Morgunblaðið - 11.12.1977, Side 13

Morgunblaðið - 11.12.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 61 Almanak Eimskips ALMANAK Eimskipafélags íslands fyrir árið 1978 er nú komið út, að vanda prýtt mjög fallegum litprentuðum ljósmyndum, teknum á ýmsum stöðum á landinu, sumum teknum úr lofti, aö sumri til eða í vetrar- ríki, til lands og sjávar. Eru myndahöfund- ar þeir Björn Rúriksson, Gunnar Hannes- son, Heiðar Marteinsson og Rafn Hafn- fjörö. Snilldarleg prentun almanaksins var gerð í Kassagerð Reykjavíkur. Mynd janúarmánaðar er mjög falleg vetrarmynd af Þingvallakirkju og bæ eftir Rafn Hafn- fjörð. » f ft ******** i á £ JAIMÚAR 1978 SUN MAN. PRI. . MID FIM. FOS j LAU DESEMBER 2 3 4 5 6 i a j f > • 7 • 9 lO 9 lO 11 12 13 12 13 14 19 10 17 j 0M a 1« 20 21 22 23 24 27 28 29 30 31 16 17 18 19 20 21 FEBRUAR - 22 23 24 25 26 27 _ 12 3 4 28 • * • •,o« ) > > k ' 20 21 22 23 24 II Stjóm SH mótmælir tillögum iðnrekenda MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilk.vnning frá Sölumiðstöó hraðfrystihúsanna: Fram hefur komið í fréttum aö Félag íslenzkra iðnrekenda hafi gert tillögur til stjórnvalda um aðgerðir, sem m.a. fela í sér frest- un tollalækkana samkvæmt Efta- samningi, álagningu launaskatts á fiskveiðar og álagningu söluskatts á olíu til fiskiskipa o.fl. Stjórn S.H. leyfir sér að mót- mæla framangreindum tillögum og öðrum er stefna í þá átt að íþyngja sjávarútvegi og fiskiðn- aði. Þessar atvinnugreinar eiga nú við erfiðleika að stríða og ber brýna nauðsyn til að treysta rekstrargrundvöll hraðfrystiiðn- aðarins í hvívetna. Þá varar fundurinn sérstaklega við þeirri hugmynd að reynt verði að fá frestun á tollalækkunum samkvæmt Efta-samningum, sem Island er aðili að, þar sem að það gæti skaðað útflutningshagsmuni þjóðarinnar á veigamiklum mörk- uðum í Evrópu, ef aðildarríki EBE og EFTA gripu til gagnráð- stafana. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU FRÁ LEIBBEININGASTOÐ HÚSMÆflRA J ólabaksturinn é Þegar deigið í brúnu kryddkökurnar molnar og þegar kleinufitan freyðir Fyrir jöl er iðulega spurt í Leiðbeiningastöð húsmæðra hvað gera skuli þegar deigið í brúnu kökrunar molnar. Deigið var lint og samfellt á meðan það var heitt og gott að hnoða það en þegar var farið að fletja það út eða skera deigsívalningana í þunnar sneiðar fór það að molna og þar var ekki unnt að móta úr því fallegar kökur. Hvað er þá að? Astæðan er ætíð sú að of lítill vökvi er í deiginu. Það hefur verið látið svolítið meira hveiti í deigiö en hefði átt að vera, enda freistandi að hnoða hveiti upp í það á meðan það er volgt og mjúkt. Ef til vill hefur hveit- ið verið mjög þurrt eða of lítið síróp í deiginu. Síróp, sykur og smjörliki hefur soðið of lengi þannig að heldur mikið vatn hefur gufað upp eða vatnið sem hrært er saman við pottöskuna sparað um of. Ef deigið fer að molna er eina bjargráðið að reyna að hnoða svolítið vatn í það, en það er sannkölluð erfiðisvinna. Það tekst þó i flestum t-ilvikum. Skiftið deiginu í litla skammta og látið eina matskeið af vatni út í i senn og hnoðið deigið þar til það fer að verða hæfilega l.vnt aftur. Tekið skal fram að ef valin er uppskrift af brúnum kökUm þar sem meira er af sirópi en sykri er siður hætt við að deigið molni. Ymsar ástæður geta veriö fyrir því að fitan fer aö freyða þegar kleinurnar eru steiktar. Of mikiö af sykri eða smjör- líki er í deiginu. Of margar kleinur hafa verið