Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 Berlínarmúrinn í Auslur-Þýzkalandi. Myndin sýnir hluta nýju dauðagildrunnar. 54.000 innflytjendur frá A-Evrópu í V-Þýzkalandi Bonn. .'i. janúar Reulor. YFIR 54.000 manns af þýzkum ætlum fluttust frá Austur Gvrópu til Vestur-Þýzkalands á síóasta ári aó sögn vestur-þýzka innan- ríkisráðune.vtisins. 38.811 manns komu frá Pól- landi, 10.962 frá Rúmeníu og 9.235 frá Sovétríkjunum. A Helsinkiráðstefnunni árið 1975 sömdu Vestur-Þjóðverjar og Pólverjar um að 120.000 þýzkætt- aðir Pólverjar fengju að flytjast til Vestur-Þýzkalands, en í stað- inn fengu Pólverjar peninga- greiðslur og ýmis konar efnahags- lega aðstoð. Nú hafa um 70.000 Pólverjar notfært sér þetta og komið til Vestur-Þýzkalarlds. Innflytjendurnir frá Sovétríkj- unum og Rúmeníu eru afkomend- ur Þjóðverja sem settust að á þessum slóðum á 12. öld. Lausn í sjónmáli seg- ir K.B. Andersen eft- ir viðræðurnar í íran Boumedienne reynir ad sætta Alsír og írak Beirút. 4. janúar. AP. HOUARI Boumedienne forseti Alsír reynir nú að sætta stjórnmálaleg- an ágreining Sýrlands og traks. Annan daginn í röð ræddi hann við leiðtoga traks í Bagdad, en hann heldur þaðan til Damaskus til viðræðna við Hafez Assad forseta Sýrlands, að því er ríkisútvarp trak skýrði frá í dag. Á sama tíma og Boumedienne reynir að sætta Sýrlendinga og Irak halda arabískir harðlínu- menn áfram að gagnrýna frum- kvæði Sadats til lausnar vanda- málunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Þá hafa Palestínumenn endurnýjað hótanir um pólitískar aftökur, þar sem palestínskur hryðjuverkahópur hefur sagst bera ábyrgð á morði Bajes E1 Jaabari sem skotinn var á vestur- bakka Jördan: Segja palestínu- menn Jaabari, sem var frændi borgarstjóra Hebron-borgar á vesturbakkanum, hafa unnið fyr- ir Israelsmenn á hertekna svæð- inu og vera landsvikara. Israels- Kennedy í Kína Peking, 4. janúar. Reuter HEIMSOKN öldungardeildarþing- mannsins Edwards Kennedys til Pek- ing lauk I dag með vinsamlegum viðræðum við aðstoðarforsætisráð- herra Kina, Teng Hisiao-ping. Við- ræðumar fjölluðu að mestu um ýmis alþjóðamál; meðal annars viku þeir litillega að tilraunum til að færa sambúð Bandarikjanna og Kina i eðlilegt horf. Kina hefur lýst þvi yfir, að Bandarik- in verði að slita öllum stjórnmála- og hernaðartengslum við Formósu, áður en hafizt verði handa um að bæta sambúð rikjanna Á morgun heldur Kennedy ásamt fylgdarliði sinu til Changsha, höfuð- borg Hunan-fylkis, en frá Kina fer hann 9 janúar. menn skýra hins vegar frá því að Jaabari hafi orðið fyrir skoti og látist í veiðiferð i nágrenni Hebr- on og að handtökur hafi átt sér stað í kjölfar atburðarins. Marxískur foringi Fylkingar- innar til frelsunar Palestinu, dr. George Habash, tók þátt í sátta- umleitunum Boumedienne í Bag- dad. Talsmaður hans sagði næsta öruggt mál að samkomulag næðist um að halda ráðstefnu arabískra harðlínuþjóða og hryðjuverka- samtaka sem hefði það að mark- miði að „auka andstöðuna við Sadat og