Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Efst er Helga Níelsdóttir, með dótturdætrum sfnum. Þá Helga í Ijósmóðurbúningnum 1929. Á neðri myndunum eru Helga ug Kristinn Helgason ökukennari og í byggingu fæðingarheimilið á Eiríksgötu, sem Helga reisti af eigin rammleik. Endurminningar Helgu Nielsdóttur komnar út ENDURMINNINGAR Helgu Ni- elsdóttur Ijósmóður eru komnar út hjá Almenna bókafélaginu undir nafninu „Þegar harn fa-ð- ist". Helga Níelsdóttir er þjóð- kunn fyrir Ijósmóðurstörf sín og margvísleg félagsmál í tengslum við fæoingarhjálp og í þágu kvenna, allt frá því hún hóf þau 1930. Mörg síðustu ár, eða fram til 1976 sá hún um heimilishjálp- ina í Reykjavík. Gylfi Gröndal hefur skráð ondurminningar Helgu. þar sem hún segir frá benskuárunum í Eyjafirði og fólki þar., frá náms- ferli hennar, m.a. í Kaupmanna- höf'n. og ævistarí'i hennar í Reykjavík. Helga hefur tekið á móti 3800 börnum um dagana. Tvö slórhýsi hefur hijn rei.st í Reykjavík. Ann- að er við Eiríksgötu, þar sem Fæð- ingarheimili Reykjavíkurborgar er til húsa, en þar rak Helga í fyrstu fæðingarheimili í 7 ár. I ljósmóðurstarfinu i höfuðborg- inni fór Helga hús úr húsi og kynntist þá vel heimilum fólks, m.a. á tímum kreppu og hernáms. Frá þessu. segir hún hispurslaust í endurminningum sínum. TitiII bókarinnar er tekinn úr ummæl- um Helgu:" Þegar barn fæðist ríkir gleði meðal viðstaddra. Ég hefi verið svo lánsöm aö geta glaðst yfir lífsundrinu aftur og aftur." Bókin er 216 bls. að stærð með nafnaskrá og nær 30 myndum. Hún er prentuð í Odda, bundin í Sveinabókabandinu og bókarkápa er gerð í Grafik og hönnun. Árleg jóla- pappírssala NJARÐAR að hef jast HIN árlega jólapappíra- sala Lionsklúbbsins Njarð- ar hefst nú um helgina. Hún fer fram með þeim hætti að gengið verður í hús jafnframt því sem sala fer fram í miðbænum og víðar. Þar sem þetta er eina fjáröflunarleið þeirra félaga þá vonast Njarðar- menn til þess að Reykvík- ingar taki þeim vel sem endra nær. Njörður hefur á undan- förnum árum lagt áherzlu á að bæta og auka við tækjabúnaó háis-, nef- og eyrnardeildar Borgar- spítalans, og er skemmst að minnast, er klúbburinn færði deildinni að gjöf heyrnarmælingarbúnað, sem er hinn eini sinnar tegundar hér á landi. Þá hefur klúbburinn styrkt Flugbjörgunarsveitina til kaupa á bílum. Mun Njörður starfa áfram að hliöstæðum verk- efnum og er nú þörf á styrk og aðstoð borgarbúa og annrra, segir að lokum í fréttatilkynningu frá klúbbnum. Félag í Nirði við undir- búning jólapappírsölunnar. Sumargjöf tekin við rekstri Völuskríns SÍÐASTLIÐIÐ sumar festi Barnavinafélagið Sumargjöf kaup á verzluninni Völuskrín, sem hefur sérhæft sig í verzlun með sérstaklega valin leikföng fyrir börn. Forstöðumaður verzlunarinnar er Margrét Páls- dóttir fóstra, og sér hún um inn- kaup og innflutning og er til ráðuneytis í verzluninni. Með rekstri þessarar verzlunar vill Sumargjöf stuðla að þvi, að börn landsins fái í hendurnar góð leikföng, leikföng sem þjóna upp- eldislegum tiigangi og örva börn- in til hollra leikja. Raunsönn og hrífandi bók sem lýsir baráttu hollenskrar fjölskyldu við grimmd og miskunnarleysi þýska innrásariiðsins. Hún hætti öryggi sínu við að hjálpa ofsóttum gyðingum og verður að gjalda þess með fangabúðavist. Þar stendur hún ennþá í fylkingar- brjósti fyrir þa ofsóttu og ber trú sinni vitni með fádæma hugrekkj Ög dirfsku. FYLGSNIÐ hefur hvarvetna hlotið mikla eftirtekt og lof, (er t.d. metsölubók í Banda- ríkjunum í fyrra (yfir 6 millj. eintök). Kvikmynd eftir bók- inni hefur verið gerð og mun væntanlega koma til sýninga hér á landi. Fylgsnið er 277 blaðsíður og kostar kr. 3.864.- Leikbrúðu- land komið úr leikferð til Luxem- borgar LEIKBRÚÐULAND sýndi brúðuleikritið „Jóla- sveinar einn og átta" í Luxemborg s.l. sunnudag fyrir Islendingafélagið þar. Var aðsókn mjög góð og sýningunni ágætlega tekið. Nú hefjast sýningar á verkinu á ný í Reykjavík að Fríkirkjuvegi 11. Sýningar verða á morgun, sunnudag, og aftur sunnudaginn 18. desember. Þá verður einnig sýning fyrir sendiráðin og þá sem hafa áhuga laugardaginn 17. desember á enskri tungu. Þetta eru þriðju jólin sem Leikbrúðu- j land sýnir verkið, auk þess hefur I það tvívegís verið sýnt í Chieago 1975 og 1976. Höfundur verksins er Jón Hjartarson og hefur hann einnig séð um leikstjórn. Tónlist annast þeir Siguróli.Geirsson og Freyr Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.