Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1977 fltofgttiiltffifófe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúí Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. f Ahugi á fslen/.kri limnu er sem betur fer mikill, enda höfunt við ekki mikilvæxara erindi við samlíd og framtíö en varðveita tungu okkar og aðlaga hana nýjum heimi tækni og vís- inda, m.ö.o. þeirri þekkingu, sem var ekki einu sinni I sjónmáli þegar aldamótakynslóðin var að alast upp. Það væri þvl verðugt hlutverk fyrir alþingismenn at) standa vel á verði gegn þeirri aðför, sem gerð hefur verið að fslen/ku máli, töluðu og prenl- uðu, en hún leynir sér ekki og blasir við í öllum áttum, eins og kunnugt er, ekki sf/t í þingskjöl- um og alls k.vns greinargerðum, sem alþingismenn þurfa ýmist að lesa eða senda frá sér. I*ar er íslenzk tunga oft og einatt ekki liátl á hrygginn reisl. Sumir sér- fræðingar, sem alþingismenn þurfa að hafa náið samstarf við, skrifa alls ekki góða íslenzku, og þó að oft sé ráði/t á blaða- og fréttamenn, er óhadt að fullyrða, að þeirra íslenzka er upp og ofan hátíð hjá því hrognamáli, sem sérfræðingar láta frá sér fara. Alþingismenn þurfa áreiðanlega oft að hafa túlka við höndina til að skilja það, sem að þeim er rétt. Á þetta er nú minnzt vegna tillögu tii þingsályktunar um íslenzka stafsetningu, eins og! plagg þetta er nefnt, sem fram hefur komið á Alþingi Is- lendinga. Tillagan er eins konar málamiðlun í svonefndri z-deilu, enda er mál að linni. Meira en nógur tími hefur farið í umræður um mál þetta á Alþingi, og enda þótt stafsetning sé mikilvæg, þá a‘ttu alþingismenn að huga að því, að þeir gera íslenzkri tungu meira gagn með því að ra-kta mál- far sitt í ræðu og riti og koma hugsunum sínum til fólks á góðu skiljanlegu máli en með mara- þonumra‘ðum um formsatriði og stafsetningu. í raun og veru er íhugunarefni, hvort staf- setningarmál he.vri undir Alþingi, t.a.m. eiga rithöfundar að fá leyfi til að skrifa íslenzka tungu eins og þeim sýnist, svo og frjáls hlöð. En liitt er rétt, að nauðsynlegl er að samræma staf- setningu, svo að hægt sé að hafa einhver mið af því, hvernig eigi að kenna hana í skólum og nota hana í opinberum plöggum. Að þvf leyti geta umræður um staf- setningu á Alþingi verið nytsam- legar og Morgunhlaðið er þeirrar skoðunar, að samræmd staf- setning sé nauðsynleg hæði við kennslu og í þeim skjölum, sem ríkisstarfsmenn láta frá sér fara. En hitt skulu menn muna, að fjöldinn allur talaði fráhært mál á síðustu öld, án þess hafa lært svo mikið sem stafkrók í mál- fræði. Þeir, sem hafa þurft að kynna sér bréf, t.a.m. Islenzk bréf frá alþýðufólki, á sfðustu öld, hafa í fyrstu átt erfitt með að lesa í málið, vegna þess hve stafsetningu var ábótavant. En þegar bréf þessi hafa verið rituð upp með þeirri stafsetningu, sem gengur og gerist nú um stundir, kemur í Ijós, að flestir hréfritarar skrifuðu gullaldarmál miðað við það, sem nú gerist, jafnvel hjá menntamönnum — en margir þeirra eru í raun og veru ekki sendibréfsfa‘rir, ef marka má þau plögg og skýrslur, sem þeir senda frá sér. Morgunblaðið leggur engan dóm á það, hvort fjár- festingarfesti — merki t.a.m. „stofnun" á sérfra-ðingamáli, en því hefur verið skotið að blaðinu sem dálitlu dæmi um það niður á hvaða plan svokallað sérfræðinga- mál er komið. Islenzk tunga mun hvorki standa né falla með stafsetningu. I þeim efnum er annað mikil- vægara, svo sem innri bygging tungunnar, lögmál hennar og merkingar orða og síðast, en ekki sízt, að hugsunin komist til skila. Þá er einnig mikilvægt, að tungan sé og verði frjósöm. En nú stefnir allt í þá átt að einfalda hana, um leið og hún er teygð og toguð með óþarfa innskotssetningum og lopa, sem hægt er að komast hjá. Hugtökum, sem hægt er að koma á framfæri í einuin eða tveimur orðum, er pakkað inn í óskiljanlegt orðagjálfur. í sumar var skýrt frá þvf, að setja ætti vaxtabætur eða vaxtauppbætur á vexti, en orðalagið var með þeim hætti, að langt mál þurfti til að skýra, við hvað væri átt. Annað dæmi má taka: snjóstormur. Blaðamenn og aðrir, sem um málið fjalla, virðast ekki þekkja annað orð um þetta náttúrufvrir- brigði, þó að gamalt fólk kunni mörg orð um það s.s. b.vlur, stór- hríð, skafrenningur, hríðarbylur, hríðargráni, hríðarsnæringur o.s.frv., þ.e. fjölmörg orð eru til í íslenzkri tungu I stað slettunnar „snjóstormur" sem er annaðhvort þýdd úr dönsku eða ensku, og annarra slíkra orðskrípa. En látum þessi da>mi nægja. 