Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 57 í logandi," varS mér að orði, „loksins kemur einhver hjálp " En þegar björgunin barst voru allir orðnir svo máttfarnir, að þeir gátu ekki hjálpað Albert Head að ná línunni úr mastrinu. Hann einn virtist hafa óbil- andi þrek og kjark, og auðheyrt er að enn þann dag í dag bera þeir félagar hans sem í þessum atburði lentu djúpa lotningu fyrir honum Albert kom með linuna niður úr reiðanum og þá var ekki nema nokkurra minútna verk að draga liflinuna um borð i skipið og setja hana fasta á hvalbaknum Siðan var björgunarstóllinn dreginn út. Mat- sveinninn var elztur áhafnarinnar, Jack bakari, eins og hann var kallaður, og honum skipaði Albert Head að fara fyrst í stólinn. Hann hlýddi orðalaust og þeir fylgdust eftirvæntingarfullir með því þegar hann var dreginn i land. Næst kom röðin að Arthur Spencer: — Eg var skelfingu lostinn að eiga að fara i land i þessu. Ég blotnaði á leiðinni í land, fór upp undir hendur. Ég hafði fylgzt með kokknum þegar hann fór. og séð að hann slapp við að fá dýfu. Sennilega hefur slaknað á linunni þegar ég fór Tom Grundy: — Kokkurinn fór fyrstur og síðan Spencer Það slaknaði á línunni og hann fór i sjóinn á leiðinni til lands En hann var ennþá í hringnum þegar þeir náðu honum að landi, og siðan var aftur strikkað á strengnum Mér gekk ágætlega, vöknaði ekkert á leiðinni. Það voru tveir eftir um borð þegar ég fór — 1. vélstjóri og bátsmaðurinn sem kom seinastur Þegar rætt var við þá Tom Grundy, Albert Head og Arthur Spencer voru þeim sýndar myndir sem Óskar Gísla- son hafði tekið, er hann tók kvikmynd sina, Björgunarafrekið við Látrabjarg. Eru minnisstæð viðbrögð Tom Grundy er hann sá Ijósmynd af skipbrotsmanni á leið til lands i björgunarstóli. Frásögn hans hafði verið hin skipulegasta og hann hafði skýrt æðrulaust og án allrar tilfinníngasemi frá reynslu sinni. En við að sjá þessa mynd gjörbreyttist svipur hans stundarkorn. Hann sat i snjáðum innislopp í stofunni sinni i Fleetwood, gamall og lasburða, nýkominn af sjúkrahúsi. Holdtekinn mynd hins ól- seiga, brezka togarakarls Andlitið var meitlað og harðgert En skyndilega féll margra ára gríma. Drættirnir i andlitinu milduðust, það slaknaði á vöðvunum kringum munninn. Þessi grannvaxni gamli maður hristist ofurlitið til. Fúnar hendur hans leituðust við að lagfæra björgunarmannanna hvað skipbrots- mennirnir voru illa klæddir, allir nema bátsmaðurinn. Hann var með sjóhatt á höfði og i stakk Þeir áttu líka von á þvi að mennirnir væru meira þrekaðir en raun bar vitni, en flestir voru þeir sjálfbjarga þegar þeir komu i land Eftir um það bil eina klukkustund frá þvi að Þórður skaut um borð i skipið voru tólf menn komnir i land, og gátu skipbrotsmennirnir gert sig skiljanlega um það að fleiri væru ekki lifandi Þrir hefðu drukknað: skipstjórinn, stýri- maðurinn og hásetinn. Urðu björgun- armennirnir varir við að Albert Head varð tillitið til braksins i fjörunni, og kom til hugar að hann væri að svipast um eftir likum félaga sinna. Engan tima gáfu björgunarmennirnir sé til þess að gá að líkum. enda engin að- staða til þess að bjarga þeim, þótt þau hefðu fundizt. Eftir að mönnunum hafði verið gefin hressing og þeir verst klæddu færðir í þau föt sem höfð voru með niður, var strax farið af stað með þá i átt til staðarins þar sem sigið hafði verið niður Sóttist sú ferð seint, þar sem marga skipbrotsmennina varð að styðja yfir stórgrýtið Virtust þeir ekki gera sér grein fyrir þvi, hvert björgun- armennirnir voru að fara með þá, enda kom á daginn að þá hafði aldrei grun- Nokkrir