Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 71 Björgunar- afrekið við Látrabjarg Framhald af bls. 57 mundur Kristjánsson og sex menn aðr- ir voru siðan fyrir aftan hann. Þórður Jónsson og annar maður með honum tóku svo við skipbrotsmönnunum á brúninni og færðu þá á þann stað á nefinu sem mesta skjólið var fyrir stein- kasti. Það var mjög erfitt verk og áhættusamt. Þegar verið var að draga næstsiðasta manninn sem náðist upp á nefið þenn- an dag og hann kominn míðja leið upp bjargið. var farið að dimma að ráði. Urðu mennirnir á Flaugarnefi skyndi- lega varir við það að stór steinn kom utan úr myrkrinu og stefndi á þá Hafði steinn þessi losnað úr Bjarginu fyrir ofan nefið og skall hann niður á freðna þúfu fyrir ofan efsta manninn sem var á vaðnum. Slikur kraftur var á steinin- um, að hann hófst aftur á loft og flaug rétt fyrir ofan höfuð mannanna og út af nefinu. Snerti steinninn öxl Guðmund- ar Kristjánssonar, reif jakka hans og skaddaði öxl hans það mikið að hann varð úr leik að sinni. Ekki fataðist mönnunum drátturinn. nema rétt á meðan Guðmundur yfirgaf vaðinn og annar settist i hans stað. Enginn sagði neitt, enda menn við flestu búnir. Þegar búið var að ná skipbrotsmönn- unum sjö upp á Flaugarnef var hafizt handa við að búa þeim þar náttstað Uppi við aðalbergið, þar sem Flaugar- nef hefst að ofan. var bergsylla og slútti bergið fyrir ofan hana fram yfir sig, þannig að þarna var nokkurt skjól fynr steinkasti. Syllan var i um það bil metra hæð frá nefinu, og ekki breiðari en svo að fætur skipbrotsmannanna stóðu fram af. Þarna voru mennirnir l.-igðir hlið við hlið, sem þéttast, með höfuðin upp að berginu. Áður hafði sina verið reytt upp og var hún breidd undir þá og ofan á þá, og veitti nokkurt skjól þó að blaut væri. Björgunarmenn- irnir stóðu svo fyrir framan sylluna, nudduðu fætur skipbrotsmannanna, sem margir hverjir þjáðust af sina- drætti og reyndu að veita þeim að- hlynningu. jafnframt þvi sem þeir gættu þess að þeir rynnu ekki fram úr þessu sameiginlega rúmi. Allir voru mennirnir kaldir og skjálf- andi, en báru sig þó furðanlega vel Þórður Jónsson tók eftir því að einn mannanna skalf óskaplega þegar hann lagðist niður Sá var einna verst búinn, klæddur i þunnar gallabuxur og skyrtu Klæddi Þórður sig úr þurrum ullarnær- fötum sinum og lét manninn fara i þau, en fór sjálfur i blaut nærföt hans Virtist mesti skjálftinn fara úr mannin- um við þetta, og var sýnilegt að hann hresstist að mun. Laugardagur 13. desember kl. 16.30—24.00 Myrkrið var skollið á þegar mennirn- ir í fjörunni náðu áfangastað sinum. Fundu björgunarmennirnir stóran stein þarna á urðinni og ákváðu að reyna að útbúa skjól fyrir skipbrotsmennina við hann. Hreinsuðu þeir grjót frá steini þessum, eftir þvi sem þeir gátu, og myndaðist þá litill skútt þarna, sem þeir settu tógin inn i og bentu siðan Bretunum að leggjast á þau. Komust þeir allir þarna fyrir og eftir það mátti segja að þeir væru nokkurn veginn óhultir fyrir hruni úr bjarginu ððru máli gegndi um íslendingana. Þeir gátu ekkert skjól fundið sér, og urðu að hafast við standandi fyrir framan skút- ann. Skömmu eftir að þeir voru búnir að koma Bretunum fyrir, hafði Hafliði orð á því að hann hefði fengið eitthvað i höfuðið Var hann spurður að þvi hvort hann hefði meitt sig, en Hafliði gerði litið