1 tillögu til þingsályktunar um Is- lenzka stafsetningu eru aðal- ákvæðin um það, að „rita skuli z fyrir upprunalegt tannhljóð (d,ð, t) + s í stofni, þar sem tannhljóð- ið er fallið burt í skýrum fram- burði, t.d. Iianzki (hand-ski), lenzka (lend-ska), gæzka (gæð- ska), józkur (jót-skur), nízkur (nfð-skur), anza (and-sa), beizla (beit-sla), verzla (verð-sla) og unz (und-s); og ef stofn lýsingar- orðs eða sagnorðs endar á d, ð eða t (einföldum sambljóða) og tann- hljóðið fellur burt í skýrum fram- burði á undan hástigsviðskeytinu st eða sagnorðsendingunni st, skal rita z, t.d. nyrztur, elztur, beztur, þú leizt, þú hézt, láztu, o.s.frv. En ef ð helzt í framburði á undan st skal ekki rita z (hefur glaðst, hafa mæðst o.s.frv.) og ekki heidur í miðmyndarending- um sagna, nema sagnstofninn (boðháttur eintölu) endi á tann- hljóði, sem fellur burt í skýrum framburði. Dæmi: Svo hefur re.vnst. margt hefur gerst, hún hefur grennst, þið fundust, hann liefur farist, o.s.frv. En aftur á móti má rita z f erlendum orðum. I greinargerð með þingsálykt- unartillögunni er bent á það, að á undanförnum árum „hefur kom- izt á (sic!) mikil ringulreið f staf setningu íslenzkrar tungu í stað þeirrar festu, sem áður hafi rfkt hátt f hálfa öld. Á tæpum fjórum árum, frá 4. sept. 1973 — 28. júní 1977, hafa þrívegis verið gefin út fvrirmæli um breytta stafsetn- ingu. Reyndin er hins vegar sú, að lesefni þjóðarinnar er enn að miklu leyti gefið út með hinni rótföstu stafsetningu undanfar- inna áratuga. Nauðsynlegt er að koma aftur á FESTU f stafsetningu fslenzkrar tungu. Það verður eigi gert nema FEST (leturbr. Mbl.) verði í sessi stafsetning, sem er þjóðinni töm og ber henni vfðast fyrir augu. Því er í þingsálvktunartillögu þessari lagt til, að tekið verði af skarið í því efni. Æskilegast væri að halda staf- setningunni frá 1929 óbreyttri. Til sátta við þá, sem telja gild- andi z-reglur krefjast meiri þekk- ingar á íslenzku máli en ætla megi (sic!) íslendingum almennt, er þó í tillögu þessari gerður kostur á tilslökun til mála- miðlunar." Nauðs.vnlegt er að vera íhalds- samur. þegar íslenzk tunga á f hlut. Þó að Morgunblaðið sé frjálslynt blað, telur það nauð- svnlegt að hafa íhaldssama stefnu í þeim atriðum, sem varða lög- festar breytingar á íslenzkri tungu. Það telur því ástæðu til að hvetja alþingismenn til að fallast nú í faðma og sameinast um þessa þingsályktunartillögu, svo að þeir geti einbeitt kröftunum að öðrum efnuni, t.a.m. varðveizlu fslenzkr- ar tungu og meðferð hennar í opinberum fjölmiðlum, málglöp- um í guðspjöllum opinberra stofnana og tilraunum sérfræð- inga til að gera einföld mál flók- in. Z-an Ragnhildur Helgadóttir alþm.: Umræður norrænna stjórn- málamanna um lýðræðið EFTIRFARANDI grein er að meginstofni sam- hljóða ritstjórnargrein, er Ragnhildur Helga dóttir skrifaði í seinasta hefti af tímaritinu „Nordisk kontakt", sem er tímarit þing- manna á Norður- löndum. Nú er eitt ár liðið frá þvi að ,,hið stjórnmálalega lýðræði" var til umræðu á fundi Norðurlandaráðs á Kristjáns- sandi Mörg lærdómsrík og um- hugsunarverð erindi voru þar flutt, auk ýmissa glöggra greinargerða Allir voru sammála um, að málefni fundarins hafi hæft tíðarandanum í dag mjög vel og að Norðurlandaráð hafi verið eðlilegur vettvangur fyrir umræður og mat á stöðu lýðræðisins sem stjórnarfyrir- komulags Fylgiskjöl frá þessum fundi ráðsins hafa nú i marga mán- uði verið geymd i skúffum og skápum, en umræðum stjórnmálamannanna á Norðurlöndum um stöðu lýð- ræðisins ætti þó ekki að vera lokið þrátt fyrir það Hætta