skipbrotsmenn og pnr öjorgunarmenn dvöldu heila nótt undir Látrabjargi Albert Head. bátsmaSurinn á Dhoon. Myndin var tekin er hann var að rifja upp atburSinn, röskum tuttugu árum eftir að hann gerðist, og var þetta I fyrsta sinn sem Head sagSi frá því hvaS gerSist um borS i skipinu um nóttina og hvernig björgunin var frá hans sjónarhorni. hafa þeir komizt niður," spurði ég sjálfan mig, hvað eftir annað. Gat það verið að þeir hefðu klifrað? En svo þegar að sigstaðnum kom, sá ég undir- eins i hendi minni hvernig þetta færi fram. Og Arthur Spencer sagði: — Ég gat ekki látið mér detta í hug hvernig þeir hefðu komizt á staðinn Þegar ég svo sá það, hugsaði ég sem svo, að þessum mönnum vaeri ekki fisjað saman í minum augum voru þessir menn eins og englaflokkur Stórir og sterkir en þögulir menn, sem vissu hvað þeir voru að gera og hikuðu aldrei eitt andartak Laugardagur 13. desember kl. 13.30—16.30 Björgunarmennirnir fjórir i fjörunni höfðu gert sér grein fyrir þvi strax og búið var að bjarga mönnunum, að hæpið mátti teljast að þeir næðust allir upp á Flaugarnef áður en sjór félli á hleinina. Þeir töluðu um það sin á milli. að það yrði að draga eins marga upp og unnt væri, en siðan yrði að finna hinum stað. Þeir yrðu að taka sér næturgistingu i fjörunni Á leiðinni að strandstaðnum höfðu þeir svipazt um i farið með sktpbrotsmennina út á hlein- ina til þess að þeir gætu sem bezt séð hvernig þeir ættu að bera sig til i bjarginu Þegar Þórður var kominn upp, var sigvaðurinn dreginn niður í leynivaðnum og fyrsti skipbrotsmaður- inn átti að fara i hann Var auðséð á mönnunum að þeim hraus hugur við þessu ferðalagi, en sem fyrr var það Albert Head sem tók af skarið Hann gekk fram og benti kokknum að koma Hafliði batt hann siðan rammbyggilega i vaðinn, þannig að enginn hætta var á þvi að maðurinn losnaði úr böndunum, á hverju sem gengi Siðan reyndu björgunarmennirnir að gera skipbrots- manninum það skiljanlegt hvernig hann ætti að bera sig til í bjarginu Reyna að halda sér réttum og spyrna sér frá bjargveggnum Virtist maðurinn skilja nokkurn veginn við hvað var átt Siðan var merkið gefið með því að toga i vaðinn, og ekki leið á löngu unz svarið kom að ofan Það strikkaði á vaðnum, og siðan hófst maðurinn ofur- hægt á loft Þeir vissu vel hvað þeir voru að gera mennirnir á Flaugarnefi Þarna voru óvanir menn á ferð sem varð að draga mjög varlega svo ekki hlytust meiðsli af Fyrst i stað hafði 1 . vélstjörinn, og urðu Hafliði og Bjarni eftir með honum, en Andrés lagði af stað með hina mennina fjóra i átt til staðar sem ætlunin var að láta fyrirberast á um nóttina Auðsjáanlega voru það skipbrotsmönnunum mikil vonbrigði að verða að dvelja i fjörunni um nóttina. en enginn möglaði Ferðin sóttist seint yfir stórgrýttar og sleipar klappirnar Ekki hafði verið langt farið er Albert Head kom til Andrésar. tók i handlegg hans. og reyndi að tala við hann Andrés skildi það mikið I ensku, að hann vissi hvað maðurinn var að biðja um Vatn? Jú, nóg var af þvi undir bjarginu. Andrés fór með menn- ina inn að litlum skúta þar sem klaka- drönglar héngu niður. Undir þá lögð- ust mennirnir og svolgruðu i sig vatnið sem draup niður Þarna var áð skamma stund én siðan haldið áfram inn á urðina. Myrkrið var í þann veginn að skella á, og auðséð var ennfremur að veður fór varsnandi og allar likur voru á stórbrimi um nöttina i þann mund er Andrés var að koma með mennina fjóra að urðinni varð hann var við að Bjarni og Hafliði komu á eftir honum með skipbrotsmanninn sem draga hafði átt upp Hafði Hafliði brezka togarans Dhoon var bjargað