Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSIVIAL — ATHAFNALÍF. Umsjón: Sighvatur Blöndal. V axtabrey tinff ar vegna vaxandi verðbólguhættu í HAGTÖLUM mánaSarins i desember kemur fram að vegna vaxandi verðbólgu- hættu var frá og með 1. ágúst s.l. ákveðið að taka upp nokkurs konar verðtryggingu á inn- og útlánum bankanna með þeim hætti að skipta innlánsvöxtum og útláns- vöxtum i tvo þætti, grunn- vexti og verðbótaþátt vaxta. Undanskildir eru þó vextir af innstæðum á tékkareikning- um. Þegar þetta vaxtakerfi var tekið upp, var frá því skýrt að Seðlabankinn mundi fyrst um sinn endurskoða verðbólgu- þáttinn að jafnaði ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti með hliðsjón af verðlagsþróuninni. Yrði í upphafi miðað við, að vaxta af bundnu té innlans- stofnana í Seðlabankanum. Jafnhliða framangreindum vaxtabreytingum var tekin ákvörðun um tvenns konar minni háttar breytingar á út- lánskjörum. Annars vegar var um að ræða hækkun á grunn- vöxtum víxla um !4% eða úr 9'A% í 9'/2% á ári. Hins vegar breyttust kjör yfirdráttarlána á hlaupareikningum á þann veg, að grunnvextir lækkuðu úr 6% í 4% á ári, en viðskiptagjald, sem reiknast af upphæð láns- heimildar, hækkaði úr 5% i 7% á ári. Taflan sem fer hér á eftir sýnir helztu inn- og útlánsvexti eftir siðustu breytingar ásamt samanburði á vöxtum sem giltu frá 1 ágúst s.l. Gildandi vextir frá og með 21. nóv. 1977 Verðbóta- Grunn- þáttur Heildar Fyrir vextir vaxta vextir 21/11 Innlánsvextir: á ári i % á ári i % á ári í % á á ri i % Almennar bækur 5 1 1 16 13 6 mánaða bækur 6.5 11 17.5 14,5 1 árs bækur 8 1 1 19 16 10 ára bækur 8 1 1 19 16 Vaxtaaukainnlán 18 1 1 29 26 Veltiinnlán Útlánsvextir: 3 — 3 3 Víxilvextir 9.5 1 1 20,5 17,25 Hlr. yfirdráttarvextir 4 11 15 14 Hlr. viðskiptagjald 7 — 7 5 Skuldabréf a 1) 1 1 1 1 22 19 Skuldabréf b2) Endurseld birgða 12 1 1 23 20 og rekstrarlán 4 1 1 15 11 Útgerðarlán 7 1 1 18 14 Vaxtaaukalán 19 1 1 30 27 ij Lan tn rikissjoos og lan meo sjairsKuioaraDyrgo riKissjoos 2) Örmur lán. þar með talin fasteignaveðslán. handveðslán og lán með ábyrgð, ekki vaxtaaukalán verðbótaþátturinn hækkaði um nálega 60% af því, sem verð- bólgan kynni að verða umfram 26% á ári. Tekið var fram, að í þessu sambandi yrði höfð hlið- sjón af breytingum á vísitölu framfærslukostnaðar, en þó yrði um að ræða sérstaka vaxtaákvörðun Seðlabankans hverju sinni, þannig að verð- bótaþátturinn yrði ekki fast- bundinn víð auglýsta visitölu samkvæmt ákveðnum reikningsreglum. Bankastjórn Seðlabankans ákvað því á þeim grundvelli, sem hér hefur verið lýst, að höfðu samráði við bankaráð, hækkun á verðbótaþætti vaxta um 3% á ári frá og með 21 nóvember s.l. Verðbótaþáttur allra innláns- og útlánsvaxta hækkar úr 8% i 11% á ári. Einnig var ákveðið að hækka grunnvexti endurseljanlegra birgðalána og rekstrarlána í 4% úr 3% á ári og grunnvexti útgerðarlána úr 6% í 7%. Þær breytingar eru í samræmi við þá stefnu að minnka misræmi í vaxtakerfinu og jafna lánskjör atvinnuveganna, jafnframt þvi sem hækkun grunnvaxta af endurseljanlegum lánum er for- senda nauðsynlegra hækkana Heimildir innlánsstofnana til að veita vaxtaaukalán hafa ver- ið rýmkaðar töluvert á siðustu mánuðum og samhliða framan- greindum vaxtabreytingum var tekin ákvörðun um frekari rýmkun á reglum, sem um þessi lán gilda. Þótt bankastjórn Seðlabank- ans telji óhjákvæmilegt að hamla gegn óhagstæðum áhrif- um vaxandi verðbólgu spari- fjármyndun í landinu og starf- semi lánastofnana með þeirri hækkun verðbótaþáttar vaxta, sem hér hefur verið lýst, er Ijóst, að með slíkum aðgerðum er ekki unnt að leysa nema hluta þess vanda, sem við er að fást. Meginmarkmiðið verður að vera að snúa verðlagsþróun- inni aftur til betri vegar, en til að það megi takast er þörf umfangsmikilla aðgerða bæði i peningamálum, ríkisfjármálum og á öðrum sviðum efnahags- mála. Forsenda slíkra aðgerða er annars vegar almennur skilningur á þeim hættum sem áframhaldandi verðbólga hefur T för með sér, en hins vegar víðtækt samstarf stjórnvalda og hagsmunasamtaka um aðgerð- ir til úrbóta