Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 Borgarstofnanir Reykjavíkur: Verðlagsþróun eykur á rekstrarvandann / Ur ræðu borgarstjóra um fjárhagsáætlanir borgarfyrirtækja Morgunblaðið birti sl. þriðjudag kafla úr ræðu Birgis ísl. Gunnarssonar borgarstjóra, er hann flutti með frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1978. Hér á eftir verður birtur að hluta kafli úr ræðu borgar- stjóra er fjallaði um Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, Hitaveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu Reykja- víkur og Strætisvagna Reykjavíkur. Fram kom í ræöu borgarstjóra að borgar- stofnanir eiga nú við vaxandi rekstrarerfið- leika að stríða, vegna hækkandi rekstrarkostn- aðar, þrátt fyrir margs konar ráðstafanir til hagræðingar og sparnaðar. í sumum tilfellum hafa rangar verðstöðvunaraðgerðir leitt til hærra þjónustuverðs til borgaranna en ella hefði þurft að vera. 0 Rafmagnsveita Reykjavíkur Borgarstjóri gat þess m.a. að enn hefði ekki tekizt að tryggja heilbrigðan fjárhagsgrundvöll Rafmagnsveitu Reykjavíkur á þann hátt, að verð seldrar raforku standi undir eðlilegum og nauð- synlegum rekstri og framkvæmd- um. Rangar verðstöðvunaraðgerð- ir hafi hins vegar leitt til hærra raforkuverðs en vera þyrfti og mætti ætla, að raforkuverð sé nú um 8% hærra af þeim sökum en þyrfti og yrði 20% hærra en ella á næsta ári (1978), ef "fnæta ætti afborgunum lána með verðhækk- un raforku. Erlendar skuldir Rafmagnsveit- unnar nema nú 8 milljónum doll- ara ($) og er i fjárhagsáætlun fyrir árið 1978 gert ráð fyrir leng- ingu lána til að mæta afborgunum á þvl ári, en þær nema 420 m. kr. Er þetta gert til að stilla í hóf gjaldskrárhækkun frá 1. nóv. sl., en hún nam 15% að viðbættum 6% vegna hækkunar á aðkeyptri orku frá Landsvirkjun. Borgarstjóri gat þess að lögð hefði verið fram fjárhags- og framkvæmdaáætlun til 5 ára fyrir þessa borgarstofnun. Endurskoð- un kunni þó að vera nauðsynleg, ef forsendur bregðast: 1) Ekki væri reiknað með hækkun Iauna- kostnaðar eða rekstrarkostnaðar um fram það, sem þegar gerðir kjarasamningar fela í sér; 2) Ekki er gert ráð fyrir eignarfram- lagi til Landsvirkjunar vegna Hrauneyjafossvirkjunar á árinu né hækkun á gjaldskrá Lands- virkjunar; 3) Gert væri ráð fyrir að fá 420 m. kr. Ián til greiðslu afborgana; 4) Gert væri ráð fyrir þvi að efni í þrýstivatnspípur og 132 kV aðveitukerfi falli niður en endanleg afgreiðsla þess væri i höndum Alþingis. Orðrétt sagði borgarstjóri: „Heiidarvelta Rafmagnsveit- unnar á næsta ári er áætluð 4 milljarðar 43 milljónir króna og hafa þá verið frádregin opinber gjöld af sölu raforku, þ.e. sölu- skattur og verðjöfnunargjald, sem alls nema 1 milljarði 264 milljónum króna. Er enn minnt á, að ósk um lækkun eða niðurfell- ingu þessara gjalda til ríkisins hefur ekki verið sinnt, en skatt- lagning af raforku mun nú vera orðin hærri hér á landi en á öðr- um Norðurlöndum. Af framkvæmdum Rafmagns- veitunnar á næsta ári ber helzt að nefna byggingu aðveitustöðvar við Barónsstfg, sem þegar er haf- in, svo og lagningu 132 kV strengjar að henni frá þegar byggðri aðveitustöð við Lækjar- teig. Hér er um að ræða lið I skipuiagðri uppbyggingu aðveitu- kerfis fyrir orkuveitusvæðið til að tryggja öryggi orkuflutnings i framtiðinni. Einnig ber að nefna lagningu nýrrar þrýstivatnspipu frá Árbæjarstíflu að Elliðaárstöð, en framkvæmd þessi er óvenju arðbær, þar sem með henni verð- ur unnt að lækka álagstoppana í orkukaupum frá Landsvirkjun. Framkvæmdir þessar, ásamt al- mennri aukningu og viðhaldi á kerfi Rafmagnsveitunnar, koma fram í sundurliðaðri fram- kvæmdaáætlun fyrirtækisins, en þar er einnig gerð grein fyrir þvi, hvernig