Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 6
 54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Velja þarf leikf öng af vaMvirkni NOKKRAR LEIDBEIIVINGAR FRA FOSTRIÍFELA (.1ÍSLAMS FÓSTRUFÉLAG fslands hefur ákveðið að kynna starf fðstra á næstu mánuðum. Innan félagsins starfa ux þessar mundir ýmsir hðpar, þar á meðal einn, sem f jallar um mikilvægi leiksins og gildi gððra leikf anga. Hðpurinn telur rétt að senda frá sér Ieiðbeiningar til fðlks um val á góðum leikföngum nú fyrir jðlin. Fyrir hver einustu jól er varið stórum fjárfúlg- um til leikfangakaupa. 1 verslunum gætir margra grasa. Þar fást leikföng frá svo að segja öllum heimshornum, bæði góð leikföng og slæm. Það getur verið býsna erfitt að velja rétt. Hæfir leik- fangið aldri barnsins? Er það sterkt? Er það þroskandi? Er það skemmtilegt? Hvetur leikfangið til leikja? Leikur barnið sér með það langtímum saman? Þetta eru allt spurningar sem kaupandinn þarf að kunna skil á. Leikföng mikilvæg Hvers vegna er það svo mikilvægt að barnið eigi góð leikföng? Vegna þess að frá fæðingu til 7 ára aldurs er leikur mikil- vægasti þátturinn í at- höfnum barnsins — allt sem það lærir, lærir það af leik. Leikföng eru verkefni leiksins. Góð leikföng hvetja og veita ánægju í leik. Sagt hefur veið að við þurfum að læra meira á fyrstu 7 árunum en það sem eftir er ævinnar og mestur hluti þessa lær- dóms er fenginn úr leikjum. Hvernig er gott leikfang og hvað hæfir hverjum aldursflokki? Tilgangur þessarar greinar er að leiðbeina væntanlegum kaupendum á leik- föngum, þannig að gefandinn og þiggjand- inn verði báðir ánægðir. Formkassar kosta frá 850 kr. til 2.000 kr. Trélest með braut kostar frá 2.500 kr.—10.000. Keilan kostar 850 kr. Tengdir kubbar kosta frá kr. 1.695—3.270. — Gott leíkf ang vekur forvitni og áhuga harnsins og heldur al h.vgli þess vakandi. — Gott leikfang er ekki of ffnt til þess að nota það og þolir að leikiðsé meðþað. — Gott leikfang 'er hægt að nota á ýmsn hátt Bangsar kosta frá kr. 2.400. péti kostar 5.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.