Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1977 + Eiginmaður minn GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, fiskimatsmaður, Hlíðarvegi 44, Kópavogi, andaðist i Landakotsspítala 26 október Ingimunda Gestsdóttir. + Elskuleg eiginkona min og móðir, SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Sörlaskjóli 10, Reykjavik. andaðist að heimili sínu 25 okfóber. Þorsteinn Einarsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir + Móðir min, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA PÉTURSDÓTTIR, fv. baSvörSur. Grýtubakka 12. sem lézt 21 þ m. i Borgarspítalanum verður jarðsungin mánudaginn 31. októberkl 13 30 Þórdis Jónsdóttir, Sveinbjörg Jónsdóttir. Vignir H. Benediktsson..... Birna Dis Benediktsdóttir. Viktor Jónsson, og barnabarnabörn. Benedikt Björnsson Þorvaldur Stefánsson Guðrún Magnúsdíttir, + Maðurinn minn GÍSLI BRYNJÓLFSSON. frá Vestmannaeyjum, Vallargötu 24, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju, laugardaginn 29 okt. kl 1 30 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað Þeim, sem vildu minnast hans er bent a Knstniboðið í Konsó. Guðrún Þorsteinsdóttir. + Móðursystir okkar, KRISTÍN GÍSLADÓTTIR, Hvassafelli. verður jarðsungin frá Hvammskirkju, Norðuárdal, laugardag 19 októ- ber kl 14.00 Gisli Þorsteinsson, Snorri Þorsteinsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför dóttur minnar, systur okkar og mágkonu ELÍNAR MATTHI'ASDÓTTUR Heiðargerði 28, Reykjavik. Kristin H. Stefánsdóttir, Hulda Matthiasdóttir Valdimar R. Halldórsson. Gunnar Matthiasson. Theódóra Ólafsdóttir / Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför JÓHANNESAR ÞÓRÐARSONAR. vélstjóra. Sérstakar þakkir til allra sem hjúkruðu honum i veikindum hans. Jóhanna Marteinsdóttir, Þórður Jóhannesson og sonardætur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS KR. BJÖRNSSONAR útgerðarmanns, Ólafsfirði Rannveig Jónsdóttir, Jóhann Kristinsson, Freyja Jónsdóttir, Jóhann Guðmundsson Hugljúf Jónsdóttir, Jóhann Indriðason, Kristján H. Jónsson, Ásta Helgadóttir + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður okkar ÓLAFS VETURLIÐA ODDSSONAR bifretðastjóra. Jórufelli 12. Fyrir hönd aðstandenda Sóley Halldórsdóttir. Minning: Jóhanna Sigurðar- dóttir frá Litla-Hólmi F. 23. desember 1895 Ð. 17. október 1977 17. október síðastliðinn lést á elliheimilinu Grund í Reykjavík Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum húsfreyja á Auðnum á Vatns- leysuströnd og síðar í Njarðvik i Innri-Njarðvík. Hugurinn gerist dapur og mað- ur saknar sárt þess tíma er þessi góða og kærleiksríka kona, sem hér er minnst, átti þess kost að veita huggun og gleði þeim mörgu er á vegi hennar urðu á langri ævi. Jóhanna fæddist i Keflavik. Foreldrar hennar voru hjónin Rósa Sigurðardóttir og Sigurður Þóroddsson. Börn þeirra urðu tvö, Jóhanna og Rósant, sem skírður var við kistu móður sinnar. Rós- ant dó ungur að árum, þá nýgiftur og lét eftir sig einn dreng er Theódór heitir og býr í Banda- rikjunum. Föðurbróðir þeirra, Arni Geir, og kona hans, Margrét Þorfinns- dóttir, tóku litlu systkinin, Jóh- önnu og Rósant, i fóstur og reynd- ust þeim sem bestu foreldrar. Fá- um árum seinna kvæntist Sigurð- ur faóir þeirra aftur, Ingibjörgu Ófeigsdóttur, og tóku þau Jóh- önnu til sín. Eftir það ólst hún upp hjá þeim að Litla-Hólmi í Leiru. 