Morgunblaðið - 05.01.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.01.1978, Qupperneq 1
36 SIÐUR 3. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter forseti styð- ur „lögmætan rétt Palestínumanna” r Agreiningur um hvað í orðum Bandaríkjaforseta felst Sadat Egyptalandsforseti fagnar vel og hlýlega Jimmy Carter, forseta Bandarfkjanna, við komuna til Aswan f gær, miðvikudag, þar sem þeir áttu með sér fund f eina og hálfa klukkustund. Aswan Egyptalandi, París, 4. jan. AP. Reuter. CARTER forseti Bandaríkjanna hvatti aðila til samkomulags um Palestínumálið í dag en lagði áherzlu á að í friðarsamningi um Miðausturlönd yrði að gera ráð fyrir að Palestfnumönnum yrði leyft að taka þátt í að ákvarða sfna eigin framtfð. Carter sagði eftir fundinn f Aswan með Sadat að hann styddi „lögmætan rétt Palestfnumanna". Hnykkti ísra- elum mjög við þessi orð Carters og þótti þau nálgast allmjög að vera stuðningsyfirlýsing við kröf- ur Araba um sjálfsstjórn Pal- estínumanna. 1 seinni fréttum af fundi Sadats og Carters er svo sagt að Banda- ríkjaforseti hefði þar næst tekið fram að hann myndi aldrei styðja kröfur Araba um sjálfsstjórn Pal- estínumanna, þar eð slfkt yrði ægiógnun við Israela, sem hann gæti ekki stutt. Eftir fundinn með Sadat í As- wan fór Carter síðan flugleiðis til Parísar, þar sem Vaiery Giscard d’Estaing forseti Frakklands tók á móti honum ásamt öðrum ráða- Áhyggjur eða reiði með orð Carters Jerúsalem, Beirut, 4. jan. AP. Reuter. BÆÐI tsraelar og ýmsir fulltrúar Arabaþjóða, þ.á m. PLO létu í dag í Ijós ýmist vanþóknun, áhyggj- ur eða gremju með þá hvatningu Jimmy Carters Bandaríkjaforseta að lokn- um fundinum við Aswan að „virða lögmætan rétt Palestínumanna.“ í Jerúsalem sagði Begin forsæt- isráðherra í kröftugri orðsend- ingu að fráleitt væri með öllu að hugsa sér sjálfsákvörðunarrétt fyrir Palestínumenn og sagði úti- lokað að komið yrði á fót sjálf- stæðu ríki Palestínumanna. Hann sagði að sá réttur sem Sadat og aðrir Arabaleiðtogar krefðust þegar þeir töluðu um sjálfsstjórn Palestínumanna væri ekkert ann- að en stofnun nýs ríkis og slíkt ríki yrði ógnun við öryggi Israels. Yfirmaður PLO í London myrtur London, 4. jan. AP. Renfci London, 4. jan. AP. Reuter. I KVÖLD stóð yfir áköf leit að morðingja Said Hamani, tals- manni PLO-Frelsissamtaka Pal- estínu í London. Talið er að morð- inginn hafi einnig verið Arabi. Hann skaut á Hamani, sem var einn á skrifstofu PLO f Mayfair hverfinu í London. Síðan hvarf morðinginn í mannfjöldann á Ox- ford Street. Vitni segir þrjá aðra Araba hafa komið út samtímis og stokkið upp í bifreið og ekið á brott. Þetta er í annað skipti á nokkrum dögum sem Arabar eru myrtir í London. Um sfðustu helgi var sprengju komið fyrir í bifreið tveggja starfsmanna sýr- lenzka sendiráðsins og létust þeir. Sad Hamani hafði verið talsmað- ur PLO í London um nokkurt skeið. Hann var fæddur í Jaffa, en var búsettur lengi i Sýrlandi. Hann var sagður vel látinn maður, fágaður í framkomu og klæðaburði og naut virðingar manna á meðal vegna hófsams málflutnings síns. Hann hafði oft Iátið þá skoðun í ljós að PLO yrði að fallast á samvinnu við Israela. Hann var tæplega fertugur að Framhald á bls. 21. Begin kvaðst furða sig á orðum Carters forseta í Aswan í dag og sagði að hann efaðist stórlega um að Carter þætti það geðsleg til- hugsun sem öðru hverju gerir vart við sig meðal Mexicana af bandarískum ættum og öfugt, ef þeir krefðust þess að stofna sjálf- stætt ríki milli Bandaríkjanna og Mexico. Begin sagði að yrði Pale- . stínuríki sett á laggirnar myndi PLO ná þar undirtökum innan fárra daga og að fáeinum vikum liðnum yrði þar allt morandi í sovézkum vopnum, sem beint yrði að ísrael. Begin itrekaði tillögurnar sem hann kynnti Carter í Washington og síðar Sadat og sagði að þær gengju eins langt og hægt væri að ganga. Carter talaði i síma vió Begin þegar hann var á leið til Parísar og tjáði Begin honum þá áhyggjur sínar og Israela. Ekki var hrifning meiri hjá PLO með ummæli Carters og sögðu talsmenn samtakanna að Framhald á bls. 20 99 flmefni 99 gegn nauðgunum Los Angeles, 4. jan. Reuter. KANADlSKUR uppfinninga- maður tilkynnti i kvöld að hann hefði fundið upp nýja tegund af lyktefni og væri