Morgunblaðið - 11.12.1977, Page 2

Morgunblaðið - 11.12.1977, Page 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Fröken Margrét er komin Fröken Margrét er komin! Með þeim töluðum orðum hefur Her- dís Þorvaldsdóttir á litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu sýningu, sem stendur í tvo tíma. Nær yfir tvær kennslusfundír 'og frímínúturnar á milli. Þá rétta áhorfendur úr fótunum og bregða sér inn á bar- inn við hliðina á salnum, en Her- dís hverfur ekki af sviðinu, þó þann tíma sé lát á ræðu hennar. Allan annan tíma, meðan sýning stendur, taiar hún, byrst eða blíð- mál, og afhjúpar kennslukonuna Margrétí. Aðrir táka ekki þátt í sýningunni, utan sýningarstjór- inn, ljósameistarinn og hvíslar- inn, sem er þar tii öryggis. En Herdís kveðst varla geta treyst á hvíslara, þar sem þessi litli nota- legi salur er svo lítill og áhorfend- ur svo nærri. að hvíslið mundi jafnt berast til þeirra sem til leik- konunnar. „Þáð.sem mestu máli skiptir í sýningunni er sambandið milli leikkonunnar og áhprfenda;-íájll- um-mínuru léikritúrn hafa áhorf- endur ákveðin’ hlutverk." ’er í leikskrá haft gftir höfundfnum, Brasilíumanninum Roberto At- haýde: Þarna sitja áhorfendur á skólabekk hjá fröken ’Margréti. Herdís er sér mjög meðvitandi um þetta samspil. Eftir sýninguna hefur hún orð á því, að þetta kvöld hafi andrúmsloftið í salnum verið þyngra en oft áður. — Áhorfendur hlógu ekki svo mjög að vitleysunni í fröken Margréti, segir hún. Þó var vel hlustað. Þetta vekur til umhugsunar. Og þegar í ljós kemur að þetta ákveðna kvöld mynduðu kennar- ar uppistöðuna í áhorfendahópn- um, er málið tekið upp aftur heima hjá Herdísi og borin upp spurningin: — Taka kennarar fröken Margréti og galla hennar alvarlegar en aðrir? Finnst þeim hún standa sér riær? — Kennarar hafa sótt sýning- una vel, segir Herdís. Og til eru kennarar, sem hafa sagzt kannast við ýmislegt þarna. Til dæmis sagði ein kennslukona, að hún þekkti vel þessa örvæntingu, sem getur gripið kennarann gagnvart bekknum og viðfangsefninu, og þá verður hanh að herða sig upp og halda aga. Til að halda þeim aga, sem hún vill hafa, bei.tir Mar- grét ýmist hörku og grimmd eða blíðmælgi. — Annars er mjög mismunandi hve áhorfendur taka fröken Mar- gréti alvarlega, segir Herdís enn- fremur. Sumir njóta hennar sem skjip.stælingar af kennara. Raun- er er Margrét svo margbrotin að ekki er hægt að ímynda -sér að þetta sé ein manneskja. Hún er líklega sett saman úr öllu því, sem farið hefur illa í höfundinn í skólakerfinu — og raunar í þjóð- félaginu almennt. Þetta er í raun- inni greining á eðli valdsins. — Oft hlær allur salurinn bara að orðum Margrétar. Hún segir svo margar fjarstæður. Fullyrðir með ofstopa ýmislegt, sem hún hefur enga þekkingu á. Eins og þegar hún skrifar orðin vitlaust á töfluna eða skiigreinir orð eins og zoologi sem lífið í dýragarðinum. Zoo er þá í hennar munni dýra- garður og logi líf. Og í biologi verður bio sama og fræði og logi að lífi. Auövitað átta sig ekki allir á þessum vitleysum. Háskóla- kennarar, sem voru margir á einni sýningunni, voru fljótir að skynja það og það kvöld var mikið hlegið að fröken Margréti. Hún er líka svo full af þversögnum. Hún er þröngsýn og hefur bældar kyn- hvatir. Hún er stöðugt að predika, en þetta brýzt út hjá henni. Hún ætlar sér ekki aö fara að kenna nemendunum um staðreyndir lífsins, sem hún kallar óþverra og viðbjóð. En í aðra röndina nýtur hún þess að klæmast. — Er ekki svolítið vafasamt að þýða beint setningar, eins og þeg- ar Margrét spyr hvort nokkur sé í bekknum, sem heitir Jesús, Guð eða Heilagur andi? í spænsku- fíætt vid Herdísi Þorvalds- dóttur, leikkonu Herdfs Þorvaldsdóttir. Ljósm. Friðþjófur. mælandi löndum er a.m.k. Jesús algengt nafn. Heldurðu Herdís, að þetti komist til skila? Mætti ekki eins segja: Er hér nokkur, sem heitir Guðmundur, Kristur eða Helgi? — Þetta orkar nokkuð tvímælis og má velta því fyrir sér. Með þessari spurningu.er Margrét lík- lega að kanna hvort hún sé ein um völdin. Á einum stað segir hún: — Fyrir ykkur gengur frök- en Margrét guði næst. Hún getur verið að kanna hvort þarna sé nokkur, sem geti féfengt fullkom- ið vald hennar. En í hinum kaþólsku löndum Suður-Ameríku er fólk alið upp við skriftir og er sér kannski meira meðvitandi um að strangur guð sjái og viti allt. Fröken Margrét talar líka um dýrðlingasögur, sem séu 'spenn- andi og krassandi. — Þú sagðir áóan að leikritið væri í raun greining á valdinu og nær þá langt út fyrir kennslustof- una? — Já, þið gerið það sem fröken Margrét vill og þegar hún vill, segir kennslukonan. Valdið blífur ekki nema þegnarnir séu undir- gefnir og hlýði kerfinu. Fröketj Margrét setur allan sinn metnað í að breyta heiminum og byrja á nemendum sffuqr. Hún segir: — Fröken Margrét skilar ykkur út í Iífið. 