6. júní 1916 giftist Jóhanna Stefáni Sigurfinnssyni frá Bakka- koti í Leiru (sem nú er látinn). Keyptu þau jörðina Auðnir á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar stórbúi í 14 ár, eða þar til þau fluttust árið 1929 til Njarðvikur í Innri-Njarðvík. Þau eignuðust sex börn og eru fimm á lifi. Börn þeirra eru: Anna, Sigríður, Rósa, Sigurður, Margrét Arngerður (sem nú er látin ) ogGuðrún. Jóhanna var lág vexti, fríð sýn- um og létt í spori. í brosi hennar var alltaf einhver ólýsanleg gæska, er yljaði öllum sem henni kynntust. Hún kunni öðrum frem- ur allt böl að bæta og er ég þess fullviss að hennar mesta yndi var að gleðja aðra. Það var ótrúlegt hvað þessi fórnfúsa kona gat áorkað miklu til góðs, bæði i orði og verki. Að siðustu vil ég þakka þeirri góðu konu, sem var herbergis- félagi ömmu síðustu árin sem hún lifði, Guðrúnu Pálínu. Hún reynd- ist henni sem besta systir. Guð blessi minningu ömmu minnar. Anna Lára Friðriksdóttir. 1 dag fer fram frá Njarðvíkur- kirkju útför frú Jóhönnu Sigurð- ardóttur frá Litla-Hólmi í Leiru og langar mig að senda henni fáein kveðju- og þakkarorð fyrir órofa tryggð og artarskap við mig og fjölskyldu mína og ekki síst fyrir hversu mikill sólargeisli hún var þeirri konu er mér hefur þótt vænst um um ævina. Ég kynntist Jóhönnu er ég kom sem barn á heimili stjúpmóður hennar, frú Ingibjargar Ófeigs- dóttur, og ilentist þar. Jóhanna var yfirlætislaus kona, traust og vönduð persóna í þess orðs fyllstu merkingu, laus vió öll vandræði, hlédræg og tillitssöm. Hún lét sér aldrei styggðaryrði um munn fara, hvorki um menn né málefni. Hún var ein af þessum hljóðlátu konum sem lítið fer fyrir en skila drjúgu dagsverki án mikilla átaka eða láta, og mætti margt af þess- um hógværu konum læra, þvi að þær eru sannir máttarstólpar í okkar þjóðfélagi. Þær gera fyrst og fremst kröfur á sjálfar sig, eru sívinnandi og hugsa ekki um önn- ur laun en að afkomendur þeirra verði nýtir menn og þau laun fékk Jóhanna líka margföld, þvi að dugmeiri og betri börn getur engin kona átt en Jóhanna. Samband Jóhönnu og stjúpmóð- ur hennar, sem hún kallaði mömmu var mjög einlægt og hlýtt, enda ekki að undra þar sem báðar voru mjög heilsteyptar og persónuríkar. Margir erfiðleikar urðu á lífs- göngu Jóhönnu, oft mikil veikindi og ástvinamissir, en aldrei sást henni bregða, gekk alltaf bein og fannst manni hún alltaf stækka eftir hverja raun en þannig bregðast aðeins ofurmenni við. En lífshamingja Jóhönnu var líka mikil, þar sem hún eígnaðist traustan og góðan eiginmann, Stefán Sigurfinnsson, og yndisleg börn sem umvöfðu hana svo míklu ástríki alla tið að einstakt er, og nú siðustu árin, sem hún var á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, kepptust þau um að heim- sækja hana sem oftast og held ég að varla hafi fallið úr dagur að Anna dóttir hennar hafi ekki komið til hennar en i þeirri f jöl- skyldu þekktist heldur ekki orð sem heitir