Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 1
241. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Folkers skipt fyrir Caransa? Amsterdam, 29. október. Reuter. ER Mbl. fór í prentun siðdegis í gær hafði lögreglan i Amsterdam ekkert heyrt frá ræningjum hollenzka auðkýfingsins IHaurits Caransa, sem námu hann á brott ¦ fyrrakvöld fyrir framan næturklúbb ¦ Amsterdam. Um kvöldið hringdu nokkrir aðilar til fjölmiðla í Hol- landi og lýstu ábyrgð, ránsins á hendur Rauðu herdeildar Baader- Meinhofsamtakanna, sem rændi og myrti Hanns Martin Schleyer á dögunum. Talsmaður fjölskyldu Caransas, blaðamaðurinn Hans Knoop, sagði i dag að fjölskyldan hefði ekkert heyrt frá ræningjunum og biöi eftir að fá kröfur þeirra. Hann sagði að fjölskyldan hefði neitað lögreglunni um að setja Ford setur út á Carter Chicaíío. 29. október. Reuter. GERALÐ Ford fyrrverandi forseti sagði f gær að sam- skipti Carters forseta við þingið væru að versna og að það stofnaði störfum stjórn- arinnar í hættu. Hann kvaðst harma þetta þar sem forsetinn yrði að hafa gott samstarf við þing- ið. Hann taldi að skýringin gæti verið sú að Carter væri ókunnugur í Washington og þekkti ekki skrifstofukerfið. Ford sagði að verið gæti rétt hjá stjórn Carters að harma stefnu Suður- Afrikustjórnar en hann minnti á að Bandarfkjamenn þyrftu á hjálp Suður- Afrikustjórnar að halda yið lausn annarra vandamála í Afríku, meðal annars i Rhó- desíu. hlustunartæki á simann á heimili Caransas. Lögreglan í Amsterdam sagði að ekki hefði verið vitað til að Caransa hefði átt óvini, hann hefði ekki gengið með byssu á sér og ekki haft lífvörð. Cansara hef- ur litil afskipti haft af stjórnmál- um og fremur verið þekktur fyrir mikinn áhuga sinn á knattspyrnu. Er hann ákafur stuðningsmaður Ajaxliðsins. Fréttamenn í Amsterdam segja að ef ræningjar Cansaras geri kröfur um að v- þýzki hryðjuverkamaðurinn Knut Folkerts verði sleppt, muni hollenzka stjórnin liklega taka harða afstöðu. Folkert var hand- tekinn 22. september í Utrecht í Hollandi, eftir að hafa skotið lög- reglumenn til bana. Bandaríkin: Helmut Schmidt kanslari V-Þvzkalands sést hér í skrifstofu sinni með ekkjum og börnum tveggja fórnarlamba hryðjuverkamanna, bílstjóra og lifvarðar Bubacks ríkissaksóknara. mammnmt \p Fiskstofnar ört vax- andi eftír útfærsluna Coronado. Kaliforniu. 29. oktðber. AP. UTFÆRSLA bandaríska fiskveiðilögsögunnar í 200 mllur hefur stór- eflt bandafiskan sjávarútveg að þvf er forseti bandarisku sjávarút- vegsstofnunarinnar, Gus Mijalis, sagði í viðtali ¦ gær. Hann sagði að verð sjávaraf- urða gæti orðið stöðugra vegna bættrar afkomu sjávarútvegsins sem útfæslan hefði haft í för með sér. Hann sagði að eins og við hefði verið búizt hefði útfærslan stuðlað að verndun fiskstofna þar sem erlendum fiskimönnum hefði verið bægt i burtu, en þar að auki hefði fiskigegndin við strendurn- ar aukizt örar en við hefði verið búizt. Mijalis sagði að bandaríski fiskiskipaflotinn _væri á uppleið eftir útfærsluna. Hann hefði hrapað niður i niunda eða tiunda Fulltrúa hótað á fundi í Grúsíu Moskvu. 