Alþýðublaðið - 09.01.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.01.1931, Blaðsíða 4
4 :"'A i P íi S H B U 'Á' Ð í ö r en hvað skieður? Um leið og það sleppir landinu ætlar það að sökkva sökum þess, að vinnan var svo illa framkvæmd. Hvað hefði nú verið rétt að gera í þessu tilfelli? Auðvitað að setja skipið á land aftur og láta setja ný hnoð í þar, sem laus hnoð og il-la hnoðaðir naglar voru. Þetta. sem var það eina rétta, gat eftir- litsmaðurinn ekki gert, heldur tók hann það til bragðs, að láta stemrna upp þá nagla, sem lekir voru. Þetta mun af öllum, sem þekkja tii skipabygginga, vera talin neyðarráðstöfun fig héldur ekki framkvæmd, nerna eitthvað sérstakt iiggi vi'ð. Ja, er það nú eftirlit, og það hjá sjálfum G. J., sem hefi'r feng- ið vottorð hjá Mogga fyri’r sér- staka' þekkingu og vitsmuni sem eftirlitsmaður. í þetta skifti ætia ég ekki að nefna fleiri dæmi um eftirlit G. J., en á þó eftir töluvert enn þá. sem verður að bíða betri tíma. Vona að þessi dæmi nægi til þess að sýna það, að ekki er mikið hægt að byggja á dómi G. J. um Þór, enda á ég eftir að taka til athugunar í annari grein skrif hans um það skip. Verst af öllu er það, að G. J. skyidi nokkurn tirna vera svarað. Það eina rétta, sem hefði verið að gera við Irann, var að þegja hann í hel. Því svo skal leiðan forsmá, að anza honum engu. Reykjavík, 30. dez. 1930. Vélstjóri. Um dðginn ©n veginii. STOKAN 1930 heldur fun'd á vanalegum stað og tíma. Hólm- fríður Árnadóttir kenslukona flytur erindi. Félagar beðnir að fjölmenna. Næturlæknir ier í nótt Gunnlaugur Einars^ son, Sóleygjargötu 5, sími 1693. Af tilefni 25 ára afmæliis „Ármanns“-fé- lagsins verður haldin íþrótta- skemtun í Iðnó kl. 3 síðd. á isunnudaginn kemur. Samskof vegna Apríi-slyssins 2. bekkur A í Gagnfræðaskóla Rvikur 35 kr,, 2. b. B. í sama skóla 12 kr. Þá samtals komið 2011 kr. Vigfús Græniandsfari ætlar að flytja erindi á sunnu- daginn kemur ld. 2 í Nýja Bíó. Mun hann þar segja frá ferðum sínum um Grænland í sumar með próf. Wegener. Sýndur verður fjöldi skuggamynda. Verða óefað margix til að sækja fyrirlesturinn. Ríkisstjórnin finska undirskrifaði í gær samning við National City Bank New York um lán að upphæð 300 millj. finskra marka. FB. Kristnessbrunlnn. FB. átti tal við læknirinn á Kriistneshæli í dag, og kvað hann flesta sjúkiingana vera kyrra á hælinu. Hann hafði þó leyft nokkrum sjúklingum, sem heima eiga á Akureyri, að fara heim, á rneðan verið er að koma öllu í lag. Hitastöðin kemst sennilega í lag í nótt. Er unnið af kappi að því, að það takist. Læknirinn kvað réttarhöld hafa staðið yfir í dag, en ekki hefði upplýstst um upptök eldsins. Hallast menn þó helzt að því, að kviknað hafi út frá rafrnagm, eða fi’nst það senni- legust tilgáta. Nokkru áður en lelidsins varð vart hafði verið gengið þarna um, en er að var komið síðar var bálið þegar all- mikið, enda munu vioir aliir á hæðinni hafa verið þurrir. Varð bálið svo ráikið á skammri stund, (að í rauninni var ekki um annað að ræða en verja neðri hæðirnar. Uppgangur á loftliæðina er að eins einn og hann mjór. Slökkvi- tæki Akureyrar hefði komið að meiri notum, ef vatnsmagn hefði verið nægt. Mun það ekki rétt, aö slöngur og vatnslásar hafi ekki verið af tilsvarandi stærð- um, heldur hitt, að slöngurnar, sem komið var með, voru nýjar, og því erfiðara að nota þær. — Læknirinn kvað sjúkrastofurnar heita óskemdar. Báturinn „Ver“ frá Akranesi kom ekki með neinn ílutning og tók heldar ekki neinn farm. Að eins þrir menn voru á honum. Veðiið. Víðáttumikil lægð er fyrir suð- vestan landið á hægri hreyfingu NA. eftir. Veðurútlit í Reykja- vík í dag og nótt: Sunnan- og útisunnan-kaldi, siðan allhvast suðaustanveður og rigmng. Nýja bókhi eftir Remarque, sem allir bíða nú með mikilli eftirvæntingu. kemur út í íslenzkri þýðingu eft- ir Björn Franzson. Jafnhliða og hún birtist í bókarfonni á er- lendum málum. Telja þeir, er byrjun hennar hafa séð, að hún muni ekki síður vekja athygli en fyrri bók' höf.: „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum.“ Er það vel farið, að erlendar úrvalsbækur birtist samtímis á íslenzku og öðrum málum. Sipaferðir í ár (samkvæmt áætiunum). Strand- ferðaskip ríkisins, „Esja“ og „Súðin“, fara samtals 32 strand- ferðir umhverfis landið þetta ár. Skip Eimskipafélags íslands fara 66 ferðir til útlanda á árinu og Sikuiu vera komin aftur úr 61 ferð þaðan fyrir áramót. í 35 lengri og skemmri strandferðir héðan vestur um land eiga Eim- skipafélagsskipin, önnur en „Sel- foss“, að fara á árinu. Á Aust- fjörðum eiga þau að koma við í 15 ferðum á útleið og 13 á leið hingað. Auk þess fer „Selfoss" nokkrar istrahdferðir, sem ekki eru nákvæmlega tilgreindar í á- ætluninni. Skip Sameinaða félags- ins eiga að fara 46 ferðir á ár- inu hingað til lands og héðan til . útlandá og 23 ferðir til Vest- fjarða og Norðurlandsins og hingað aftur. Útvarpið ámorgun: Kl. 19,25: Hljómleik- ar (grammófón). ICl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 19,40: Þýzka, 2. flokkur (hr. W. Mohr). Ki. 20: Barnasögur (frú Marta Kalman). Kl. 20,10: Hljómleikar (Þór. Guö- inundsspn og Tackas leika á tvær fiölur með aðstoð Emils Thor- oddsen); 5 dúetta eftir Mendel- sohn. Kl. 20,30: Upplestur (Friðf. Guðjónsson, leikari). Kl. 20,50: Ýmislegt. Kl. 21: Fréttir. Kl. 21,15: Hljómleikar (Þ. G., fiðla, E. Th„ slagharpa): Beethoven: Tyrkneskur marsch, Glúck: Ga- votte og Marsche religieuse, Mo- zart: Allegro (E. Th. leikur á slaghörpu), Scarlotti: Pastoraie og Capritio. Allskonar vörur teknar í um- boðssölu, nýjar og notaðar. Fljót sala. Vörusalinn, Klapparstíg 27, sími 2070. Sem ný karlmannsföt fást með sérstöku tækifærisverði í Vörusal- anum. Kenni ensku. Sérstök áherzla lögð á að tala. Erla Benedikts- son, Kirkjustræti 8 B. SokksiF, So>kkas>. Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastír. MiaHlö, að ijölbreyttasta úr- valið af veggmyndum og spor- öskjurömmum er á Freyjugötu 11, simi 2105. i Sparið peninga. Forðist ó- pægindi. Munið pvi eftir. að vanti ykkur rúður i glugga, hringið i sima 991, 1738, og verða pær strax látnar í. — Sanngjarnt verð. Drengir og stúlkor. Vikublaðið „Fálkinn" kem- ur út í fyrramálið (iaugar- dag). Komið í afgreiðsluna i Eankastræti ;3 og seijið. Þeir, sem fengu flöskur lánaðar fyrir jólin og nýárið eru vinsamlega beðnir að skila þeim sem fyrst ella verða þær færðar hlutaðeig- endum til skuldar. Werzlunlii FEIjL, Njálsgiitai 43, simi 22S5. Nýkomið mikið ÚTval af vinnufötum hjá Vald. Poulsen, Klapparstig 28. Sími 24 Hvað er aH fréttaT Jón Þorsteinsson biöur þess getið, að hann hafi fengið styrk af bæjarstjórninni til að kenna börnum innan skólaskyldualdurs leikfimi, ien ekki þeim, sem á skólaaldri eru, eins og misprent- ast hafði í blaðinu í gær. •Togamrntr. „Hilmir“ og „Skúli fógeti" fóru til Englands í gær. „Þórólfur", „Snorri goði“, „Egill Skallagrímisson“ og „Hannes ráð- herra" fóru á veiðar í gær. A Hótel Island þykir hljóðfæra- slátturinn hafa batnað upp á síð- kastið, síðan Bernburgs-floklmriínn tólc við. Sjómadur. ALÞýÐUPRENTSMIÐJAN, Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að sér alls kon- ar tækifærisprentun, svo sem erfiljóð, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv., og afgreiðir vtnnuna fljótt og við réttu verði. 38£ KOL, Koks JÖ? bezta tegund, með bæjarins Ks ægsta verði, ávalt fyrir- liggjandi. G. Kristjánsson, Hafnarstræti 5. Mjólkurfélagshús Ritstjórl og ábyrgðannaður: Haraldur GDðmundsson. Alþýðuprentsmiðjaa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.