kynslóðabil. Það var alltaf gaman að koma til Jóhónnu því að hún var alltaf glöð og ánægð og fundust henni allir góðir og allt vilja fyrir sig gera. Hún var sannarlega þakklát öllum fyrir veittar velgjörðir og er sonur minn heimsótti hana í síðasta sinn, þá sárþjáða, talaði hann ekki um annað þegar hann kom heim en augun í henni, áð eins falleg augu hefði hann aldrei séð, en eru ekki einmitt augun spegill sálarinnar? Góð kona er gengin og mun minningin um hana lifa áfram hjá okkur björt og fögur en sjálf mun hún halda áfram að starfa Guðs um geim. Eg og fjölskylda mín sendum óllum ástvinum Jóhönnu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú f friði. FriðurGuðs þig hli-ssi. Hjartans þökk fvrir allt og allt. A.I.A. ÞYRISIGRWUR HÓLM-3HNMNG F.21. aprí!1946. Ð. 21. október 1977. Ki; li'il I il Jesú, Ijos mér skein, það Ijós er nú mfn s6l, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. S.T. Síðasti dagur sumarsins rann upp. Fólnuð laufblöð detta eitt af öðru til jarðar. Það er komið haust og blómin eru að hverfa. Þennan dag lést á heimili sínu í Hafnarfirði Þyrí Hólm, kona í blóma lífs sins. Okkur setur hljóð og við skilj- um varla að hún er ekki lengur hjá okkur. Sagt er, að þeir, sem guðirnir elska, deyi ungir. — Þyrí Hólm var fædd á Siglufirði 21. apríl 1946, dóttir hjónanna Þorleifs Hólm og Sesselju Jóns- dóttur. Systkinin voru sex og hún var næst yngst þeirra. Nú eru aðeins þrjú þeirra á lífi, öll gift. Þyrí ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna. Það kom snemma 4 ljós, hve hneigð hún var fyrir hannyrðir og að hún hafði smekkvísi og list- ræna hæfileika. Alltlék í höndum + Móðurbróðir okkar JÓHANNES HAFSTEINN ANDRÉSSON Klöpp. Grindavik. verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 29 okt. 2:00 e.h. Systrabörnin. + Alúðarþakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför hjartkærs eiginmanns míns, föður, fósturföður, sonar og bróður BJÖRNS INGA ÁSGEIRSSONAR Ránargötu 13. Reykjavik Jóhanna Steindórsdóttir, Dagbjörg Þórarinsdóttir, Ásgeir V. Björnsson. hennar og hún var svo vandvirk, aðunan var að skoða verk henn- ar. Það var hamingjudagur í lífi Más, sonar mins, þegar hann gekk að eiga Þyrí. Þau voru gefin sam- an á jóladag 1965 í Siglufjarðar- kirkju. Það voru þvi aðeins tæp 12 ár, sem þau fengu að búa sam- an i ástríku hjónabandi. Sjaldan sáust þau nema bæði væru saman. Lengst af vann Þyrí í hannyrða- deild Jóh. Olafssonar & Co., Reykjavík, og víst er að þar fann hún starf við sitt hæfi, enda ávann hún sér hylli allra þeirra sem kynntust henni. Með framtakssemi, dugnaði og smekkvísi komu þau hjónin sér upp fallegu heimili í Bröttukinn 18íHafnarfirði. Nýlega stofnuðu þau fyrirtækið Innrómmun Þyrí Hólm og unnu þar saman af kostgæfni. Ég vil sérstaklega minnast hugulsemi hennar við afa og ömmu Más á Eyrarbakka, enda þótti þeim eins vænt um hana sem væri hún þeirra eigin dóttir. í ágústbyrjun í sumar var Þyrí lögð inn á sjúkrahús. Talið var að aðeins væri um smávægilega að- gerö að ræða, en þegar til kom, reyndist hún alvarlega veik. Eftir tveggja mánaða legu á Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.