Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1977 í STUTTU MÁLI NM í handknatlleik. Laugardalshöll 27. okt. Úrslit: Island — Noregurl6—17 (9—9) Mín. Island Noregur 1. Þ«»rbjörnG 1:0 3. 1:1 Ingebriksen(v) 3. Jón K. 2:1 4. 2:2 Hauger 5. Geir 3:2 6. Bjarni 4:2 8. 4:3 Augestad 9. Ölafur 5:3 10. Jón. K. 6:3 10. 6:4 Ingebriksen(v) 13. Jón K. 7:4 15. 7:5 Hauger 17. 7:6 Ingebriksen( v) 18. 7:7 Hauger 19. Bjarni 8:7 24. 8:8 Hallén 27. Ölafur 9:8 28. 9:9 Ingebriksen 32. Geir 10:9 38. 10:10 Ingebriksen(v) 39. 10:11 Ingebriksen 42. Þorbjörn G 11:11 42. 11:12 Ingebriksen(v) 44. Ölafur 12:12 46. 12:13 Augcstad 48. 12:14 Gjerde 51. 12:15 Hailén 51. Ölafur (v) 13:15 52. 13:16 Sterner 55. Ölafur (v) 14:16 55. 14:17 Augestad 58. Ölafur(v) 15:17 60. ölafur (v) 16:17 MÖRK ÍSLANDS: ólafur Einarsson 7, Jón Karlsson 3, Geir Hallsteinsson 2, Bjarni Gudmundsson 2. MÖRK NÖREGS: Trond Ingehriksen 7, Hans Jacob Augestad 3. Jan Hauger 2, Terje Hallén 3, Allan Gjerde 1, Rune Sterner 1. BROTTVlSANIR AF VELLI: Þorbjörn Guðmundsson f 2x2 mfn., Rune Sterner f 2 mfn. MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Morgan Juul varði vftakast frá Geir Hallsteinssvni og Kristján Sigmundsson varði vftakast frá Trond Ingebriksen. DÓMARAR: Tage K. Jensen og Leif Eliasen frá Danmörku. Þeir höfðu góð tök á leiknum, en oft mátti sjá þá gera mistök. — stjl. Tveir leikir íkvöld 1 KVÖLD fara fram tveir leik- ir ( Norðurlandamótinu f handknattleik, báðir f Laugar- dalshöllinni. Kl. 20.00 leika þar Svfþjóð og Færeyjar og strax að þeim leik loknum, eða kl. 21.15, leika Danmörk og Noregur. Fyrri leikinn dæma Anthonsen og Huseby frá Noregi en íslenzku dómararn- ir Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson dæma seinni leikinn. Dæmigerð fvrir hnoðið f gær. Ólafur Einarsson reynir að brjótast f gegn, en Terje Hellén nær að stöðva hann. Mistök á mistök ofan og ísland tapaði EKKI er ólfklegt að það verði hlutskipti Islendinga f Norðurlandamót- inu f handknattleik að þessu sinni að leika við Færevinga um næst neðsta sætið f mótinu. Alla vega er óhætt að fullyrða að það þarf ekki aðeins að verða bre.vting á leik liðsins, heldur bylting ef það á að geta staðið f Dönum f leiknum á morgun. Langt er sfðan fslenzkt handknatt- leikslandslið hefur boðið upp á jafnhörmulegan leik og til þess sást í Laugardalshöllinni f gærkvöldi er það tapaði með einu marki, 16—17, fyrir Norðmönnum. Var það aðeins fram f miðjan fyrri hálfleik sem liðið lék vel, en þar með var Ifka sagan öll. Það eina sem hjálpaði íslend- ingum i leik þessum var hvað norska liðið var lélegt — það var af nákvæmlega gæðaflokki og ís- lenzka liðið, og útkoman var þar af leiðandi mistök á mistök ofan hjá báðum liðum, hnoð og mikil hlaup en ekkert kaup. Raunar var ekki við þvi að búast að islenzka liðið næði að sýna neinn glansleik I Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Það hefur nánast enga æfingu hlotið ýmissa hluta vegna, en það alvarlegasta er að leikmennirnir eru margir hverjir mjög þungir og höfðu greinilega ekki úthald og þrek sem leikmenn norska liðs- ins. Furðulegt val Þegar íslenzka liðið hljóp inná Gunnar Einarsson 1, Kristján Sigmundsson 3, Ólafur Einars- son 2, Jón P. Jónsson 1, Þorbjörn Jensson 1, Þorbergur Aðalsteinsson 1, Þórarinn Ragnarsson 2, Jón H. Karlsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 3, Bjarni Guðmundsson 3, Birgir Jóhannesson 1. FÆREYINGAR SEM A HEIMA- VELU EN TÖPUÐU SAMT17-20 ENGU var líkara en að Færeying- sr lékju á heimavelli f