Morgunblaðið - 28.10.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 28.10.1977, Síða 16
16 MOKGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBEK 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Lagfæringar á lögum um verkfallsrétt Nú þegar kjarasamning- ar hafa verið undirritaðir milli ríkisvaldsins og BSRB, vopnin hafa verið slíðruð og friður tryggður, er ekki úr vegi að vikja nokkrum orðum að framkvæmd verkfalls BSRB og deilum. sem upp komu meðan á því stóð. Fyrstu viku verkfallsins voru aðgerðir verkfallsnefndar BSRB gagnrýndar mjög á þeirri forsendu, að verkfalls- nefndin og einstakir verk- fallsverðir hefðu tekið lögin i eigin hendur og sýnt virðing- arleysi gagnvart ákvórðunum kjaradeilunefndar, sem lög- um samkvæmt er æðsti dóm- stóll í þeim málum, sem varða, hverjir vinna skuli i verkfalli opinberra starfs- manna og hvaða verk skuli framkvæma Eftir að verkfall opinberra starfsmanna hafði staðið i viku varð töluverð breyting á vinnubrögðum verkfallsfor ystu BSRB, enda þótt ekki væru þau gagnrýnislaus sið- ari vikuna. Ljóst varð þó, að verkfallsforysta BSRB hafði gert sér grein fyrir, að of langt var gengið fyrri vikuna og er það i sjálfu sér góðs viti, að þá skyldi verða nokkur breyting á framkvæmd verk- fallsins, þótt ekki yrði hún nægjanleg Þrátt fyrir það, að fram- kvæmd verkfalls BSRB hafi smátt og smátt farið i rólegri farveg en fyrst, í stað, eru margir þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að gera nokkrar breytingar á þeim lögum sem kveða á um verk- fallsrétt opinberra starfs- manna, ekki i þvi skyni að ganga á bak þeirra samninga, sem rikisstjórnin gerði við BSRB um þennan verkfalls- rétt, heldur til þess að gera ákveðin lagaákvæði skýrari og afdráttarlausari, þannig að ómögulegt sé að upp komi deilur um hvernig skilja beri þessi lagaákvæði. Slikar lag færingar á lögum yrði ollurn til hagsbóta, einnig BSRB vegna þess að þá vissu allir aðilar, áð hverju þeir ganga i verkfalli og ekki hægt að hafa uppi gagnkvæmar ásakanir um lagabrot. Þess vegna ætti það ekki siður að vera áhuga- mál BSRB en ríkisvaldsins, að slíkar lagfæringar verði gerðar Matthias Á. Mathie- sen, fjármálaráðherra, lýsti þvi yfir þegar eftir undirritun samninga i viðtali við Morg- unblaðið, að hann teldi nauð- synlegt að gera slikar breyt- ingar á löggjöf til þess að gera þau lagaákvæði, sem að þessu lúta skýrari og ákveðn- ari. Helgi V. Jónsson, for- maður Kjaradeilunefndar, sem svo mikið mæddi á í þessu fyrsta verkfalli opin- berra starfsmanna tók í sama streng i viðtali við Morgun- blaðið sl. miðvikudag, er hann sagði: ,,Eg held að það sé rétt að lagfæra lögin, gera þau skýrari varðandi alla framkvæmd verkfallsins og einnig út frá þvi, hvað hin óskráðu lög verkfallsins eigi að ná langt, t.d til þess að það sé á hreinu fyrir verkfalls- menn, hve langt þeir megi ganga." Siðan vikur Helgi V. Jónsson að ýmsum atriðum, sem hann telur nauðsynlegt að lagfæra i lögunum. Hann bendir á, að vafasamt sé, hvort lögin geri ráð fyrir, að BSRB eða verkfallsnefnd geti veitt undanþágur, þar sem BSRB geti ekki einhliða skyldað rikissjóð til greiðslu launa þess starfsfólks, sem framkvæmir slíkar undanþág- ur. Hann vikur að þvi, að skilgreina