Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 11 Musica Poetica trlóið „Ljóð fyrir söng rödd og píanó,, MUSICA Poetica tónlistarflokk- urinn, sem skipaður er Michael Schopper, barftón, Diether Kirsch, lúta, og Laurenzíus Strehl, vióla da gamba, halda tón- leika á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavik nk. laugardag f Austurbæjarbíói. I efnisskránni segir m.a.: Musica Poetica, eru einkunnar- orð, sem gefa í skyn hvað fyrir flokknum vakir. Segja má að þau séu einkunnarorð Hugo Wolfs í nýrri mynd, er hann setti sem yfirskrift á ljóð sín, „Ljóð fyrir söngrödd og pianó“. Lútan og gamban hafa tekið sæti píanósins í ljóðum endurreisnartimabilsins. Þremenningarnir hafa einkum helgað sig varðveizlu ljóðlistar Evrópu, sem var á mjög háu stigi á 16. og 17. öld, einkum Italíu, Frakklandi og Spáni og þó ekki sízt í Englandi á tímum Shake- speares og Elísabetar drottning- ar. Þeir þremenningar eru nú á hljómleikaferðalagi um öll norðurlöndin. Hljómleikarnir á laugardag hefjast klukkan 14.30. Sra Jón Auðuns: Athugasemd um W ar ds-saf n Eins og vant er, þegar sjónvarpið flytur fregnir frá Þjóðminjasafni. hlustaði ég mér til ánægju á þátt um Þjóðminjasafnið fyrir fáum dögum, en athugasemd vil ég þó gera við þau ummæli. að hið merkilega safn enska fiskkaupmannsins Pikes Wards af íslenzkum gömlum gripum hafi borist safninu nánast af tilvilf- un. Hér var ekki um tilviljun að ræða Þegar Mr. Ward hóf að kaupa fisk af útvegsbændum við Djúp, sá afi minn, Jón Einarsson á Garðsstöð- um, að hér var um mikið hagsmuna- mál fyrir útvegsmenn þar vestra að ræða. ekki sizt vegna þess að Mr Ward greiddi allan fisk við móttöku í gulli, mest ensku gulli Hann gerðist þvi umboðsmaður Englendingsins við útvegsbændur i Mið- og Inn- djúpi og fékk fyrst til liðs við sig frænku sína, Þuriði í Ögri, sra Sig- urð í Vigur og Guðmund i Æðey, og | síðan aðra, sem ráku útveg Mr Ward keypti fisk bæði i Hafnarfirði og á Austfjörðum og hafði keypt þar og safnað fjölda merkilegra, gamalla gripa Mr Ward lét að þeirri ósk afa mins og föður, að falast ekki eftir slikum gripum vestur við Djúp og mun hafa staðið við það Eftir þessi viðskipti tókst milli hans og föður míns vinátta. sem entist meðan báðir lifðu, og var faðir minn oftar en einu sinni. sem ég man til, gestur i boði Mr. Wards i hinu rikmannlega heimili hans i Teignmouth á Suðurenglandi. en hús hans var m a skreytt hinum fjölmörgu gömlu gripum frá íslandi, eins og sjá má af myndum úr heimil- inu, sem eru enn i vörzlu minni Faðir minn hafði stundum orð á þvi heima, að leitt væri ef þetta safn kæmi ekki aftur til íslands Honum var ekki sýnt um það að biðja aðra menn að gefa eignir sínar, en hann kom auga á aðra leið Mr Ward var veittur riddarakross isl. Fálkaorð- unnar, sem gladdi hann mikið Hann skrifaði föður minum um gleði sina yfir þvi, að gamlir vinir á íslandi væru ekki búnir að gleyma sér, en bætti þvi við, að nú væri sér harmur í huga. með gjafabréfi væri hann búinn að gefa listasafninu i Exeter islenzka safnið, en þangað hefði fað- ir sinn áður gefið allmikið safn gripa, sem hann hefði aflað vestur i Labrador meðan hann rak fiskikaup þar Nú var ekki um gott að gera, sæmilegur