Laugar- dalshöllinni f gærkvöldi er þeir mættu þar Finnum í Norður- landamótinu f handknattleik. Akaft hvattir af fslenzkum áhorf- endum stóðu Færeyingarnir allan leikinn f Finnunum, en töpuðu að lokum með 17 mörkum gegn 20. Var þarna raunar um að ræða keppni um sfðasta sætið f móti þessu, þar sem ætla má að þessi tvö lið séu áberandi slökust. Lengst af í fyrri hálfleik voru Færeyingarnir yfir í mörkum, en þegar 8 mínútur voru til loka hálfleiksins sneru Finnarnir blað- inu við og skoruðu þá fjögur mörk í röð, þannig að staðan var 9—7 þeim í vil í hálfleik. I seinni hálf- leik höfðu Finnarnir svo betur unz Færeyingum tókst að.jafna 16—16 þegar 7 mínútur voru til leiksloka. Fengu Færeyingar raunar tækifæri til þess að ná forystu, en voru of bráðir og þess í stað fengu þeir á sig tvö klaufa- mörk er réðu úrslitum í leiknum. Langbezti maður vallarins i þessum leik var Færeyingurinn Eyðfinnur Egholm, en auk hans stóð markvörður liðsins, Finn Bærentsen, sig með ágætum. Beztu menn finnska liðsins voru markvörðurinn Kari Raisainen og Jan Rönnberg. Mörk Færeyja: Eyðfinnur Eg- holm 7, Joah P. Midjord 3, Echart Persson 3, Hanus Joensen 2, Eigil Johansen 1 og Kari Nielsen 1. Mörk Finnlands: Kari Lehtolainen 6, Jan Rönnberg 4, Hannu Koivunporras 3, Pavel Usvalahti 2, Antti Koljonen 1, Kurt Strömsten 1, Hannu Pulkkanen 1, Pertti Soitso2. völlinn til leiksins í gærkvöldi urðu vafalaust margir hissa. Ólaf- ur Benediktsson, markvörður, sem sóttur hafði verið til Svíþjóð- ar, var ekki í hópnum, og höfðu menn í flimtingum að hann yrði ef til vill notaður í leiknum á móti Færeyjum! Þá var Árni Indriða- son heldur ekki með, en eftir að Björgvin Björgvinsson meiddist hefði margur ályktað sem svo að ekki veitti af Árna í liðinu sem linumanni, og vist er að fáir is- lenzkir handknattleiksmenn eru snjallari varnarleikmenn en Arni. Yfir höfuð verður ekki annað sagt en að landsliðsnefndinni hafi ver- ið ákaflega mislagðar hendur við val islenzka liðsins að þessu sinni. Þannig má það furðu gegna að ekki skyldi vera kallað á þá Ágúst Svavarsson og Jón Hjaltalín 'Magnússon frá Svíþjóð, en þeir eru báðir í mjög góðu formi um þessar mundir, og segja t.d. sænsku blöðin að Jón Hjaltalín hafi sennilega aldrei verið betri handknattleiksmaður en um þess- ar mundir. En landsliðsnefndinni þótti ekki ástæða til þess að nota þetta ágæta tækifæri til þess að skoða þessa leikmenn, hvað þá meira og greindi það sem ástæðu, að það væru svo góðir menn fyrir í stöðunum sem þeir leika. Þessir góðu menn sáust því miður ekki í leiknum í gærkvöldi. Nú er það auðvitað út af fyrir sig rétt að það skiptir okkur ekki ýkja miklu máli hvar islenzka lið- ið hafnar í þessari keppni, en allt um það er afskaplega leiðinlegt fyrir hina fjölmörgu íslenzku handknattleiksunnendur að verða fyrir svo miklum vonbrigð- um sem í gær. Það er ekki oft sem áhorfendur yfirgefa húsið i stór- um stíl áður en leik lýkur, svo sem sjá mátti i gærkvöldi. Agæt byrjun Sem fyrr greinir var það aðeins fyrsta stundarfjórðung leiksins sem íslenzka liðið sýndi eitthvað sem orð var á gerandi. Þá var kraftur og hraði i leik liðsins, því tókst að ógna vel að norsku vörn- inni og opna hana þannig að skytturnar fengu smásvigrúm til athafna. Komu stórkostlega falleg mörk í upphafi, eins og t.d. þegar Geir Hallsteinsson skoraði þriðja mark íslendinga með skot í stöng og inn, svo föstu að það söng og hvein í stönginni og bæði Jón Karlsson og Ólafur Einarsson skoruðu álíka mörk. Var staðan orðin 7—4 fyrir Island eftir 10 