Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 5 Styrkir Vísinda- sjóðs auglýstir Styrkir Vísindasjóðs fyrir árið 1978 hafa verið auglýstir lausir til umsóknar með umsóknarfresti til 1. marz. Skiptist sjóðurinn I tvær deildir, raunvísindadeild og hugvísindadeild. Raunvisindadeild annast styrk- veitingar á sviði náttúruvisinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvisindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líffræði, lifeðlisfræði, jarðfræði, jarðeðlis- fræði, dýrafræði, grasafræði, erfðafræði, búvísindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Hugvísindadeild annars styrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntáfræði, málvísinda, félags- fræði, lögfræði, hagfræði, heim- speki, guðfræði, sálfræði og upp- eldisfræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenskar visindarannsóknir og í þeim tilgangi styrkir hann: 1. Einstaklinga og visindastofn- anir vegna tiltekinna rannsóknar- verkefna. 2. Kandídata til vísindalegs sér- náms og 'þjálfunar. Kandídat verður að vinna að tilteknum sér- fræðilegum rannsóknum til þess að koma til greina með styrkveit- ingu. 3. Rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði við starfsemi er sjóðurinn styrkir. Umsóknareyðublöð, ásamt upp- lýsingum, fást hjá deildarritur- um, í skrifstofu Háskóla Islands og hjá sendiráðum Islands erlend- is. Umsóknir skal senda deildar- riturum, en þeir eru Guðmundur Arnlaugsson rektor Menntaskól- anum við Hamrahlið, fyrir Raun- visindadeild, og Bjarni Vilhjálms- son þjóðskjalavörður Þjóðskjala- safni Islands, fyrir Hugvísinda- deild. Rafmagnseftirlit ríkisins: Y firlitsskýrsla um rafveitur landsins RAFMAGNSEFTIRLIT ríkisins hefur nýverið sent frá sér skýrslu, þar sem fjallað er um rafveitur á Islandi og miðast hún við árslok 1976, en skýrsla um sama efni var gefin út 1973 og miðaðist þá við árslok 1972. Helztu breytingar sem orðið hafa á rafveitukerfum landsins skv. skýrslunni frá árslokum 1972 eru þessar: 1) Laxárvirkjun var stækkuð um 22400KW og var því verki lokið 1973. 2) Lagarfossvirkjun var fullgerð 1975 með 7500 KW afli. 3) Viðbótarvirkjun við Mjólká í Arnaríirði var fullgerð með 5700 KW afli. 4) Bætt var við vélasamstæðu Andakílsárvirkjun- ar 4400 KW afli árið 1975. 5) Ný virkjun var fullgerð við Fljótá í Skagafirði með 1700 KW afli. Samkvæmt áætlun átti orku- vinnsla Sigölduvirkjunar að hefj- ast á árinu 1976. Framkvæmdum við virkjunina var í meginatrið- um lokið á því ári, og er Sigöldu- stöð, þrjár vélasamstæður, 50 MW hver, tekin með í þessari útgáfu, þótt hún væri ekki fullgerð í árs- lok 1976. Innleidd hefur verið 132 KV spenna á orkuveitusvæði Raf- magnsveitu Reukjavíkur. Það gerðist árið 1974, er 30 MVA spennir var settur upp i aðveitu- stöð 3, og lögð þangað 132 KV lína frá Geithálsi. Samkvæmt skýrslunni er veiga- mesta aukningin á aðflutningslín- um tenging 132 KV línu frá nýrri spennistöð við Vatnshamra í Borgarfirði til Akureyrar, með viðkomu í Laxárvatnsvirkjun, en lagning þeirrar línu var lokið árið 1976. I lagí að kaupa olíu frá Portúgal ef hún stenzt kröfur um verð og gæði — segir Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs — ÞAÐ ER mín persónulega skoðun, að ef um mikilvæga við- skiptahagsmuni tslands sé að tefla sé rétt að beina oliuviðskipt- um til Portúgals í einhverjum mæli svo framarlega, sem verð er sambærilegt við aðrar olluvörur og gæðin í samræmi við íslenzka aðstæður, sagði Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs hf. í samtali við Mbl., en nú er í sérstakri athugun hjá íslenzkum stjórn- völdum hvernig auka megi kaup á vörum frá Portúgal vegna mikil- vægra fisksölusamninga, sem I húfi eru. Indriði sagði að þetta mál hefði komið upp í nóvember s.l. og hefði olíufélögin þá lýst vilja á því að kaupa þá þegar einn farm af gasoliu' til reynslu. Portúgalar hefðu hins vegar svarað um hæl og sagt að þeir væru ekki aflögu- færir með olíuvörur fyrr en á miðju ári 1978 þegar þeir hefðu lokið við að reisa stóra olíuhreins- unarstöð. Indriði kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaða tegundir olíu Portúgalir byðu og einnig væri ókannað mál hver væru gæði vör- unnar. Samkomulag