Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. OKTOBER 1977 17 Tillaga um Sedlabankahús á lóð Sænska frystihússins % HLJÓTT hefur verið um bygg- ingamál Seðlabankans síðan hætt var við að reisa nýtt Seðlabanka- hús norðan í Arnarhólnum í kjöl- far mótmæla, sem upp komu gegn byggingu hússins. Arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson hafa siðan unnið að því að breyta teikning- um hússins og jafnframt hefur verið hugað að nýju staðarvali til þess að koma til móts við athuga- semdir, sem fram höfðu komið. Varð að ráði að gera tillögu um nýtt Seðlahankahús á lóð Sæhska frystihússins aðeins fyrir norðan þann stað, sem fyrst var áformað að byggja á. Tillagan var lögð fyrir skipulagsnefnd Reykja- víkurborgar á mánudaginn og hlaut hún þar samþykki. Morgunblaðið hafði i gær sam- band við Sigurð Örn Einarsson skrifstofustjóra Seðlabanka Is- lands, og innti hann eftir bygg- ingamálum bankans. Sigurður sagði að það væri orðið mjög að- kallandi að finna lausn á hús- næðismálum bankans. Hann byggi vro mjög þröngan húsakost og mikió óhagræði væri að þvi að hafa starfsemi hans dreifða milli húsa eins og nú væri. Tillagaum hús á nýjum stað „I byrjun þessa áratugar fékkst lóð fyrir Seðlabankabyggingu A ÞESSUM tveimur myndum má greinilega sjá þær breytingar, sem gerðar hafa verið frá fyrri tillögum. A myndinni til vinstri sést gamla tiilagan og sú nýja til hægri. Húsið sjálft hefur verið fært 50 metra norðar, nær Skúlagötunni og útliti þess breytt og hætt við „öfuga pýramidann" eins og fyrra húsið var stundum kallað. Bílageymslurnar við Arnarhólinn verða grafnar meira niður en í fyrri tillögunni og ofan á þeim verða bílastæði og útivistarsvæði m.eð listaverkum. Þannig mun Seðlabankahúsið nýja lita út séð frá Tjörninni norðan Arnarhóls", sagði Sigurð- ur, „þar sem áður fyrr hafði verið kolaport og veiðarfærageymsla en síðan bilastæði um allmörg ár. Var hafist handa um hönnun húss fyrir þennan stað og að því loknu aflað nauðsynlegra bygg- ingarleyfa og málið kynnt opin- berlega. A'llt gekk þetta vel, og var þá tekið til við að grafa grunn hússins og um leiö fyrir aðliggj- andi bílageymslur. Að þeim fram- kvæmdum loknum var þó frekari byggingarframkvæmdum frestað. Höfðu komið fram mótmæli við byggingu húss svo nálægt Arnar- hólnum og í sjönlinu til norðurs. Var þá ákveðið að byggingarhug- myndirnar skyldu endurskoðað- ar. Næstu misserin var hugað að breytingum og tilfærslu hússins þannig að gengið yrði til móts við þær athugasemdir, er fram höfðu komið. Ekki þóttu þessar athug- anir leiða til lausnar er viðunandi væri fyrir bankann. A síðastliðn- um vetri var því ákveðið að hugsa málið allt upp á nýtt og miða nú byggingaráform við lóð Sænska frystihússins, enda höfðu farið fram viðræður við borgarstjóra um lóðaskipti. Þær athuganir leiddu af sér þá tillögu, sem nú liggur fyrir." Nýja húsið frábrugö- ið fyrri hugmyndum Nýja húsið verður allfrábrugðið fyrri hugmyndinni um Seðla- bankahús, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Verður stærð þess samkvæmt tillögunni um 5800 fermetrar. Auk þess verður bílgeymsla á tveimur hæð- um fyrir um 250 bíla og verður bílageymslan steypt í þeim grunni, sem þegar er tilbúinn. Ætlunin er að ofan á bílageymsl- una komi bilastæði og grasi gróin framlenging Arnarhóls og torg. sem að hluta verði notað fyrir bílastæði og að hluta fyrir útivist- arsvæði í skjóli nýbyggingarinn- ar. Nýja húsið verður 5 hæðir eins og það fyrra átti að vera. Gwt er ráð fyrir þvi að það verði nokkru hærra en Sænska frystihúsið. sem nú stendur á lóðinni, en aftur á móti verulegastyttra eða tæplega 30 metrar, þ.e. 2.—5. hæð, en Sænska frystihúsið er um 50 metra langl við Sölvhólsgötuna. Lagði Sigurður Örn sérstaka áherzlu á það að útsýni muni auk- ast verulega bæði austan og vest- an nýbyggingarinnar frá þvi seni nú er og nýja byggingin verði þannig ekki eins áberancii þáttur í umhverfinu og Sænska frysli- húsið er nú. Byrjað á bíJaueymslunum Samkvæmt nýju hugmyndun- um yrði aóalinngangurinn i bank- ann að suiih. iverðu en að norðan yrði ekið inni öryggisgarð þegar um væri að ræða flutninga á verð- mætum, og þar væri einnig inn- gangur starfsfólks og bílastæði og lóðinni fyrir framan. „Þessar hugmyndir miða að því að finna framtíðarlausn á bygg- ingarmálum Seðlabankans ". sagði Sigurður Örn, en búist er við að framkvæmdir taki langan tima. og er enn allt óráðið uni Iima.se! n- ingu þeirra. Endurupptaka og samþykkt málsins nú hjá l)orgar- yfirvöldum gerir hins vegar kleift að gera fljótlega bilageymslur i núverandi grunni, ef samkomulag næst þar um milli Reykjavikur- borgar og Seðlabankans. en bíla- geymslurnar yrði væntanlega fyrsti áfangi byggingaiinnai'." [.;; | M~l fei^ ^SB fBM^-^LL^, *-w. -r'|: j i'mr^i. j.....-irV'T i,/w i, ,Ti fifiii w> V* '^mmíl^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.