Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 79 — Sergei Framhald af bls. 49 kartöflu. Þaó var um þetta leyti sem ég kynntist honum aö marki." Frá 1949 og þar til Prokofieff lézt árió 195.3 bjó Rostropovieh hjá honum í bústað hans fyrir utan Moskvu. ,,Ég reyndi eftir megni að hjálpa honum og í staðinn lærði ég ógrynnin öll um tónlist. Það var alvöru skóli," segir Slava. Raunar má telja vist að þetta hafi verið sá bezti „skóii" sem völ var á í Sovétríkjunum um þessar mundir, því að eftir miðstjórnarályktunina 1948 var enginn kennari við tónlistarháskólann í Moskvu, sem var fær um að kenna Rostropovich nokkurn skapaðan hlut. Prokofieff var vægast sagt litríkur persónuleiki, og í fyrstu var ungi maðurinn undrandi á þvi hvernig kímnigáfa tónskáldsins setti mark sitt á hverja.ein- ustu tónsmíð hans. ,,Það kom fyrir að hann lét sér ekki nægja að hafa áhuga á hljóðunum, sem komu út úr hljóðfærinu, heldur vildi hann líka skipta sér af því hvernig hljóðfæraleikarinn tók sig út meðan hann var að leika tónverkið. í selló-konsertinum er kafli þar sem trompetinn endurömar mjög veikt, og þegar ég spurði hann hvort hægt væri að ætlast til þess að trompetinn gæfi frá sér svo veikt hljóð, bókstaflega bráðnaði hann af sælu, og skríkti af kæti: „Voðalegur einfaldningur ertu. Það er svo erfitt að koma þessu til skila að trompetleikarinn situr þarna sótrauður í framan og augun i þann veginn að springa út úr tóttunum"." Tónlistin var ekki eina hugðarefni Prokofieffs. Hann var mikill fagurkeri og hafði til dæmis mikla ánægju af ýmisskonar ilmefnum. Hann hafði líka gaman af áberandi og fáránlegum fatnaði, og klæddist alls konar skrautlegum jökkum og sloppum. ,,I fyrsta skipti sem ég kom heim til hans með sellóið mitt var hann í bleikrauðri skykkju með gulum bryddingum, með hvítan vefjarhött. Ég var svo furðu lostinn við þessa sjón að ég ætlaði varla að komast út úr bílnum", segir Rostropovich. Þeir tóku sér venjulega kvöldgöngu. ,,Það sem honum þótti skemmtilegast var að kveikja á gótu- luktunum Þetta voru rafmagnsluktir en enginn hafði rænu á að kveikja á þeim á réttum tíma, nema Prokofieff. Að morgni fór hann í annan leiðangur til að slökkva á luktunum". Þessar gönguferðir voru kjörið tækifæri til um- ræðna og Rostropovich segir að þarna hafi hann meðtekið mest af sinni raunverulegu tónlistar- menntun. Prokofieff hafði hina mestu ánægju af aö ræða um tónlist sína, en átti hins vegar bágt með að hlusta á umræður um tónlist Shostakovich. „Ég barsvo mikla virðingu fyrir Prokofieff og Shostakovich að þegar ég var með þeim fannst mér alltaf eins og ég væri ekki vaxinn upp úr fermingar- buxunum", segir Rostropovich, um leið og hann segir að af þessum þremur tónskáldum hafi Britten verió sá eini, sem sér finnist hafa verið eins og jaf ningi. Beninka Framhald af bls. 49 og hrifinn skólastrákur og hvað eftir annað hefði hann hnippt í sig og lýst yfir ánægju sinni með verkið og flutninginn. Eftir tóhleikana J<ynnti Shostakovich þá Britten og Rostropovich, og hinn síðarnefndi spurði hvort tónskáldið væri ekki fáanlegt til að skrifa eitthvað fyrir sig. „Ég kem til þín i gistihúsið í fyrramálið og þá skulum við ræða það", sagði Britten. Rostropovich varð miður sín. Hann bjo í ömurlegu og hræódýru gistihúsi í Kensington. sem Britten kannaðist ekki einu sinni við að hafa heyrt nefnt. Britten og Shostakovich fundu þti þetta gistihús næsta morgun og þar var tekin ákvörðun um að samin yrði sónata fyrir selló og píanó. Þegar fram liðu stundir sejidi Britten Rostropovich handritið til Rússlands um leið og hann fór fram á að þeir lékju hana saman i Aldeburgh. Um þessar mund- ir var Rostropovich í náðinni hjá sovézkum stjórnvöld- um og var á stöðugum tónleikaferðum erlendis. Sovézka tónleikastofnunin veitti Rostropovich