Morgunblaðið - 12.11.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.11.1977, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 1977 ... •• afessaSí-*««?-* sSS*^ -^rss-^«aE£E>'•'?*• ^--..j .. ._ ST *»* ;'•;- *■•- ;'"' ’ «i I Bláfjöllum hefur að undanförnu verið keppsl við að Ijúka framkvæmdum og undirhúa skiðasvæðið áður en snjóa tæki. Ilefur vegurinn verið fluttur fjær brekkunni á 800 m. kafla frá veginum að Eldborf;argili að Bláfjallaskálanum og hann hækkað- ur. Einnig horið í veginn. Við enda vegarins uppi í brekkunni hefur verið gert bílastæði fvrir 500—600 bfla í stað 200—250, sem talið var að ka-must þar fvrir áður. Efni í veginn var tekið úr brekku, sem um leið var löguð fyrir skíðamenn. Þá er nú unnið að því að bæta rafvæðingu á svæðinu, verið að leggja stofnlögn inn í .. ... .. . .. Eldborgargil, en á þeirri leið verður ný Ivfta tekin í notkun í vetur. Olfuknúnu Ivftunum fækkar óðum, en með þessu getur Fram væntanlega fengið rafmagn við sfna Ivftu. Þá er verið að koma fyrir lýsingu á nýja bflastæðið og unnið að því að lýsa betur upp hrekkuna í minni Kóngsgils og nokkuð suður fyrir hana. /Etlunin er að fá svolftið betri lýsingu á kafla fyrir göngumenn. Vegaframkvæmdir kostuðu um 20 milljónir og raflagning 7—8 millj. Hubner og Lombardy boðin þátt- taka í Rvík- urskákmóti SKÁKSAMBAND íslands hef- ur nú boðið stórmcisturunum Hiibner og Lombardy til þátt- töku í Reykjavíkurskákmótinu í febrúar. Átta keppendur af fjórtán eru ákveðnir: Friðrik Ölafs- son, Guðmundur Sigurjónsson og Ingi R. Jóhannsson, Larsen, Miles, Browne, Smejkal og Ögaard. Tveir lslendingar verða til viðhótar og að sögn Einars S. Einarssonar, forseta St, Ifklegast þeir Jðn L. Árna- son og Helgi Olafsson. Svar hefur ekki borizt frá Rússum ennþá, en óskað var eftir tveimur stórmeisturum þaðan og tilnefndir Tal, Romanishin og Vagannjen. Prófkjör Alþýðuflokks í Reykiavík um helgina Prófkjör Alþýðuflokksins til næstu Alþingiskosninga f Reykja- vík fer fram um helgina; í dag og á morgun. Kjörstaðir eru fjórir; Drafnarfell 2—4, Fáksheimilið, Sfðumúli 37 og Iðnó, en engin utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram. Sex frambjóðendur eru í sætin þrjú, sem um er kosið; Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokks- ins, til fyrsta sætis, Bragi Jóseps- son námsráðgjafi, til annars og þriðja sætis, Eggert G. Þorsteins- son alþingismaður, til fyrsta og annars sætis, Jóhanna Sigurðar- dóttir skrifstofumaður, til þriðja sætis, Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri, til fyrsta, ann- ars og þriðja sætis, og Vilmundur Gylfason menntaskólakennari, til fyrsta og annars sætis. Til þess að atkvæði sé gilt verður kjósandi að greiða atkvæði um öll sætin þrjú. öllum, sem orðnir eru 18 ára, og ekki eru flokksbundnir i öðrum stjórnmálaflokkum og eiga lög- heimili í Reykjavík er heimil þátt- taka í þessu prófkjöri Alþýðu- flokksins. Réttkjörinn i fyrsta sæti er sá frambjóðenda til þess sætis, sem flest atkvæði fær, en atkvæði frambjóðenda, sem eru i fram- boði til fleiri sætis en eins, leggj- ast saman og er sá réttkjörinn i hvert sæti, sem