Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.11.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1977 39 SIGFUS OG JON I GÓÐUM FÉLAGSSKAP ,,ÉG Hljóp á fullu alla leiðina en koms þó ekki inn framarlega. Ég get þó ekkert kvartað því ég tók á allan tímann. Maður er bara ekki i betra formi ennþá, en svo var hlaupið lika mjög sterkt." Þannig mælti Sigfós Jónsson, hlauparinn góðkunni úr ÍR, en hann og Jón Diðriksson, UMSB, tóku þátt i miklu götuhlaupi i bæn- um Gateshead í Englandi um helg- ina. Varð Sigfús í 43. sæti en Jón i 61. sæti af um 300 keppendum, þ.ám. voru flestir beztu hlauparar Bretlandseyja og nokkrir góðir Evrópubúar. Sigfús sagði að hann hefði komið í mark samtímis mörgum öðrum, sem hefðu fylgzt að Hlaupið var tæpir 9 kílómetrar að lengd, en sökum stað- setningar sinnar hlaut hvorki Sigfús né Jón tima Sigfús sagði að hlaupnir hefðu verið þrir hringir og byrjað og endað á Gateshead- frjálsíþróttavellinum Sagði han að Jón hefði verið aðeins rétt á eftir sér að loknum tveimur hringjum en upp frá þvi hefði Jón skort úthald og þvi dregizt aftur úr undir lokin Sigfús sagði að þeir félagar æfðu mikið um þessar mundir en væru ekki i neinu keppnisformi, enda æfingarnar miðað- ar við næsta sumar. Hlaupið vann núverandi Evrópumeistari unglinga í 5000 metra hlaupi, Skotinn Nat Muir. A hæla hans komu aðrir ágætir Skotar en hinn ágæti Englendingur Dennis Coates, sem er einn bezti hindrunar- hlaupari heims, varð ekki nema tiundi Karel Lismont, tvivegis verðlaunamað- ur á Evrópumeistaramótum og Ólympiuleikjum í maraþonhlaupi og góður 10 km hlaupari, varð aðeins sjöundi í hlaupinu að sögn Sigfúsar Sigfús og Jón munu á næstunni kcppa i ýmsum hlaupum að sögn Sigfúsar. með skóla sinum. en skólinn cr nú með eitt bezta hlauparalið af enskum háskólum Liklega munu þeir svo keppa i miklu alþjóðlegu víðavangs- hlaupi í Gateshead í lok nóvember. Gateshead er heimabær hins mikla hlaupara Brendan Fosters. Sigfús Jon Haustmót BLÍ: ÍS og Vík- ingur unnu HAUSTMOT Blaksambands Is- lands fór fram um síðustu helgi. í karlaflokki iéku Þróttur og IS lil úrslita og vann ÍS 2:1 í mjög skemmtilegum og jöfnum leik. Hrinurnar enduðu 13:15, 15:12 og 16:14. Þar með tókst ÍS að rjúfa óslitna sigurgöngu Þróttar. i kvennaflokki var einnig um mjög skemmtilega og jafna bar- áttu að ræða millí Víkings og Völsungs og vann Víkingur naum- an sigur. i keppni um 3. sætið í karla- flokki vann UMFL Mími 2:0. Hef opnað rakarastofu mína að HÓTEL LOFTLEIÐUM Góð bílastæði Góð þjónusta. Garðar Sigurbergsson Góðir hestar Walter Feldmann eldri óskar eftir að kaupa tamda hesta til útflutnings. Þeir sem hafa hesta til sölu vinsamlegast hafið samband við: Sigurð Hannesson og Co. h. f. Ármúta 5. Reykjavík. Sími 855 13. Baráttunefnd 1. des. 1977 verður stofnuð undir kjörorðunum: 1. Veljum sjálfræði íslands. 