leyfi til að hafa viókomu í Bretlandi á leið sinni til Suður- Ameríku til að leika sónötuna með Britten, en hann var eins og kunnugt er frábær píanóleikari. Þeir ákváðu að hittast heima hjá Britten í St. John's Wood. Báðir voru á nálum. Þeir þekktust aðeins lítillega og þar viðbættist að fæðing nýrra verka olli Britten ævinlega miklu hugarangri. „Ben sagði: „Jæja, Slava, heldurðu að við höfum tíma til að fá okkur einn lítinn fyrst? Eg hélt það nú svo að við fengum okkur báðir vænan viskí-slurk. Svo sagði Ben: „Kannski við ættum að fá okkur meira". Ekki hafði ég á móti því. Eftir fjóra eða fimm velúti- látna viskisjússa settumst við loks niður og fórum i gegnum sónötuna. Við spiluðum eins og svín, en við vorum alsælir". . Sónótuna léku þeir svo saman i Hátíðarsalnum í Aldeburgh 1961 og þar féll Rostropovich fyrir Alde- burgh-hátíðinni. Frá Lwndúnum kom hann siðla kvóids i þetta litla sjávarþorp í Suffolk. Enginn var til að taka á móti honum og enginn vissi hver hann var þegar hann hélt innreið sina í gamla hrörlega gisti- húsið sem áui að vera dvalarstaður hans meðan á Aldeburgh-hátiðinni stæði. Næsta morgun fór Rostropovich í gönguferð í grýttri fjórunni. Þá gaf sig að tal við hann maður, sem hann kannaðist ekkert við: „Vel á minnzt Rostropovich, ég er með peninga handa yður". Hann dró seðlabúnt upp úr pússi sínu og fékk Rostropovich sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Síðar kom í ljós að þarna var á ferð framkvæmdastjóri tónlistar- hátíðarinnar. Eftir andlát Brittens I fyrra féllzt Rostropovich á að standa fyrir Aldeburgh-hátíðinni ásamt Peter Pears, söngvaranum, sem var lífsförunautur Brittens. „Ég skal starfa, Peterchik, ég skal starfa", sagði Rostro- povich þegar hann féllzt á að taka þetta verkefni á hendur. „Eg elska Aldeburgh". Arið 1965 fóru þeir Britten og Pears til Soyét- rikjanna, og dvöldust þá mánaðartíma hjá Rostropovich og konu hans, sópransöngkonunni Galínu Vishnevskaju, að heimili þeirra í Armeníu. Þetta voru dýrlegir dagar — sannkallaðir dagar víns og rósa. Peter Pears hélt dagbók og þar segir meðal annars: „Við hoppuðum og veltumst, runnum og kröfsuðum okkur upp og niður brekkurnar i rennvotum skógin- um, um mýrlendi, stórgrýti og leirleðjuna — óll í skínandi skapi og skellihlæjandi. Ben var i vonlausum sandóium með leðursólum, Galína á inniskónum, ég í strigaskóm og Slava í dýrindis drifhvítum ítóiskum skinnskóm. Það var ekki fyrr en við komum heim eftir þrjá tíma að við gerðum okkur ljóst hversu mikið vodka við hófðum innbyrt. I dag er dagur hefndar- innar. Slava með hita og helauma fætur, nef frúar- innar hefur tekið á sig dumrauðan lit, Ben með blöðrusár á einni tánni, sem hefur verið vafin í umbúðir . . . dýrlegur dagur!" Þetta sama ár voru Rostropovich-hjónin í Aldeburgh um jólin. Þar komust þou • kynni við ýmsar þjóðlegar lystisemdir — meðal annars vinsælt spil sem iðkað er á brezkum heimilum, og i því varð Slava brátt leikn- astur allra. Að ári fóru Britten og Pears til Moskvu og fögnuðu þar nýju ári með ofáti, stórdrykkju, tónlistar- iðkun og bollaleggingum um tónleikahald. Aður en skálað var fyrir nýja árinu i kampavini i Ibúð Shostakovich við óminn af sovézka þjóðsöngnum horfði samkundan á „gullæði" Chaplins af eldgamalli og gatslitinni filmu. Síðasta heimsókn Brittens til Sovétríkjanna, árið 1971, var allt annað en ánægjuleg. Solzhenitsyn-málið var hafið og þrátt fyrir sósialiskar skoðanir Brittens fékk framgangur þess mjög á hann. Einnig varð framkoma sovézkra stjórnvalda gagnvart Rostroprovich til þess að valda honum vonbrigðum og Hugarangri, og við þetta allt bættist að ljóst og leynt var nákvæmlega fylgzt með honum sjálfum við hvert fótmál. Dag nokkurn voru þeir Pears og Britten boðnir í hádegismat til Rostropovich-hjónanna