maður getur hvorki né vill afturkalla gjafir sínar Nú liðu allmörg ár, unz ég ætlaði að verja sumarleyfi i Englandi og bauð ég þá þjóðminjaverði, dr Kristjáni Eldjárni, að fara safninu nálega að kostnaðarlausu til Exeter frá London og fá að skrásetja þar alla gripi i gjöf Mr. Wards Tók þjóðminjavörður þvi þakksamlega Forstöðumaður safnsins i Exeter tók mér mjög vel og fylgdi mér i kjallara hússins, en þar voru gripir Mr Wards enn i geymslu. Ég var þarna við skrásetningu i nálega viku dag- lega Þegar ég kvaddi forstöðu- manninn, dr. Black og þakkaði hon- um góða fyrirgreiðslu hafði ég orð á þvi, að gripirnir væru isl. þjóðminja- safninu dýrmætir, en listasafninu i Exeter naumlega, tók hann þvi af skilningi og kvaðst mundi leggja málið fyrir safnsstjórnina. en ég kvað isl. sendiráðið í London mundi greiða kostnað af sendingu gripanna til íslands, ef til kæmi. Þessa sögu þarf ekki að segja fremur Ég hygg að frumkvæði þáver. þjóðminjavarð- ar hafi það verið. að dr Black var siðar veitt heiðursmerki Fálkaorð- unnar, en tveir riddarakrossar er ekki mikið gjald fyrir gripi Mr Wards. Það er einkum vegna þess, að faðir minn átti hér mikinn þátt að máli, að ég vil láta það koma fram, að það var engan veginn fyrir tilvilj- un að þetta merkilega safn barst til íslands Orgeltónleikar Ragnars Björns- sonar á föstudag Ragnar Björnsson dómorganisti heldur á þrettándanum, n.k. föstu- dag, orgeltónleika I Dómkirkjunni I Reykjavlk. Ragnar fer um miðjan mánuðinn til Finnlands og Sovétríkj- anna I hljómleikaferð og heldur fimm tónleika I Sovétríkjunum og tvenna I Helsingfors I Finnlandi. Til Sovétrikjanna fer Ragnar í boði „Goskonsert", sem er umboðsfyrirtæki í Moskvu og skipuleggur tónleikahald innan Sovétríkjanna, en tónleikar Ragnars verða í Moskvu, Tashkent, Kazan og tvennir í Alma-Ata í Helsing- fors munu tónleikarnir fara fram i Sibeliusarakademiunni og Petrikirkj- unni Efnisskrá tónleikanna á föstudag i Dómkirkjunni er þessi: Tvö verk eftir J.S. Bach, prelúdia og fúga í Es-dúr og konsert i a-moll, þrjú frönsk verk, „Suite Gothique" eftir L Böllmann og tveir þættir úr „Fæðingu Frelsarans" eftir Oliver Messian, en Ragnar var fyrsti islenzki tónlistarmaðurinn sem kynnti Messiaen á tónleikum hérlend- Ragnar Björnsson dómorganisti við orgel Dómkirkjunnar is Tónleikar Ragnars hefjast kl 20:30 og er aðgangur ókeypis, en tekið verð- ur við frjálsum framlögum við út- göngudyr Innritun GARÐABÆR KEFLAVÍK Innritun 4—5 ára barna i Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, er í síma 38126. DRI1S5HÖII SÍMI ZD34S ISTUOIDSSODRR Innritun í Dansskóla Heið- ars Ástvaldssonar, fer fram Tjarnarlundi, simi 1690, föstudaginn 6. janúar kl. 4—7. Ath. Innritun aðeins þennan eina dag. BRAUTARHDLTI 4. REYKJAVÍK B RAUTAR H □ LTI 4, REYKJAVÍK Kennslustaðir IÐKAÐ A JAFNRETTISGRUNDVELLI ÓDÝRARA EN AÐ FARA íBÍÓ HOLL HREYFING Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Reykjavík Brautarholti 4, Drafnarfell 4, Félagsh. Fylkis (Árbæ) Kópavogur Hamraborg 1, Kársnesskóli Seltjarnarnes Félagsheimilið Hafnafjörður Gúttó INNRITUN OG UPPLÝSINGAR KL. 10-12 OG 13-19 SÍMAR: 20345 38126 24959 74444

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.