þurfi nánar hug- takið „nauðsynleg öryggis- varzla" og ,,heilsugæzla" og segir, að komi upp ágreining- ur sé nauðsynlegt að til sé dómstóll, sem afgreiði mál tafarlaust, þvi að í Ijós hafi komið, að lögbannsaðgerðir dugi ekki. Allt er þetta íhugunarefni og eðlilegt og nauðsynlegt að nokkrar umræður fari fram um þessi mál nú i kjölfar kjarasamninganna. Sjálfsagt er að samráð verði haft við BSRB um slikar lagfæringar. Lögin voru sett i samráði við BSRB og samkvæmt samn- ingum milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar og þess vegna er eðlilegt að lagfær- ingar á lögunum verði einnig gerðar i samráði við BSRB, enda tilgangurinn með-slík- um lagfæringum eins og fyrr segir, ekki að ganga á bak þeirra samninga sem gerðir hafa verið um verkfallsrétt- inn, heldur einvörðungu að koma í veg fyrir árekstra af því tagi, sem of mikið var um i verkfalli opinberra starfs- manna á dögunum. Það er nauðsynlegt, að umræður geti farið.fram um þessi efni með málefnalegum hætti, að menn rjúki ekki upp og hafi uppi stóryrði vegna þessara sjónarmiða, heldur þvert á móti að ganga að slikum um- ræðum með þvi hugarfari, að það er öllum i hag, rikisvald- inu, BSRB og almenningi í landinu, að lagaákvæði séu skýr um það, hvað megi og hvað megi ekki i verkfalli af þessu tagi, þannig að fólk geti gengið að þvi sem visu hvað stöðvast og hvað ekki, hvað sé löglegt og hvað ekki, ef til verkfallsaðgerða kemur af hálfu opinberra starfs- manna i framtiðinni. K-dagsnefndin er skipuleggur söluna um landið. Frá vinstri: Reynir Eyjólfsson, Ásgeir B. Guðlaugsson, Axel H. Bender, Eyjólfur Sigurðsson, form., Björn Baldvinsson, Jón K. Olafsson og Olafur Kristinsson. Á myndina vantar Birgi Vigfússon. íbúðarhús á Seltjarnarnesi sem byggt er úr veggjaeiningum Bergiðjunnar. manna í uppbyggmgu starfsemmnar væri ómetanlegur, en þeir stóðu að öllum kostnaði af framleiðslutækjun- um i Bergiðjunm Hann sagði jafn- framt að frekari aðstöðu skorti. sem byði upp á fjölbreyttari viðfangsefni fyrir sjúklinga Ákveðm tengsl væru milli spítalanna ýmissá fyrirtækja í Reykjavík þar sem tekið væri tillit til starfshæfni sjúklinganna og þau þjónuðu þannig sem ems konar end- urhæfmgarstöð Þetta væru kallaðir verndaðir vmnustaðir, en á þeim eru mmm kröfur gerðar til sjúklinganna. en annarra starfsmanna Bergiðjan hefði verið skref i rétta átt en fram- leiðslu iðjunnar hafa engir aðrir aðil- ar á boðstólum á hmum frjálsa markaði Jóhannes Siguiðsson rafvirki og forstöðumaður Bergiðjunnar. kynnti starfsemi þá sem þar fer fram fyrir blaðamönnum Hann sagði að upp- hafsmaður hennar hefði verið Bald- ur Skarphéðinsson, umsjónarmaður á spítalanum Siðan hefði starfsemin verið aukin nokkuð í Bergiðjunni eru framleiddir veggjahlutar eða ein- ingar sem eru viðhaldsfríar og að mestu unnar með handavinnu Jó- hannes sagði að reynt væri að halda sem mest upp á handavinnuna og væri vinnan við hæfi bæði kvenna og karla Framleiðslan hefði ekki verið auglýst, en hann nefndi barna- heimilið á Vifilsstöðum sem dæmi um byggingu úr þessari framleiðslu Bergiðjunnar Ennfremur hefðu end- urbætur verið gerðar með henni i gamld spitdlanum og i kdffistofu sjúklinganna eru veggirnir klæddir henni að innan Sjúklmgarmr