það gert til að verja konur gegn aðgangshörðum karlmönnum er leituðu með offorsi eftir kynmökum við þær gegn vilja þeirra. Hefur „ilmvatnið" slíka lykt að kona sem ber það á sig angar eins og skúnkur og kvaðst uppfinningamaðurinn þá ekki búast við því að karl- menn í nauðgunarhugleiðing- um gætu haldið áformi sínu til streitu þegar lyktinni slægi fyrir vit þeim. Jafnskjótt og árásarmaðurinn hefur lagt hljóðandi á flótta með hcndur fyrir nefi, ber konan síðan á sig nýjan skammt og kemur þá sannkallaður rósailmur úr brúsanum. Uppfinningamaðurinn Le- blond frá Vancouver kom til Los Angeles til að kynna þetta Framhald á bls. 2|. mönnum. Var Carter vel fagnað og hylltu Parísarbúar hann ákaft þegar hann vék út af fyrirhugaðri dagskrá og gekk ásamt d’Estaing eftir Champs Elysees. Carter sagði í stuttu ávarpi á flugvellin- um að enda þótt Bandaríkjamenn og Frakkar hefðu ekki alltaf litið hin ýmsu mál sömu augun rikti með þjóðunum gagnkvæm virðing og skilningur sem bæri að efla, enda virtu Bandaríkin skoðanir annarra vinaþjóða þótt þær færu ekki alltaf saman við þeirra eigin. Fréttaskýrendum ber saman um að Frakklandsferðin virðist ætla að verða mikil sigurferð fyrir Carter. Framhald á bls. 20 A-þýzkir njósnar- ar teknir Karlsruhe, V-Þý/kalancli. 4. janúar AP. Reuter. YFIRSAKSÖKNARI Vestur- Þýzkalands, Kurt Rebmann, kunngerði í dag að vestur-þýzka lögreglan hefði handtekið tvo Austur-Þjóðverja, karl og konu, sem eru grunuð um að hafa stundað njósnir í Hollandi og einkum reynt að afla upplýsinga um vestrænar herstöðvar þar í landi. Þessi tilkynning var birt eftir að hollenzka dómsmálaráðu- Framhald á bls. 21. Mikil kjör- sókn í Chile SantiaRO. 4. jan. Reuter. MIKIL kjörsókn var í þjóðarat- kvæðagreiðslunni I Chile í dag og var búizt við að meirihluti kjós- enda, eða milli 60—70% myndu segja „já“ og þar með votta stjórn Pinochet traust sitt. Þegar kjör- staðir voru opnaðir í morgun var kjörsókn í fyrstu dræm, en þegar leið á daginn tók fólk að flykkjast Pundið styrktist enn Ráðstafanir gerðar til að styrkja stöðu dollarans Washingtun, London, 4. jan. Reuter. AP. BANDARlKJASTJÓRN kvað upp úr með það f kvöld að hún myndi gera ráðstafanir til að styrkja dollarann á alþjóðagjaldeyris- mörkuðum. Var tilkynning um þetta gefin út eftir að staða doll- arans hafði enn veikzt og verð- gildi hans var lægra gagnvart flestum gjaldmiðlum en nokkru sinni fyrr. Það var bandaríska f jármálaráðuneytið, Bandaríski aðalbankinn og Gjaldeyrisráð Bandaríkjanna sem stóðu að yfir- lýsingunni. Merkja mátti bata fljótlega og nokkrum stundum eftir tilkynninguna var sagt að verðgildi dollarans hefði snar- hækkað. 1 tilkynningunni sagði að samvinna yrði höfð við Bundesbank í Vestur-Þýzkalandi. Staða dollarans var þó enn veik fram eftir degi og olli það óvissu, en pundið hélt áfram að hækka á evrópskum gjaldeyrismörkuðum, bæði gagnvart dollarnum og öðr- um helztu gjaldmiðlum. Pundið -nálgaðist tveggja doll- ara markið og seldist á hæsta verði sem hefur fengizt fyrir það i 22 mánuði. Verðið á pundinu hækkaði um þrjú cent og komst i 1.9930 dollara, en lækkaði síðan litilsháttar þar sem spákaupmenn sáu sér leik á borði og urðu sér úti Framhald á bls. 20 á kjörstaði í hópum og inynduð- ust biðraðir við marga þeirra. Pinochet ákvað að efna til þess- arar þjóðaratkvæðagreiðslu til að leita eftir afstöðu þjóðarinnar, vegna síendurtekinna ásakapa á hendur honum og stjórn hans fyrir harðýðgi og mannréttinda- brot. Töluverð andstaða í röðum ýmissa innan deilda hersins, svo og kaþólsku kirkjunnar var við þjóðaratkvæðagreiðslupni og sagt að hún væri misnotkun valds. Var meðal annars bent á að stjórnar- andstaðan hefði ekki getað flutt mál sitt. Allir stjórnmálaflokkar sem aðild áttu að fyrrverandi stjórn í landinu, þegar Allende var við völd, hafa verið útlægir gerðir og öðrum „haldið í skefj- um“. Almennt talað er öll stjórn- málastarfsemi bönnuð. Kristilegi demókrataflokkurinn sem var í andstöðu við Allende-stjórnina og Sósíalista-flokkur Allendes hafa hvatt kjósendur til að sýna and- stöðu með því að kjósa „nei“. Þetta eru fyrstu kosningar í Chile í fimm ár. Um það bil sex milljónir manna eru á kjörskrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.