Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 Um 100 bátar róa frá Eyjum Vestmannaeyjum, 4. janúar. NÆRRI 100 bátar verða gerðir út á vetrarvertíð í Vestmanaeyjum, þar af um 70 heimabátar auk fjögurra skuttogara og smærri báta, en að vanda róa um 10—15 aðkomubátar frá Eyjum. Reiknað er með að átta bátar fari á línuveiðar í vertíðarbyrjun, en línuveiðar hafa ekki verið stundaðar á vetrarvertíð í Eyjum um nokkurt árabil. Um 30 bátar verða á trolli og aðrir 30 á netum. Nokkrir Eyjabátar eru farnir til loðnuveiða, en þegar loðnuveiðin kemst í fullan gang, er reiknað með 16 Eyjabátum á loðnu. Vertíðarhjólin eru rétt að byrja að snúast og aðeins tveir bátar eru búnir að gera netin klár. Bátaflotinn mun væntanlega taka það rólega framan af janúar, því bæði er gæftaleysi og árvisst afla- leysi á þessum tíma. Einar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Isfélags Vest- mannaeyja, sagði, að frystihúsin væru tilbúin til vinnslu. Hjá ísfé- laginu er verið að taka í notkun 700 fermetra saltfisk- og síldar- hús og einnig eru þeir að útbúa kæligeymslu fyrir kassafisk. Ein- ar sagði mikið framboð af mann- skap til vinnu hafa verið í nóvem- ber og desember og kvaðst hann telja að ráða þyrfti til frystihús- Eldur í geymslu SLÖKKVILIÐIÐ var i gærkvöldi kvatt að Hjallabakka 14, en þar var eldur laus í geymslu í kjall- ara. Slökkvistarf gekk greiðlega, en kjallarinn og 'stigagangarnir númer 14 og 12 fylltust af reyk. Talið var að eldurinn hefði log- að í fötum í geymslunni, en um upptök hans var ekki fullvíst í gærkvöldi. Rilton Cup: Margeir sautjándi og Stefán í 25. sæti RILTON Cup skákmótinu í Stokk- hólmi lauk í gærkvöldi. Margeir Pétursson tapaði fyrir Rantanen í siðustu umferðinni, en Stefán Briem vann Welin. Hafnaði Mar- geír í 17. sæti með 5S4 vinning og Stefán í 25. sæti með 5 vinninga, en keppendur voru 91 og voru tefldar 9 umferðir. Þrír Svíar, Schneider, Karlsson og Jansson, urðu efstir á mótinu með 7 vinn- inga. Margeir Pétursson heldur nú til Öslóar til þátttöku i alþjóðlegu skákmóti þar. Fyrsta umferð verður tefld á föstudag og verða tefldar 9 umferðir, en keppendur eru 26. anna 3—400 aðkomumenn á vetr- arvertíð. Stefán Runólfsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar, kvað þá tilbúna til að hefja vertíðarvinnu, en þeir væru nú að ljúka við að setja nýtt gólf og ný vinnsluborð í pökkunarsal, en hann benti á að það væri af sem áður var að vertíð færi í fullan gang í Eyjum í janúar. Kvað Stef- án það mikinn vanda fyrir frysti- húsin, hve fáir bátar færu á línu, en þó benti hann á að það væri ennþá meiri vandi að öll þessi stóru frystihús í Eyjum væru rek- in með stórfelldu tapi. Stefán sagði breytingu á launa- máium útvegsins hafa orðið til að draga úr sókn báta á þeim tíma, sem væri ótryggur til veiða. Að sögn Stefáns þarf Vinnslustöðin 80—100 aðkomumenn í vetur. a.j. Rafmagns- leysi á suðvest- urhominu RAFMAGN fór af stórum hluta Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Suðurnesjum í gærkvöldi, er bil- un varð í 30 Kw teinrofa í aðal- spennistöðinni við Elliðaár. Þar sem rafmagnsleysið var lengst, varð það í um 20 mínútur. Raf- magnsleysið rauf símasamband milli Reykjavíkur og Suðurnesja og var símasamband ekki komið á aftur klukkan hálf eitt í nótt. í Reykjavík fór's rafmagn af Breiðholti, Heimahverfi, vestur- bænum, hluta miðbæjarins og hluta austurbæjar upp í Norður- mýri og Hlíðar. Útvarps- skákkeppni að hefjast INNAN skamms hefst útvarps- skákkeppni milli Islands og Noregs. Fer hún þannig fram, að hvor þjóð teflir fram einum kepp- anda og er leikinn einn leikur á dag og hann lesinn í útvarpi jafn- óðum. Fyrir tslands hönd kepþir íslandsmeistarinn Jón L. Árnason en Leif Ögaard keppir fyrir Norð- ^menn. Síðar mun Island keppa við aðrar Norðurlandaþjóðir í út- varpsskák og mun keppnin standa út þetta ár a.m.k. Fíkniefnamál: Gæzluvarðhald framlengt um allt að 30 daga í GÆR var gæzluvarðhald manns, sem setið hefur inni i 20 daga vegna rannsóknar fíkniefnamáls, framlengt um allt að 30 daga. Maður þessi er sá eini, sem úr- skurðaður hefur verið í gæzlu- varðhald vegna málsins, en grun- ur leikur á að það sé allvíðtækt. Jón L. Arnason. tefld f dag. „Eftir heimsmeist- aramót sveina sneri ég mér að náminu af kappi og það má segja, að ég hafi farið hingað beint úr prófum," sagði Jón. „Undirbúningurinn var því í lágmarki og einhver þreyta 1 mér, þannig að ég hef orðið fyrir skákblindum af versta tagi.