Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977. 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI Þess var minnst með miklum hljómleikum i Þjóðleikhúsinu þar sem listamanninum var þakkað hjartanlega af áheyrendum. Magnús Jónsson prófessor skrifar um Stefán árið 1937: „Eins og flestir ágætastu söng- menn allra landa er Stefán Guð- mundsson fjársjóður, sem fannst allt í einu og óvænt. Menn heyrðu rödd hans klingja, þennan háa, blærika og ótrúlega þjála tenór og fundu, að hér var eitthað alveg óvenjulegt á ferð." Islenzka þjóðin stendur i ómet- anlegri þakkarskuld við Rikarð Thors fyrir að kosta Stefán til náms á Italiu. Guðmundur Jónsson söngvari segir þetta um Stefán: „Vafalaust hefur heimstyrjóldin slðari valdið því, að Stefán Islandi gerói ekki tilrain til að leggja undir sig stærri og frægari óperusvið — kannski ásamt með skagfirska trygglyndinu. Alltaf var hann þó reiðubúinn að auka sér erfiði, ef hann með því gat orðið löndum sinum að liði. Karlakór Reykja- víkur naut þess í erfiðum lang- ferðum; að eigin raun þekki ég hjálpsemi hans og hollráð til handa ungum söngvurum og óreyndum, ómetanlegur styrkur var hann við fyrstu óperueýning- ar með íslenzkum söngvurum I Þjóðleikhúsinu, þegar óperan „Rigoletto" eftir Verdi var sett á svið vorið 1951, og aftur 6 árum síðar þegar hann hélt uppá fimmtugsafmæli sitt í Þjóðleik- húsinu i hlutverki Cavaradossi i óperunni „Tosca" eftir Fuceini". Undirritaður átti þvi láni að fagna að heyra Stefán syngja á mörgum óperum i Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Þar voru ógleymanleg augnablik, að heyra þennan stórkostlega, tæra tenór syngja. Þegar hann hafði sungið aðal aríurnar í við- komandi óperum, stóðu áheyrend- ur upp og klóppuðu og fögnuðu honum. Alíka voru móttökurnar á tónleikum, sem Stefán hélt — þvi miður allt of sjaldan, — i Kaup- mannahöfn og víðar. Fyrir nokkrum dögum ætlaði ég að kaupa hljómplötur Stefáns svo að ég gæti notið hans. Vonbrigði mín urðu mikil, þar sem aðeins 2 hljómplötur hans voru fáanlegar hér á landi. Önnur hljómplatan er gefin út af Skagfirðingafélaginu í Reykjavík og á það þakkir skilið fyrir framtakið. Hin hljómplatan er 45 snúninga, gefin út af E.M.I. í Englandi. Á þessum 2 hljómplöt- um eru óll lögin íslenzk og mörg þeirra perlur- okkar tónlistar, t.d. Svanasóngur á heiði eftir Sig- valda Kaldalóns við kvæði Stein- grims Thorsteinssonar og Bikar- inn eftir Eyþór Stefánsson við hlið einstaka kvæði Jóhanns Sigurjónssonar. Söngurinn áþess- um hljómplötum er á heimsmæli- kvarða. En það er ekki aðeins söngurinn sem er með glæsibrag hjá Stefáni. Textameðferðin er svo góð að erfitt er að ímynda sér að hægt sé að njóta kvæðanna betur en i meðferð hans. Ótrúlegt *er ef ekki eru til fleiri plötur með þessum ástsæla listamanni. Ef svo er þá þarf þar úr að bæta. Rikisút- varpið á fleiri en eina upptöku á söng Stefáns. Er ekki mögulegt að gefa þær út á hljómplötum? Það væri ómetanlegt fyrir komandi kynslóðir að fá að njóta listar Stefáns. Sigurður Haukur Eirfksson 0 Að búast við, eigavoná Að undanfórnu hefi ég oft veitt því athygli, að fólk gerir ekki réttan greinarmun á þeim hugtókum, sem að baki liggja orð- unum að búast við og eiga voná. Þannig hefur oft komið fram í fjölmiðlum, að vísindamenn eigi von á nýjum 'gosumbrotum við Kröflu, og 13. nóv. sl. heyrði ég velmetinn visindamann segja, að hann ætti von á miklum jarð- skjálfta á Suðurlandi mjög á næstunni, en allar hinar nefndu náttúruhamfarir geta boðað gíf- urlegt eignatjón og jafnvel slys og dauða manna og dýra. Er því rangt að segja, að menn eigi von á slíku, sem er bundið við óæski- lega og hörmulega atburði. Kunnur málsháttur segur: „Bústu við hinu illa, þvi að hið góða skaðar þig ekki." Allir munu finna, að fráleitt er að segja: „Vonaðu hið illa eða vonastu eftir hinu illa, þvi að hið góða skaðar þig ekki." I>essir hringdu . . . þessar þjóðir hefðu átt margvis- leg samskipti gegnum árin. Fær- eyingar hefðu unnið hérlendis sérstaklega við fiskiðnað og það væri einnig til að íslendingar ynnu i Færeyjum. Síðan sæi hún stundum umræður i blöðum þar sem talað væri fremur niðrandi um Færeyínga og sagðist hún halda að mörgum væri hálf illa við þá og væri það slæmt, því hún vissT ékki til að þeir hefðu gert neitt af sér á hlut islendinga. Benti hún á að við Norræna húsið blakti færeyski fáninn alltaf við hún ásamt fánum Norðurland- anna og bæri okkur Íslendingum eiginlega að telja Færeyinga sér Norðurlandaþjóð þó að ekki gerðu það allir. 0 Gleymum ekki Færeyingum Færeyingur, sem er búsettur hérlendis og hefur verið það í mörg ár hafði samband við Vel- vakanda og kvaðst halda fram að Islendingar gleymdu alltof oft frændsemi sinni við Færeyinga, SKAK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlega skákmótinu í Kecskemet í Ungverjalandi í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Ermenkovs, Búlgaríu, sem hafði hvítt og átti leik, og Eztevez, Kúbu: HOGNI HREKKVÍSI /%-/* Þetta er ný tegund af kattamat „kínverska upp- skriftin." 03^ SIG6A WöG* £ 1/iVERAW 'ólazsórur! 4X&lc^'Hll)SIO J/ LAUGAVEGI178. Nýkomin jólaplata með Elvis Presley á aðeins 1.250.— —•- CAMOB4 iLTir 1.250- :PM 6HRISTMAS < - , V. í}'-£ Í » O' . * 1.450- Sendum í póstkröfu. 1.450- heimilistæki sf Hafnarstræti 3 - 20455. 43. g5+! — fxg5 44. fxg5+ — Dxg5 (Eða 44. .. ,Kxg5 45. He5+) 45. Hxh7 + !! og svartur gafst upp.- Hann verður mát eftir 45. . . .Kxh7 46. Df7+. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Vogt (A-Þýzkalandi) 8 v. af 11 mögulegum. 2. Bare/.ay (Ungl.) 7Ví v. 3. Farago (Ungvl.) 4. Hazai (Ungvl.) 6K. v. 5. Ermenkov (Búlgaríu) 6 v. 6. Augustin (Tékkóslóvakíu) 5*4 v. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.