6g: — Fröken Margrét ætlar að hjálpa ykkur til að hafa ekkert að segja. Þannig er þarna verið að fjalla um þaö að móta fólkið svo að valdhafarnir einir tali og ráði. — Þetta minnir mig á það sem er að gerast í Kambódíu til dæm- is, þar sem yfirlýst markmið er að ala upp nýja kynslóð á þennan hátt. Þar hafa valdhafarnir gert sér grein fyrir því hve mikilvægt er að byrja á börnunum. — Já, höfundurinn kemur.víða við, segir Herdis'. Hann kemur inn á þá hugsjón að steypa alla í sama mót og gera þá eins og jafria. Fröken Margrét segir: — Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að ekkert réttlæti verður fyrr en allar tegundir búa við réttlæti. Okkur ber að láta rotturnar og kakkalakkana sitja til borðs meþ okkur. Til eru þeir, sem halda því fram að dýrin séu eftirbátur manna frá náttúrunnar hendi og ófær um að tileinka sér vestræna menningu. Hvílik vitleysa! Og hún talar um rétt svínsins, sem sé jafn réttj mannsins og að enginn hafi fært vísindalega sönnun fyr- ir þvi að konan sé í rauninni kúnni æðri. Með hvaða rétti ger- um við þá úr kúnni kjötkássu, segir hún. Fröken Margrét er litla systir kýrinnar. — Fröken Margrét er dálítið fjarstæðukennd og full hug- myndaflugs, bætir Herdís vió. Mér finnst þessar fjarstæður hennar eitthvað það skemmtileg- asta í henni. — Hvernig gekk þér að fara í föt þessarar furðulegu og’ég vil segja að mörgu leyti ógeðfelldu manneskju? Eða að læra allt þetta tveggja tíma eintal? Valdirðu kannski hlutverkið sjálf? — Nei, nei, mér var fengió það. Og mér fannst það strax spenn- andi, en um leið skelfilegt að hugsa til þess að eiga að gera það að veruleika. Hvað textann snert- ir, þá er bará að lesa hann nógu oft yfir, þá fer hann að síast inn í mann. — Satt að segja fannst mér fröken Margrét nokkuð ógeðfelld í fyrstu. Svo fer maður að sjá svo marga mannlega þætti í henni. Hún er samsett úr fleirum en þessari einu kennslukonu. Sjálf segir hún: — Fröken Margrét verður alltaf hjá okkur. Það verð- ur sem sagt alltaf hægt að finna samsvörun við fröken Margréti. Eftir að hún er búin að ganga fram af sér við kennsluna og fá áfall, þá segir hún: — Leitizt ávallt við að gera gott. Það er ykkar eina von. a.m.k. ef þið eruð að leita að hamingj- unni. Einhvers staðar hefur hún grafið þetta upp úr sínu innsta eðli. Og það eru lokaorð höfund- arins. Þetta er hans lífsfílósófía. Þessu beinir bann til allra. Allt þetta brambolt og bardús okkar í þeim tílgangi að ná völdum, er áreiðanlega ekki það, sem skapar hamingju fyrir nokkra mann- eskju. — Svona óskaplegt átak, eins og þessi eins manns sýning er, hlýtur að vera nær óhugsandi án þess að hafa að baki tækni og reynslu langs leikferils, eins og þú hefur. Hvað ertu búin að túlka margbreytileg kvennlutverk lengi á sviðinu? — Nógu lengi til þess að tækn- in sé ekki vandamál. Ég er búin að leika i Þjóðleikhúsinu frá upp- hafi eða í 27 ár og alltaf nokkur hlutverk á ári. Áður hafði ég leik- ið með Leikfélagi Reykjavíkur og verið í leikskólum. Raunar var ég byrjuð að Ieika í barnaskóla. Hlut- verkin eru komin eitthvað á ann- að hundrað. Og persónurnar, sem ég hefi fengizt við, eru sem betur fer margvíslegar. Það skemmti- lega er einmitt að fá ólfk viðfangs- efni. Fyrir leikara er það versta, sem fyrir getur komið, að vera settur á ákveðinn bás. Við ræðum nánar þetta böl, sem svo algengt er i stærri löndunum. — Þar eru persónur iðulega vald- ar eftir röddinni og útlitinu i hlut- verkin segir Herdís. Leikararnir verða því oft ár eftir ár í sams konar hlutverkum. I New York tóku leikarar það til bragðs að koma upp svonefndu Actors Studio, sem Lie Strassberg var Á ég að segja ykkur hver grundvallarregla mannkynssögu er? Það vilja allir stjórna öllum. Allir vilja vera fröken Margrét. . Ég vil ekki vera vond við ykkur. Refsingar fröken Margrétar eru ávallt hvetjandi. Fylkið ykkur um mig. Fyrir bættri réttarstöðu kakkalakkans, ánaniaðksins og snigilsins. í dag höfum við lfffræði. En þið skulið ekki halda að ég ætli að fara að kenna ykkur um staðreyndir lífsins. Ég vil ekki heyra neinar glósur frá ykkur. Sá fyrsti sem lætur ált sitt í Ijós, verð- ur sendur til skólastjórans. Og þaðan á enginn aftur- kvæmt. A sama hátt og fröken Margrét afhjúpar fyrir ykk- ur veruleikann, þannig — og ekki sfður — opnar hún augu ykkar fyrir öllu sem einfalt er ogfagurt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.