þannig fær flest atkvæði. Urslit prófkjörsins verða kynnt í kristalssal Hótel Loftleiða eftir klukkan 21 á sunnudagskvöld. Samstarfsnefnd fulltrúa freðfísk-, saltfisk- og skreiðarframleiðenda; Vandi fiskvinnslufyrirtækja hefur ekki verið leystur Áœtlað tap fiskvinnshinnar 1300 milljónir í ár miðað við októberverðlag MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá samstarfs- nefnd freðfisk-, saltfisk- og skreiðarframleiðenda en hún er samin í tilefni af birtingu á Tilgangslaust annað en segja upp samningum segir Pétur Sig- urðsson, formað- ur ASV, en Þing þess hefst í dag VEGNA samgönguerfiðleika á Vestfjörðum varð að fresta þingi Alþýðusambands Vestfjarða, sem hefjast átti 1 gær og hefst það á hádegi í dag. Pétur Sigurðsson, formaður ASV, kvað líklegt, að: þingið ákvæði að segja upp samningum, en f kjarasamningi þeim, sem gerður var þar vestra I sumar, var ákvæði um að aðilar hefðu heimild til að segja upp samningum ef fyrirferðarmiklir hópar launþega fengju meiri launahækkanir en þar var um samið. Pétur kvað tilgangslaust annað en samningum yrði sagt upp, en endanleg ákvörðun um það verur tekin á hinginu. Pétur Sigurðsson kvað þetta þing vera hefðbundið fjórðungs- sambandsþing og í raun smækkuð mynd af þingum Alþýðusam- bands íslands, þar sem þar væri fjallað um öll sömu mál og mála- flokka og gert væri á ASI-þingum. Hann kvað viðræður á þinginu að Fi amhaid á bls. 22. niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar á athugun á afkomu frystihúsa haustið 1977. Kemur m.a. fram í fréttatilkynningunni, að sam- starfsnefndin telur að vandi fisk- vinnslufyrirtækja hafi ekki verið leystur og afkoma þeirra sé lak- ari, en skýrsla Þjóðhagsstofnunar segi til um. Miðað við október- verðlag sé áætlað að tapið á fisk- vinnslunni sé um 1300 milljónir króna á ársgrundvelli. Fréttatilkynningin birtist í heild hér á eftir: Vegna nýútkominnar skýrslu Þjóðhagsstofnunar um „Athugun á afkomu frystihúsa haustið 1977“ vill samstarfsnefnd full- trúa freðfisk-, saltfisk og skreið- arframleiðenda taka fram eftir- farandi: 1. Allt frá því á síðasta ári hafa talsmenn fiskvinnslufyrir- tækja bent á neikvæða þróun varðandi rekstrarskilyrði fyrir- tækja sinna, þrátt fyrir hækkandi afurðaverð. 2. Til áréttingar fyrri ummæla fulltrúa fiskvinnslufyrirtækja, vill samstarfsnefndin sérstaklega vekja athygli alþjóðar á eftirfar- Framhald á bls. 22. Allsher j aratkvæða- greiðsla BSRB; Kjörsókn virðist hafa orð- ið um 60% „OKKUR sýnist eftir þeim upp- lýsingum, sem við höfum fengið utan af landi að þátttakan 1 alls- herjaratkvæðagreiðslunni sé að meðaltali um land allt um 60%,“ sagði Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri og varafor- maður BSRB í samtali við Morg- unblaðið í gær, en þá var lokið kj rfundi um nýjan kjarasamn- ing alls staðar, nema hjá Starfs- mannafélagi ríkisstofnana, en þar var kjörfundur opinn til klukkan 19 1 gærkveldi. Haraldur sagði að vegna slæmra veðurskilyrða hefði erfið- lega gengið að safna kjörgögnum utan af landi, þar sem flug hefði fallið niður til það margra staða. Hins vegar kvað hann BSRB hafa fengið