úr þvi. Þreifaði þá Bjarni á höfði hans og fann að blóð rann niður eftir anditinu. Var þá nánar hugað að meiðslum Hafliða og kom þá i Ijós að grjót eða klakastykki hafði fallið i höfuð hans Hafði það höggvið í sundur þykka, fóðraða skinnhúfu, sem hann var með á höfðinu og skilið eftir sig svöðusár á höfði mannsins Bar Hafliði sig karlmannlega og vildi lítið gera úr þessu. Auðséð var þó að hann var miður sin fyrst eftir höggið. en jafnaði sig brátt, þegar félagar hans höfðu búið um sárið. Um svipað leyti og þetta bar við fékk Albert Head, sem var á stjái úti fyrir skútanum, sem félagar hans höfðust við i, hrun á sig Kom eitthvað í höfuð hans, hjó i sundur sjóhattinn sem hann var með á höfðinu og særði hann töluverðu sári Vildi Head einnig litið gera úr þessu en mun hafa sagt við félaga sina, að það væri hart, eftir að hafa bjargazt úr sjónum, ef hann ætti eftir að drepast þarna undir berginu. Stöðugt fylgdust þremenningarnir með liðan skipbrotsmannanna. Virtust þeir móka öðru hverju, en Albert Head stóð yfir þeim og gætti þess að þeir svæfu aldrei lengi i einu. Sagði hann fátt, en tuggði og spýtti i sifellu Kom nú til góðra nota sigarettupakki sem einn skipbrotsmannanna hafði rétt að Andrési Karlssyni um leið og hann kom i land Hafði Andrés sett pakka þennan undir skinnhúfu sina og var hann þvi þurr þegar gripið var til hans, og reyktu björgunarmenn og skipbrots- menn þessar sígarettur meðan þær entust. Siðan hófst biðin i óvissunni viðhin- ar ömurlegustu aðstæður. Brimlöðrið teygði sig lengra og lengra i átt til mannanna, þegar leið að flóðinu, og þeir fundu hvernig klöppin og urðin nötraðu eins og hrisla í vindi. þegar mest gekk á Þessí nótt átti eftir að verða þeim löng og erfið Vistin var einnig- daufleg uppi á flaugarnefinu. Syllan sem skipbrots- mönnunum var komið fyrir á var ekki breiðari en svo að fætur þeirra stóðu fram af, ef menn réttu úr sér sem fyrr segir. Um nóttina, þegar háflóð var, heyrðu heyrðu mennirnir greinilega að mikið gekk á undir bjarginu Brim- hljóðið var ógnvekjandi, og óvissan um afdrif mannanna sem voru niðri i fjöru jókst. Fannst mörgum mannanna sem dvöldu á Flaugarnefinu þessi bið og óvissa reyna hvað mest á sig við björgunina. Tom Grundy. sem var einn þeirra sem gisti á Flaugarnefi um nóttina þá segir svo frá verunni þar: — Þeir létu okkur setjast niður og færðu okkur úr sokkunum og létu okkur hafa þurr plögg i staðinn Mér fannst ég hressast mikið við það, og leið alls ekki illa um nóttina Reyndar kom mér ekki dúr á auga — til þess var allt of kalt Við þorðum ekki að hreyfa okkur Vissum ekki hvað biði okkar, ef við stæðum á fætur þar sem myrkrið var svo svart. Björgunarmenn- irnir voru með smáljós. en við höfðum ekkert og gátum þvi ekki gert okkur grein fyrir umverfinu. Björgunarmennirnir settust upp á sylluna hjá skipbrotsmönnum til skipt- is, en rúm var fyrir tvo i einu, sitt á hvorum enda syllunnar Reyndu þeir að láta sér renna i brjóst, en gekk það illa sökum kuldans. ivistum þeim sem konurnar komu með voru nokkrar dósir af niðursoðn- um ananas, eeinnig hafði Guðbjartur Þorgrímsson sent Þórði viskiflösku og sigarettur. Þá höfðu skipbrotsmennirn- ir komið með tvær sælgætisdósir upp með sér og lítið eitt af súkkulaði og sigarettum sem voru óskemmdar Af- hentu þeir Þórði þetta óbeðnir til úthlutunar. en