Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 31 IÞROTTAKABARETT I HOLLINNII KVOLD ÞAÐ er langt síðan fðlki hefur verið boðið uppá jafnfjölbreytta íþrótta- skemmtun eins og þá sem verður í Laugardalshöll- inni í kvöld. Þar verður fléttað saman gamni og al- vöru og hápunkturinn verður leikur milli lands- liðsins í handknattleik og úrvalsliðs, sem íþrótta- fréttamenn hafa valið. Það eru Samtök íþróttafrétta- manna, sem hafa skipulagt hátíðina, en samtökin áttu nvlega 20 ára afmæli. Ef- laust muna ýmsir eftir íþróttahátíð, sem sömu samtök héldu eitt sinn í gamla Hálogalands- bragganum. Þá var uppselt á svipstundu og urðu hundruð manna frá að hverfa, en þeir, sem voru svo heppnir að komast inn urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbirgðum. Forsala hefst klukkan 18 í dag. Dagskráin i kvöld er þannig, að klukkan 19.55 kemur Ómar Ragnarsson fram á gólfið og sýnir nokkrar upphitunaræfingar. Klukkan 20 hefst siðan fyrsti leikurinn og munu íþróttafrétta- menn leika gegn lyftingamönn- um. Verður leikinn handknatt- leikur í fyrri hálfleik og knatt- spyrna í þeim seinni. Iþrótta- fréttamenn hafa nokkur undan- farin ár leikið gegn dómurum og alltaf unnið og þykir þeim nú timi til kominn að spreyta sig gegn sterkari mönnum. Þessi leikur stendur í hálftima. Klukkan 20.30 hefst leikur, sem marga fýsir vafalaust að sjá, en þá Ieika Amerika og ísland í körfu- knattleik, eða nánar tiltekið þá leikur úrvalslið íslenzkra körfu- knattleiksmanna gegn Banda- ríkjamönnunum, sem þjálfa nokkur íslenzku liðin og leika með þeim. Næsta atriði, Ýmsar íþróttir, 111. deild karla í handknattleik: Markverðirnir áttu beztan leik Á LAUGARDAGINN voru leiknir tveir leikir í III. deild karla í hand knattleik í í þróttaskemmunni á Akureyri léku Dalvík og UBK, og með sigri þeirra síðarnefndu héldu þeir áfram sigurgöngu sinni. í íþróttahúsi Vestmannaeyja léku heimafélögin Týr og Þór fjörugan og jafnan leik, þar sem markverðirnir „áttu daginn", að viðstöddum áhorf- endafjölda, sem I. deildar-félög mættu stundum vera stolt af. Sú viðureign endaði með sigri Þórs. f Dalvík — UBK 28:35 Lengi vel varð það ekki séð af markatöflunni, að þarna ættust við efsta og neðsta liðið í deildinni, lakara liðið dró hitt með sér, eins og stundum vill verða, þegar skárra liðið vanmetur and- stæðinginn. Vörn Blikanna var lengi vel sofandi og opin og markvarslan um leið næstum engin í sókn voru Blikarnir hins vegar snöggir og skor- uðu oftast fljótt, flýttu sér svo mikið á þeim væng, að svo virtist sem þeir ætluðu ekki að ná áttum i leiknum, þeirri yfirvegun í heildarleik sinum, sem er forsenda eðlilegs árangurs, hver svo sem andstæðingurinn er. Marktalan var jöfn i leikhléi, 15:15, og fyrst i sinni hálfleik komust Dal- víkingar í tveggja marka forystu. Síðan jafnaðist leikurinn í 19:19, en þá skoruðu Blikarnir 7 mörk í röð og komust mest 10 mörk yfir. Marka- tala, sem sýnir fleiri mörk en minút- urnar, sem leikurinn stendur, lýsir Fyrir þennan leik höfðu liðin sömu stöðu í deildinni, en Týr nokkru betri markahlutfall Um 500 manns komu til þess að horfa á viðureignina — og urðu ekki fyrir vonbirgðum Framan af leiknum höfðu Týrarar nokkurt frumkvæði, einkum og sér i lagi vegna frábærrar markvörslu í leik- hléi stóð 13:10 fyrir Tý og sigurvonir voru töluverðar fyrir leikmenn Týs, þegar hér var komið En Þórsarar tóku mikinn fjörkipp i sinni hálfleik, sigldu fram úr og sigruðu með tveggja marka mun Þeir máttu þakka markverði sín- um öðrum fremur fyrir það