Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 51 lengi með. Þangað komu til að þroska sig þessir frægu leikarar, sem alltaf voru látnir túlka vissar manngerðir á sviðinu. Þeir æfðu hlutverk, sem engum á Broadway hefði dottió í hug aó velja þá i. Siðan ræddu þeir um túlkunina og gagnrýndu hver annan. Þetta reyndist þeim lærdómsríkt. Hérna höfum við ekki þurft á sliku að halda, þvi við höfum fengið margvísleg hlutverk. — Þú ert búin að leika konur af mörgum gerðum og ýmsum aldri, allt frá 17 ára í Táningaást og Kossi í kaupbæti og upp í ní- ræða konu í Endaspretti. Þú hef- ur spannað yfir æði vítt svið. Er í þessum hópi eitthvert hlutverk, sem þér þykir vænna um en öll hin? — Ég hefi nú svo oft talað um Snæfríði Islandssól, að það væri að bera í bakkafullan lækinn. En mér þykir vænt um öll þau hlut- verk, sem mér finnst vera vel skrifuð og vel gerð af höfundar- ins hendi. Stundum kemur fyrir, að persónan er sundurlaus, af því að hún fær ekki að lifa sínu eigin lífi. Höfundurinn þarf kannski að koma einhverju að, sem hann vill segja sjálfur, að það fellur ekki að persónunni. Góð hlutverk eru að mínum dómi þau, sem eru vel skrifuð. Sama hver persónan er, bara ef hún er sjálfri sér sam- kvæm. — Hamingjan góða, segir Her- dís svo og hlær. — Hver er sjálfri sér ósamkvæmari en fröken Mar- grét og þó kann ég að meta hana. I henni eru svo miklar þverstæður. Kannski er hún undantekningin sem sannar regluna. — Vel gerð af höfundarins hendi og sjálfri sér samkvæm seg- ir þú. Nú er mjög haldið á loft hópvinnu i leikhúsum, þar sem allir eru með puttana í sköpun persónunnar og leiksins, að manni skilst. Hvernig lízt þér á það? Hefur þú sjálf verið með í slfkri sýningu? — Það getur komið ýmislegt gott út úr slíkum vinnubrögðum. Raunar er nær alltaf einn höf und- ur á bak við, sem tekur við hug- myndum, er fram koma, og vinn- ur úr þeim. Ég hefi verið með í einni slíkri sýningu, barnaleikrit- inu Furðuverkið. Þar er að vísu varla hægt að tala um persónur, þvi leikurinn fjallaði um þróun lífsins frá fyrstu lífverum í fiska, fugla, apa og síðast menn. — En þú ert farin að leika i sjónvarpsleikritum. Er það ekki ólíkt leik á sviði? — Jú, og. maður finnur sig þar auðvitað ekki eins vel heima, þó það lærist að sjálfsögðu líka. í sjónvarpi eru teknir stuttir kaflar í einu og maður þarf alltaf að setja sig í sömu stellingarnar aft- ur og aftur. Þar er ekki hægt að byggja sig upp i hlutverkið. Sama hve sterk atriðin eru, maður verður að byrja á þeim sem slik- um um leið og myndavélarnar byrja að snúast. En það er gaman að breyta til og reyna eitthvað nýtt. — Sýningar á fröken Margréti hafa verið þrjár vikur að undan- förnu. Ertu ekki uppgefin þegar sýningu lýkur? — Nei, ég er svo þakklát og ánægð eftir hverja sýningu, sem mér finnst hafa gengið slysalaust, að ég finn ekki fyrir þreytu. En ég hefi tekið eftir því, að mér hættir til að sofa yfir mig morgun- inn eftir, svo ég hlýt að vera þreytt. Það hefur ekki komið fyr- ir mig áður. En nú er ég búin að kaupa mér vekjaraklukku til að geta vaknað. — Þarflu að vakna? Ekki gráta börnin á morgnana. Eru ekki öll þín börn uppkomin og flogin úr hreiðrinu. Og sum í leiklistinni? — Já, Hrafn er leiklistarfræð- ingur og Tinna Þórdís að l.júka námi í leiklistarskóla. En Þor- valdur er stærðfræðingur og vinnur á Reiknistofnun Háskól- ans og Snædís er lögfræðingur og fulltrúi hjá sýslumanninum á Húsavik. En svo ég svari fyrri spurning- unni, þá þarf ég venjulega að vakna á morgnana núna til að fara á æfingu á Ödipusi konungi, Framhald á bls. 79. PIONEER ........¦ ........¦" ' '--------------" . '. ¦-------------¦'¦. ¦....." ' Þettaer úrvals hljómt*"1 sem allir geta eignast m I I Sambyggðu stereo-settin frá PIONEER eru úrvals hljómtæki eins og þau gerast best enda framlei PIONEER ekki annað. Bæði tækin KH-3500 og M-6500 eru með plötuspilara, kassettusegul- bandi og útvarpi. Að segja til um mismuninn á beim teljum við vera í þínum höndum þegar þú hefur skoðað þau bæði vandlega. VERÐIÐ. GETUR ENGINN SEM BÝÐUR SAMBÆRILEG GÆÐI, KEPPT VIÐ. KH 3500 VERÐKR. 189.000- ¦ M 6500 VERÐ KR 229.000- Við mælum með 3 gerðum af hátölurum sem kosta: M-270 kr. 23.800. - stk. CS-313 kr. 24.900 .-stk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.