þegar kveikja átti i sigar- ettunum kom i Ijós að öll eldfæri voru ónýt Þó tókst Þórði að þurrka innan á sér berúm eldspýtur, þannig að unnt var að kveikja í einni sigarettu og var síðan „haldið dampi", þannig að alltaf var einhver með logandi sígarettu Allt þetta kom i góðar þarfir. Enginn fékk að sofa nema stundar- fjórðung í senn. Þá var hann vakinn og gefið að dreypa á vískíinu og einnig fékk hann ananasbita og sopa af safan- um, svo og sælgætismola og sígarettu Gekk þetta jafnt yfir alla. Annaðist Þórður úthlutunina, og voru skipbrots- mennirnir svo þakklátir fyrir þetta. að þeir leituðu eftir ýmsu í vösum sinum til þessað gefa honum V'ssi Þórðurað þeim myndi þykja miður ef hann tæki ekki við því, en allir þessir minjagripir fóru forgörðum næsta dag Undir morgun ákvað Þórður að leggjast niður stundarkorn, sagði hann félögum sínum frá þeirri ákvörðun og bað þá að líta vel eftir skipbrots- mönnunum Siðan vék maðurinn sem sat á ytri sylluendanum fyrir Þórði Fljótlega eftir að hann hafði lagt sig seig á hann mók, sem mun þó aðeins hafa varað stutt stund. Þegar hanr rankaði við sér aftur kom hann auga á mann, sem var kominn fram á nefið nokkuð frá honum og björgunarmönn- unum. Datt Þórði strax i hug, að þarna væri einn skipbrotsmannanna kominn á stjá Sagði hann þá við félga sina. sem næstir voru, að fallega hefðu þeir gætt skipbrotsmannanna, eða hitt þó heldur Þarna væri einn þeirra kominn yfir á brún á nefinu og benti hann þeim i áttina til mannsins Þeir sögðu að enginn mannanna hefði hreyft sig Spurði Þórður þá félaga sina hvort þeir sæju ekki manninn, og svöruðu sumir þvi játandi. Ekki þorði Þórður að kalla til mannsins, þar sem hann óttaðist, að þá myndi honum bregða og var þá hætta á að hann hrasaði fram af Stóð Þórður siðan upp og byrjaði að mjaka sér i áttina til mannsins, sem virtist vera hans var og 'færði sig undan, niður á nefið Datt Þórði þá i hug, að Aðalsteinn Sveinsson væri kominn, og hefði komizt niður á Flaugarnef einn slns liðs, en hann var ei maðurinn sem Þórður treysti til þess, af þeim sem voru ofan bjargs. en fannst hann þá hegða sér einkenniléga. Smátt og smátt nálgaðist Þórður maninn, en gat þó aldrei greint hann vel. Þegar hann var alveg að ná til hans hrasaði Þórður, og hvarf honum þá maðurinn allt i einu, og var ekkert að sjá eftir nema bera klettabrikina. Brá Þórði nokkuð við að hrasa á þessum stað og við hvarf mannsins, en hugsaði strax með sér, að þetta myndi hafa verið svipur. Þegar hann heyrði siðar lýsingu á skip- stjóranum á Dhoon fannst honum hún koma nokkuð vel heim við útlit manns- ins, sem hann sá þarna á nefinu Þegar Þórður kom aftur til félaga sinna. spurðu þeir hann hvað þetta hefði verið Gaf Þórður litið út á það Óttaðist han að óhug myndi setja að mönnum, ef hann segði sem var, og greip þvi til þess ráðs að segja að hann hefði orðið var við kind, sem komizt hefði niður á Flaugarnefið Var ekki meira um þetta talað Sunnudagur 14. desember Um miðja nótt reis heimafólk og aðkomumenn á Hvallátrum úr rekkjum og tók að undirbúa leiðangurinn út á Bjargið. Safnað var saman öllum til- tækum fatnaði á bæjunum, þá var einnig settur mikill matur i poka. og vaðurinn sem, Asgeir hafði náð i um nóttina gerður tiltækur. Um klukkan fimm var leiðangurinn ferðbúinn og lagði af stað út i náttmyrkrið og