kostnaður skiptist á hin ýmsu sveitarfélög á orkuveitu- 'svæðinu. Rafmagnsveitan hefur á yfir- standandi ári gert sérstakar ráð- stafanir til lækkunar rekstrar- kostnaðar hjá fyrirtækinu. Hafa störf m.a. verið stokkuð upp með skipulagsbreytingum og aukinni vélvæðingu og stöðum fækkað, þar sem kostur er á því. Ekki hefur verið ráðið nýtt fólk i stað starfsmanna, sem hætt hafa, en menn hafa i nokkrum tilvikum verið fluttir milli starfa. Þannig hefur nú verið fækkað um 14 stöður hjá þeim deildum R.R., sem aðsetur hafa i Hafnar- húsi, og jafnframt eru þar nú felldar niður 3 stöður, sem heim- ild var fyrir, en enginn var í á þessu ári. 1 bækistöðinni í Ármúla fækkar um l'/i stöðu, en 1 bætist við og auk þess taka vikukaupsmenn við 4 stöðum, sem fastir starfsmenn áður gengdu. Varðandi framangreinda stöðu- hækkun munar mest um þá fækk- un, sem varð vegna breytts inn- heimtufyrirkomulags, þegar álestrum var fækkað I 2 á ári, en notkun áætluð þess á milli með tölvu. Til þess að ná betur tökum á ýmsum vandamálum I rekstrin- um, hefur nú verið tekið upp ná- kvæmara kostnaðarbókhald en áður, og I gangi er skipulagt starf á sviði kostnaðarlækkunar að er- lendri fyrirmynd með svokölluð- um K/L eða cost reduction áætl- unum. Þessu starfi verður haldið áfram og stefnt að því að minnka mannahald og annan kostnað, án þess að draga úr þjónustu við rafmagnsnotendur. Á næsta ári er m.a. áformað að festa kaup á sérstökum búnaði, sem tengdur verður við tölvur Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- vikurborgar, og sem gerir starfs- mönnum R.R. í Hafnarhúsi kleift að svara fyrirspurnum notenda tafarlaust með því að líta á sjón- varpsskerm fyrir framan sig, eii þar er stöðugt hægt að kalla fram ferskar upplýsingar af tölvutekn- um skrám. Þetta mun spara bæði pappír og starfslið, veita notend- um bætta þjónustu og starfs- mönnum R.R. betri möguleika til eftirlits. Þessi þáttur í starfsemi R.R. er dæmi um þær hagræðingarað- gerðir, sem á hverjum tima eru í gangi hjá borginni og fyrirtækj- um hennar til að draga úr rekstr- arkostnaði. 0 Hitaveita Reykjavíkur Að þvi er varðar áætlun Hita- veitu Reykjavfkur er gert ráð fyr- Birgir fsl. Gunnarsson borgarstjóri. ir hækkun gjaldskrárinnar i 75 kr./rúmm. vatns, eða um 18.6%, en eftir þá hækkun áætlar hita- veitustjóri, að kostnaður húseig- enda á veitusvæðinu verði u.þ.b. 29.6% af þvi, sem kosta myndi að kynda með olíu. 1 þessu sambandi er vert að vekja athygli á, að sé miðað við upphaf verðstöðvunartimans árið 1970 og vísitala byggingarkostn- aðar og gjaldskrá Hitaveitunnar þá hvoru tveggja ákveðin 100, þá nemur gjaldskrá Hitaveitunnar nú aðeins 67% af vísitölu bygg- ingarkostnaðarins og eftir um- rædda hækkun 79%. Þessi hlut- fallslega lækkun á gjaldskrá mið- að við þróun byggingarvísitölunn- ar á þessu árabili er m.a. möguleg vegna stækkunar á veitunni og aukins markaðar bæði hér í Reykjavik, en einnig í nágranna- sveitarfélögunum. 1 þessu sambandi má einnig nefna, að samanburður við al- mennt timakaup I hafnarvinnu leiðir í Ijós, að þrátt fyrir áætlaða hækkun vatnsverðs væri samt hægt að kaupa 50% meira af vatni fyrir eitt timakaup en var árið 1970. Helztu framkvæmdir á vegum Hitaveitu Reykjavíkur á næsta ári er borun á þrem nýjum holum i Mosfellsdal og Reykjavík og tenging þeirra við safnæðakerfið svo og lögn siðasta áfanga Reykja- æðar II, þ.e. frá Elliðaám að geymunum á Öskjuhllð. Þá verð- ur reistur miðlunargeymir í Hnoðraholti við Hafnarfjarðaræð. Einnig verður haldið áfram lögn nýrra dreifikerfa bæði i Breið- holtshverfi, Árbæjarhverfi og iðnaðarhverfi við Vesturlands- veg. 0 Vatnsveita Reykjavíkur A vegum Vatnsveitu Reykjavlk- ur er nú unnið að síðasta stóra áfanganum, sem eftir er við lögn nýju aðalæðarinnar frá Heiðmörk og á honum að vera lokið i júlí á næsta ári. Um svipað leyti er áætl- að, að öðrum frágangi aðalæðar- innar verði lokið, alla leið að Gvendarbrunnum. Vmsum teng- ingum nýju aðalæðarinnar við eldra kerfi verður lokið síðla haust 1978. Á næsta ári er stefnt að þvl að ná nokkrum megináföngum í endurnýjun aðalæðanna og virkj- un nýrra vatnsbólanna, s.s. 0 1. taka í notkun nýju aðalæð- ina. 0 2. leggja niður opna sjálf- rennslisvatnsbólið frá árinu 1909. 