Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 - Nokkur hundruð milljónakr. tjón Framhald af bls. 32. átti í viðlegukant, af stað, og voru menn að tlna það upp úti um allar f jörur í gær. Það er mál manna að flóðin í Grindavík, Stokkseyri, og Eyrar- bakka séu þau mestu siðan 1925, en eftir flóðin þá voru sjóvarnar- garðarnir, sem ná frá vestanverðu Eyrarbakkaþorpi austur að Baugsstöðum, sem er nokkuð austan við Stokkseyri, reistir. 1 særótinu nú eyðilögðust þessir garðar að mestu og sums staðar þurrkuðust þeir hreinlega út. I Grindavík hafnaði báturinn Erlingur upp á Kvíabryggju, en þegar verst lét í Grindavík var flóðhæðin 2'A metri. Stór olíu- tankur skemmdist nokkuð, sjór flæddi inn í fiskvinnsluhús Hóps- ness og Þorbjarnar og barst mikið af þangi og alls kyns drasli inn. Tr.illur sem stóðu á mararbakkan- um skemmdust, og enn fremur skemmdist sjóvarnargarðurinn, er sjór gekk yfir hann. Frá Höfn í Hornafirði bárust þær fréttir, að sjór hefði flætt upp að ráðhúsinu. Þá gekk sjór stöðugt yfir svokallaða Suður- fjöru og síðdegis í gær voru menn hræddir um að annar ós kynni að opnast, skammt frá hinum eigin- lega Hornarfjarðarósi. Ef það gerðist er hætt við að gamli ósinn verði það grunnur, að erfitt verði að sigla um hann. Þá var sjór búinn að grafa mikið undan Suðurfjöruvita og vitinn jafnvel talinn I hættu. Tveir Eskifjarðarbátar, sem voru á leið i land eftir róður, áttu í erfiðleikum og varð annar þeirra fyrir áfalli. Fréttaritari Mbl. í Vík í Mýrdal simaði í gær, að veðrið i gærmorg- un væri eitt hið versta sem þar hefði gengið yfir langa lengi. I Vestmannaeyjum náði veðurhæð- in hámarki kl. 10.12 i gærmorgun, — Nær breyt- ingatillagan Framhald af bls. 2 væri að ræða tilfelli þar sem skattyfirvöld á íslandi rannsök- uðu hluti innan hinna Norður- landanna, þá væru mjög ströng ákvæði um það í samningnum að þau skyldu fara meó það sem algjöran trúnað og á engan hátt upplýsa neinn annan aðila. Þessu yrði þyí ekki breytt nema með breytingu á framangreindum samningi. Hins vegar væri um að ræða þær upplýsingar sem bærust hingað til landsins samkvæmt samningi óumbeðið, líkt og í því tilfelli sem skattrannsóknastjóri hefur nú til meðferðar. 1 því sam- bandi hefði Seðlabankinn farið þess á leit við fjármálaráðuneytið að hann fengi aðgang að þessum upplýsingum. Við athugun hefði komið í ljós að menn teldu það ekki vera heimilt samkvæmt gild- andi lögum hér að slík gögn berist á milli þessara opinberu aðila, enda þótt norræni samningurinn sjálfur komi ekki í veg fyrir það. Þess vegna væri breytingatillag- an komin fram. Halldór var þá að því spurður, hvort hann teldi að ef breytinga- tillagan næði fram að ganga hefði það í för með sér að gjaldeyris- eftirlitið fengi aðgang að þeim gögnum sem skattrannsóknastjóri hefði þegar fengið send um inn- stæður Islendinga í dönskum bönkum. Halldór sagði, að þarna væri að vísu um lagalega túlkun að ræóa en hann kvaðst sjálfur álíta aó svo væri. en þá mældist vihdhraðinn 117 hnútar, sem er mesta veðurhæð, sem mælzt hefur á Stórhöfða frá því að síritandi mælingar voru teknar þar upp árið 1968. Tjón á mannvirkjum í Eyjum varð ekki teljandi í veórinu 1 