Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTOBER 1977 • OSTA- og smjörsalan hefur hafið framleiðslu á ostum í sérstökum pakkningum, sem ætlaðar eru flugfélögum og gistihúsum. Ost- inum er pakkað í litlar dósir og enn sem komið er hafa menn að- eins notað eina smurosttegund í þær, en Oskar Gunnarsson, for- stjóri Osta- og smjörsölunnar, kvað unnt að pakka fleiri tegund- um, ef menn hefðu áhuga á slíku. Öskar sagði, að framleiðsla í þessum pakkningum hefði hafizt i sumar að ósk Loftleiða og hefði félagið sjálft valið hvaða bragð- efni yrði i ostinum. Þessar pakkn- ingar eru nokkuð dýrar miðað við innihaldið og kostar hver dós um 20 krónur, en engu að síður stend- ur þessi framleiðsla algjörlega undir sér, sagði Öskar. Fyrir nokkrum árum hóf Osta- og smjörsalan sölu á sinjöri í 15 g pakkningum. Oskar sagði að mikil sala væri á smjöri í þessum litlu pakkningum og kvaðst hann ætla að þessi tilraun með að pakka ostum í litlar umbúðir myndi gefa svipaða reynslu. Unnt er að nota sömu vélasamstæður við að pakka ostinum og í þær dósir, sem all- lengi hafa verið á markaðinum og taka 250 g. ar og gáfu björgunarsveitinni Finnbogi Arndal, til vinstri, afhendir Jóni Þórissyni sjúkrabifreiðina, sem staðsett verður f Reykholti. Sjúkrabifreið staðsett í Reykholti: Söfnuðu andvirði bifreiðarinn- NÝLEGA afhenli Kiwanisklúbb-1 urinn Jiiklar í Borgarfirði Björgunarsveitinni Ok sjúkrabif- reið, sem keypt hafði verið fyrir söfnunarfé og höfðu klúbhfélagai útbúið hana til sjúkraflutninga. Bifreiðin var síðan afhent 22. október á hátíðarfundi í Brún i Ba*jarsveil. Fundinn sóttu um 70 manns. Forseti Jökla, Finnbogi Arndal, gerði grein fyrir aðdraganda Þetta er Sigurbergur GK 212, sem hleypt var af stokkunum nja Bátalóni á föstudaginn eftir gagngerar breytingar, en frá þeim var skýrt I blaðinu f gær. Ljósm. Mbl. Fridþjófur. ~r Attavitanámskeid fyrir rjúpnaskyttur ur og ferðamenn þessa máls. Klúbbfélagar heim- sóttu 270 heimili norðan Skarðs- heiðar f Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu um páskaleytið í vor og leit- uðu eftir fjárframlögum til kaupa á sjúkrabifreióinni. Söfnuóust með þessum hætti 1.250.000 krón- ur, en auk þess héldu klúbbfélag- ar dansleiki, sem gáfu í hagnað 470.000 krónur. I Andakílshreppi voru haldin að venju töðugjöld 1 september síðastliðnum og var þessi fagnaður heyskaparmanna vel sóttur. Þegar upp var staðið var i afgang 128.000 krónur og gaf töðugjaldanefndin þá fjárhæð f söfnunina. Þá hafa klúbbfélagar unnið aó innréttingu, við frágang og málningu bílsins í sumar og haust fyrir 350.000 krónur. Kostnaðarveró bifreiðarinnar við afhendingu er tæplega 2 milljónir króna. Næsta verkefni Jökla verð- ur að kaupa snjóbíl fyrir Björg- unarsveitina Heiðar i Mýrasýslu. Jón Þórisson, formaður Björg- unarsveitarinnar Oks, veitti lykl- um bifreiðarinnar móttöku á fundinum. Hann þakkaði klúbb- félögum Jökla fyrir hina veglegu gjöf og sagði hann að staósetning fullkominnar björgunarbifreiðar í uppsveitum Borgarfjarðar drægi ögn úr áhyggjum fólks vegna brottflutnings héraóslækn- isins frá Kleppjárnsreykjum til Borgarness. Allmargir fundargestir tóku til máls, m.a. Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnarfélags íslands, sem óskaði Oki til ham- ingju með bifreiðina og þakkaði Jöklamönnum gjöfina. Bifreiðin er geymd í upphituðum húsa- kynnum, sem Ok hefur reist sér í Reykholti í Borgarfirði. Héraðsfundur Rangárvalla- EINS og undanfarin 11 ár gengst Hjálparsveit skáta í Reykjavik fyrir námskeiði í meðferð átta- vita og landabréfa fyrir rjúpna- skyttur og aðra ferðamenn. A námskeiðunum verða einnig veittar upplýsingar um ferðafatn- að og ferðabúnað almennt. Ætlunin er að halda 2 nám- skeið, ef næg þátttaka fæst. Hið fyrra verður dagana 2.—3. nóvember n.k. og hið sfðara 9.