störf- uðu þarna undir leiðsögn iðnaðar- manna Öll vinna á staðnum væri lik því sem gerist úti á hmum frjálsa vinnuhiarkaði og þvi með hjálp tækjakostsins mjög ákjósanleg end- urhæfingarstöð Á fundinum héldu Eyjólfur Sig- urðsson fyrir hönd Kiwamshreyfing- armnar og Ólafur Jensson umdæm- isstjóri hreyfipgarinnar um fjársöfn- un þeirra kiwamsmanna Árið 19 74 seldu þeir yfir 40 þúsund lykilmerki og af ágóða af sölunni runnu 3 2 milfjónir til geðsjúkra 600 þúsund krónur fóru i tækjakaup til geðdeild- ar Akureyrarspítala og 2 6 milljónir til vmnustofunnar á Kleppsspítalan- um. Ólafur sagði að lyklinum i merk- inu sem selt verður fylgi ákveðinn boðskapur Allir íslendingar þekktu til þéirra margvislegu vandamála1 sem geðsjúkir eiga við að stríða og gerðu sér grein fyrir því að þeir þyrftu á aðstoð að halda Mikið vantaði enn á að geðsjúkir fengju þá læknisþjónustu og endurhæfingu sem þeim beri Væri á því örðugleik- ar vegna fjárskorts Það væri þvi von Kiwanismanna að íslendmgar legðu sitt af mörkum til aðstoðar þeim við lausn þessara vandamála á laugar- dagmn næsta Á LAUGARDAGINN 29 október heldur Kiwanishreyf- ingin á Islandi sinn annan K-dag, sem verður eins og sams konar dagur árið 1 974 helgaður málefnum geð- sjúkra og er kjörorð dagsins ,,Gleymum ekki geðsjúkum". Verkefm dagsins verður fyrst og fremst að afla pen- inga til hjálpar geðsjúkum og ennfremur kynning á vanda- málum þeirra Verður pen- inganna aflað með því að selja lykilmn, sem er merki líknarstarfs Kiwanishreyfing- armnar á Islandi, og fer salan fram um allt land. an tíma, að jafnaði 8—12 saman í senn Laun eru greidd í samræmi við afköst, allt upp í 60% af Iðju- taxta, en á móti laununum kemur ýmis þjónusta sem sjúklingarnir njóta í spítalanum Á fundinum hélt Tómas Helgason ermdi um nauðsyn slíks starfsvett- vangs fyrir sjúklmga í endurhæfing- arskyni. þar sem vmnan er í sam ræmi við getu hvers og eins, launuð og jafnframt þjálfun fyrir starf á hinum frjálsa vinnumarkaði Auk þess sem með slikri starfsemi væru moguleikarmr meiri á að meta starfsgetu hvers og ems og það sem hefur mjog mikið að segja er það að sjúklmyarnir sjá árangur af starfi sinu. en það hvetur þá mjog til dáða Hann sagði að þáttur Kiwams- „Gleymum ekki geðsjúkum” — er kjörorð Kiwanismanna, sem standa fyrir fjársöfnun með merkjasölu á laugardaginn Til kynningar á þeirri starf- semi sem Kiwanismenn hafa þegar stuðlað að til hjálpar geðsjúkum, kölluðu forráða- menn hreyfingarinnar saman blaðamannafund i gær ásamt Tómasi Helgasyni, prófessor i geðlækningum. Kynnmgarfundurmn fór fram i Bergiðjunni, sem er á vegum Kleppsspitalans og sjálfstæð deild þar sem sjúklingum er veitt tækifæri til að þjálfast við verksmiðjuvinnu Á árinu 1975 gáfu Kiwanismenn Kleppsspítalanum hluta af ágóða merkjasölu smnar frá ármu 1 974 til að bæta aðstöðuna fyrir arðbæra starfsþjálfun Vorið 1976 komst framleiðsla á vegghlutum á skrið í Bergiðjunni og lagði Geðverndarfél- ag íslands einnig fram fé til að greiða stofnkostnað við þessa starf- semi Á því rúma ári, sem verksmiðj- an hefur starfað, hafa 46 sjúklingar starfað við hana í mismunandi lang- Vistmenn við steypuvinnu eininga í verksmiðjunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.