gær, en samanbundin járnplötubúnt rifnuðu upp og ein platan hafnaði að lokum á bíl og skemmdi hann nokkuð. Þá var mjög mikið sjó- drif yfir nýju vesturbyggðina, og flúði fólk úr tveimur svokölluðu gámahúsa, sem flutt voru til Eyja eftir að gosi lauk þar. Harður árekstur á Kársnesbraut ALLHARÐUR árekstur varð milli tveggja fólksbíla á Kársnesbraut á móts við brúna á Hafnarfjarðar- vegi. Litil meiðsl urðu á fólki, þó var ein stúlka flutt á slysadeild til frekari athugunar. Báðar bifreið- arnar eru stórskemmdar eftir áreksturinn. Dollarinn enn á niðurleið Frankfurt, Ziirtch, Tokyo. 14. des. AP. Reuter. BANDARlSKI dollarinn féll enn í verði á gjaldeyrismörk- uðum í dag. Dollarinn féll í 2.1227 þýzk mörk og hefur aldrei áður verið í jafnlágu verði gagnvart markinu. Mældur í svissneskum frönk- um var dollarinn jafnvirði 2.0670 franka sem líka er ein- stætt. Miðað við japönsk yen var gegní dollarans 240.275 yen. Þjóðbankinn í Japan hef- ur stutt við bakið á dollarnum að undanförnu og hindrað að hann félli niður fyrir 240 yen, en talið er að bankinn verði að láta undan markaðsöflunum fljótlega og sætta sig við að dollarinn falli niður fyrir þetta mark. Japanir hafa ákveðið aó fella einhliða niður eða minnka tolla á mörgum vörum sem þeir flytja inn í því skyni að draga úr greiðsluafgangi landsins með auknum inn- flutningi. Tollar á bílum, sem nú eru 6.4%, verða felldir alv- eg niður. — Sólborg Framhald af bls. 2 aðeins smáskrámur og er það mesta mildi. Við vorum að koma af úti- legu af linu og höfðum tekið tvær lagnir, 6—7 tonn í hvorri lögn. Það komst sem betur fer enginn sjór í lestar. Þá urðu nokkrar skemmdir á þaki stýr- ishússins, m.a. lagðist stór kastari þar alveg saman og eitthvað fleira eyðilagðist. Þá má geta þess að þetta er með allra verstu veðrum, sem ég hef lent í, sagði Hermann að lokum. — Steinþór Gestsson... Framhald af bls. 5. að slá fastri tekjuhlið fjárlaganna og flytja við 2. umr. breytingartil lögur i samræmi við það. Einkum á þetta við þau ár, sem nýir kjara- samningar eru gerðir." Við þessa sömu umræðu sagði Geir Gunnarsson eftirfarandi, varð- andi málaflokka, er biðu 3ju um- ræðu: „Af ákvörðunum um fjár- veitingar, sem bíða 3ju umræðu, má nefna útgjöld vegna launa hækkana 1. desember sl, hækkanir sem tilkynntar hafa ver- ið á lífeyrisbótum, og væntanlegar breytingar daggjalda sjúkrahúsa og þar með útgjalda sjúkratrygg- inga. Auk þess má nefna ýmis önnur mál, sem óafgreidd eru hjá nefndinni ..." Steinþór sagði að þessi umræða hefði farið fram 12 desember 1973, deginum fyrr í mánuðinum en.sama umræða nú, og tilvitnuð ummæli sýndu, hve afsakanir minni- hluta fjárveitinganefndar væru hald- litlar, er þeir hlypust undan þeirri kvöð að tjá sig um fjárlög í nefndar- áliti „Niðurstaða mín er', sagði Steinþór, „að engin rök hafi verið fyrir þeirri einstæðu ráðabreytni hv minnihluta fjárveitinganefndar, að skila ekki nefndaráliti Þar er brotin hefð og algerleqa að ástæðulausu '' — Frumvarp um skyldusparnað Framhald af bls. 32. þeirra reiknast 10% af skatt- gjaldstekjum umfram 1860 þúsund krónur og fyrir hvert barn á framfæri hækkar markið um 93 þúsund kr. Reglan er sett til að fólk geti