Israel“. Sagði talsmaður- inn að írak, Sýrland, Alsir, Líbýa og Suður-Jemen myndu sækja ráðstefnuna sem verður haldin annaðhvort í Bagdad, Damaskus eða Alsír. Írak neitaði sem kunn- ugt er að taka þátt í fundi sömu þjóða í Lýbíu snemma í desember vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við nágranna sina í Sýrlandi. Löndin tvö eru undir stjórn andstæðra fylkinga Baath- flokksins. Atvinnuleysi eykst í Vest- ur-Þýzkalandi Wiesbaden, Vestur-Þv/kalandi 4. jan. AP. ATVINNULEYSI í Vestur- Þýzkalandi jókst lítillega í desember 1977, eða í 1.090.700 manns, sem er 4.8% vinnufærra manna að því er greint var frá í dag. Kaupmannahöfn 4. janúar AP. K.B. ANDERSEN, utan- ríkisráðherra Danmerkur, skýrði frá því í dag að í sjónmáli væri að Iranir af- VEÐUR víöa um heim Amsterdam 4 rigning Aþena 14 sól Berlín 2 sól Brússel 5 skýjað Kairó 14 sól Chicago + 7 skýjað Kaupm.h. 3 sól Frankfurt 6 rigning Genf 8 skýjað Helsinki +8 bjart Jerúsalem 6 rigning Jóhannesar- borg 20 skýjað Lissabon 17 skýjað London 9 bjart Los Angeies 14 rigning Madrid 15 sól Miami 17 skýjað Montreal +9 hjart Moskva 2 skýjað New York +3 bjart Osló 5 bjart Parfs 8 rigning Rómaborg 10 skýjað San Franeiscol3 rigning Stokkhólmur +1 skýjað Tel Aviv 11 rigning Vaneouver 1 skýjað Vínarhorg 7 skýjað léttu innflutningsbanni á dönskum vörum, sem Iran- ir settu fyrir skömmu. K.B. Andersen sagði þetta eftir að hann hafði átt við- ræður við íranskeisara og utanríkisráðherra landsins í Teheran, en þangað flaug K.B. Andersen gagngert í gær til að freista þess að ná sáttum í málinu. K.B. Andersen sagði við frétta- menn að ekki væri ástæða til að gera mikið veður út af þessu máli, sem hefði fyrst og fremst sprottið af misskilningi. K.B. Andersen greindi ekki ná- kvæmlega frá því hvernig málin hefðu verið til lykta leidd en sagði „að mjög bráðlega yrðu gerðar ráðstafanir í samráði við viðskiptaráðuneytið til að leita lausnar á málinu'1. Hann sagðist ekki vilja spá neinu^um hvenær innflutningshömlur Irana á danskar vörur yrðu felldar niður. Utanríkisráðherrann fer áleiðis til Danmerkur í kvöid, miðviku- dag. 314 létust í umferðar- slysum í USA um áramótin Chicago 4. jan. AP. 314 MANNS létust i umferðar- slysum í Bandaríkjunum frá 30. desember til 1. janúar. Spáð hafði verið að milli 300 til 400 manns myndu látast á þessu tímabili þrátt fyrir mikinn viðbúnað og eftirlit sem haft var á vegum. 1 fyrra létust 305 þessa daga. Mesta slysaár í Bandaríkjunum var um áramót 1964—1965 en þá létust 564 menn. Callaghan kominn til Bangla Desh Dacca. 4. janúar. Reuter. FORSÆTISRAÐHERRA Bret- K.B. Andersen lands, James Callaghan, kom til Dacca í dag, en Dacca er fyrsti viðkomustaður ráðherrans á ferðalagi hans um Indland og næstu lönd. Callaghan er fyrsti brezki ráð- herrann sem kemur í opinbera heimsókn til Bangla Desh. Hann átti í dag viðræður við forseta landsins, Ziaur Rahman, og fjöll- uðu þeir um stjórnmál og efna- hagsmál, auk þess sem þeir fjöll- uðu um hvernig Bretland gæti aukið