Morgunblaðið - 11.12.1977, Side 8

Morgunblaðið - 11.12.1977, Side 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Á MORGUN , 12. desember, eru þrjátfu ár liðin síðan bre/ki togarinn Dhoon frá Fleetwood strandaði undir Látrabjargi í vesta veðri og sjógangi. Tókst áhöfn togarans að senda frá sér neyðarskeyti þegar eftir strandið og var Slysavarnafélagi tslands gert aðvart. Ekki var þó vitað með vissu hvar strandstaðurinn var og fannst hann ekki fyrr en eftir töluverða leit. Kom þá í ljós, að engin von var að bjarga áhöfn togarans á annan hátt en þann, að sfga í bjargið skammt frá strand- staðnum og freista þess síðan að dragá skipbrotsmennina í vað upp á bjargbrún. Þótt augljóslega væri um Iffshættulega för að ræða hikuðu bændurnir á bæjunum næst strandstaðnum ekki, og tóku þegar að undirbúa björgunina. A þessum árum voru margir fræknir og vanir bjargmenn á Látrabæjunum og víðar á þessum slóðum, en enginn hafði hins vegar sigið í bjarg við slíkar aðstæður sem þarna voru — í svartasta skammdeginu og slæmu veðri. Saga björgunar þessarar sem oft er kallað „björgunarafrekið við Látrabjarg“ er nánast saga kraftaverks, þar sem björgunarmönnunum tókst að bjarga tólf af fimmtán manna áhöfn togarans, heilum á húfi. Urðu björgunarmenn og skipbrotsmenn að dvelja ýmist í miðju bjargi eða undir bjarginu heila nótt og stóðu björgunaraðgerðir í röska tvo sólarhringa. Á þeim tíma fengu björgunarmennirnir nær enga hvíld og voru í stöðugri lífshættu. Skall oft hurð ótrúlega nærri hælum við björgun þessa, og var sem hulinn verndarkraftur væri yfir öllum og öllu sem gert var, þar sem enginn varð fyrir meiri háttar meiðslum. Eftir björgunina var ráðist í gerð kvikmyndar um atburðinn og mun hún flestum kunn. Myndin var tekin á sömu slóðum og björgunin átti sér stað, en við mun betri aðstæður en verið höfðu. Einn þáttur myndarinnar var þó tekinn á öðrum stað — sjálf björgunin úr hinum strandaða togara, en svo vildi til er verið var að taka kvikmyndina að brezkur togari strandaði við Hafnarmúla við Patreksfjörð, og kom það í hlut sömu mannanna og unnið höfðu björgunarafrekið mikla við Látrabjarg, að bjarga þeim mönnum sem mögulegt var að bjarga úr því skipi. í tilefni afmælis þessa mikla björgunarafreks hefur Morgunblaðið fengið til birtingar kafla úr frásögn um björgunarafrekið úr bók Steinar J. Lúðvíkssonar: „Þrautgóðir á raunastund". 1 frásögn bókar- innar er saga björgunarinnar rakin frá upphafi til enda, og einnig er þar rætt við nokkra þeirra er björguðust af togaranum, og segja þeir frá vistinni um borð í skipinu meðan þeir biðu björgunar og harm- leiknum sem þar átti sér stað nóttina áður en björgunarmennirnir komu á vettvang, en þá fórust þrír skipverjanna, skipstjórinn, stýri- maðurinn og einn hásetanna. Forystu fyrir skipbrotsmönnunum hafði bátsmaðurinn, Albert Head, og segir hann m.a. sína sögu í bókinni. Hér á eftir fara hlutar úr þeim kiiflum bókarinnar þar sem fjallað er um björgun skipverjanna í land og er verið var að ná þeim upp á bjargbrúnina: Laugardagur 13. desember kl. 10.00—13.30 Mennirnir tólf sem komnir voru á Flaugarnef sátu þar ekki auðum hönd- um Byrjað var á þvi að greiða sigvað- inn og velja staðinn þar sem síga skyldi Ákveðið var að fjórir menn færu niður i fjöru með björgunartækin og voru sjálfboðaliðar beðnir að gefa sig fram Gáfu þeir sig strax fram Þórður Jónsson, Andrés Karlsson, Árni Helga- son og Bjarni Sigurbjörnsson Þórður var fyrstur bundinn i vaðinn, og siðan