þok- una. sem var jafnvel enn svartari en kvöldið áður. Auk þess var tekið að hvessa og undir birtingu var komið rok og tekið að rigna nokkuð Komið var á bjargbrún um klukkan niu um morgun- inn, og var þá ekki beðið boðanna. Tjaldið var reist við og það hitað upp með primusum sem verið höfðu i far- angri Patreksfirðinganna Siðan var Aðalsteinn Sveinn Sveinsson búinn út, en ákveðið hafði verið að hann færi niður i Flaugarnesið til aðstoðar mönn- unum sem þar voru og kæmi jafnframt til þeirra fatnaði og vistum Fannst Aðalsteini heldur óhugnanlegt að fara niður í bjargið. þar sem þokan og náttmyrkrið var slikt að varla sá hann faðmslengd frá sér En hann var kjark- maður og setti þetta ekki fyrir sig. Um dagrenningu, eftir þessa löngt nótt, hafði bórður Jónsson gengið niður á brún Flaugarnefs. en þaðan mátti sjá niður til náttstaðar þeirra er i fjörunni höfðu verið Óttaðist Þórður mjög að urðarkastið sem þeir höfðu haft náttstað í hefði ekki staðið upp úr um flóðið, þvi svo óskaplega jók brim- ið um nóttina Vissi Þórður að af urð- inni var engin undankomuleið — brimið lamdi bergið báðum megin við hana á löngu svæði. Veðurútlitið var orðið mjög skugga- legt og ekki annað sýnt en að á næst- unni myndi skella á eitt af hinum verstu veðrum, rok og rigning Þórður sat þarna nokkra stund á brún nefsins og rýndi niður i fjömna Loks þóttist hann sjá félaga sina uppi- standandi, og varð hann harla glaður við, og bað Guð og góðar vættir að fresta enn um sinn þvi foraðsveðri sem á virtist vera að skella, svo auðnast mætti að ná mönnunum úr fjötunni Svo virtist sem að Þórður væri strax bænheyrður, þvi það var sem hin bik- svörtu óveðursský sem hrönnuðu loftið og fóru hamförum. vikju frá Flaugar- nefi og um stund birti til Þegó' Þórður leit upp eftir berginu sá hann að Aðal- steinn kom sigandi niður, en hann var sá maður sem Þórður hefði helzt kosið að fá niður Sagði Þórður þá við sjálfan sig: „Enn gerast kraftaverk," og ákvað þá á stundinni að þessi björgun skyldi kvikmynduð, hvað sem það kostaði, til heiðurs og ágóða fyrir Slysavarnafélag íslands Siðan gekk hann til Aðalsteins sem kom niður á nefið rétt i þessu, og urðu þar fagnaðarfundir Siðan var skipbrotsmönnunum gefið að borða og þeir klæddir i þurr föt sem Aðalsteinn kom rneð Vitað var, að ekki myndi vera fært fyrir þá sem i fjörunni voru að komast að sigstaðnum fyrr en um tiuleytið um morguninn, og var ákveðið að nota tímann til þess að koma skipbrotsmönnunum sem gistu á Flaugarnefi uppá bjargbrún Sem fyrr segir var brattur klettavegg- ur beint upp af Flaugarnefinu, en fyrir ofan hann var stór skafl, sem einnig var mjög brattur, en þó gengur fyrir færa menn Ákveðið var að draga mennina i vað upp klettinn en styðja þá síðan ýfir skaflinn og upp að bjarg- brúninni, þar sem menn voru fyrir til þess að búa urn þá i tjaldinu og gefa þeim hressingu. Fylgdi Aðalsteinn mönnunum upp að klettinum og batt þá þar í vaðinn Uppi á klettinum voru þeir Bragi Thoroddsen, Karl Jóhannes- son og Jón Hákonarson og drögu þeir mennina upp Reyndist það erfitt verk, ekki sizt þar sem að draga varð menn- ina mjög varlega Þegar fyrsti maður- inn var kominn upp á brúnina á klettin- um var hann studdur upp skaflinn og komið í tjaldið Fóru þá tveir menn til viðbótar niður til þess að aðstoða við að draga mennina upp, og