ekki komizt hjá skylðusparnaði með sérsköttun. Samkvæmt frumvarpinu skal skyldusparnaður lagður inn á sér- stakan reikning hjá rikissjóði á nafni þess er sparar, og skal hið sparaða fé bundið vaxtalaust á reikningum til 1. febrúar 1984 en með verðtryggingu. Standi inn- eign á reikningi fram yfir 1. febrúar 1984 greiðir ríkissjóður af innstæðum ársvexti jafnháa og greiddir eru á almennum spari- sjóðsbókum á hverjum tíma. Hafi innstæður ekki verið teknar út í síðasta lagi 31. janúar 1994 falla þær til ríkissjóðs finnist ekki að þeim réitur eigandi. 1 2. gr. segir að þann 30. janúar 1984 greiði ríkissjóður verðbætur á höfuðstól í hlutfalli við þá hækkun sem kann að verða á vísitölu fram- færslukostnaðar frá 1. jan. 1979 til 1. janúar 1984. Gert er ráð fyrir i frumvarpinu að skyldusparnaðurinn auki ráðstöfunarfé ríkissjóðs um nær- fellt einn milljarð. I athugasemd- um við frumvarpið kemur fram, að á árunum 1975 og 76 hafi verið lagður skyldusparnaður á alla tekjuskattsskylda menn 66 ára og yngri og hann numið 5% af skatt- gjaldstekjum umfram ákveðnar fjárhæðir, mismunandi eftir fjöl- skyldustærð. Hafi álagður skyldu- sparnaður fyrra árið numið tæp- lega 260 millj. króna hjá alls 11500 tekjuskattsgreiðendum en síðara árið 354 millj. kr. hjá alls 12500 greiðendum. Á þessum ár- um hafi þannig tæplega fjórðung- ur tekjuskattsgreiðenda 66 ára og yngri greitt skyldusparnað. Varðandi flugvallagjaldið þá er samkvæmt frumvarpinu lagt til að það verði hækkað 1 3000 krónur í stað 1500 kr. áður fyrir hvern farþega er ferðist frá Is- landi til annarra landa en kr. 1500 fyrir farþega á aldrinum 2ja til 12 ára í stað 750 kr. áður, en flug- vallargjald var fyrst sett í lög á árinu 1976. Flugvallagjald sem greitt er fyrir innanlandsflug verður hins vegar óbreytt og sömuleiðis gjöld fyrir farþega til Gærnlands og Færeyja. Flugvalla- gjald er að stofni til frá árinu 1975 og nam þá 2500 krónum fyrir hvern farþega í millilandaflugi. Gert er ráð fyrir að hækkun þessa gjalds auki tekjur ríkissjóðs um 300 millj. króna. Loks felur frumvarpið í sér aó leyfisgjald á ýmsum duldum greiðslum hækkar og einnig leyf- isgjald af ferðagjaldeyri innan viss ramma. Er tekjuauki vegna þess áætlaður í frumvarpinu um 200 millj. króna. Leyfisgjöld af innflutnings- og/eða gjaldeyris- leyfum hafa almennt verið 'A% af brennsluolíum 0,1% og af ferða- gjaldeyri 1%, en samkvæmt 7. grein frumvarpsins er ríkisstjórn- inni heimilt að ákveóa að á árinu 1978 megi leyfisgjaldið nema allt að 2% af fjárhæð þeirri sem leyfi kveður á um. Allur innflutningur á svonefnd- um frílista hefur verið undanþeg- inn leyfisgjaldi og það eru því aðeins fáeinir vöruflokkar sem leyfi þarf til. í frumvarpinu segir, að ríkis- stjórnin ákveði hvernig gjaldi þessu skuli varið og i athijga- semdum með viðkomandi grein frumvarpsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að ríkisstjórnin geti ákveðið ráðstöfun andvirðis gjaldsins, enda verði það umfram þær þarfir sem taldar séu i núgildandi ákvæðum. Samkvæmt þeim ákvæðum skiptist andvirði gjaldsins þannig samkvæmt ákvörðun rikisstjórnarinnar að bankarnir halda helmingi gjalds- ins til þess að standa undir