hvarf hann félögum sínum fram af brúninni Hættulegasti og erfiðasti hluti björgunarleiðangursins var haf- inn Á leiðinni niður reyndi Þórður að hreinsa sigstaðinn eins mikið og hann gat Fór hann hægt og braut upp klakastykki og hálflausa steina, sem gátu losnað hvenær sem var Þegar Þórður var komínn heilu og höldnu niður i fjöruna, gaf hann merki og vaðurinn var dreginn upp aftur Næst- ur var Bjarni bundinn. og á eftir hon- um fór Andrés niður Báðir tóku þeir með sér farangur, björgunartækin og vistir sem ekki þoldu hnjask, en kaðla og annað slikt átti að gefa niður á eftir mönnunum í vaðnum Þá var komið að því að siðasti maðurinn færi niður, Árni Helgason, en þegar komíð var að þvi að binda hann i vaðinn gekk Hafliði Halldórsson fram. ..Við förum ekki báð- ir i þessa ferð," sagði Hafliði, „ég ætla að fara niður." Vissi Hafliði manna bezt hversu mikið hættuspil þessi ferð myndi vera, og kaus fremur að fara sjálfur en að láta tengdason sinn fara, jafnvel þótt hann vissi að Árni væri mjög fær bjargmaður Um leið og Hafliði hvarf fram af brúninni sagði hann við Daniel ,.Þú þekkir merkin, Daníel " Þegar mennirnir fjórir voru komnir niður i fjöru var vaðurinn dreg- inn upp og i hann bundið það sem eftir var af farangri þeim og tækjum sem nota þyrfti i fjörunni V: r það siðan gefið fram af brúninni, og gekk greið- lega að ná þvi niður, þar sem niðri hafði verið bundinn leynivaður i sig- vaðinn, og þvi unnt að kippa byrðinni frá bjarginu, ef hún festist í brúnum sem voru á leiðinni. Þegar mennirnir komu niður var sjór nýhættur að ganga á hleinina fyrir neðan sigstaðinn. Svigrúmið var þó litið Skammt frá fótum þeirra svarraði brimið, sem á hálfföllnu að myndi teygja sig alla leið að Bjarginu Því varð að hafa hraðan á, ef það mætti auðnast að ná skipbrotsmönnunum upp áður en félli að aftur Leiðin frá sigstaðnum að hinu strandaða skipi mun hafa verið um hálfur kilómetri og mjög ógreiðfær Yfir stórgrýtisurð var að fara þar sem grjótið var sleipt af slýi og sums staðar á leiðinni gekk sjórinn svo að segja alveg að Bjarginu Strax og komið var niður sáu björgunarmennirnir þrjá menn, sem höfðust við á hvalbak skipsins Virtust þeir ekki koma auga á björgunarmennina, heldur skimuðu þeir inn með bjarginu i átt til Lamba- hliðar Ekkert ræddu björgunarmenn- irnir um það hvort fleiri myndu vera lifandi um borð i skipinu, en þann grun setti strax að Hafliða, að ekki myndu vera fleiri eftir' lifandi Þeir sáu að brú skipsins var orðin mölbrotin að aftan og skammt frá skipinu sáu þeir hvar björgunarbáturinn lá brotinn i fjörunni og hjá honum ýmislegt rekald úr skip- inu Auðséð var að skipið hafði borið upp að Bjarginu á nær eina staðnum á löngu svæði, þar sem möguleiki var á þvi að það héldist óbrotið um stund Það hafði skorðazt milli tveggja kletta og sat fast, en töluvert var það sígið að aftan, og þó að mikið væri tekið að falla út. gekk enn yfir brúarflakið Strax og komið var á móts við strandstaðinn skiptu björgunarmenn- irnir með sér verkum Andrés og Haf- liði fóru að greiða niður tildráttartaug- ina, en Þórður og Bjarni fóru að byss- unni, skorðuðu kassann og skrúfuðu byssuna niður á kassalokið, Komið var að því að taka mið á skipið og freista þess að koma á sambandi víð það Siðan reið skotið af og rakettan stefndi beint yfir skipið með háværu hviss- hljóði- Siðan féll hún i sjóinn, en auðséð var að linan hafði slitnað og kom þvi ekki þetta skot að gagní. Tók Þórður aðra rakettu fram, hlóð byssuna að nýju og skaut Að þessu sinni hélt B j örgun ar- afrekið við L átr ab j arg Björgun skipbrotsmanna úr hinum strandaða togara Sargoon frá Grimsby, var notuð f kvikmyndina, enda aðstæður við björgunina mjög svipaðar og þegar áhöfninni af Dhoon var bjargað. 