ásamt Shosta- kovich. i samræðum undir borðum minntist Shostako- vich á að æfa ætti nýja kvartettinn hans heima hjá honum morguninn eftir, og væri þeim Britten og Pears velkomið að koma og hJýða á. Þetta var óform- leg æfing, sem einungis örfáir vissu um, en eins og til að sýna og sanna að umræðurnar I hádegisverðarboð- inu hefðu ekki farið framhjá réttum aðilum og hver það væri sem hefði tög! og hagldir, sendi sovézka menntamálaráðuneytið í'ulltrúa sinn í brezka sendi- ráðið i býti næsta morgun. Erindið var að fylgja Britten og Pears á æfinguna. Britten fékk veður af komu stúikunnar frá menntamálaráðuneytinu áður en hún kom i sendiráðið. Hann varð æfur af reiði og flýtti sér af stað fylgdarlaus. En ljóst var að ekkert fór fram hjá arnaraugum ráðuneytisins. Þegar Rostropovich hélt { útlegð sína árið 1974 fór hann beint til Aldeburgh. Þá var Britten orðinn veikur og hafði þá nýverið gengizt undir hjartaupp- skurð. Rostropovich hitti hann í síðasta sinn 28. nóv- ember 1976. „Ben var fárveikur. Hendur hans skulfu. Hann sagði mér að hann vildi láta grafa sig i Snape. Þar er lítill kirkjugarður við litla kirkju. Svo sagði hann: „Slava, ég er með gjöf handa þér". Peter gekk að pianóinu og kom aftur með handrit. Það var upphafið að kantötu, sem Ben var að semja handa mér, og sem ég átti síðan að stjórna flutningi á í Washington. Þú skilur, Shostakovich hafði nefnilega byrjað á verki fyrir fyrstu tónleikaönn mína í Washington, en svo féll hann frá, og þá sagði Bwi: „Nú verð ég að skrifa þetta tvisvar — einu sinni fyrir sjálfan mig og svo aftur fyrir hann Dimity okkar' „Honum hafði ekki unnizt tími til að skrifa nema 14 síður af verkinu. Sex dögum eftir fund þeirra fékk Britten hægt andlát, 63 ára að aldri. Hann var grafinn í stóra nýja kirkjugarðinum í Aldeburgh, sem Peter Pears taldi fremur við hæfi en litla kirkjugarðinn í Snape. Rostroprovich gerði hlé á tónleikahaldi í París til að vera við útföriha, en brá meira að segja í þetta skipti út af þeim vana sínum að vera óstundvis. Gleraugun huldu tárin. Þeir Pears leiddust þar sem þeir gengu á eftir kistunni þegar hún var borin úr kirkju, og þegar hitt fólkið var farið frá grófinni urðu þeir eftir og stóðu þar lengi hljóóir. Þessi vinátta hafði staðið í 17 ár. Avöxturinn af henni var meðal annars Selló-sinfónia Brittens, þrjár einstæðar einleikssvitur fyrir selló, sónatan fyrir selló og píanó, og „Bergmál skáldsins", sem er tónlist við ljóð eftir Pushkin. Auk þessara verka lifa bæði minn- ingar um vinafundi og opinbera tónleika, sem margir hverjir urðu nokkurskonar þjóðsögur. — Dimity Framhald af bls. 49 eigin tónlist. „Ef ég spurði hann: A þetta aö vera hægara, sterkara, veikara eða hraðara, þá svaraði hann aðeins með annarri spurningu: Hvað finnst þéf, Slava? Það var ekki af því að hann hefði áhuga á að vita hvað mér fyndist heldur af þvi að hann vildi komast hjá að svara spurningunni. Eg sagði kannski að ég vildi hafa þetta sterkara og þá sagði hann. Já, hafðu það endilega sterkara. Svo sagði ég kannski svolítið seinna: Fyrirgefðu Dimity, ég held ég vilji hafa það langtum veikara. Þá sagði Shostakovich: Já. auðvitað. Þú hefur alveg rétt fyrir þér. Fín hugmynd. — langtum veikara." Stundum var Shostakovich gjörsamlega fyrirmunað að skiptast á orðum við nokkurn mann. „Hann vildi bara fá að vera nálægt einhverjum, sem honum þótti vænt um, — sitja í sama herbergi án þess að segja orð. Áður en við fluttum i sama hús (Tónskáldahúsið í Moskvu) átti hann heima langt í burtu frá mér. Hahn hringdi þá stundum og sagði: „Komdu i hvelli, flýttu þér". Svo þegar ég kom sagði hann: „Seztu nú svo við getum þagað". Svo sat ég í svona hálftlma án þess að segja aukatekið orð. Þetta var ákaflega afslappandi. Svo stóð hann á fætur og"sagði: „Þakka þér