleysi aukist á næsta ári og lengi hefur veríð talið að Fraser boðaði til kosninga fyrir jól. Atvinnuleysi hefur ekki verið eins mikið í Ástralíu i 30 ár. 328.000 eða 5.4% vinnufærra manna eru atvinnulausir. Þvi er spáð að á fyrstu mánuðum næsta árs verði um 450.000 eða 7% vinnufærra manna atvinnulausir. Samsteypustjórn Frjálslynda flokksins og bændaflokksins hefur öruggan meirihluta í báðum deildum þingsíns. i neðri deild skiptast þingsæti þannig milli flokka: Frjálslyndir 65, Verkamannaflokkurinn 35, bændaflokkurinn 23 og óháðir 3. í kosningunum nú verður kosið um 124 þingsæti. 3_ S1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.