þær upplýsingar um kjör- sókn, að svo liti út fyrir að hún yrði um 60% að meðaltali um land allt. Einna bezt kjörsókn mun hafa verið í Félagi íslenzkra símamanna, þar sem hún varð 81% og i kennarafélögum í ná- Framhald á bls. 22. Kjaradómur: Munnlegur málflutning- ur BHM fer fram í dag MUNNLEGUR málflutningur f máli Bandalags háskólamanna gegn f jármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs fer fram í Kjaradómi f dag. Samkomulag tókst ekki milli deiluaðila og hefur málinu þvf verið vfsað til dómsins og verður hann að hafa kveðið upp úrskurð sinn fyrir 21. nóvember næstkom- andi. í dag mun fulltrúi BHM flytja sóknarræðu sfna og fjár- málaráðherra varnarræðu sfna. Jónas Bjarnason, formaður Bandalags háskólamanna, sagði i samtaii við Morgunblaðið í gær, að það tilboð, sem fjármálaráð- herra hefði gefið BHM hefði verið mjög í samræmi við kjarasamning þann, sem hann gerði við Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja. Er Morgunblaðið spurði Jónas, hvort BHM byggist við hagstæðari kjör- um frá Kjaradómi en BSRB hefði náð með samningum, kvaðst hann eiga bágt með að trúa öðru. BSRB færi ekki með samningsrétt fyrir BHM, og þrátt fyrir allar tilhneig- Framhald á bls. 22. Kristbjörn Árnason skipstjóra á Sigurði RE: „Vínnn slitnaði er við reynd- um að snurpa nótina inn” „VIÐ fengum brotsjó bakborðsmegin á skipið og við það lagðist það á hlfðina með þeim afleiðingum að nótin rann að hluta til f sjóinn. Þrátt fyrir að við gerðum allt hvað við gátum til að ná henni inn á ný, tókst það ekki og fór hún öll í sjóinn að lokum,“ sagði Kristbjörn Arnason, skipstjóri á aflaskipinu Sigurði RE, f samtali við Morgunblaðið f gær. Sigurður lá þá inni á Akureyri, en f fyrrakvöld missti það loðnunótina f sjóinn eins og fyrr segir og var þá statt 70—80 sjömflur norður af Siglufirði. Nótin, sem Sigurður missti er nokkurra ára gömul- og er efa- mál að tii hafi verið fengsælli nót i heiminum, en að sögn Kristbjarnar var Sigurður bú- inn að veiða yfir 100 þús. lestir af loðnu i þessa nót. Þegar Sigurður fór af staðnum, þar sem nótin fór í sjóinn, sáu skip- verjar grilla í nótina í sjónum og sagði Kristbjörn, að um leið og lægði ætluðu þeir á staðinn aftur og freista þess að ná nót- inni, eða því sem eftir værí af henni, um borð. „Það hefur verið um kl. 20.30 í fyrrakvöld, sem við fengum brotsjóinn á okkur, en við vor- um þá staddir á stað 67°6’ norð- ur og 20° vestur. Vonskuveður var á þessum slóðum, 10 vind- stig og skipti það engum togum að skipið hentist- yfir á stjórnborðshælið undan þunga brotsjóarins. Um leið byrjaði nótin að renna í sjóinn en hún flaut samt upp. Við reyndum hvað við gátum að ná nótinni um borð, en sjórinn sleit hana frá okkur jafn óðum og rann nótin út í áföngum. Að lokum reyndum við að snurpa nótina um borð, en þá slitnaði snurpu- vírinn, þannig að þá fór öll nót- in út. Við sáum hvar eitthvað af nótinni flaut uppi er við urðum frá að hverfa, en við ætlum okkur að halda á þessar slóðir og reyna ná nótinni um borð um leið og veður gengur nið- ur,“ sagði Kristbjörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.