gekk það vel eftir það Auðséð var á skipbrotsmönnunum að þeim hraus hugur við því að leggja í aðra ferð i vaðnum Enginn hreyfði þó mótmælum Reynt var að brýna fyrir þeim að hreyfa sig sem minnst og spara kraftana Eigi að siður sprikluðu þeir mikið fyrst eftir að byrjað var að draga þá, en virtust fljótlega verða magnþrota og drógust eftir það eins og poki Þegar mennirnir komu upp á brún- ina var þeim gefin hressing og var nú tekin upp ein af flöskum þeim sem Garðar Jóhannesson hafði fengið Ás- geiri Var elnum mannanna sem tóku á móti skipbrotsmönnunum á brúninni falið að gefa þeim einn sopa, en meira máttu þeir ekki fá að sinni Um tvær klukkustundir tók að ná skipbrotsmönnunum sjö frá Flaugar- nefi og upp á brúnina Eftir að þvi var lokið var talið að sjór væri svo fallinn af hleininni fyrir neðan sigstaðinn, að unnt væri að fara og bjarga mönnun- um úr fjöru Gefið var merki niður til þeirra og öllum til mikillar gleði og léttis barst þegar svar við þvi Komu menn sér þá fyrir i aðsetunni á Flaugar- nefi og tók Aðalsteinn Sveinsson sæti Guðmundar Kristjánssonar fremst i að- setunni, en sem fyrr greinir hafði Guð mundur farið heim kvöldið áður Um tiuleytið var svo mikið tekið að falla út. að þeim Hafliða, Bjarna og Andrési kom saman um að timi væri til kominn að ná Bretunum á fætur og fara að undirbúá ferðina að sig- staðnum Var ýtt við mönnunum og brá Albert Head strax við og reis á fætur. Vildi hann strax leggja af stað, og spurði eftir hverju væri verið að biða og af hverju vaðurinn kæmi ekki niður. Erfiðara reyndist að fá hina mennina á fætur Þeir virtust allir vera orðnir sljóir og ákaflega þreyttir Haf- liði hafði tekið með sér ginflösku niður, og hafði þeim félögum komið til hugar að fá sér hressingu úr henni um nótt- ina Ákveðið var þó að hreyfa hana ekki fyrr en i siðustu lög Dró Hafliði nú flösku þ'essa upp, og er skipbrots- mennirnir sáu hana færðist lif i þá Þeim var gefinn góður munnsopi, en þegar þeir báðu um meira, synjaði Hafliði íslendingar fengu sér einnig hressingu, en siðan var reynt að gefa Bretunum matarbita. Reyndust þeir all- ir ver^ mjög lystarlausir. Linubyssan og björgunartækin höfðu verið skilin eftir á strandstaðnum daginn áður, og fóru þremenningarnir nú þangað til þess að sækja þau. Tók Andrés línubyssukassann og brá honum á bak sér. en hinir tóku kaðlana og annað það sem skilið hafði verið eftir Á leiðinni frá strandstaðnum og til skipbrotsmannanna heyrði Andrés allt i einu hvin yfir höfði sér og i sömu svifum skall stór steinhnullungur i kassann sem hann bar á bakinu Var höggið svo mikið að Andrés hrasaði við og stór dæld kom i kassann. Var þarna, ems og svo oft áður i þessari björgun. skammt á milli lifs og dauða Töluverðan tima tók að koma Bret- unum frá náttstað og að sigstaðnum, og var komið fram undir hádegi þegar fyrsti maðurinn, sem var Charles Knights, vélstjóri, var bundinn i vað- inn. Siðan var merkið gefið og brátt fór maðurinn að mjakast upp bjargvegg- inn, hægt og sigandi Öllum var Ijóst að þeir voru að draga langhrakta óvana menn og var þvi dregið sem jafnast og með mestu aðgát Þrátt fyrir að svona varlega væri farið, brá mónnunum'á Flaugarnefi i brún, þegar vélstjórinn birtist i brún- inni. Tók Þórður á móti manninum, rétti til höfuðið á honum sem virtist dauðamáttlaust, en sá þá að