“ Jón sagði að þetta mót væri miklu sterkara en heimsmeist- aramót sveina, þó árangur hans gæfi engan veginn rétta mynd af þeim mun. „En ég hef fengið mina reynslu hér,“ sagði Jón. „Það er ekki síður hægt að læra af svona löguðu heldur en stanzlausri velgengni. Á þessu móti hef ég teflt við sterkustu mennina. Andstæð- ingar mínir í mótinu hafa sam- tals 84'A vinning, sem er sami árangurinn er sennilega i réttu falli við undirbúninginn." Jón sagði, að hann væri ekki ánægður með taflmennsku sína nema í þremur skákum, gegn Franszoni, Mokry og Goodman. „Ég náði mér vel á strik i fjórðu, fimmtu og sjöttu um- ferð,“ sagði Jón, „en hitt hefur allt verið frekar slælegt, meðal annars var ég kominn með tap- að tafl eftir byrjunina í þremur skákum og það segir sína sögu.“ Jón sagði, að hann veðjaði einna helzt á Taulbut sem sig- urvegara mótsins. ■ „Hann er með flesta sigra af þessum, sem keppa um efsta sætið, þannig að verði þeir einhverjir jafnir og hann i þeim hópi, þá vinnur hann mótið á sigrunum". 1 síðustu umferðinni í dag teflir Jón við Santos frá Portu- Ekki síður lærdómsríkt en stanzlaus velgengi - segir Jón L. Arnason um Evrópumeistaramót unglinga í skák „MEÐ TAPINU fyrir Petersen má segja að þetta mót hafi ver- ið búið fyrir mig, hvað árangur- inn snertir. En það verður eng- inn óbarinn biskup og ég hef lært mikið á þessu móti,“ sagði Jón L. Arnason skákmaður, er Mbl. ræddi við hann 1 gær, en síðasta umferð evrópumeistara- móts unglinga í skák verður vinningafjöldi og andstæðingar Dolmatovs hafa og erum við langefstir, hvað þetta varðar. Og ef ég hefði unnið Petersen þá væri ég hálfum vinningi á eftir efstu mönnunum, sem út af fyrir sig hefði mátt heita allt í lagi. En það er fjarri því að ég vilji neitt vera að barma mér yfir þvi, sem komið er. Heildar- gal, en heim koma Jón og As- geir bróðir hans, sem með hon- um er, á föstudag. Næst á dagskránni hjá Jóni er svo alþjóðlega skákmótið í Reykjavík, sem hefst í febrúar. „Og ég er staðráðinn í því að reyna að undirbúa mig vel fyrir það mót,“ sagði Jón L. Árnason að lokum. 280 manns bíða eft- ír flugi á ísafirði Vestfirðingar biðja Landhelgisgæzluna um aðstoð INNANLANDSFLUG Flugfélags- ins hefur gengið mjög stirðlega það sem af er árinu. Hefur t.d. ekkert verið flogið til ísafjarðar, Vestmannaeyja og Þingeyrar og bíða nú 25,0 manns eftir flugfari frá Reykjavík til ísafjarðar og 280 manns bíða eftir fari frá Isa- firði og suður. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa hefur ennfremur gengið erfiðlega að fljúga til ann- arra staða á landinu en Vestfirð- irnir hafa orðið verst úti. Þó tókst í fyrradag að fljúga til Patreks- fjarðar. í gærmorgun tókst að fljúga þrjár ferðir til Akureyrar og flug- vél lagði af stað til Vestmanna- eyja en hún varð að snúa við. Um hádegið versnaði veðrið og jafn- framt var mjög ókyrrt í lofti og var frekara flugi aflýst síðdegis. I dag er spáð skárra veðri að sögn Sveins. Samgönguerfiðleikar eru mikl- ir á Vestfjörðum núna og hefur Landhelgisgæzlan fengið fyrir- spurnir um það hvort hún geti hlaupið undir bagga og flutt fólk og vörur með varðskipunum. Friðrik Pálsson fram- kvæmdastjóri S.I.F. FRIÐRIK Pálsson hefur verió ráðinn framkvæmdastjóri Sölu- sambands íslenzkra fiskframleið- enda frá 1. janúar s.l„ í stað Helga Þórarinssonar, sem verið hefur framkvæmdastjóri S.I.F. s.l. 31 ár, en Helgi lætur af störf- um síðar á þessu ári að eigin ósk fyrir aldurs sakir. Friðrik Pálsson er fæddur 19. marz 1947. Hann er sonur hjón- anna Guðnýjar Friðriksdóttur og Páls Karlssonar bónda á Bjargi í Miðfirði í V-Hún. Hann lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla Is- Yfirnefndirnar ræða fiskverðið TVÆR yfirnefndir Verðlagsráðs sjávarútvegsins komu saman til fundar í gær og ræddu fiskverð, sem átti að taka gildi um áramót. Yfirnefnd sú, sem fjallar um loðnuverðið, kom til fundar kl. 15.30 og nefndin sem fjallar um almennt fiskverð kom til fundar kl. 16.30. Ekki var Mbl. kunnugt um árangur af fundum nefnd- anna í gærkvöldi. Friðrik Pálsson lands vorið 1974 og tók við starfi skrifstofustjóra hjá S.I.F. sama ár. Eiginkona Friðriks er Ólöf Pétursdóttir lögfræðingur. Jafn- framt Friðrik er Valgarð J. ólafs- son framkvæmdastjóri og sér um sölumál verkaðs saltfisks og ufsa- flaka eins og verið hefur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.