29. október. AP. BANDARISKA sendiráðið f Moskvu tilkynnti í dag að það hefði mótmælt við sovétstjórnina grófri o,; klaufalegri tilraun sem hefði verið gerð til að fá bandarískan stjórnarerindreka til að útvega sovézku leyniþjónustunni upplýsingar. Talsmaður sendiráðsins sagði að tilraunin hefði beinzt gegn Konstantin Warwariv, varafor- manni bandarisku sendinefnd- arinnar á umhverfísmálaráð- stefnu sendinefndarinnar á umhverfismálaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna i Tbilisi í Grúsíu. Maður nokkur sem kallaði sig „Ivan Ivanovich" ruddist kl. 1 eftir miðnætti 16. október inn í hótelherbergi Warwarivs, sagð- ist vera úr sovézku leynilög- reglunni KGB og krafðist þess að hann útvegaði upplýsingar um bandariska stjórnarerind- reka sem störfuðu í ýmsum sendiráðum, sagði í mótmæla- orðsendingu sem bandaríska sendiráðið sendi sovézka utan- rikisráðuneytinu. Sendiráðið sagði að „Ivan Ivanovich" hefði hótað War- wariv því að birta bréf sem hann sagði að látinn faðir hans hefði skrifað ef hann neitaði að afla upplýsinganna. Sendiráðið sagði að i bréfinu hefði War- wariv veri sakaður um sam- vinnu við nasista á striðsárun- um, en Warwariv sagði að bréf- ið væri falsað. Sovézka fréttastofan Novosti dreifði í dag grein til vest- rænna fréttastofnanna þar sem Warwariv er borinn þessum sökum. Því er haldið fram i greininni að sovézki yfirsak- sóknarinn, Roman Rudenko, hafi gefið út tilskipun um að mál skuli höfðað gegn War- wariv. Grein Novosti virðist hafa verið birt til á koma fram hefndum vegna þess að War- wariv neitaði að ganga í lið með sovézku öryggislögreglunni. Sovézkir fjölmiðlar hafa sagt ítarlega frá umhverfisráðstefn- unni sem Warwariv sat og talið hana gott dæmi um alþjóðlega samvinnu og slökun spennu. sæti hvað afla snerti en á þvi yrði breyting áður en lagt um liði. Hann gat þess að fisktegundir sem hefðu ekki sézt árum saman á bandariskum miðum væru nú að hrygna við strendurnar. Hann sagði að á fyrsta ári utfærslunnar veiddu bandariskir fiskimenn nokkrar tegundir sem erlendir fiskiskipaflotar hefðu nánast út- rýmt. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar hefur komið sér bezt fyrir fiski- menn á austurströndinni, i Norð- ur-Kaliforníu og á norðvestan- veðri Kyrrahafsströndinni sagði Mijalis sem hefur setið árlegt þing sjávarafurðastofnunarinnari Kaliforniu. En hann sagði að þeir sem mest kynnu að hagnast á út- færslunni þegar fram i sækti væru bandarískir neytendur. „Þeim mun meira sem bandaríski flotinn veiðir þeim mun meiri lík- ur eru á því að markaðurinn verði stöðugur," bætti hann við. Hann sagði að verð á fiski hefði hækkaó um 16% miðað við verð á svinakjöti og kjúklingum síðan 1973. Hins vegar sagði hann að fiskneyzla Bandarikjamanna hefði aukizt um 40% og að það sannaði að markaðurinn væri öruggur. Evrópukommún- isminn grímu- klæddur Stalín- ismi segir Ford Washington, 29 október Reuter GERALO Ford fyrrum bandaríkjafor- seti varaði i dag i ræðu sem hann flutti í háskóla ! Mossouri, við Evrópukommúnisma, sem hann sagði vera grímuklæddan Stalínisma og harðstjóm í dulargervi. Ford sagði I ræðunni að auðveldara yrði fyrir kommúnista að ná völdum i V- Evrópu, þar sem Bandarikin hefðu brugðist þeirri skyldu sinni að taka afstöðu gegn Evrópukommúnisman- um. Ford varaði fólk við að láta ánetjast fagurgala áróðursmanna kommúnista um að Evrópukommúnisminn væri mannlegur kommúnismi. hann væri ekkert annað en grímuklæddur Stalin- ismi og mikil ógnum við lýðræði á Vesturlöndum. Haig varar við ásælni í Afríku Los AiiA'eles, 2.4. oklóbt'l". AP. ÖRYGGI Bandaríkjanna stafar slórfelld hætla af vaxandi hern- aðarmætti Sovélríkjanua i þrið.ja heiminum sagði Alexander M. Haig hershöfðingi, æðsti yfirmaö- ur herafla NATO, í Los Angeles í gær. Hann vaiaði við stöðugt aukn- um hornaðarmælti Rússa og bonti á aö vopnabirgðir þeirru lieí'ðu f jórfaldazt á einum áratug. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.