Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 Ný bók eftir Desmond Bagley DESMOND ■DAGIEY Óvinurinn heitir nýjasta skáldsaga DesmondBagleys. í þessari nýju sögu tekst Desmond Bagley svo vel að vefa saman vísindalegar staðreyndir og spennandi söguþráð, að hún stendur jafnvel framar því sem hann hefur best gert áður. Allir hinir mörgu aðdáendur Desmond Bagleys munu örugglega taka þessari nýju skáldsögu hans tveim höndum. Einn áflótta eftir Charles Williams er önnur bókin sem Suðrigefur út eftir þennan vinscela höfund, en ífyrra kom út Eldraun á úthafinu og hlaut hún miklar vinsceldir, enda senn á þrotum hjá forlaginu. Einn áflótta erbók, sem allir karlmenn hafa áncegju af. Hún er cevintýraleg og þrungin spennu fráfyrstu til síðustu síðu, og munufáirgeta lagt hana frá sér, fyrr en að lestri loknum. ÖVINURINN og EINN Á FLÖTTA eru jólabækurnar i ár. SUÐRI ónýta mjaðmarliði á efri árum (upphaf lemstrunar talið slys i póstferð 1949, sliteyðing á brák- uðu síðan) lentum við fyrir hálfum áratug saman í stétt sem starfsmenn bókasafna; síðan 1972 er hann bókbindari Bæjarbóka- safnsins í Kópavogi, býr annars að Borgarholtsbraut 27. Tilraunir til viðgerða á liðum og langar þjáningar hafa ekki breytt mikið manninum né fjðlhæfni hans, og hann er sívinnandi. Harðasta élið á gæfubraut hans var óneitanlega þessi lemstrun og það að af henni leiddi að þurfa að láta til óskyldra föðurleifðina, sem hann hafði hýst vel af nýju, raflýst og aukið ca. 30 ha svæði við lúnin. Fjöldi lesenda minna ætti að vera þess minnugur hve víöa um land slík dæmi hafa gerzt. Ein- hverjir Spyrja hvort nútíminn vilji ekki láta menn hlífa sér betur við slitinu en manntegund Drangabóndans gerir. En til þess höfðu þeir varla skap, vaskir hópar ungra ræktunarbænda og húsbyggjenda, sem tóku aö sér að ummynda dreifbýli Islands á því vori 20. aldar þegar ég kaus mér heldur burtför frá þeim í önnur þegnshlutverk. Ekki er Guðmundur og ætt hans núna „komin suður" sakir veikleiks í þá átt að „iörast" vilja síns og verks. Eitt af gullkornum i söguburði séra Arna var: „Iðrun var ekki til á Snæfellsnesi, heldur stælur og þjark," svo skelfilegt sem það allt var sáluhjálpinni. og við næstu greinaskil fer ég að rifja það upp úr hvaða fólki og umhverfi sýslu sinnar Guðntundur var tilbúinn, „vondu fólki“ að ætla má. En einmitt þetta að iðrast ekki örlaga sinna né hlutverks, snúa þess vegna hugumgóöur fram á braut. mót- tækilegur við öllu góðu frá öðrum , reyndust honum sem fleirum miklar bætur böls. „Ég hef vegna þess böls og umskipta kynnzt því miklu betur en heima hvaö lífið er," bætir hann stundum við og tilgreinir margt raanna, sem hafa reynzt honum talsvert betur en ekki um dagana, svo og á nýjasta æviskeiði safns’tarfsmannsins. Hann hefur efni á því þjóðsögu- gamni í Hólmarastíl aö þó hann sé uppsprottinn úr „vonds fólks" pörtum nessins endar hann samt í borgarsiövæðingu góða fólksins. Meöal sona þeirra, sem ættfræðingurinn Ölafur Snóks- dalin eignaðist fyrir nærri tveim öldum, var Guðmundur Olafsson á Ánabrekku við Langá. Karl- leggui- frá honum hefur óslitið síðan borið nafn Ölafs og Guðmundar á víxl, héraðskunnir menn. Meó því kynni ég líka hinn eldri þeirra Drangafeðga, Olaí Guðmundsson, bátasmið, St.vkkis- hólms- og Dalapóst. Krístín Margrét móðir Ólafs var systir Steinunnar húsfreyju á Mið- hrauni í Miklaholtshreppi; þær voru dætur Jóhannesar Sigurðs- sonar frá Elliða, gæfulegt kyn tengt álfum þar í hamri. Ein af mörgum bræðrabörnum F. 15. 12. 1907. Það var 6. des. 1925 að snögg- lega skall yfir ofsarok við Húna- flóa og víðar um land. Eins og póstferðaáætlun bauð voru þá landpóstar nýlagðir af stað í 3 áttir frá skiptistöð sinni á Staö í Hrútafirði. Hér þarf ekki að rekja baráttu norðanpósta við að kom- ast að Staðarbakka um kvöldið né feigðarför stórrar póstlestar vaskra manna suður yfir Holta- vörðuheiði í ofsa, sem gerði hest- um varla stætt, jafnvel drap. Ólaf- ur Hjaltested úr Reykjavík varð úti í þeirri lestarför. Frásagnir eru í Söguþáttum landpóstanna II, 125—30, 187—91. Þegar veörið skall óvörum á var Stykkishólmspósturinn eigi lengra kominn en á eyrar inn frá Fjarðarhorns bæ við Hrúta- fjarðarbotn, aleinn 17 ára unglingur í fyrstu reynsluferð; pósturinn faðir hans forfallaður. I kófinu fór hann óvart framhjá þeim bæ, þræddi út með sjó, og telst einnar stundar reið út að Borðeyri þaðan. En undir myrkur og í þvílíku veðri voru líkurnar að finna þann bæinn eigi betri, enda þótt gát og seigla væri í hestum og manni. Þar fór Guðmundur Olafs- son, sem átti fyrir höndum að sitja Dranga á Skógarströnd, ásamt föðurnum til 1935 og síðan sem arftaki hans til 1968 að hvorutveggja, Dalapósts- embættinu og bóndahlutverkinu. Guðmundi var gætni léð og nægur hugur að sækja í veðrið, hann náði Borðeyri og beið svo hríð- tepptur unz hann og þarstaddir Dalabændur sáu að leggjandi væri á Laxárdalsheiöi, sem I þá daga var oft torsótt vegna ófærðar en mun hafa gerzt snjóléttari á hlýviörisskéiði aldarinnar. Þessi Guðnuindurinn finnst rnér í afmælisgrein hans geta verið úrklippa úr hverri bænda- kynslóð sem væri síðan um 1800. Sérhver er úrklippa og eintak úr sinni stétt. Auk þess er hann samt maöur, svo fremi að honum sé gefið að sækja í veðriö, taka um- skiplum, ef þau reynast brýn. Af þeim sökum að Guðmundur hlaut Þórey Guðnadóttir Hrefna Guðngdóttir Ingibjörg Guðnadóttir loksins er komin á markaðinn hljómplata með boðskap sem á erindi til þín Dreifing; FALKIN N Suðurlandsbraut 8, Reykjavík. Sími 84670. E1 birtir um síðir — Drangabóndaþáttur af Guðmundi Olafssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.