Ullariðnaróurinn hefur gjarnan kynnt sfna framlciðslu á vörusýningum og cr þessi mynd frá einni slíkri sýningu. Ullaridnadurinn: Mikil gróska á árinu 1977 í árslok 1977 voru starfandi 15 prjónastofur hér á landi, sem framleiða til útflutnings, og hef- ur prjónastofum fjölgað um tvaer á árinu. Stærð þessara prjóna- stofa er þó mjög mismunandi, eru mað allt frá einni prjónavél upp í rúmlega 20 vélar. Pólarprjón á Blönduósi og Hekla á Akureyri hafa flestar prjónavélarnar. ÖII áðurnefnd fyrirtæki reka einnig saumadeildir. Auk þess eru 12 fyrirtæki sem eingöngu reka saumastofur sem byggja mikið á útflutningi og hefur þeim fjölgað um þrjár á árinu og vitað er nú um fyrirhugaða stofnun tveggja nýrra saumastofa, segir f nýút- komnu fréttabréfi Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins. Þá kemur fram í fréttabréfinu, að ekki fari milli mála, að ekki hefði verið hségt að auka útflutn- ing um 50% á s.l. ári ef ekki hefði komið til mikil afkastaaukning. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort fjölgun prjóna- og sauma- stofa sé æskileg frá sjónarmiði heildarinnar. Framundan eru mikil átök um framleiðsluaukn- inguna og bætt gæði. Hvort tveggja krefst aukinnar sérþekk- ingar en sérþekkingin byggist seint upp þar sem framkvæmda- stjórinn hefur framkvæmda- stjórnina sem aukastarf, verk- stjórinn hefur litla reynslu og enn minni völd og prjónamaöur- inn hefur ekki orðið neinnar starfsþjálfunar aðnjótandi. Því miður einkennast nýju fyrirtækin alltof oft af þessu. Það er margt sem bendir til þess, að til þess að unnt sé að knýja fram framleiðsluaukningu þurfi stærri einingar, a.m.k. er það reynsla í Evrópu. Það segir sig líka sjálft að 8—12 manna saumastofa á í erfiðleikum með að standa undir framkvæmda- stjóra og verkstjóra, sníðamanni með reynslu og svo framvegis. Markaðsútlitið fyrir 1978 er gott — um það ber öllum saman en á það er að líta að varla er unnt að gera ráð fyrir meiri hækkun á erlendum mörkuðum en 10%, raunhæfara væri víst að segja 5—10%. Við vitum hins vegar að samið hefur verið um miklu hærri launahækkanir og nú þegar er farið að tilkynna miklar hækkanir á bandi til prjónastofa. Sé gert ráð fyrir svipuðu gengis- sigi og undanfarna 12 mánuði þá ná þessir endar hvergi nærri sam- an. Það er því ljóst að framundan eru átök, sem engan veginn er ljóst hvernig fara. Það eru fleiri iðngreinar heldur en ullar- iðnaðurinn sem eiga erfitt með að sjá fram úr þessum vanda. Og um það skal engu spáð hvernig stjórnvöld muni bregðast við hon- um, en hitt er augljóst, að þau fyrirtæki sem geta knúið fram verulega framleiðsluaukningu og um leið bætt gæði standa betur að vígi í þessum bardaga en hin sem það ekki geta, segir að lokum í fréttabréfinu. Rádstefna Stjórnunarfélags íslands: , j óðfélagsleg markmið og afkoma íslendinga” Stjórnunarfélag tslands gengst fyrir ráöstefnu um þjóðfélagsleg markmið og afkomu fslendinga dagana 12.—14. janúar n.k. að Munaðarnesi. Aðairæðu- menn ráðstefnunar verða dr. Guðmundur K. Magnússon prófessor, dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor og alþingismaður og Jónas H. Haral/, bankast jóri. I frétt frá félaginu segir ennfremur, að á undan- förnum árum hafi í nágrannalöndum okkar :tt sér stað umræður um ný og breytt markmið iðnvæddra þjóða. Þannig sýnist mörg- um, að áherzlan hvíli frem- Dr. Guðmundur K. Magnússon ur á jafnréttis og öryggis- markmiðum en hagvaxtar- markmiðinu, sem hefur verió einkennandi fyrir þessar þjóðir um árabil. Tilgangur ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands er að fjalla um „þjóðhags- leg markmið íslendinga og áhrif þeirra á lífskjör landsmanna". Aðalræðu- menn verða eins og áður sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem flytur ræðu um þjóð- hagsleg markmið íslend- inga, Jónas H. Haralz, sem fjallar um spurninguna ,Er hagvaxtarsjónarmiðið írelt? og dr. Guðmundur K. Magnússon, sem ræðir um afkomu íslendinga og stjórn efnahagsmála. Þá verður sérstaklega á ráðstefnunni rætt um stjórn efnahagsmála og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.