Morgunblaðið - 03.11.1977, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.11.1977, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÖVEMBER 1977 27 Séra Bernharður Guðmundsson skrifar frá Afríku: Meðal Araba Plastsætin eru óhrein, rifin og nöturleg, drungalegar mannverur bera sig að því að sópa gólfin, sem greinilega hafa ekki verið sópuð lengi. Við erum á flugstöðinni i Kairo og vart verður þverfótað fyrir pilagrímum, flestum óhrein- um mjög. Konumar eru sveipaðar svörtum dúk svo aðeins sést í andlit þeirra. Þær virðast afundn ar við karla sína, sem hins vegar skeggræða fjörlega sin á milli. Flestar hafa þær brúsa við hlið sér, svipaða mjólkurbrúsunum sem voru til á flestum heimilum i .slenzku þéttbýli áður en fernur og hyrnur komu til sögunnar. Brús- arnir geyma heilagt vatn. Það er þungt loft og skuggsýnt og okkur er dapurt i geði. Við stöndum upp til að fá okkur hressingu og pöntum samloku. Gegnum op á veggnum sjáum við afreiðslumann skera kjötsneiðar, líklega á samlokumar. Hann bregður sér frá, trúlega til þess að sækja brauðið, á meðan kemur litil mús og tritlar eftir eldhúsborð- inu og fer að gæða sér á kjötinu. Við afþökkum samlokurnar! YFIRFULL BORG Kairo er erfið borg að heim- sækja og við erum fegnir að vera á förum. Það ólgar í þjóðlifinu, her- vörður er á öllum fjölförnum götu- hornum. Samskipti manna eru spennt og almenn tortryggni gagnvart náunganum. Og náung- inn er hvarvetna. Borgin er bók- staflega talað að springa utan af fólksmergðinni. Borgarbúum hef- ur fjölgað um milljónir síðasta ára- tug, en ekkert hefur verið gert til að mæta þeim auknu þörfum sem af þvi skapast. Umferðin er með ólíkindum, þröngar götumar geta engan veginn fleytt fram bila- mergðinni, svo að bílstjórarnir skeyta skapi sinu á flautunni og láta hina ökumennina hafa það óþvegið, enda virðast umferðar- reglur fremur brotnar en haldnar! Verst er þó ástandið í holræsa og sorphreinsunarmálum. Holræsin eru einfaldlega full og geta ekki tekið við meiru, þannig að skolpið þrýstist upp á yfirborðið aftur. Við heimsóttum kunningja i einu af betri hverfum borgarinnar. Innan við garðshliðið voru stiklur að aðaldyrunum, svo að gestir vökn- uðu ekki í fætur. Tjarnimar þær urðu semsé ekki til við regn af himni! Það þarf ekki að taka það fram að farsóttir lifa blómatima i Kairo um þessar mundir. TENGDIR Við ferðafélagarnir röltum inn i skyrtubúð meðan við biðum eftir bíl til brottfarar. Við ræddum sam- an á skandinavisku og allt i einu kemur eigandi verzlunarinnar að- vifandi. Þetta er ungur og hressi- legur náungi, greinilega Egypti. — Ég heyrði að þið voruð að tala skandinavisku, segir hann, ég býð öllum Skandinövum sérstök kjör, ég er nefnilega næstum Skandinavi. Við spyrjum hvers kyns sé. Jú, hann var á leið til Skandin- aviu til að gifta sig, reyndar var unnustan ekki alveg skandin- avisk, hún er islenzk, en það er næstum alveg það sama — bætir hann við. Daninn, ferðafélagi minn, kynn- ir mig viðstöðulaust. Og það tók átján yfir, — það var engu likara en ég væri væntanlegur tengdafaðir i heim- sókn. Allt var okkur falt, við gæt- um fengið bil hans að láni, búið i húsi hans og auðvitað fengum við skyrtur í kveðjugjöf. Annað gátum við ekki þegið, þar sem við vorum á förum. En vonandi