við ótrúlega erfiðar aðstæður trefilinn og hlúa betur að sinaberum hálsinum. Þetta var sennilega það næsta sem hann hefur komizt að gefa tilfinningunum lausan tauminn siðan l honum var bjárgað. Það var greinilegt að hann endurlifði hina hroðalegu reynslu sína um borð i Dhoon. En svo jafnaði hann sig Hélt frásögn sinni áfram eins og ekkert hefði i skorizt og honum fipaðist ekki úr þvi Þannig sagði hann frá fyrstu viðkynningu sinni af islenzku björgunarmönnunum: — Þeir voru tveir þarna hiðri við flæðarmálið Annar eldri en hinn yngri. Þeir töluðu enga ensku. og við gátum ekkert sagt við þá. Þeir voru með poka á bakinu og annar þeirra tók stóra pylsu úr honum, sem hefur sennilega verið um tveir þumlungar að þykkt, en hinn kom með brauð. Þeir skáru brauð- ið niður og settu þetta ofan á. Nú fyrst fundum við hversu banhungraðir við vorum orðnir og við gleyptum þetta i okkur. Síðan gáfu mennirnir okkur merki um að koma ofar i f/óruna. Það var hægara sagt en gert. Það var ekkert nema sæbarið og sleipt stórgrýti sem við urðum að klöngrast yfir Eftir að Þórður hafði skotið linunni um borð og bátsmaðurinn sótt hana i reiðann og skipbrotsmennirnir höfðu dregið líflinuna um borð, gengu fjór- menningarnir i það að festa hana i landi Strekktu þeir linuna yfir stóran stein sem var i flæðarmálinu og hélzt hún vel á lofti. Síðan var stóllinn dreginn út að skipinu og aftur skiptu menn með sér verkum. Þórður og Bjarni voru til tildráttartaugina, en þeir Andrés og Hafliði tóku á móti mönnun- um þegar þeir komu i land. Gekk björgunarstarfið mjög greiðlega, og aðeins örfáir skipbrotsmannanna blotnuðu að ráði á leiðinni til lands. Þegarþeir Bjarni og Þórður sáu að ólag var að riða yfir biðu þeir með að draga, en höfðu svo skjót handtök þegar lag gaf. Það vakti strax athygli að að mennirnir hefðu komið niður Bjargið, heldur staðið i þeirri mein- ingu, að þeir hefðu komið eftir fjör- unni, meðfram Bjarginu. Tom Grundy sagði: — Við héldum að þeir hefðu komíð niður einstigi einhvers staðar. Við lét- um okkur aldrei detta í hug að þeir hefðu sigið En þegar ég sá vaðinn var ég i senn undrandi og dauðhræddur Ég er ekki lofthræddur maður að eðlis- fari, en skelfingin greip mig þegar mér skildist að það ætti að draga mig upp á þessu reipi Mennina uppi sáum við ekki, þar sem okkur var haldið alveg að bjargveggnum. AlbertHead: — Meðan á björguninni stóð var ég að velta þvi fyrir mér hvaðan þessir menn hefðu komið Við sáum þá aldrei koma eftir ströndinni og ekki heldur niður bjargið. „Hvernig i andskotanum fjörunni eftir líklegum stað til þess að taka sér næturgistinu á, og sáu, að á einum stað, miðja vega milli sigstaðar- ins og strandstaðar hafði hrunið tölu- vert úr bjarginu og fannst þeim liklegt að sjór myndí ekki ganga i urðina. Þar hugsuðu þeir sér að taka sér náttstað með þá skipbrotsmenn sem ekki næð- ust upp. Klukkan var um tvö þegar komið var með skipbrotsmennina á hleinina fyrir neðan sigstaðinn, og þar var þeim gert skiljanlegt með bendingum, að þarna ætti að draga þá upp. Þá var ákveðið að einn björgunar- mannanna færi upp á Flaugarnef, bæði til þess að sýna skipbrotsmönnunum hvernig þeir ættu að bera sig til I vaðnum, og eins til þess að aðstoða ménnina uppi við dráttínn Valdist Þórður Jónsson til þeirrar ferðar, og meðan hann var á leiðinni upp var Til þess aS koma skipbrotsmönnunum á þann staS sem unnt var aS draga þá upp bjargiS þurfti aS fara um stórgrýtta fjoru. þar sem stöSugt var hætta á hruni úr bjarginu. skipbrotsmaðurinn nokkra tilburði til þess að halda sér réttum og fara eftir því sem honum