um Kjar- valsstaði framlengt Borgarráð hefur samþykkt fyr- ir sitt leyti að framlengja sam- komulag það sem Reykjavikur- borg gerði þ. 18. desember 1975 við Bandalag ísl. listamanna og Félag ísl. myndlistarmanna um Kjarvalsstaði, og skal samkomu- lagið gilda til 1. júlí 1978 og list- ráð starfa til 1. október 1978. Listráðið skipa nú Ölafur B. Thors, sem ,er formaður þess, og kjörnir af borgarráði eru" Davíð Oddsson og Elísabet Gunnarsdótt- ir, Þorgerður Ingólfsdóttir frá Bandalagi ísl. listamanna og frá Félagi ísl. myndlistarmanna Snorri Sveinn Friðriksson, Ðor- björg Höskuldsdóttir og Guð- mundur Benediktsson. Launatengd gjöld Iðju- fólks eru 18 talsins FJÖLDI launatengdra gjalda er hlutur sem fólk gerir sér vart grein fyrir hversu mikill er. 1 hagtölum iðnaðarins 1978 er tek- ið dæmi með Iðjulaun sem við- miðun og kemur þar í Ijós að ofan á hin svonefndu taxtalaun koma alls 18 liðir til viðbótar. Þannig að við taxtakaupið bætast alls um 46,8% í ýmsum gjöldum. Þau gjöld sem hér um ræðir eru: greiddir kaffitimar, greiddir helgidagar, orlof, sjúkrasjóður, slysabætur, veikindakaup, lif- eyrissjóður, orlofsheimilasjóður, slysatrygging 1, fæðingastyrkur kvenna, atvinnuleysitrygginga- sjóður, lífeyristryggingar, sjúkra- tryggingar 2, launaskattur, iðnaðargjald, félagsgjald, iðnlána- sjóðsgjald og að lokum aðstöðu- gjald. Sem dæmi um þetta má nefna að kauptaxti Iðjuverkafólks, sem er 558.60 myndi hækka um 820.05 með öllum þessum launatengdu gjöldum. Áramótaspilakvöld Áramótaspilakvöld Sjálf- stæðisfélaganna í Reykja- vík verður að Hótel Sögu Súlnasal í kvöld og hefst kl. 20.30 húsið opnað kl. 20.00. Spiluð verður félagsvist, sjö spilaverðlaun verða veitt öll mjög glæsileg að vanda. Spilakortin gilda sem happdrættismiði, vinn- ingur er flugfar fyrir einn Keflavík Kaupmannahöfn Keflavík með Flugleiðum. Formaður Sjálfstæðis- flokksins Geir Hallgríms- son forsætisráðherra flyt- ur ávarp, þá mun Ómar Ragnarsson flytja gaman- mál og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 1. Spilaspjöldin verða af- hent í Sjálfstæðishúsinu Valhöll Háaleitisbraut 1 til kl. 5 í dag og við inngang- inn ef eitthvað verður eft- ir. Stjórnandi spilakvölds- ins verður Hilmar Guð- laugsson varaborgarfull- trúi. Kirkjulist á sýningu í Bogasalnum ÞJÓÐMINJASAFN tslands hefur sett upp sýningu i Bogasal um íslenzka kirkjulist frá síðari öld- um. Er hér einkum um að ræða altaristöflur og aðra málaða kirkjugripi bæði eftir nafn- greinda og óþekkta íslenzka lista- menn og hafa margir þessir hlutir ekki verið sýndir í safninu fyrr. Sýningin verður opin á venju- legum opnunartíma safnsins næstu tvo mánuði. Aðgangur er ókeypis. Dregið í síma- happdrættinu DREGIÐ var í símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 23. des. s.l. Urdregin vinningsnúmer eru: 91-37038 91-43107 91-74211 91- 74516 99-05299. HOOVER er heimilisprýði HOOVER Tauþurrkarar. Stærð: Hæð 85 cm, breidd 59 cm, dýpt 55 cm. Hleðsla: 3,5 kg, af þurrum þvotti. Þurrkkerfi: Tvö, annað fyrir náttúrulegan vefnað en hitt fyrir gerfiefni. Hitastig: 55 C, 75 C Tímastillir: 0 til 110 mínútur. Oryggi: Öryggislæsing á hurð, 1 3 A rafstraumsöryggi, Taurþurrkarinn er á hjólum. Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan r- — — m FALKINN Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70 HOOVER- VERKSMIÐJURNAR ÁBYRGJAST VARAHLUTI í 20 ÁR, EFTIR AÐ FRAMLEIÐSLU SÉRHVERRA TEGUNDA ER HÆTT HOOVER þvottavélar Stærð: HxBxD. 85x59x55 sm. Þvottamagn: 5 kg af þurrum þvotti Þvottakerfi: 1 2 til 16 algjörlega sjálfvirk þvottakerfi. Vatnsinntak: Heitt og kalt (blandar), eða eingöngu kalt vatn. Vatnshæðir: Vélarnar velja á milli vatnshæða. Sápuhólf: Skúffa sem skipt er í 3 hólf, forþvottur, aðalþvottur og bætiefni. Hitastig: 30 gr. C, 40 gr. C, og 60 gr. C, og 95 C Öryggi: Öryggislæsing á hurð, vatnsöryggi á sápuskúffu. 1 3 A rafstraumsöryggi. Þvottatromla úr ryðfríu stáli. Vélarnar eru á hjólum. Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan. Þær falla því vel í innréttingar eða undir borð. Einnig má sameina þvottavél og tauþurrkara á þann hátt að skorða þurrkarann ofan á vélina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.