30 ár síðan 12 mönnum af áhöfn linan og festist neðarlega í framvantin- um Samband var komið á milli skips og lands. og björgunarmennirnir sáu að einn skipverjanna á hvalbaknum tók sig út úr hópnum og klifraði upp í vantinn Á meðan þessu fór fram, fjölgaði á hvalbaknum og brátt gátu björgunarmennirnir talið þar tólf menn. Er þá sögunni vikið í síðasta sinn um borð i hinn strandaða togara. Sjógang inn hafði lægt töluvert siðari hluta nætur, og með fjörunni hætti að gefa yfir hvalbakinn, þannig að menn gátu farið niður af honum og leitað skjóls undir honum. Allir voru orðnir mjög þrekaðir eftir nóttina, og Albert Head sá að eitthvað varð til bragðs til þess að þeir kæmust af skipinu Þeir myndu ekki lifa af aðra nótt um borð, jafnvel þótt veðrið héldist óbreytt H : nn sá að brúin hafði öll brotnað og laskazt um nóttina, og vissi að ekki þyrfti að leita að þeim mönnum sem þar höfðu verið Um morguninn kastaði Albert planka i sjóinn og fylgdist með hvernig sjór og straumur bar hann upp að bjarginu Hann kom upp á svipuðum stað og þeir sáu brotin úr björgunarbátnum Eftir það var hann ákveðinn að reyna að ná mönnunum í land á háfjörunni. Gerði hann sér vonir um að hægt yrði að vaða t land, en ef ekki, taldi hann möguleika að fleyta sér þangað á braki Hanh gerði sér Ijóst að þarna var um algjört neyðarúrræði að ræða, og óvíst Þannig var umhorfs á strandstaðnum. Stórgrýtt fjara gekk yfir um hálffallinn sjó, og hrikalegt bjargið gnæfði yfir. hvort þeir yrðu betur settir þótt þeir kæmust í land Skammt fyrir innan skipið sá hann inn til Lambahlíðarinn- ar, sem tilsýndar virtist vera geng í áttina þangað ætlaði hann að halda með menn sína og freista þess að komast þar upp Meðan beðið var háfjörunnar leituðu skipbrotsmennirnir skjóls undir hval- baknum Fáeinir áttu ennþá sæmilega þurrt reyktóbak á sér, notuðu það og deildu því milli félaga sinna. Mennirnir voru hættir að ræðast við Biðu bara, þöglir, kaldir og sljóir eftir vosbúðina Alltaf voru þó menn hafðir á verði á hvalbaknum og fylgdust þeir einkum með hvort til mannaferða sæist i hlíð- inni inni með Bjarginu Tom Grundy var undir hvalbaknum er björgunarmennirnir skutu rakettunni að skipinu: — Það fyrsta sem við heyrðum, þar sem við vorum undir hvalbaknum að reyna að finna skjól fyrir rokinu og sjógangnum var hvinurinn í rakettunni, sem fór ytir skipið Við sáum að línan sem i henni var slitnaði og missti marks. Við þustum auðvitað allir upp á hvalbakinn og i því að við komunr þangað kom annað skot sem hitti reið- ann á frammastrinu Albert Head brá þegar við, klifraði upp og náði i linuna Arthur Spencer sagði svo frá komu björgunarmannanna — Já, við vorum sannarlega fegnir að sjá þá í fjörunni. Allir gengu af vitinu, menn dönsuðu fram og aftur sem þeir höfðu mátt til Það er ómögu- legt að lýsa þvi, hvernig við vorum. jafnvel þó að maður sæi það með eigin augum. Og Albert Head, sem verið hafði á verði á hvalbaknum: — Ég hafði verið að horfa út allan morguninn, og svo sagði ég við Patter- son: „Jæja, það er kominn timi til þess að þú takir við " — Ég settist niður og var byrjaður að vefja mér sigarettu, þegar ég heyrði í rakettunni. „Hvert þó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.