—10. nóvember. Hvort námskeið er tvö kvöld. Fyrra kvöldið er meðferð áttavita og landabréfa kennd og notkunin æfó innandyra. Síðara kvöldið er veitt tilsögn í ferðabúnaði og sið- an farið í stutta verklega æfingu rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum verður ekiö til og frá æfingasvæð- inu í bifreióum hjálparsveitarinn- ar. Námskeiðin verða haldin í húsnæði hjálparsveitarinnar í kjallara Armúlaskóla, Armúla 10—12, og hefjast bæði kvöldin klukkan 20.00. Þátttökugjald er 1000.— krónur. Nánari upplýs- ingar er að fá í Skátabúðinni við Snorrabraut. Þar liggur einnlg frammi þátttökulisti fyrir þá, sem ætla að taka þátt í námskeiðun- um. Enda þótt þessi námskeið séu einkum ætluð rjúpnaskyttum, eru allir velkomnir, sem áhuga hafa á að læra notkun áttavita og landa- bréfa, eða vilja hressa upp á og bæta við kunnáttu sína. Er at- hygli vélsleðamanna, skíðagöngu- manna og annarra ferðamanna, sem ferðast um fjöll og firnindi, sérstaklega vakin á þessum nám- skeiðum. Það orkar ekki tvímælis að stað- góð kunnátta í meðferð áttavita og landabréfs, ásamt réttum út- búnaði, getur ráðið úrslitum um afdrif ferða- eða veiðimanns, ef veðrabrigði verða snögg. Gjöf til SVFÍ Ritstjórar og útgáfustjóri bókarinnar f.v. David Hoy útbreiðslustjóri, Norris McWhirter aóalritstjóri og Örnólfur Thorlacíus ritstjóri fs- lenzku útgáfunnar. Heimsmetabók Guinness út- gefín á íslenzku HEIMSMETABOK Guinness, er væntanleg á markaö hérlendis á morg- un, er það í fyrsta sinn sem íslenzk útgáfa þessarar bókar lítur dagsins ljós, en áður hefur hún verið gefin út á 16 tungumálum í um 33 milljónum eintaka. í tilefni íslenzku útgáf- Réttarstaða sakborninga ORATOR, félag laganema gengst fyrir aimennum fundi í Lögbergi, stofu 101 á mánudagskvöldið. Fundarefnið verður réttarstaða sakborninga i opinberum málum og réttindi og skyldur verjenda í því sambandi. Frummælendur verða Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari og Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður. unnar boðuðu útgetendur bókarinnar, Örn og Örlyg- ur blaðamenn á sinn fund í gær, en þar voru þá mættir Norris McWhirter, annar aðalritstjóra bókarinnar, og útbreiðslustjórinn, Ðav- id Hoy, en þeir eru að hefja alheimsreisu til aó kynna bókina um þessar mundir. Ritstjóri íslenzku útgáfunnar er Örnólfur Thorlaeíus, en hann og tíu menn aðrir sáu um þýðingar á ensku útgáfunni. Töluvert er af íslenzku efni í bókinni og má þar nefna að elsti sálmur sem vitað er um er íslenzkur, er hann ortur 8. september 1208 og heitir Heyr himna smiður. Fyrsta utgáfa bókarinnar kom út 1955 og þá eins og nú útgefin af Guinness-fyrirtækinu, sem ann- ars er þekktast fyrir bjórfram- leiðslu sína í Bretlandi. Bókin er gefin út i 5000 eintökum á ís- lenzku og kostar í verzlun 5880 krónur. ÁRLEGUR héraðsfundur Rangár- vallaprófastdæmis verður hald- inn að Hvoli, Hvolsvelli, sunnu- daginn 6. nóvember. Fundurinn hefst með guðsþjón- ustu í Stórólfshvolskirkju en aðal- umræðuefni fundarins verður álit starfsháttanefndar þjóðkirkjunn- ar, sem sr. Jón Bjarman hefur framsögu um. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Slysavarnafélagi íslands: „Frú Eiríka og Þorgrímur St. Eyjólfsson, útgerðarmaður f Keflavik, hafa afhent Slysavarna- félagi Islands kr. 135 þús. frá frú Asu Guðmundsdóttur Wright. Skömmu fyrir andlát sitt ánafn- aði frú Asa ákveðinni peninga- upphæð til SVFl sem minningar- gjöf um foreldra sína, læknis- hjónin frú Arndisi Jönsdóttur og Guðmund Guðmundsson, er siðast var læknir á Stykkishólmi. SVFl þakkar minningargjöf þessa, er verður varið til eflingar sjóslysavarna samkvæmt ósk gef- andans." Frá Vestfirðingafélaginu AÐALFUNDUR Vestfirðingafélagsins varður haldinn að Hótel Borg (gyllta sal) 1 dag, sunnudag 30. okt. klukkan 16. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið og takið með ykkur nýja félagsmenn. OSTUR í litlum neytendaumbúðum %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.