hafði verið sagt i fjörunni. En ekki var þó búið að draga hann langt upp, er hann missti móðinn og gafst upp við að reyna að halda sér réttum Var einna likast þvi að verið væri að draga upp poka Nokkrar brún- ir voru á leiðinni upp og við þær festist maðurinn og gerði engar tilraunir til þess að losa sig frá bjarginu Kom leynivaðurinn þvi að góðum notum. þar sem björgunarmennirnir gátu farið út á hleinina og kippt þannig i vaðinn að maðurinn losnaði. Svo hvarf hann sjónum mannanna i fjörunni upp á Flaugarnefið. Enn kom vaðurinn niður, og Albert Head benti Arthur Spencer að koma Hafliði batt hann í vaðinn. gaf merkið. og hann var siðan dreginn af stað Það fór eins með Spencer og fyrsta skip- brotsmanninn sem dreginn var upp Hann sýndi tilburði til þess að bjarga sér fyrstu metrana, en svo gafst hann upp Spencer segir þannig frá þessari ferð: — Ég fann ekki til lofthræðslu. og einhvern veginn varð það þannig, að ég hætti að hugsa, þegar ég var lagður af stað upp bjargið Mér fannst ferðin ganga afar hægt.'þó að hún muni ekki hafa tekið nema tiu til fimmtán minút- ur Þegar ég var kominn svona tvö til þrjú hundruð fet upp i bjargið leit ég niður, jafnvel þótt ég gerði mér grein fyrir þvi, að björgunarmennirnir höfðu verið að banna okkur að líta niður á leiðinni upp, og þá sá ég fyrst hvað hæðin var mikil, og hvernig þeim tókst að stjórna okkur á leiðinni upp með þvi að kippa okkur frá bjarginu Einn af öðrum voru skipbrots- mennirnir dregnir upp á Flaugarnefið i kapphlaupi við öldurnar sem tóku að skella á hleinina við fætur mannanna með aðfallinu Klukkan fjögur um dag- inn var búið að ná sjö skipbrotsmönn- um upp og þá var auðséð að lengur yrði ekki vært vegna sjógangs á staðn- um Ákveðið var að einn enn færi upp. verið búinn að binda hann i vaðinn og gaf siðan hið venjulega merki til mann- anna uppi á Flaugarnefi um að draga. með þvi að kippa þrisvar i vaðinn En að þessu sinni kom ekkert svar að ofan. V:ðurinn lá slakur og ekkert gerðist i nokkrar minútur Sá Hafliði strax að merki hans hafði ekki verið skilið, og svo var timinn orðinn naum- ur að forða sér undan sjónum, að ekki var vogandi að biða Leysti Hafliði þvi manninn úr, og gerði honum skiljan- legt að hann yrði að vera i fjörunni með þeim um nóttina Brást maðurinn hálfilla við þessu. en áttaði sig brátt og þáði stuðning Bjarna og Hafliða til urðarinnar. Mennirnir sem dvöldu uppi á Flaug- arnefi um daginn gátu litið fylgzt með björgun skipbrotsmannanna Þeir biðu spenntir eftir því að fá fréttir úr fjör- unni, og gleði þeirra var ósegjanleg þegar þeim barst fyrst merki um að draga. Þegar Þórður Jónsson kom, gat hann sagt félögum sinum allt af létta um björgunina og aðstæður niðri i fjörunni. Taldi hann það strax mjög óliklegt að mennirnir næðust allir upp fyrir flóðið. Þegar i stað sendi hann svo mann með sktlaboð til þelrra Ingvars Guðbjartssonar og Kristjáns Sig- mundssonar, sem biðu uppi á bjargar- brúninni. og bað þá að fara heim að Látrum, láta vita um björgunina, og sækja þangað fatnað og mat, þannig að auðið yrði að búa sem bezt að skipbrotsmönnunum á Flaugarnefi Þeir sem drógu mennina upp á Flaugarnef sátu undir vaðnum i röð. hver fyrir aftan annan. Var hallinn svo mikill að höggva varð spor fyrir fætur þeirra í freðinn svörðinn, til þess að þeir ættu ekki á hættu að renna fram af Kom i góðar þarfir öxi sem höfð hafi verið með i ferðina Hún var heima- smiðuð og hert af Kristjáni Ólafssyni og reyndist hinn mesti kjörgripur Fremstur undir vaðnum sat Guð- Framhald á bls. 71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.