0 3. virkja borholur á Jaðar- svæðinu, sem koma í stað þess vatns, sem nú fæst úr vatnsbólinu frá 1909, auk nokkurrar viðbótar vegna vaxandi vatnsþarfar. Með ofangreindum fram- kvæmdum er unnt að leggja niður trébrautirnar fra árinu 1923 auk þess sem nýja aðalæðin getur einnig komið í stað aðalæðarinnar frá 1947, þótt gert sé ráð fyrir að nýta hana enn um sinn. Kostnað- ur á næsta ári er áætlaður 100 millj. kf- við aðalæðina, kr. 45 millj. við ýmsar tengingar á aðal- æðum og kr. 130 millj. við virkjun Jaðarsvæðisins. Þá er gert ráð fyrir lögn dreifi- kerfis i samræmi við áætlun gatnagerðar um uppbyggingu nýrra byggingarhverfa fyrir u.þ.b. 111.5 millj.kr. I stjórnarnefnd veitustofnana eða borgarráði hefur ekki orðið ágreiningur um nauðsyn þeirra framkvæmda, sem nú hafa verið raktar, en hins vegar hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um, hvort hækka ætti vatnsskattinn umfram þá hækkun, sem væntan- leg er á fasteignamatinu, og ég hef áður gert að umtalsefni. Samkvæmt gildandi gjaldskrá er heimilt að hafa vatnsskattinn 0.15% af fasteignamati, en með bókun í 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. þ.m. er lagt til, að vatnsskatturinn verði ákveð- inn 0.115%, en það jafngildir 77.6% nýtingu á gjaldskránni og um 11.6% hækkun á vatnsskattin- um umfram það, sem endurskoð- að og framreiknað fasteignamat myndi gefa. Ef hækkun vatnsskattsstuðuls- ins fengist ekki myndi það jafn- gilda auknum lántökum um kr. 68.5 millj. og yrði þvf I frumvarp- inu að gera ráð fyrir lántökum, sem næmu samtals 145.3 millj., eða niðurskurði framkvæmda. Fyrirfram verður að ætla óliklegt og jafnvel óæskilegt, að mögulegt verði að taka svo há lán á næsta ári, en niðurskurður fram- kvæmda myndi aftur á móti hafa i för með sér, að fyrrnefndum framkvæmdaáföngum Vatnsveit- unnar yrði ekki náð fyrr en sum- arið 1979 og mætti þá reikna með miklum rekstrarörðugleikum á fyrri hluta þess árs og þar með mjög ófullnægjandi vatnsþrýst- ingi á vetrarvertíð. Þegar reikningar borgarsjóðs fyrir árið 1976 voru lagðir fram á s.l. sumri gat ég þess, að ég hefði óskað eftir því, að reikningar veitustofnana yrðu samræmdir til þess að auðvelda samanburð og að slfk samræming þyrfti að eiga sér stað við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1978. Stjórn endurskoð- unardeildar ásamt borgarbókara hafa átt fund með forstöðumönn- um veitustofnana um mál þetta, en þar mun hafa komið i Ijós, að málið var ekki eins einfalt og auð- velt úrlausnar og ætlað var í fyrstu. Stjórn endurskoðunar- deildar hefur þvi ákveðið að fresta málinu um sinn, þar sem hún hefur unnið að hugmyndum um enn frekari breytingar á reikningsskilun borgarinnar og vonazt er til þess, að frumtillögur um þetta efni verði lagðar fram á næsta ári. 0 Strætisvagnar Reykjavíkur Strætisvagnar Reykjavfkur eiga nú við vaxandi rekstrarerfið- leika að etja vegna mikillar hækk- unar rekstrarkostnaðar, sem ekki hefur reynzt unnt að mæta með Framhald á bls. 21 » • s. SVR eiga nú við vaxandi rekstrarerfiðleika að stríða. — Fargjaldatekj- ur eru innan við 68% rekstrargjalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.