látnar út i fituna i einu. Of mikið af hjartasalti er í deiginu. Fitan er ekki nægilega heit, en hún verður að vera um 190°C. S.H. Bridge umsjóti ARNÓR RAGNARSSON Bridgedeild Húnvetninga- félagsins Lokið er 5 kvelda hraðsveita- keppni deildarinnar með sigri Hermanns Jónssonar en með honum I sveit eru Baldur Ás- geirsson, Ölafur Ingvarsson og Jón Ölafsson. Spilað var um farandbikar gefinn af Einar J. Skúlasyni. Sigurvegarar frá í fyrra var sveit Hreins Hjartar- sonár en nú gat hún ekki tekið þátt í keppninni. Urslit tveggja efstu sveitanna varð þessi: stig. Sveit ,/ Hermanns Jónssonar 2543 Zóphaníasar Benediktss. 2505 Meðalskor 2376 stig. Eftir áramótin hefst svo sveitakeppni. Þeir sem ætla að taka þátt 1 þeirri keppni láti skrá sig sem fyrst hjá Jakobi Þorsteinssyni sími 33268. Bridgefélag Kópavogs Þriðja og næstsiðasta kvöld butlertvimenningskeppni Bridgefélags Kópavogs var spii- að s.l. fimmtudag. Arangur efstu para var nokkuð jafn en ekkert par náði yfir 100 stigum. Besta árangur kvöldsins fengu: Böðvar Magnússon — Rúnar Magnússon 99 stig Guðmundur Gunnlaugsson — Óli M. Andreasson 97 stig Haukur Hannesson — Ragnar B jörnsson 95 stig Sævin Bjarnason — Vilhjálmur Sigurðss. 94 stig Gunnlaugur Sigurgeirsson — Jóhann Lúthersson 87 stig Meðalskor 70 stig. Eftir 21 setu eru Sævin og Vilhjálmur efstir með 277 stig, en þeir hafa aukið forskot sitt fyrir siðustu umferðina. Röð efstu para er annars þessi: stig Sævin Bjarnason Vilhjálmur Sigurðsson 277 Ármann J. Lárusson — Sverrir Ármannsson 256 Einar Guðlaugsson — Sigurður Sigupjónsson 255 Guðmundur Gunnlaugsson — Óli M. Andreasson 255 Böðvar Magnússon — Rúnar Magnússon 242' Björn Kristjánsson — Skúli Sigurðsson 231 Meðalskor 210 stig. Keppninni lýkur n.k. fimmtudag og verður það jafn- framt siðasta spilakvöldið fyrir- jól. Barðstrendingafélagið bridgedeild Mánudaginn 5. des. heimsóttum við bridgedeild Vikinga í félagsheimili þeirra og spilað var á 7 borðum og fóru leikar þannig: > Barðstrendingar Víkingar sveit _ stig sveit ■ stig 1. borð, Ragnars Þorsteinss. 6 Sigfúsar Ö. Árnasonar 14 2. borð, Sigurðar Kristjánss. 11 Guðm. Ásgeirssonar 9 3. borð, Guðbjarts Egilssonar 14 la Valdimarssonar 6 4. borð, Ágústu Jónsdóttur 5 Magnúsar Ingólfssonar 15 5. borð, Kristins Óskarssonar 20 Hjörleifs Þórðarsonar -2 6. borð Sigurðar Isakssonar 4 Eiriks Þorsteinssonar 16 7. borð, ViðarGuðmundssonarl6 Lárusar Eggertssonar 4 72 62 Þetta var mjög spennandi keppni eins og sjá má, og mjög ánægjulegt var að heimsækja Vikingana. Þeir koma i heimsökn til okkar í febrúar. Næst komandi mánudagskvöld verður spiluð síðasta umfferð í hraðsveitarkeppninni og verður það siðasta spilakvöld fyrir jól, siðan byrjum við með endurnýjuðum krafti á nýja árinu með tvimenning (barómeter) mánudaginn 9. janúar. Það verða 4 kvöld. Og nú verður að tilkynna þátttöku f sfðasta lagi fimmtudaginn 5. jan. I sima 41806, Ragnar. Oliufélagið Skeljungur hf Shell Hagnytar jólagjafir á bensínstöÓYum Á bensínstöövum okkar i Reykjavik fæst nú úrval af hagnýtum jólagjöfum. Viö minnum á barnabíla og bílstóla fyrir börn. Teppi í bilinn. Topplyklasett og hleöslutæki fyrir rafgeyma. Þá má nefna nokkrar geröir af veiðikössum, fallegar sportúlpur, kasettur og kasettutöskur, Allt góöar gjafir handa ættingjum og vinum, þér sjálfum, - eöa bilnum. Athugaðu þetta næst þegar þú kaupir þensín. Gleöileg jól.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.