Þetta var sem sagt dagur markvaðanna i Eyjum Eyjaliðin eru nú mjög áþekk að getu Þau hafa bæði sótt reynslu og leik- menn til „meginlandsins” og notað frábæra aðstöðu í hinu nýja íþróttahúsi út í æsar Þór hefur nú haft Hannes Leifsson (úr Fram) sem þjálfara og lykilleikmann síðan í fyrrahaust og Andrés Bridde (einnig úr Fram) síðan i haust Með þeim tveimur hefur myndast sterkur kjarni ásamt með nokkrum ágætum leikmönnum Þórs úr heimabyggðinni Lið Þórs er til alls líklegt. í haust fékk lið Týs Jón Hermanns- son (úr Ármanni) sem þjálfara Nú fyrir fáum vikum bættist Tý einnig Egill Steinþórsson (einnig úr Ármanni), sem lék í fyrra sem markvörður i unglinga- landsliðinu. Lið Týs er annars skipað all jöfnum leikmönnum og liðið er í sókn í deildinni. ekki góðum leik. Lið UBK leikur allgóðan sóknar- Staðan: UBK 6 5 1 0 165135 11 leik, oft frábæran, enda hefur það Þór — Ve 5 3 1 1 105 97 7 skorað 165 mörk I 6 leikjum eða ÍA 6 3 0 3 125:1 12 6 27.5 mörk i leik að jafnaði. Varnar- Týr — Ve 5 2 1 2 105:97 5 leikurinn er á hinn bóginn veika UMFN 5 2 1 2 90:91 5 hliðin, eins og hann mæti afgangi. UMFA 5 2 0 3 122:127 4 enda hefur liðið fengið á sig 135 ÍBK 3 1 0 2 67 78 2 mörk í þessum 6 leikjum, þrátt fyrir . Dalvik 5 0 0 5 95:124 0 að eiga mjög góða markverði, þótt þeim hafi fatast nú. Með skipulegri og fjölbreyttari varnarleik, gæti þetta lið skapað sér góða framtið. Lið Dalvíkur á greinilega undir högg að sækja hvað varðar aðstöðu og leikreynslu — eða sambærilega þróun á við liðin syðra. Leikskipulag liðsins er ekki markvisst og þrekið bregst. í liðinu eru góðir einstakling- ar og leikgleði. Á þessu tvennu flýtur liðið öðru fremur. í fyrra sigraði það í þriggja liða Norðurlandsriðli og keppti úrsltialeik við sigurvegara í Suðurlandsriðli, lið HK, um sæti i II. deild, en tapaði með þriggja marka mun. í sameinaðri III. deild hafa Dalvíkingar ekki hlotið stig i 5 leikj- um. Þeir hafa þó náð allgóðum leik- koflum, sem fela í sér fyrirheit verði ráðist að augljósum vanköntum. Týr — Þór 20:20. Þessi fyrri inn- byrðis leikur Vestmannaeyjaliðanna I deildinni i ár. varð sannkallaður „leikur ársins" i handknattleiknum þar úti lítt þekktar, er á dagskrá klukkan 21.15 og kemur í ljós í kvöld hvað þar er á ferðinni. Klukkan 21.30 verður athyglis- verður knattspyrnukappleikur á dagskránni. Lið sem kallast „Ömars all-star“, en í þvi liði eru auk Omars Ragnarssonar þeir Halli og Laddi og Gunngr Þórðar- son, leikur gegn úrvalsliði Alþing- is. I þingmannaliðinu eru tveir fyrrverandi landsliðsmenn, þeir Albert Guðmundsson og Ellert B. Schram auk þeirra Karvels Pálmasonar og Jóns Ármanns Héðinssonar. Er ekki nokkur vafi á því að þetta verður eftirminni- legur leikur. Rúsínan í pylsuendanum verð- ur svo leikur milli landsliðsins og liðs íþróttafréttamanna í hand- knattleik en Janusz Cerwinski mun að sjálfsögðu stjörna lands- liðinu en Pétur. Bjarnason mun stjórna liði ,,pressunnar“. Leikur þessara liða hefst klukkan 22. Landsliðið verður skipað þess- um leikmönnum: Gunnar Einarsson, Haukum, Kristján Sigmundsson, Vikingi, Geir Hallsteinsson, FH, Janus Guðlaugsson, FH, Jón H. Karls- son, Val, Þorbjörn Guðmundsson, Val, Bjarni Guðmundsson, Val, Björgvin Björgvinsson, Víkingi, Árni Indriðason, Víkingi, Ólafur Einarsson, Víkingi, Páll Björgvinsson, Víkingi og Viggó Sigurðsson, Víkingi. Pressuliðið verður skipað eftir- töldum leikmönnum: Birgir Finnbogason, FH, Örn Guðmundsson, KR, Þórarinn Ragnarsson, FH, Jón Pétur Jóns^ son, Val, Steindór