Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 59 Bækur frá Ægisútgáfunni Héraðssögur Vestfjarða I Súgfirðingabók Gunnar M. Magnúss skráði. Mikið rit, fróðlegt og skemmtilegt, 523 bls. með 190 myndum. Rakin er saga byggðar og mannlífs frá landnámi til vorra daga. Af köflum má nefna:. Sólarsinnis um Súgandafjörð, Suðureyrartorfan, Spekúlantar og kaupmenn, Flotinn, Kynslóðin sem byggði þorpið, Andinn í efninu, Gengið og leikið, Félagslífið og fjölmargt fleira er í ritinu að finna. Upplagið er takmarkað. Dragið því ekki að ná i þessa fágætu bók. \ Afburðamenn og örlagavaldar. IV. Bárður Jakobsson skráði. 4. bindið í þessu stórfróðlega safni, sem er raunar mann- kynssaga í svipmyndum. Æviþættir 20 mikilmenna sem hafa átt stóran hlut í að móta nútíma veröld. Enn eru öll bindin fáanleg á góðu verði. Þau ættu að vera til á hverju heimili. Alls hafa birst í safninu 80 þættir. í þessu bindi er saga eftirtalinna andans jöfra: Vilhjálmur Sigursæli, Gengis Kahn, Machiavelli, Karl V, Jóhannes Kalvln, Elisabet I., Richelieu. Oliver Cromwell. Rembrandt, Jöhann Sebastian Bach, Thomas Paine. Talleyrand, Napóleon Bonaparte, Hans Cristian Andersen, Bismarck, Stanley. Sigmund Freud. George Bernard Shaw. Friðþjófur Nansen. Albert Einstein. FráSkólavörðustígað Skógum í Öxnarfirði Þórunn Elva Magnúsdóttir Minningar frá bernskuárum höf- undar hér á Skólavörðuholtinu, þeim sögufræga stað. Þar er minnst margra þekktra Reykvik- inga. Lýst er lifinu á fátæku barnmörgu heimili, leikjum barna og starfi i þann tið og margt fleira ber á góma. Leiðin liggur svo að Skógum i Öxarfirði, þar sem nú er staðurinn umflotinn vatni. ferðaláginu norð- ur og fyrstu kynnum af þeim stað. Aðalkaflarnir nefnast: Litil korn frá lifsins morgni, í húsi leturgraf- arans og Litill ferðalangur. Fri f®* Skólavörðustig að Skógum i Öxarfirðí •««» fxr><: tV*C» *' J>«*< héfc íslendingar í Vesturheimi II. Eftir Þorstein Matthiasson. Þetta bindi flytur aðallega frásagnir og viðtöl við gamla íslendinga búsetta í Canada. Þeir hafa frá mörgu að segja og dvölin 'í nýja landinu var ekki dans á rósum fyrstu árin. Hörð barátta við óblíða veðráttu skordýraplágur, pestir og allsleysi var hlutskipti flestra. Þessir segja frá: Fröken Sigurbjörg Stefánsson. Árni Kristinsson, Þórður P. Bjarnason, Jóhannes Þórðarson, Hallgrimur Staðfeld, Petrlna Reglna Péturson, Björn Oddgeirsson. Lárus Bjarni Nordal, Þurlður Steinunn, Jón Pálsson. Magnús Eltasson, Frú Þórunn Vigfússon, Jón Vigfússon, Þorsteinn og Llna, Óli Narfason. Ýmislegt fleira er í ritinu. i VESTURHEIMI land og fólk Bjarna-Dísa og Móri Halldór Pétursson skráði og safnaði. Hér segir frá frægum draugum austfirskum. Saga Bjarna-Disu er harmsaga og aldrei varð hún mikill skaðvaldur þó hrekkjótt væri hún óneitan- lega. Um Móra gegnir öðru. Hann var bruggaður úr lyfjasulli og beinlinis til þess gerður að vinna öðrum mein. Öll þau ósköp sem Móra tókst að afreka öðrum til óþurftar eru í senn ótrúleg og óskíljanleg. Maður spyr undrandi: Hvernig gátu þessi ósköp gerst? Lesandan- um verður að eftirláta þá gátu. Halldór Péturison m I stillu og stormi Jóhann J.E. Kúld. Upphaf Kúlds ævintýra. Jóhann rekur hér minningar frá æsku til fullorðinsára. Fjörlegar frásagnir af búsháttum til sveita og sjávar. Jóhann segir skémmtilega frá, hefur margt reynt, heyrt og séð og fjölmargir þekktir menn koma við sögu. Af efninu má nefna: Brimleikur og fjaran. Danski-Larsen, Jón Vidalin Konsúll. Hestasveinn hjá Jóhannesi Nordal, Ármanns-Gráni, Kaupstaðarferð, Heljarreiðin á Ólafs- Blesa. Ingimundur fiðla, Róið úr Selsvör, Haldið á sildveiðar, Frá Sandgerði var sótt á miðin, Við endir skútualdar. Fjölmargt fleira mætti nefna. Skemmtileg og fróðleg bók. Strengjakliður Hugrún: Falleg bók að útliti og ’innibaldi. 40 kvæði Ijóðræn og hrifandij ort I hefðbundnum stil. Hugrún er opin fyrir þvi sem gott er og fagurt. en á samt til að stinga á kýlunum þótt hin hliðin sé henni hugstæð- ari. Ljóðavinum er þessi bók efalaust aufúsugestur. ÆOSUTO*F»N Mennirnir í brúnni I—V Þættir af starfandi skipstjórum, sem allir eru afburða- aflamenn auk sex siglingamanna. Samtals eru þeir 31 skipstjórarnir sem segja frá marg- háttaðri og lærdómsríkri reynslu sinni á langri sjómanns- ævi. Þetta er verk sem öllum sjómannsefnum er nytsöm eign og lesning. Frá mörgu er að segja skemmtilegu og skoplegu eins og sjómönnum einum er lagið. Að ógleymdum þeim atburðum sem tóku á taugarnar og tvísýnt var hvort sykki eða flyti. SÖGUMEIMN ERU: Arinbjörn Sigurðsson, Ásgeir Guðbjartsson, Björgvin Gunnarsson, Bernharð Pálsson, Eggert Gíslason, Einar Sigurðsson, Finnbogi Magnússon, Gísli Jó- hannesson, Gunnar Árnason, Gunnar Hermannsson, Halldór Brynjólfsson, Halldór Halldórsson, Haraldur Ágústsson, Hans Sigurjónsson, Hilmar Rósmunds- son, Hróflur Gunnarsson, Jóhann Símonaráon, Magnús Þórarinsson, Marius Héðinsson, Markús Guðmundsson, Sigurður Árnason, Sigurður Kristjónsson, Sigurjón Stefánsson, Steinar Kristjáns- son, Tryggvi Blöndal, Tryggvi Gunnarsson, Þorvald- ur Árnason, Þorsteinn Gíslason, Þórarinn Ólafsson, Þórður G uðjónsson, Þórarinn I ngi Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.