kostn- aði við gjaldeyrisdeild bankanna en afgangurinn hefur runnið til rikissjóðs til að standa undir verð- lagseftirliti. — Sverrir Haraldsson Framhald af bls. 2 um og eftir 1950, en hefur siðan farið eigin leiðir og horfið að hlutlægri myndlist á mjög svo persónulegan hátt. Utgáfan þakkar öllum þeim, sem leitað var samstarfs við og eiga þátt í tilurð þessarar bókar. Matthias Johannessen skáld hefur skráð textann um Sverri og lætur hann segja frá, én þekktar eru bækur Matthíasar um íslenzka listamenn. Utlit bókarinnar önnuðust Sigþór Jakobsson og Torfi Jónsson. Þýðendum bók- arinnar, May og Hallberg Hall- mundssyni, þakkar útgáfan þeirra ágæta verk og síðast en ekki sízt listamanninum sjálf- um, sem valdi myndirnar og tók þátt i samstarfinu í heild.“ Bókin um Sverri Haraldsson er 160 blaðsíður. Ljósmyndir af listaverkunum tók Leifur Þor- steinsson og Imynd. Myndamót h.f. annaðist litgreiningu og myndatöku, Prentstofa G. Benediktssonar setti texta, en prentun fór fram hjá Litbrá h.f. og Odda h.f. Bókin var bundin yja- Félagsbókbandinu. Aftast í bókinni er skrá yfir sýningar Sverris Haraldssonar og myndverkaskrá. — Leber fari frá Framhald af bls. 1 flæmingi og ekki svarað öllum þeim spurningum sem fram komu. Stjórnarflokkarnir í land- inu hafa nú fallizt á þá kröfu stjórnarandstöðunnar að nefndin hefji þegar í stað allsherjarrann- sókn á máli þessu. — Kairófundur Framhald af bls. 1 komulagsátt fyrr en að lokinni heimsókn Begins, forsætisráð- herra ísraels, til Bandaríkjanna, en þangað hélt hann í skyndi- heimsókn í dag til vióræðna við Carter forseta. Er búizt vió að hann hafi i fórum sínum ítarlegar áætlanir ísraelsmanna um frið í Miðausturlöndum og að hann muni tilkynna tillögur sínar opin- berlega aó loknum viðræðunum við Carter á föstudag. Við komuna til Bandarikjanna I kvöid sagði Begin, aó hann hefði mjög brýnt erindi við Carter, en Bandaríkjaforseti væri sá maður sem mestan heiður ætti af þvi hve mjög hefði miðað í átt til friðar að undanförnu. Cyrus Vance utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna mun taka þátt í viðræðum Carters og Begins, en hann er nú í Saudi- Arabíu þar sem hann hefur átt viðræður við ráðamenn. I fréttum frá Riyadh í Saudi- Arabíu sagði að Vance hefði i viðræðum sinum þar fengið full- an stuðning þess ríkis víð alls- herjarfriðarsamkomulag og væru framámenn þar mjög áfram um að beita áhrifum sinum til að koma á samkomulagi. Saudi- Arabía hefði þó ekki viljað lýsa yfir beinum stuðningi við friðar- umleitanir Sadats vegna þess að ríkið hefði viljað reyna að miðla málum i Arabaheiminum. 1 París lét Giscard d’Estaing Frakklandsforseti uppi þá skoðun í sjónvarpsviðtali að mjög alvar- legt ástand kynni að skapast i Miðausturlöndum ef friðarvið- ræðurnar nú færu út um þúfur. Hann lýsti sig fylgjandi allsherj- arsamkomulagi og bauð fram að- stoð Frakka, ef einhver gæti orð- ið, í því skyni. Sagði hann að hann hefði áhuga á að ræða við Begin um á hvern hátt hagað yrði al- þjóðlegum tryggingum fyrir friði og sagði að Begin væri velkominn til Frakklands til viðræðna. — Brezka þingið Framhald af bls. 1 sæti fyrir framkvæmdanefnd EBE, lýsti yfir vonbrigðum