Gunnarsson, Val, Stefán Gunnarsson, Val, Þor- björn Jensson, Val, Gústaf Björnsson, Fram, Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi, Konráð Jónsson, Þrótti. Ásgeir Elíasson, IR, Þorgeir Haraldsson, Haukum og Birgir Jóhannesson, Fram. Kynnir kvöldsins verður Bald- vin Jónsson, sem að öðrum mönn- um ólöstuðum hefur mesta reynslu í slíku og mun hann leika létt lög af „Gömlu góðu lummun- um“ inn á milli atriða (af plötum auðvitað). Næstu leikir: í vikunni: UMFN — ÍBK i Íþrótta húsi Njarðvikur (átti að vera 1 112) Sunnudagur 18.12 ÍBK — ÍA í íþróttahúsi Njarðvikur kl 14 55 UMFN —~ UMFA i íþróttahúsi Njarð- vikur kl 1 & 1 0 _. .. ... , Samkvæmt mótskrá verða þetta síð- ustu leikir i deildinni á þessu ári herb Þetta er úrvalssveit Alþingis, Albert, Karvel, Jón Ármann og Ellert. Þessir menn eru til alls líklegir eins og alþjóð veit og ólíklegt er að Ómar og menn hans ríði feitum hésti frá viðureigninni við þingmenn- ina í kvöld. SIGURIAFMÆLISGJÚF HAFSTEINN Óskarsson hinn ört vaxandi hlaupari í ÍR sigraði nokkuð óvænt í Stjörnuhlaupi FH sem fram fór á sunnudaginn. Skaut hann mörgum beztu hlaupurum landsins ref fyrir rass með þessum sigri sínum, sem var hans fyrsti f meiri háttar keppni við heiztu hlaupara landsins. Haf- steinn var vel að sigri sínum kominn, hann tók forystu er hlaupið var tæplega hálfnað og var að mestu í fararbroddi upp frá því. Þá gat Hafsteinn vart kosið sér betri afmælisgjöf því hann var einmitt 18 ára daginn sem hlaupið fór fram. Að þessu sinni fór hlaupið fram á sömu leið og hið fyrsta. Keppt var við betri aðstæður en.þá og bætti Hafsteinn verulega sigur- tímann úr fyrsta hlaupinu, eða um 8 sekúndur. Hlaupið hófu flestir beztu hlaupararnir sem hérlendis eru, og komu tveir Akureyringar sérstaklega til hlaupsins. Fyrstu menn urðu annars: mín. Hafsteinn Öskarsson IR 17:26,7 Sigurður P. Sigmundss. FH 17:41,2 Agúst Þorsteinss., UMSB 17:48,9 Hörkukeppni var í kvenna- flokki Stjörnuhlaupsins. Þar sigraði Thelma Björnsdóttir UMSK að vísu nokkuð örugglega, en keppnin um annað sætið var mjög hörð og réðst ekki fyrr en á marklínunni. Fyrstu fjórar urðu annars: Thelma Björnsd., UMSK Guðrún Árnad. FH Ragnhildur Pájsd., KR Anna Haraldsd., FH MlN. 4:48,3 4:57,2 4:57,9 4:58,2 Kristinn með 300 leiki HINN góðkunni körfuknattleiksmaður úr KR. Kristinn Stefánsson, náði þeim árangri í leik KR og Fram á sunnudaginn, að leika sinn 300. leik fyrir félag sitt. Kristinn er búinn að vera í eldlinunni frá þvt 1963 og á þessum tima hefur hann leikið fjölda landsleikja og úrvalsleikja, auk þess sem hann hefur unnið mikið og gott starf á sviði unglingamála fyrir KKÍ ásamt Gunnari Gunnarssyni. Á myndinni hér að ofan sést Kristinn taka við blómsveig úr hendi Margrétar Halldórsdóttur ÁG/GG SKAGINN SLO STJÖRNUNA ÚR BIKARNUM HANDKNATTLEIKSMENN Akraness, sem leika í þriðju deild, gerðu sér lítið fyrir um síðustu helgi og unnu Stjörnuna úr Garðabæ með 21 marki gegn 19. í Bikarkeppni HSl. Leiddi tA í leikhléi 13:9 og var yfir lengst af leiktímanum. Var mikil barátta i leiknum og á köflum um hálfgerð slagsmál að ræða. Framfarir Skagamanna í handknattleiknum eru umtals- verðar, enltv+ et.þó ekki að neita að greinilegt var að 2. deildarlíð Stjörnunnar vanmat andstæðing- inn að þessu sinni. Markahæstir i liði IA voru Haukur Sigurðsson (6), Þórður Björgvinsson (5) og Sveinbjörn Hákonarsson (3). Af leikmönnum Stjörnunnar skoruðu þeir Hörður Hilmarsson (7) og Magnús Andrésson (5) flest mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.