Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3, NÓVEMBER 1977 5 STÓRMEISTARINN Boris Spassky býr sig af kappi undir áskorendaeinvígið við Viktor Korchnoi, sem hefst í Belgrad um miðjan þennan mánuð. Hann tefldi nýlega 6 skáka æfingaeinvígi við Hollending- inn Timman og vann Spassky 4:2. Hann vann tvær skákir en fjórum lauk með jafntefli. Friðrik með skákkennslu í sjónvarpinu „ÆTLI þelta verði ekki einir tutt- ugu þættir," sagði Friðrik Ólafs- son, stórmeistari, er Mbl. spurði hann um skákkennslu þá, sem hann mun annast í sjónvarpinu, en fyrsti þátturinn verður á dag- skrá annan sunnudag og síðan er ætlunin að skákkennslan verði á dagskrá klukkan 19 á sunnudög- um. Friðrik sagði, að hann myndi til grundvallar kennslunni leggja bókina Skákþjálfun eftir Alex- ander Koblenz, en hann var m.a. þjálfari Tals á hans fyrri frægðar- og heimsmeistaratíma. Að sögn Friðriks er bókin ætluð þeim, sem kunna mannganginn og helztu undirstööuatriöi skákarinnar, en þó kvaðst hann ætla að eyóa tveimur fyrstu þáttunum í upp- rifjun og kennslu á þeim. Bókin skiptist í 16 kennslustundir, þar sem farið er yfir helztu atriði, sem skákin byggist upp á, en einnig er ætlunin að verja tíma til þess að svara spurningum áhorf- enda. Bókin Skákþjálfun er nú komin út á vegum tímaritsins Skákar. Basar á veg- um Upptöku- heimilisins BASAR og hlutavelta verða hald- in á vegum Upptökuheimilisins í Kópavogi að Bergstaðastræti 9 f Keykjavík n.k. föstudag og laug- ardag. Basarinn verður opnaður kl. 14 á föstudag og ki. 10 á laug- ardag. A boðstólum eru bæói gamlir og nýir múnir og eins heimatilbúnir munir eins og keramik, sem krakkar á upptökuheimilinu hafa gert. Ljóðabækur á upp- boði Klausturhóla LJÓÐABÆKUR munu ein- kenna 36. uppboð Klaustur- hóla, listmunauppboð Guð- mundar Axelssonar, sem fram fer I Tjarnarbúð kl. 2 e.h. nk. laugardag. í fréttatil- 'kynningu frá fyrirtækinu seg- ir svo um ýmsar þær bækur, Bíl og bifhjóli stolid R an nsók n a rd ei ld 1 ög r egl u st j óra- embættisins í Reykjavík liefur beóið Morgunblaóió um aó konia eftirfarandi á frainfæri: Hinn 28. október var bifhjólinu R-674 stoliö frá Laugardalshöll- inni á tímabilinu frá kl. 20—22.30. Hjóliö er af geróinni Suzuki, árg. 1975, og rauöbrúnt aó lit. Þeir seni geta gefið einhverjar upplýsingar um stuld þennan eöa hvar hjólið er nú nióur komió eru beðnir aö hafa samband vió lögregluna. Hins vegar var bifreióinni R- 39306 stolið dagana 28. eóa 29. október sl. þar sem hún stóó viö Iðnskólann í Reykjavík. Bifreiöin er af geróinni Volkswagen 1302LS, árg. 1971 og dökkrauö aö lit. Þeir sem einhverjar upplýsingar gela gefió um þennan þjófnaö eöa hvar bifreið er, eru vinsamlega beönir aó hafa samband viö lögregluna. sem þarna verða slegnar hæstbjóðanda: Að þessu srnnu veYða boðnar upp bækur, sem greinast eftir efnum í eftir- talda flokka Ýmis rit. búnaðar- og ræktunarmál, rit isl höfunda. leikrit. Ijóð, Grænland, saga lands og lýðs, ferða- og landfræðirit, trúmálant þjóð- sögur og sagnir, timarit. ævimmnmg- ar, fornritaútgáfur og fræðirit. Af einstökum bókum og verkum má m a nefna Jónsbókarútgáfuna frá Akureyri 1858, frumútgáfu Steins Stemars á Timanum og vatnmu. frum- útgáfur Ijóða. m a eftir Jóhannes úr Kötlum, Jakob Thorarensen. Kám. Snorra Hjartarson. Magnús Ásgeirs- son. Sigurð Breiðfjörð. Sigfús Daðason o fl Á uppboðinu verður scld fágæt biblía, útg i Kaupmannahöfn 1 747. svokölluð Vajsenhússbiblia Seld verð- ur uppskrift Jóns Benediktssonar á Kristilegra trúarbragða höfuðlærdómar eftír Chr Bastholm, rituð 1807 Saga Natans Kctilssonar og Skáld-Rósu cftir Brynjólf frá Minna-Núpi, úrval tímarita frá ýmsum timum og margar mcrkileg- ar útgáfur íslenzkra fornrita. prcntaðar hcr og erlendis Alls verða scld 165 númer en bækurnar og ritin vcrða til sýms í vcrzlun Klausturhóla, Lækjargötu 2. föstudagmn 4 nóv kl 9 — 22 Upp- boðið hefst kl 2 c hád