Morgunblaðið - 11.12.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 11.12.1977, Síða 1
Sunnudagur 11. desember Bls. 49—80 Þrír vinir Rostropovich Sellósniliingurinn Rostropovich, sem væntanlegur er á næstu listahátíð. kynntist náið þremur mestu tónskáldum síðari tíma, þeim Benjamin Britten, Dimitry Shostakovieh og Sergei Prokofieff. Rostropovieh skýrði nýlega frá vináttu sinni við þessi tónskáld, í viðtali við brezka blaðið The Observer: Shostakovich Prokofieff Rostropovich og Britten á æfingu Beninka Sjaldan hefur geðslag tveggja náinna vina verið svo ólíkt. Britten var gefinn fyrir einveru. Hann var hlédrægur, feiminn fámáll og nokkuð hrokafullur á stundum, skorti sjálfstraust en átti þó um leið til að vera með hálfkæring og styggjá þá jafnvel nánustu vini sina. Þó átti ,,Slava“ Rostropovich strax upp á pallborðið hjá Britten þegar kynni þeirra hófust. Britten kunni vel að meta barnslega einlægni og gázkafulla framkomu Slava, hlýjuna sem frá honum stafaði, fyndni hans og geislandi lífsorku. Jafnvel gékk Britten furðu vel að sætta sig við hið óheflaða, sem stundum varð vart i fari hans. Væntumþykja Slava fór ekki á milli mála og honum tókst að láta Britten líða vel i návist sinni. Vinátta þeirra grundvallaðist á djúpum kærleika og gagnkvæmri aðdáun milli túlkandans og tónskáldsins. Tungumálaerfiðleikar voru engin hindrun í sam- skiptum þeirra. Britten tók til við að læra rússnesku og Rostropovich tók skjótum framförum í ensku eftir að hann fluttist frá Sovétrikjunum 1974, en þeir töluðu jafnan saman á hrognamáli, sem aðallega var i ætt við þýzku. „Þýzkuna mína skilur enginn Þjóðverji" segir Rostropovich „og samanborið við hana talaði Ben gullaldarmál. En við skildum alltaf hvor annan, og kölluðum þetta mál okkar „Aldeburgh Deutsch“.“ Rostropovich hefur mikla ánægju af sérstökum orða- tiltækjum og uppnefnum, og hjá honum hlaut Britten gælunafnið ,,Beninka“. Áreiðanlega geðjaðist Britten langtum betur að þessu nafni en „Britten Aldeburgh- lávarður“. Þeir hittust fyrst árið 1960 í Lundúnum, en þangað var Rostropovich kominn til að leika fyrsta selló- konsert Shostakovich, en þetta var frumflutningur verksins á Vesturlöndum. Shostakovich var viðstaddur tónleikana í Royal Festival Hall og bauð Britten að sitja hjá sér í stúku sinni. Þegar flutningi sellókonsertsins var lokið fékk Shostakovich ekki stundlegan frið fyrir Rostropovich: „Hvað sagði hann? Segðu mér það, Dimity, hvað fannst honum Ben Britten?“ Shostakovich sagði að meðan á flutningnum stóð hefði Britten hagað sér eins Framhald á bls. 79 Dimity Shostakovich var sá fyrsti af þremur miklum tón- smiðum, sem Rostroprovich hafði náin kynni af á lífsleiðinni. Þeir hittust fyrst árið 1943 þegar Rostroprovich var 17 ára að aldri, en þá kenndi Shostakovich við tónlistarháskólann í Moskvu. „Mig langaði til að komast í tónsmíðatíma hjá hon- um, en í bekknum hans var ekki rúm fyrir fleiri nemendur. Hann tók mjög fáa nemendur og raunar átti kennslan alls ekki við hann. Ég fór til að tala við hann, og lék fyrir hann píanókonsert sem ég hafði samið. Konsertinn var léleg eftirlíking af tónlist Prokofieff — ja, fyrsti þátturinn var lélegur, en annar þáttur var ekki alveg eins slæmur. Þegar ég var búinn ljómaði Shostakovich allur og sagði: „Þetta er dásam- legt“, og fór með mig inn í kennslustofuna sína. Auðvitað gerði hann sér ljóst að konsertinn var fyrir neðan allar hellur og það gerði ég mér ekki siður ljóst“, segir