felst i þvi að lita svo á, að almennar umræður um lýðræðið séu ónauðsynlegar, þegar tæmdar eða of hátið- legar. Ónauðsynlegar vegna þess að við erum á einu máli um það, að það sé eðlilegt og sjálfsagt stjórnarfar. — Há- tiðlegar eíns og að dásama dagsljósið eða himininn i ræðu. En rökræðan um lýðræðið má ekki vera eins og hver önnur spariföt, sem við tök- um fram af og til í þeim tilgangi að bursta þau upp og bera síðan við hátiðleg tækifæri Þvert á móti. Lýð- ræðið er og verður að vera hluti af okkar eðlilega hvers- dagslífi — og rökræðan um hvernig megi bæta það má ekki falla niður Þróunin á alþjóðavettvangi siðustu árin Þó að lýðræðislönd séu i minnihluta meðal rikja heimsíns, er ekki ástæða til svartsýni. Stefnan hefur verið i já- kvæða átt i nokkrum rikjum Suður-Evrópu, þar sém stjórnarfarið var hreint ein- ræðí fyrir aðeins stuttum tima. Einnig við allt aðrar og erfiðari aðstæður, eins og i Indlandi virðist lýðræðið ekkí verða kæft niður. Fólkið i landinu kaus lýðræðisstjórn- arfarið í alþjóðlegum stjórnmála- rökræðum undanfarna mán- uði hefur mannréttindamál borið hæst. Þetta snertir grundvallarsjónarmið lýð- ræðisins. Þar sem einföld- ustu mannréttindi eru ekki virt, er ekki um lýðræðis- stjórnarfar að ræða. En sums staðar er þessum málum öðru visi farið en sýn- ist á yfirborðinu. I stórum rikjum heims eru mannrétt- indi brotin, þrátt fyrir aðild að skuldbindandi yfirlýsingum um vernd mannréttinda og virðingu fyrir þeim. í þessum alþjóðlegu umræðum reynir á lýðræðishugarfar Norður- landaþjóðanna. Stjórnmála- mönnum Norðurlanda hefur um of hætt til þess í stuðn- Kagnhildur Hclgadóttir ingi sinum við illa staddar þjóðir, að beina huga sínum fyrst og fremst til hinna fjar- lægustu landa og horfa þá framhjá þvi, sem gerist i löndum, sem eru enn nálæg- ari eins og ríkjum Austur- Evrópu og Sovétrikjunum. Lýðræðishefð Norðurlanda og samstaða þeirra á þeim grundvelli ætti að styrkja þær í djarflegum málflutningi á hinum stóru alþjóðlegu mál- þingum, þar sem fjallað er um mannréttindi Skerfur Norðurlanda að þessu leyti gæti orðið til þess að mann- réttindi væru aukin, þar sem þau eru nú sniðgengin. Það væri verulegt framlag til að bæta friðarhorfur i heimin- um. Jafnvel i lýðræðisþjóðfé- lögum, eins og nú nýlega i Vestur-Þýzkalandi, hefur það hent, að saklausir borgarar verða fórnarlömb kerfisbund- innar, pólitiskrar valdbeiting- ar í slikri aðstöðu eru vald- hafarnir oft næsta hjálpar- lausir og i þessu felst alvarleg ógnun gegn lýðræðinu í þeim rikjum, þar sem þessir atburðir gerast Athyglinni beint innávið Hið lýðræðislega stjórnar- form gerir sifelldar kröfur til þegna samfélagsins, — það krefst tima fólksins Á þetta lagði rektor Háskóla íslands áherzlu á fyrrgreindri ráð- stefnu Norðurlandaráðs i fyrra. Sú staðreynd að lýðræði krefst tima getur þýtt, að okkar eigin lýðræði er i ákveðinni hættu, sérstaklega við aðstæður þegar erfið og yfirgripsmikil vandamál skyggja á stjórnmálasviðið Þá getur það verið eftirsókn- arverðara að hafa það þægi- legt fyrir framan sjónvarpið sitt eða eitthvað álíka, sem fólki stendur til boða i fri- stundum, — fremur en að einbeita sér við íhuganir um efnahagserfiðleika þjóðarinn- ar eða um ábyrgð hvers og eins í samfélaginu Allir þeir möguleikar, sem okkur bjóð- ast nú á dögum til að hag- nýta tímann, fela i sér ákveðna freistingu til að flýja stjórnmálastarfsemi og lýð- ræðislega ábyrgð, ekki sist við fyrrgreindar aðstæður Það leiðir síðan til þess að óæskileg öfl og andlýðræðis- leg hafa frekara tækifæri til sinnar starfsemi en ella. Og þá fá kostir lýðræðis ekki notið sin sem skyldi Fyrir ábyrga þjóðfélags- þegna er rik ástæða til að vera enn betur á verði Þessi skylda hvílir ekki sist á þeim, sem koma fram sem fulltrúar samborgara sinna á þjóð- þingum Af þessum ástæðum eru þær umræður um lýðræðið, sem stjórn Norðurlandaráðs hóf í fyrra með ráðstefnunni á Kristians- sandi enn raunhæfar og þeim ætti að halda áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.