2. Gegn erlendri stóriðju 3. ísland úr Nato — Herinn burt. 4. Gegn báðum risaveldunum, U.S.A og Sovét Nefndin er öllum opin sem styðja þessi kjörorð. Stofnfundur verður haldinn fimmtudaginn 3. nóv. n.k. kl. 20.30 í Norræna húsinu. Á fundinum verða ræðuhöld, hópumræður og menningarefni. Frumkvæðisnefnd. Landsmálafélagið Vörður, samband félaga Sjálfstæðismanna í hverfum Reykjavikur AÐALFUNDUR Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtu- daginn 3. nóvember 1 977 í Valhöll, Háaleitis-* braut 1 Fundurinn hefst kl 20:30 O Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 0 Reikningsskil 0 Kjör stjórnar og endurskoðenda 0 Önnur mál. £ Ingólfur Jónsson, alþingismaður flytur ræðu og svarar fyrirspurn- um fundarmanna. Stjórnin. FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER — KL. 20:30 — VALHÖLL EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AllSTURBÆJARRin frumsýnir einhverja frægustu stórmynd aldarinnar: Það er vafamál að nokkur kvikmynd hafi fengið jafn glæsleg ummæli kvikmyndagagnrýnenda og þessi mynd allt frá upphafi vega: Hér eru nokkur sýnishorn af þeim ummælum frá hinum ýmsu löndum: Frakkland — „Ég fagna Barry Lyndon sem fegurstu mynd aldarinnar Ég hylli Stanley Kubrick sem mesta kvikmyndastjóra aldarinnar Ég hafð aldrei áður séð mynd, sem mann langar til að sjá tiu sinnum, nei, 100 sinnum.” — Galerie Jardin des Arts. Paris. „Svo fullkominni list verður vart með orðum lýst." — France Soir, Paris „Fegursta kvikmynd i heimi Ryan O'Neal og Marisa Bersenson sýna sannarlega stór- fenglegan leik.” — LAurore. Paris. Þýskaland — „Kvikmynd á við þessa hefur aldrei verið til áður Hún verður ein hinna frægustu, sigildu mynda ” — Frankfurter All- gemeine Zeitung „Hún verkar eins og rothögg Maður er i vímu af furðulegri fegurð hennar/' — Der Tages- spiegel, Berlin „Kubrick hefur skráð enn nýjan kafla i sögu kvikmyndanna ‘ — Tip, Berlin Danmörk — „Barry Lyndon er furðuverk, 'sem fær mann til að reka upp stór augu Það er eins og kvikmyndirnar hafi einmitt verið fundnar upp ’ — Ekstra Bladet — sem gaf henni 6 stjörnur „Meistaraverk Kubricks Berg- málsins frá því mun alltaf gæta " — B T , sem einnig gaf 6 stjörnur. „Fullkomin kvikmynd — eins fullkomm og maður getur óskað sér ” — Kristeligt Dagblad Sviss — „Barry Lyndon er ekki aðems meistaraverk — hún er full- komnasta kvikmynd, sem gerð hefur verið " — Tagblatt der Stadt, Zúrich „Það, sem Herbert von Karajan er tónlistarheiminum, er Stanley Kubrick kvikmyndaheiminum ' — Der Bund, Bern ..Merkasta kvikmynd. sem nokkru sinni hefur verið sýnd " — National-Zeitung. Basel Finnland — „Stanley Kubrick er besti kvik- myndasmtður i heimi Þessi mynd er fullkomnuð með dásam- legri þekkingu '' — Helsingin Sanomat „Myndtn leiftrar eins og demant- ur með ótal litbrigðum'' — Kansan Uutiset Ítalía — „Töfrandi mynd Kubrick hefur aldrei náð slíkri fullkomnun áður." — Corriere della Sera. Róm „Fullkomin i hverju tilliti ' — La Stampa. Róm „Einu sinni voru Oscarverðlaunin fyllilega verðskulduð '' — II Giorno, Róm Holland — „Ógleymanlegt atvik Þetta er besta kvikmynd Kubricks — De Volkskrant Rotterdam „Meistaraverk Fullkomin i hv!- vetna." — HaagsePost Haag „Það er erfitt að telja upp kosti þessarar fullkomnu kvikmyndar Þeir eru of margir — De Waarheid Austurríki — „Stórfenglegur kvikmyndavið- burður Meistaraverk ' — Oberösterreichische Tageblatt „Hvert fet i þessari kvikmynd er stórviðburður ' — Oberöster- reichische Nachrichten Belgia — „Ein fegursta mynd allra tima " — Knack „Glæsileg að öllu leyti Smlldar- verk '' — Pourqoui pas Brussel „Þetta er mesta kvikmynd. sem gerð hefur verið árum saman ' — Radio Television Belge Frumsýning myndarinnar er í dag kl. 5 og 9. Hækkað verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.