fyrir. Vertu sæll, Slava". „Það var alveg sérstök lífsreynsla að sitja svona hjá honum. Þegar ég fór fannst mér eins og ég hefði verið að laxera, — þessi slökun var eins og hreinsun. Á eftir fór í taugarnar á mér ef einhver ávarpaði mig. Ef spurningu var beint til mín hreytti ég út úr mér: „Liggur það ekki í augum uppi? Láttu ekki eins og fifl!" Báðir selló-konsertar Shostakovich eru tileinkaðir Rostropovich, en þeir eru samdir 1959 og 1966. Hvort tveggja eru þetta méiriháttar tónverk, sem vissulega áttu sinn þátt í því að gera Rostropovich að því sem hann nú er á alþjóðlegu tónleikasviði. Einnig urðu þessi verk tvímælalaust til að greiða fyrir því að sovézk yfirvöld leyfðu Rostropovich að halda tónleika erlendis í svo miklum mæli, sem raun varð á. Þegar Shostakovich lézt árið 1975 var Rostropovich kominn í útlegð og stjórnaði hljómsveit í Boston. Ekkja Shostakovich hringdi í Rostropovich klukku- stundu eftir að maður hennar gaf upp öndina. en andlátið var ekki tilkynnt opinbeiiega í Sovétríkjun- um fyrr en að þremur dögum liðnum. Rostroprovich telur ástæðuna fyrir þessum seinagangi hafa verið þá að Brezhnev flokksleiðtogi hafi verið á Krím, og að krafizt hafi verið undirskriftar hans undir opinbera tilkynningu um að tónskáldið skyldi syrgt -opinber- lega. Dánarfregnin fékk mjög á Rostroprovich enda þótt hann hefði vitað um nokkurra ára skeið að Shostako- vich væri óiæknandi. Galína og Slava fóru þegar í litla rússneska kirkju i útjaðri Boston. „Starfsemin lá að heita mátti niöri og presturinn var búinn að fá sér "vinnu í verksmiðju því að sófnuðurinn var í fjárhags- kröggum. Við spurðum hvort hægt væri að syngja vini okkar sálumessu. Presturinn kannaðist við okkur og bað okkur að hinkra í svo sem hálftíma. Þrátt fyrir að venjuleg kirkjusókn færi vart yfir tíu manns tókst honum að kalla saman sjö manna kór. Sálumessan var sungin „fyrir Dimity" þar sem lát tónskáldsins hafði ekki verið tilkynnt opinberiega. og það var ekki fyrr en Brezhnev var kominn til Moskvu að söngvararnir komust að hverjum þeir höfðu sungið sálumessu. — Fröken Margrét er komin Framhald á bls. 51 sem kemur upp eftir jól. Þar er ég i kórnum ásamt öllum öðrum leik- urum Þjóðleikhússins, sem ekki eru aöæfa i öðru. Þegar blaðamaðurinn kom dag- inn eftir sýninguna á fröken Mar- gréti, tók Herdis á móti honum með átta vikna son Tinnu á hand- leggnum, því dóttirin var einmitt úti að leika. Það leiddi talið að þvi að Herdís lék ekki síður meöan hún var með lítil börn á heimilinu. ()g þeirri spurningu hvort ekki væri erfitt að samræma þetta tvennt. — Jú, oft var það erfitt, svaraði Herdís. Sýningin verður alltaf að ganga fyrir, á hverju sem gengur heima. Þetta er auðvitaö erfiðast meðan börnin eru lítil. Ég tala nú ekki um ef þau verða lasin. Eða ef maður er sjálfur veikur. En þá er það fyrst og fremst tæknin, sem hjálpar manni að komast í gegn- um sýninguna. Þegar við förum að velja mynd- irnar, sem hér birtast á síðunni. og spyrja Herdísi út um setningar úr hinum löngu ræðum hennar. sem víð eiga. er ekki komið að tómum kofanum. Herdís er fljót að átta sig hvaö við er átt og þylur upp kafla hér og þar- lætur ekkert rugla sig, þó þeir séu ekki í samhengi. Og þó hún hafi sagt okkur fyrr. aö mannsheilinn sé engin vél og því geti komið fyrir leikara að gleyma. þá er sýnilega lítil hætta á þvi þarna. E.Pá. Harðfiskur Tii sölu úrvals vestfirzkur harðfiskur og bitafisk- ur. Pakkaður í 100 gr. pakkningar. Umboðsað- ili á Stór-Reykjavíkursvæði 0 Johnson og Kaaber. Á Norðurlandi Eyfjörð s.f. Akureyri. Vonin h.f.. Súgandafirði. JÖLAMARKAÐURINIM i Blómaskálanum og Laugavegi 63 Alls konar blómaskreytingar, krossar og krans- ar, jólagreni. Mikið úrval af alls konar jólaskreytingarefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.