Rostropovich. Shostakovich var hundrað sinnum feimnari og ein- rænni en Britten. „Hann var óskaplega hlédrægur og taugaveiklaður. Hann skalf án afláts, og ef maður sat hjá honum fór maður sjálfur að skjálfa", segir Rostropovich og fær hroll við tilhugsunina eina sam- an. Þegar Rostropovich var undanskilinn átti Shosta- kovich ekki nema tvo eða þrjá vini. Hann var jafnan mjög fámáll, meira að segja við þessa fáu vini sína. „Hann sat bara með krosslagða arma og krosslagða fætur. Eftir fimm mínútur hreyfði hann sig og kom sér fyrir í ennþá óþægilegri stöðu". Rostropovich hætti aldrei að furða sig á ótrúlegri þekkingu Shostakovich á tónbókmenntunum. „Til dæmis sagði hann við mig: „Nei, þarna er nótan á trompetnum er of lág. Þó kemur þetta fyrir á einum tveimur stöðum, til dæmis í fjórðu sinfóníu Beethov- ens“. „Rostropovich segist stundum hafa átt bágt með að taka mark á þessum athugasemdum, og svo fór eitt sinn að hann gerði sér sérstaka ferð í bókasafnið til að ganga úr skugga um hvort þær hefðu við rök að styðjast. Hann fletti upp í fjórðu sinfóníunni og á tilteknum stað á blaðsíðu 96 var trompetnóten reynd- ar of lág, eins og Shostakovich hafði sagt. Shostakovich var ófáanlegur til að ræða um sína Framhald á bls. 79 Sergei Sergei Prokofieff var sérkennilegastur þeirra þriggja tónskálda sem Rostropovich átti að vinum. Þeir kynntust árið 1947 og tilefnió var flutningur fyrsta sellókonserts Prokofieffs. Konsertinn var saminn árið 1936 og hafði aðeins verið fluttur einu sinni — „hræðilegt hneyksli", segir Rostropovich um þann flutning. Árið 1947 var Rostropovich enn við nám, en hann langaði til að leika þennan konsert Prokofieffs. Þegar til átti að taka kom í ljós að nóturnar fyrirfundust ekki. Einhvern veginn tókst honum samt að læra konsertinn og flutti hann meó pianóundirleik á tón- leikum árið 1948. Prokofieff var viðstaddur og sagði þegar leiknum var lokiðf „Mig langar til að semja eitthvað fyrir þig, en fyrst verð ég að laga þennan konsert. Það er mikið gott í honum, en samt er nauðsynlegt að endursemja hann.“ Árið eftir, þegar Prokofieff hafði lokið þessu verki, samdi hann sellósónötu fyrir Slava. Árið 1948 var hryggilegt ár í rússneskri tónlistar- sögu. „Sovézk gagnrýni" á nútímatónlist hafði farið að vaða uppi eftir lok styrjaldarinnar, og með nútímatón- list var átt við alla tónlist þar sem laglínan var ekki ljós og aðgengfleg þannig að hægt væri að raula hana fyrirhafnarlaust. Arásir á Shostakovich og Prokofieff fyrir að fremja ófélagslega tónlist höfðu farið sivax- andi, og i febrúar 1948 tók Sovétstjórnin af skarið með þvi að láta miðstjórn flokksins álykta um málið. Rostropovich var aðeins 21 árs þegar þetta gerðist og það varð honum mikið áfall þegar þeir tónlistarmenn, sem hann dáði mest, voru úthrópaðir og útskúfaðir á þennan hátt, en afleiðingar miðstjórnarályktunar- innar urðu meðal annars þær að þeir höfðu vart til hnífs og skeiðar. Shostakovich var rekinn frá tónlistarháskólanum i Moskvu, niðurbrotinn og auðmýktur maður. Rostropovich ákvað að fylgja honum og hætti um leið námi við stofnunina. „En til er málsháttur," segir hann nú þegar hann rifjar upp þessa þrengingatíma, „sem segir að hvað sem fyrir komi verði á endanum til góðs í þessari fögru veröld. Eftir miðstjórnarályktunina var Prokofieff í mjög erfiðri aðstöðu. Fólk, sem áður hafði flykkzt um hann í aódáun, lét hann detta eins og heita Framhald á bls. 79

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.