maðurinn var lifandi. en aðframkominn. Ermarn- ar á jakka hans höfðu göndlazt upp að öxlum og handleggirnir voru allir blóð- risa eftir núninginn við bjargið Að öðru leyti var ekki áverka á manninum að sjá. Hann var tekinn varlega upp á brúnina og komið þar á öruggan stað Leið þá ekki á löngu unz hann komst til fullrar meðvitundar aftur og jafnaði sig. Sömu söguna var að segja um næstu tvo skipbrotsmenn sem dregnir voru upp Þeir virtust liflausir þegar komið var upp að brún Flaugarnefsins, en reyndust ómeiddir og náðu sér fljótlega. Þeim var gefinn matur og hressing, en siðan var haldið áfram með þá upp á brún, á sama hátt og mennirnir höfðu verið dregnir um morguninn. Siðasti skipbrotsmaðurinn úr fjöru var Albert Head Gat enginn merkt ótta á honum, þegar hann gekk fram til þess að láta Hafliða binda sig, en þegar þvi var lokið benti hann Hafliða á að hann væri berhentur Orðalaust fékk Hafliði honum vettlingana sina, en gaf siðan merki til mannanna uppi að draga. Og enn einu sinni sýndi Albert Head karlmennsku sina og dugnað Hann sneri aldrei baki að bjarginu og spyrnti sér frá þvi, þegar þurfti Fannst öllum mikið til þreks þessa manns koma, bæði þeim sem sáu á eftir honum upp bjargið úr fjörunni, og eins þeim sem tóku á móti honum á Flaug- arnefi En mikill léttir var það fyrír alla. þegar sýnt þótti að allir mennirnir myndu nást ómeiddir upp á Flaugar- nef Albert Head lýsir því er hann kom upp á Flaugarnefið með þessum orð- um: — Þegar ég leit niður af bjarginu og sá hvers konar dráttur þetta var, þá fann ég betur en nokkru sinni áður að þessir menn voru hetjur Ég dáðist að þeim og mig langaði til þess að tjá þakklæti mitt með orðum. en fann engin sem hæfðu, enda hefðu þeir ekki skilið mig Þegar ég sá Dhoon, skipið mitt, úr þessari hæð fannst mér það svo óendanlega litið Fékk 94 mffljón- ir í skaðabætur London 7. desember. AP. HÆSTIRÉTTUR ákvað f dag að hæstu skaðabætur, sem sögur fara af í Englandi, skyldu greidd- ar dr. Lim Poh Choo sem varð fyrir varanlegum heilaskemmd- um í uppskurði 1973. Bæturnar nema 243,309 sterlingspundum eða 94,160,000 islenzkum krónum. Choo, sem nv býr í Malasíu, varð fyrir miklum heilaskemmdum af súrefnis- skorti, er hún gekkst undir upp- skurð í Elisabet Garret Anderson- spítalanum í London. Fyrra métið var 142.000 sterl- ingspund, sem greidd voru Max Bowker i ferbrúar síðastliðnum vegna þess að hann lamaðist fyrir neðan mitti í bilslysi. Choo sem nú ,,er lifandi lík" eins og dómarinn komst að orði er nú algjörlega ósjálfbjarga en var fyrir uppskurðinn mikilsmetinn sálfræðingur í London. í leiðara blaðsins „Liberal Guardian", eru skaðabæturnar taldar of háar; og ákvöröun hæstaréttar gagnrýnd. Annað dagblað telur að sjúkrasamlagið ætti að koma á reglum um skaða- bætur til að koma í veg fyrir að svo háar skaðabætur verði greidd- ar í framtiðinni. ---------* * •--------- Hartling tilnefndur Sanifimirtu þjórtumim, 7. dt's. Kcntt'r. POUL Hartling. fyriverandi for- sætisráðhetra Danmerkur. var i dag tilnefndur í starf fram- kvæmdastjóra F'lóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóöanna. og er kjör hans talið formsatriði eitt. Hann mun taka við af Sadruddin Aga Khan. sem óskaði eftir þvi í s.l. mánuði að láta af starfi frá og með næstu áramótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.