umsvif sín í Bangla Desh. Þá ræddu þeir einnig um mögu- leikana á að Bretar taki við inn- flytjendum frá Bangla Desh. Callaghan hlaut góðar móttök- ur, enda meta íbúar Bangla Desh samband sitt við Bretland mikils sem og aðild sína að brezka heims- veldinu. Blaðamennska hættu legasta starf í heimi London, 4 jan AP BLAOAMENNSKA er a5 verða hættulegasta starf I heimi. Þetta kemur fram I skýrslu um árið 1977 sem alþjóðablaðamannafé- lagið (I Pl) hefur gefið út. IPI, sem i eru um 2.000 ritstjór- ar og útgefendur I yfir 60 löndum. hefur nú hafið alþjóðlega herferð gegn þeím þvingunum og hermdarverkum sem blaðamenn um allan heim sæta nú i dögum. í skýrslunni segír að aldrei fyrr hafi blaðamenn i Suður-Afriku verið jafn hart leiknir af stjórnvöldum og siðast liðið ár Ástandið i Argentinu og Uruguay. þar sem fjöldi blaða- manna hvarf eða voru handteknir, hefur aldrei fyrr verið jafn slæmt Á ítaliu var litið á blaðamenn sem tilvalin skotmörk hermdarverka- manna og þeir myrtu vararitstjóra blaðsins La Stampa, Carlo Caslegno í mörgum löndum var blaða mönnum ekki aðeins neitað um vinnufrelsi, heldur urðu þeir viða fyrir árásum. þeim var rænt og hald- ið i varðhaldi án réttarhalda IPI segir að frelsi blaðamanna sé ekki pólitiskt mál, heldur sjálfsögð mannréttindi Þá kemur einnig fram i skýrslunni að i sex löndum heíms var blaða- mönnum rænt. þeir voru myrtir i öðrum sex, pyntaðir i átta löndum og i að minnsta kosti 25 löndum sátu blaðamenn i fangelsi Litíð er fjallað um blaðamenn í kommúnistalöndunum, þar sem vit- að er að þar eru þeir beittir margvis- legum þvingunum og reynt að hafa áhrif á þá með öllum tiltækum ráð- um, þeir eru hnepptir i fangelsi, reknir úr vinnu, sendir i útlegð, neitað um vegabréfsáritun og meinaður aðgangur að opinberum skjölum gagnrýni þeir stjórnvöld á einhvern hátt Erlendir blaðamenn í kommúnistarikjunum verða oft fyrir aðkasti og þeir eru oft á tiðum hnepptir i varðhald í skýrslunni er fjallað um blaða menn i Líbanon sem voru hafðir i gislingu. á Spáni létu nokkrir lifið i sprengjutilræðum og féllu fyrir kúl- um hermdarverkamanna. i Frakk- landi og á ítaliu voru útvarpsstöðvar sprengdar i loft upp, blaðamaður féll fyrir skæruliðum i Mexikó. er- lendum blaðamönnum var misþyrmt í Laos og einn stunginn til bana i íran, og i siðasta mánuði var einn virtasti „rlendi fréttaritari brezka blaðsins Sunday Times drepinn í Egyptalandi I 35 löndum I heiminum er rit- skoðun stunduð en sú tala er vafa- laust mun hærri, því i flestum lönd- um heims er ritskoðun i einhverjum mæli. I skýrslunni er þrátt fyrir allt nokkra Ijósa punkta að finna Þar ber fyrst að nefna að þegar Indira Gandhi fór frá völdum i Indlandi i fyrra var neyðarástandi aflétt í land- inu. og blaðamenn endurheimtu frelsi sítt Þá leyfði Dóminikamska lýðveldið að skoðanir stjórnarandstæðinga fengju að koma fram i blöðum á Haiti voru leyfðar umræður um mannréttigdi og i Perú var banni á stjórnmálaritum aflétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.