laugardag i Tjarnai búð Kvenfélag en ekki kaupfélag I grein um Kristneshæli eftir Sverri Pálsson, sem birtist í Mbl. á þriójudag uröu þau mistök vegna misheyrnar i síma, aö i staö kvenfétags Saurbæjarhrepps slóó kaupfélag. Velviróingar er beóisl á þessum mistökum. Færeyjaheimsókn sjáv- arútvegsráðherra hefst á sunnudaginn kemur Spassky vann Timman 4:2 Framkvæmdastofnimin: Sjávarútvegsráðherra, Matthías Bjarnason, og kona hans, frú Kristín Ingimundardóttir, fara í opinbera heinisókn til Færeyja næstkomandi sunnudag, 6. þ.iu., í boöi Péturs Reinert, sjávarút- vegsráóherra i Fære.vjuni. í heimsókn þessari mun sjávar- útvegsráðherra kynna sér hinar ýnisu greinar sjávarútvegs Fær- eyinga, bæöi veiöar og vinnslu, og ræöa viö ráöantenn þeirra um samskipti landanna á þessu sviði, segir í frétt frá sjávarúlvegsráðu- neytinu. Utkomin skýrsla um sér- staka framleiðslumögu- leika á Arborgarsvæði BYGGÐDADEILD Framkvæmda- stofnunar ríkisins hefur sent frá sér skýrslu er snertir sérstaka framleiðslumöguleika á svo- nefndu Árborgarsvæði, en það svæði er betur þekkt sem Suður- landsundirlendi. Er skýrslan fyrsta rit áætlunar unt þróun þéttbýliskjarna í Árnessýslu. Höfundur skýrslunnar er dr. Vilhjámur Lúðvíksson efnaverk- fræðingur. í skýrslunni er aö finna auðlindalýsingu svæöisins, en mestur hluti hennar fjallar þó um framleiðslumöguleikana á svæö- inu, en þeir eru á sviði ylræktar, steinefnaiönaöar, efnaiönaðar, fiskræktar svo og i vinnslu sjávar- fangs, að því er kemur fram í skýrslunni. Gefiö er yfirlit yfir helztu stærðir hugsanlegra nýrra framleiðslutækifæra, en sam- kvæmt skýrslunni er hér um aö ræða 15—16 nýjar greinar. Fjallað er um hlutfali stofnkostn- aðar og framleiðsluverðmætis fyrir þessar greinar. Frant kemur aö áætlaöur fjöldi starfstækifæra er 624 og stofnkostnaöur í heild 11.175 milljónir króna og meóal- fjárfestingarkostnaður er 17,9 milljónir króna á starfsmann. I för með ráðherranum veröa þeir Jón L. Arnalds, ráðunevtis- stjóri og Einar B. Ingvarsson, aóstoðarmaður ráðherra. Verður dvalið í Færeyjum í þrjá daga og haldið þaðan fimmtudaginn 10. þ.m. Halastjama Frá Sljörniiskoúunar- fólaKÍ SHIjarnarness HALASTJARNAN Kohler. sem fannt 4. september sl., sést nú i lillum sjónaukum sem óskýr hnoðri á birtustigi 6,5 til 7. Hún er í höggormsmerki, rétl suðvestan við stjörnu- merkið örninn og færisl lil suðausturs um 1V4 gráðu á dag. 1 kvöld verður hún í 22° hæð á suðurhimni við myrkur í Reykjavik. Staða hennar i stjörnulengd og stjörnubreidd verður þessi: 3. nóv. kl. 00: 18h 33m, — 2,8°. 8. nóv. kl. 00: 18h 58m, — 7,3°. 13. nóv. kl. 00: 19h 24m, — 11,7°. Halastjarn- an verður í sólnánd 10. nóvem- ber, en ekki er búist við að hún verði svo björt að hún sjáisl með berunt augum. Athugasemd GÍSLI Alfreðsson, formað- ur stéttarfélags leikara, hefur gert athugasemd við fullyrðingar Sigurðar Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Sinfóníu- hljómsveitarinnar, um laun leikara á A-samningi hjá Þjóðleikhúsinu, sem birtist í frétt Mbl. í gær. Sigurður segir i frétt þessari, að leikarar þessir séu i 21., 23. og 25. launaflokki innan BSRB- samninganna en Gísli segir það rangt. Leikarar á A-samningi séu í 17., 19. og 21. launaflokki og efsti flokkurinn sé raunar heið- ursflokkur leikara. Hann benli á að leikarasamningarnir væru tvenns konar — annars vegar A- samningurinn, með framan- greindum launaflokkum, og hins vegar B-samningur en leikarar sem tækju laun samkvæmt þeim samningu væru i 9.. 12. og 15. launaflokki. DECCfl LITSJÓNVARPSTÆKI Úrvalstæki, búin öllum tækninýjungum, svo sem línulampa og viðgerðareiningum. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstæðir afborgunarskilmálar. Verð: 20" tæki kr. 276.000- 22" tæki kr. 324.950,- 26" tæki kr. 366.900 FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 Sendum bæklinga, ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.