Morgunblaðið - 11.12.1977, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.12.1977, Qupperneq 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Aður en ég samþykki ráðahag- inn, drengur minn, langar mig að sjá þig taka til hendi? BRIDGE Siðlaus o g mann- skemmandi lög... Þar sem kosningar til Alþingis fara senn í hönd, vil ég leyfa mér að vekja athygli á löggjöf, sem ég tel svo siólausa, mannskemmandi og óviðunandi að ekki sé lengur hægt að sitja aðgerðarlaus. Lög- gjöf þessi fjallar um erfðir barna eftir látið foreldri. Tökum fyrst dæmi um hjón, sem kjósa að slita samvistum. Þau skipta með sér eignum sinum og börnin eiga eólilega ekkert tilkall til bús eða tekna foreldra. Annað dæmi — Nú deyr maki. Þá eiga börn samkvæmt núgildandi lög- um rétt á arfi. Þar kem ég að aðalefni þessa pistils. Ef um er að ræða eignir sem ekki eru meiri en þak yfir höfuð — þ.e.a.s. eigið húsnæði og innbú sem verið er að borga allan þann tíma sem börnin eru að vaxa úr grasi og tekjur af vinnu sama foreldris, þá vil ég að löggjafinn verndi það einstæða foreldri fyrir þeim siðlausu börn- um sem færa sér þau óréttlátu lög i nyt að taka uppá þvi aó heimta föður- eða móðurarf. Þegar eftirlifandi maki er bú- inn að ala upp sín börn, getur hann átt það á hættu að missa húsnæði sitt, eða setja sig i stór- skuldir vegna þess að iögin heim- ila börnum slíkt athæfi, og jafn- vel áður en yngstu börnin eru komin af höndum geta þau svipt eftirlifandi foreldri sitt heimili sínu. Ég skora hér með á núver- andi alþingismenn og verðandi, að endurskoða rækilega þessi mál! Þegar börn notfæra sér slíkt löglegt óréttlæti skapar það ávallt óvináttu og jafnvel hatur innan fjölskyldu. Er raunalegt að börn skuli leyfa sér að nota dauóa for- eldris sins eins og hvern annan happdrættisvinning. Sex barna faðir.“ Vissulega eru þetta undarieg ákvæði i lögum ef þannig er hægt að notfæra sér vissa aðstöðu á fremur leiðinlegan hátt svo ekki sé meira sagt ef þetta er allt svo sem segir í bréfinu. Væri ekki úr vegi að fá umfjöllun lögfróðra manna um þessi mál og vissulega þyrfti að endurskoða þessi Iög og reyna að fyrirbyggja að svona nokkuð geti gerzt. 0 Þjóðin er í þakkarskuld Fyrir stuttu átti einn af stór- kostlegustu listamönnum okkar, Stefán íslandi, 70 ára afmæli. Umsjón: Páll Bergsson Oft má deila um úrspilsaðferðir en við spilahorðið gildir sama regla og á öðrum sviðum. Sveigja verður framhjá hindrunum, sem eru óyfirstíganlegar og kljást við þær, sem unnt er að ráða við. Gjafari vestur og allir á hættu. Norður S. KD H. K7 T. Á7643 L. ÁG92 Austur S. G543 H. G632 T. 10 L. K1074 Suður S. A102 H. ÁD9 T. KD2 L. D653 Þegar spil þetta kom fyrir varð suður sagnhafi í sex gröndum. Ut kom spaðanía. Spilarinn fór strax i tígulinn. En hefði hann legið 3—2 á höndum andstæðinganna myndi laufsvíning ráða hvort tólf eða þrettán slagir fengjust. En fyrsta hindrunin kom í ljós þegar austur átti aðeins einspil. Þá virt- ist laufsvíningin ráða vinningi fengi vestur einn slag á tígul. Það virtist því betra að fara í laufið. Þrír slagir þar nægðu. En eins og spilið er virðist þetta erfitt. Austur hefur vald á litnum og þar er aðeins tvo slagi að fá. En eftir að hafa tekið á tígul- hjónin fann suður laglega vinn- ingsleið. Hann spilaði lágu laufi á ásinn og síðan lauftvisti frá blind- um. Austur varð aó láta Iágt því annars átti suður nógu marga slagi á laufið og suður fékk á drottninguna. Þar með var hálfur sigur unninn. Sagnhafi sneri sér aftur að tíglinum. Vestur fékk á gosann og þar sem hann átti ekki lauf var spilið unnið. Sagnhafi fékk fjóra slagi á