sínum með afdrif frumvarpsins i brezka þinginu og sama er að segja um ýmsa þingmenn sem sitja á núver-1 andi þingi EBE en þeir eru ekki kosnir beinni kosningu heldur til- nefndir af þjóðþingum sinum. Frumvörp um beina kosningu til hins nýja Evrópuþings hafa þegar verið samþykkt í Frakk- landi, Danmörku og Luxemborg og líklegt er talið að þau verði samþykkt í löggjafarsamkomum hinna aðildarríkjanna á næst- unni. — Menten Framhald af bls. 14. Podgorotdtsy. Hefur hann nú set- ið í fangelsi frá 22. desember í fyrra er hann var framseldur frá Sviss, en þangað flúði hann skömmu áður en útgefin var í Hollandi tilskipun um handtöku hans. Dómurinn yfir Menten er önn- ur fangelsisvist sem hann hlýtur vegna striðsþátttöku. Var hann dæmdur til 8 mánaða fangelsis- vistar 1949 fyrir samvinnu við nazista. Var hann þá sýknaður af ásökunum um þátttöku í verkum stormsveitanna. Ásakanirnar á hendur Menten nú eru afleiðing uppljóstrana í hollenzkum blöðum, en þessar uppljóstranir og framkomnar nýj- ar upplýsingar leiddu til nýrrar rannsóknar á fortið Mentens. Pieter Menten neitaði sakar- giftum í vörn sinni, sagði að leyni- þjónusta Sovétríkjanna, KGB, hefði falsað sönnunargögn gegn sér. Sagðist hann hafa verið víðs fjarri umræddan dag. — Minning Jónína Framhald af bls. 26 Eigi varð þeim hjónum, Jóninu og síra Benjamín, barna auðið. En á æskuárum eignaðist Jónína son, Björn Ingvarsson, núverandi yfir- borgardómara, búsettan í Hafnar- firði. Ölst hann upp hjá þeim hjónum og varð báðum kær. Reyndist hann og þeim hjónum mikil hjálparhella síðustu árin, þegar kraftar beggja voru farnir að daprast og dvína. Þá ólu þau hjón, Jónína og sira Benjamín, upp frá bernsku Þóru Kristins- dóttur Stefánssonar, frikirkju- prests og áfengisvarnarráðunauts í Reykjavik. Voru ávallt miklir kærleikar með þeim hjónum og Þóru, svo og með þeim og manni hennar, Jósef Þorgeirssyni, for- stjóra á Akranesi. Attu þau hjón- in, Jónína og síra Benjamin, margar ánægjulegar stundir á heimili Þóru þar efra, svo og ör- uggt skjól, þegar að steðjuðu áföll og raunir. Vorið 1968 fluttust þau Jónina og sira Benjamin alfarið til Reykjavíkur. Höfðu þau þá innt af hendi 40 ára prestþjónus.tu vestra og í Grundarþingum. Með þvi að kaupa íbúð í Glaðheimum 18 urðu þau nágrannar okkar góðu heilli. Þar eignuðust þau yndislegt heimili, sem gott var að sækja heim og dvelja á. Nutu þess og margir, þvi að ég hygg að þau hjón hafa verið ánægðust, þegar þau höfðu sem flesta gesti að ann- ast um og ræða við. Qg hjá frú Jónínu virtist allt ganga eins og af sjálfu sér, hversu mikil sem um- svifin og verkefnin voru. A þessum siðasta áratug urðu meö fjölskyldum okkar síra Benjamins þau vináttutengsl, sem eigi munu slitna eða fyrnast. Það er því með ríkri ástúð, virðingu og þökk, sem ég og fjölskylda min kveðjum frú Jónínu, og fylgjum henni í anda siðasta spölinn héð- an. Eftirlifandi eiginmanni, syni, fósturdóttur, systkinum fjórum, svo og öðrum venzlamönnum, vottum við innilega samúð við frá- fall hennar. Guð blessi okkur öll- um minningarnar ym gengna, göf- uga systur og för hennar héðan til hærri heima. Jón Skagan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.