mínútna leik, en þá var sem ís- lenzka liðið skipti algjörlega um ham. Skotin lentu ýmist í vörn norska liðsins, framhjá markinu eða að Morgan Juul í norska markinu varði. Jafnvel dauðafæri þar sem okkar menn voru einir á móti norska markverðinum voru misnotuð. Átti eftir að ganga á þessu allan leikinn. Skytturnar fengu nánast enga aðstoð með „blokkeringum" frá félögum sín- um, og gátu Norðmennirnir fyrir- hafnariítið gengið út á móti þeim og stöðvað þá. Helzt var það að íslenzka liðinu tókst að skapa sér færi með gegnum brotum, og fisk- uðust þannig nokkur vítaköst, sem Ólafur Einarsson skoraði úr af miklu öryggi. Vörnin betri hluti liðsins Þótt öðru hverju mynduðust hrikalegar glufur í íslenzku vörn- ina í gærkvöldi var hún samt betri hluti íslenzka liðsins, og þar var baráttan oftast i góðu lagi. Raunar var ekki mjög erfitt að verjast Norðmönnunum, þar sem leikur þeirra var mjög einhæfur og ógnunarlítill. Liðið virtist ekki hafa yfir einni einustu langskyttu að ráða og miðaðist því allt við hnoð og pot inn á línuna. Fannst manni stundum jaðra við leik- leysu eða tafir hjá Norðmönnun- um, en dómararnir voru hins veg- ar ekki á því máli, og voru einnig full örlátir á vítakost á íslending- ana, sem komu með þeim hætti að norsku leikmennirnir létu fallast inn i íslenzka varnarvegginn. Geirs var vel gætt Erfitt er að nefna einn leik- mann íslenzka liðsins öðrum betri. Þeir áttu allir heldur léleg- an dag i gærkvöldi og nýting liðs- ins var iangt frá því sem kallast gæti eðlilegt. Geir Hallsfeinsson reyndi si*i til þess að halda spil- inu gangandi, en Norðmenn þekktu hann greinilega vel, og gættu haiu sem sjáaldur auga síns. Ólafur Einarsson var nokkuð ógnandi um tíma, en hann fékk sárasjáldan aðstoð við að koma sér í skotstöðu. Þegar hann ætlaðí að lyfta sér upp komust norskir varnarmenn óhindrað að honum og gátu hangið á honum. Kristján Sigmundsson, mark- vörður, stóð sig ágætlega í seinni hálfleik leiksins, og stöðvaði hann þá t.d. í þrígang hraðaupphla"p norska liðsins, með því að komast inn í sendingar. — STJL. SOKNANYTINGIN VAR AÐBNS 35% tSLENZKA landsliðið átti 46 sóknarlotur f landsleiknum við Norðmenn í gærkvöldi og skor- aði úr 16. Sóknanýtingin er því tæp 35%, sem er afar slakt. Liðið átti 35 skot að norska markinu og skoraði 16 sinnum og er skotnýtingin 46%. lv lenzka liðið tapaði boltanum alls 11 sinnum. Ólafur Einarsson átti flest skot að marki Norðmanna, 11, og skoraði 7 sinnum og er nýt- ingin 64%. Geir Hallsteinsson átti 8 skot og skoraúi tvisvar, nýtingin 25%, Jón Karlsson átti 4 skot og skoraði þrisvar, nýtingin 75%, Þorbjörn Guð- mundsson átti 3 skot að marki og skoraði tvisvar, nýtingin 67% og Bjarni Guðmundsson átti 4 skot að marki og skoraði tvisvar, nýtingin 50%. Þorberg- ur Aðalsteinsson og Jón Pétur Jónsson áttu 2 skot að markinu og Þórarinn Ragnarsson 1 skot en enginn þeirra þriggja skor- aði mark. Ólafur, Birgir Jóhannesson og Þorbergur töpuðu boltanum tvfvegis í leiknum en þeir Þór- arinn, Geir, Jón Pétur og Bjarni einu sinni. Þorbergur krækti í 2 víti en Geir, Þórar- inn og Jón Pétur i eitt víti hver. Ólafur og Geir áttu tvær línu- sendingar, sem gáfu mark og Jón Karlsson eina. Gunnar Einarsson stóð í markinu fyrri hálfleik og varði 3 skot, öll utan af velli. Kristján Sigmundsson var í markinu f seinni hálfleik og varði 8 skot, 3 langskot, 4 línu- skot og 1 vítakast. Norski markvörðurinn varði 13 skot frá íslenzku leikmönn- unum í leiknum. — SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.