verður Ahmed ham- ingjusamur með Siggu sinni! PÝRAMÍDAR Að sjálfsögðu eru okkur sýndir pýramidamir. Þeir liggja í útjaðri borgarinnar, svo þetta er likast því að skjótast upp að Árbæ. Við ök- um eftir malbikuðu breiðstræti og skyndilega blasa pýramidarnir við að baki háhýsa Kairo. Það er næstum óraunverulegt Gönguferð í eyðimörkinni að virða fyrir sér þessi stórkost- legu byggingarundur. Óskiljan- legt, hversu hægt var að raða upp þessum risabjörgum með þeirra tima tækjum. Skil fortíðar og nú- tíðar upphefjast frammi fyrir þess- um fornu minjum, sem i einfald- leika stils sins hafa fólgið í sér ólýsanlegt aðdráttarafl. Það er erf- itt að slíta augun af pýramidun- um. En það verða ferðamenn að gera, sölufólkið sér um það. Það leggst að mönnum eins og gamm- ar með minjagripi sina og kamel- dýr. Og þetta er fólk, sem kann sinar aðferðir. Áður en varði og gegn okkar vilja, erum við komnir á bak kameldýrum með Arabadúk á höfði. Kameldýrin reisa sig, við viljum af baki, en maður stekkur ekki svo auðveldlega af kamel- dýri! Egyptarnir skellihlæja, en okkur er ekki hlátur í hug. Við höfðum nefnilega hitt blaðakonu fyrir skömmu, sem sætti þessari sömu meðferð, nema kameldýrið tók á rás út i eyðimörkina og var þar á hlaupum i nokkra tima! Trú- lega var sagan ýkt, en við vorum engu að siður þvi fegnastir að komast á jörðu niður. Við fórum inn i bilinn til að geta horft nægju okkar á pýramidana. VALDABARÁTTA Egyptar hafa nokkra sérstöðu meðal Arabarikjanna. Þeir eru fá- tækir, þvi að þeir hafa enga olíu i landi sinu. Hinir ríku nágrannar þykjast þvi geta leyft sér sitthvað i samskiptum við þá. Hins vegar eiga þeir mest af menntamönnum, og stór hópur ungra háskóla- menntaðra Egypta vinnur trún- aðarstörf i nágrannarikjunum og láta æ meir til sin taka. Þar við bætist að i Egyptalandi er þróaður kvikmyndaiðnaður. Oliugullið hef- ur gert Aröbum kleift að eignast sjónvörp og sækja kvikmyndahús, og á þeim skjám er það venjulega egypsk framleiðsla sem þeir horfa á og mótast af. Það verður fróð- legt að fylgjast með framvindu þessara mála innan Arabaríkj- anna. ANDSTÆÐUR OG AFSTÆÐI Nokkuf hópur Egypta er krist- inn. Þeir hafa jafnvel sinn eigin páfa. Hin koptiska kirkja, eins og hún nefnist, hefur um langan ald ur verið móðurkirkja ortodoxu krikjunnar i Eþiópiu, þótt þau tengsl hafi nú rofnað. Koptiska kirkjan leggur mikla áherzlu á til- beiðsluna og hið mystiska i helgi- haldinu. Kirkjurnar eru afar fagrar og guðsþjónustan ógleymanleg. Helgimálverk, — íkornar — gerðir af mikilli list, framandi en heillandi tónlistin, bænariðjan, hin mikla lotning fyrir hinu heilaga, allt þetta gerði guðsþjónustuna, sem við sóttum, blessaða og ó- gleymanlega. Hversu fjarri vorum við ekki öskrandi umferð og erli götunnar í Kairo — Andstæður — þær er alls staðar að finna í Egyptalandi, þvi furðulandi, þar sem timinn verður afstæður. kynningar og skemmtikvöld í Þórscafé sunnudaginn 6. nóvember Húsið opið kl. 7 til 1. i Tízkusýning -r, Hinn umtalaði W ítalski tízkufatnaður n frá verzluninni Matse Stjórnandi Pálina Jónmundsdóttir Tvær ferðir til KAAARi™ og ein ferð til Samvinnuferöir Samvinnuferða verður c in i Þórscafé allt kvöldið Sérstakur kynningarafsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.