tigul, tvo á lauf og sex á hálitina. Tólf í allt. Lagleg spilaaðferð því sama var þó vestur hefði átt K1074 í laufi. Þá hefói austur sýnt eyðu þegar litnum var spilað í annað sinn og drottningin pínt út kónginn. Og gosi-nía blinds veittu svínunarað- stöðu yfir tíu-sjöu vesturs. Þar með hefðu fengist þrir slagir á hvern lit. Vestur S. 9876 H. 10854 T. G985 L. 8 HÚS MÁLVERKANNA Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdottir þýddi 20 Dorrit á tröppunum varð hún að segja henni að hún hefði verið á útsölu ... eða eitthvað i þeim dúr ... og ef hún bara slvppi með alla bögglana upp á herbergið sitt... myndi hún bara láta eins og hún hefði átt þessar flíkur allan tímann. 3. KAFLI. — 6g lifi á morðum. Orðin hengu í lausu lofti. Þessi fálkalega setning sem hafði dottið út úr henni í kjána- legri viðieítni hennar til að slá um sig. Þetta var hroðalegt. Nú hafði hún enn einu sinni sagt hrein- ustu dellu. Viskýið var beizkt á bragðið og hana svimaði. Hún reyndi að stilla sig um að horfa á vegginn þar sem málverkin hengu. Þrjú stór málverk af eiginkonum Carls Hendbergs. Þremur fyrstu kon- um hans. Konunum sem hann hafði misst svo sviplega, ýmist úr veikindum eða af slysförum, þegar þær voru á bezta aldri. Hann var nýbúinn að segja frá þeim. Þá hafði einhver spurt hvað hún gerði sér til Iffsviðurværis. — Ég lifi á morðum. Hún rétti sig ögn upp í stóln- um og sneri viskýglasinu vand- ræðaiega milli fingra sér. — Ég meina — á því að upp- lýsa morð. Augnaráð hennar hvarflaði að málverkunum þremur á veggnum. — Ja. auðvitað ekki alvöru- morð ... ég ... ég skrifa saka- málasögur. Þetta var alveg óskaplegt. Hún vissi að hún gerði allt enn verra, en samt gat hún ekki þagað... varð að reyna að lappa upp á vitleys- una. — Svona tilbúnum morðum, endaði hún og and- varpaði. Langt sekúndubrot var eins og tfminn stæði kyrr í stóru dagstofunni. Langt sekúndubro! þegar augu beindust að henni. Og svo allt i einu var eins og ýtt væri á hnapp og samræðurn- ar brutust út aftur. Skullu yfir eins og fljóðbvlgja og drekktu náðarsamlegast orðum hennar f almennum hávaða og skvaldri. Hún sökk dýpra niður f stól- inn og lét orðin skella á sjálfri sér. Hún hafði vitað það fyrir- fram að þetta yrði misheppnað kvöld. Ókunnugt fólk var henni plága. Sérstaklega þegar hún vissi að rítvélin beið og öll þessi óskrifuðu blöð ... en hún hafði ekki getað fundið hald- bæra afsökun þegar þessi Dorrit Hendberg stóð skyndi- lega í dyrunum með ungu stúlkunni. — Já, en þér verðið að koma... — Ég hef ekki tfma til þess. — Þér þurfið hvort sem er að borða og þetta er bara ósköp fáhrotin samkoma ... fyrir ná- granna okkar. Ungt fólk eins og yður... — Já, en ég ... — Nei, þér megið ekki segja nei. Við yrðum fyrir svo mikl- um vonbrigðum. — Og ég hef engin veizluföt með mér. — Þetta er afar óformlegt. Komið bara f þvf sem þér hafið. Og hún hafi komið í því sem hún hafði. Svartri rúllukraga- peysu og svörtu pilsi. Það hafði auðvitað verið mis- lukkað Ifka. Þegar hún var að klæða sig úr kápunni frammi f forstofunni hafði hún vitað að nú hafði henni rétt einu sinni orðíð á f messunni... eins og hafði ver- ið allan tfmann sfðan. Hátfð án þess að nokkuð væri til að halda upp á. Hún hafði satt að segja haldið að þetta væri til heiðurs ungu stúlkunni Susie, en enginn hafði sagt neitt. Þegar þau komu var borinn fram kampavfnskokteill. Það áttí ekki að skorta neitt á glæsi- leikann. Carl Hendberg bauð þau hlý- lega velkomin, efns og þau væru langþráðir og kærkomnir vinir sem hann hefði langað til

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.