Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. „Timburmenn” gera vart við sig Stundum leita menn á náöir áfengis til þess að gleyma um stundarsakir þjáningum líðandi stundar og komast hjá því að horfast í augu við veruleika, sem oft er bæði kaldur og grár. En það vita allir, að á eftir ölæðinu og þeim stuttu gleymskustundum, sem það veldur, fylgja ,,timburmenn“ og veruleikinn sjálfur kald- ari og erfiðari en nokkru sinni fyrr. Hér í okkar landi hefur verðbólguölæði ríkt í fjölda- mörg ár. Á miðju síðastliðnu ári, þegar tekizt hafði með þolinmæði og þrautseigju að þoka verðbólgunni niður á við um helming varð það niðurstaðan í kjarasamningum, að þjóðin væri ekki enn tilbúin til þess að þola þær þjáningar, sem fylgja ,,timburmönnum“ eftir langvar- andi ölæði. Þess vegna var ákveðið að taka einn „túrinn“ enn og á sumar- og haustmánuðum var samið um kaup- hækkanir, sem þýða, að á 12 mánuðum hafa laun hækkað um 60—80%. Það er alveg sama hversu lengi menn halda áfram að reyna að flýja veruleikann, hann nær tökum á þeim, sem undan honum flýja að lokum og þá er komið að skulda- dögum. Svo er komið fyrir okkur íslendingum nú. Við höfum leyft okkur þann munað að hækka laun okkar um 60—80% á 12 mánuðum. Á þessum sama tíma hækkuðu erlendar tekjur okkar um 10% og gengi krónunnar lækkaði um 11—12%, þannig að heildartekjur útflutn- ingsatvinnuvega okkar, sem við 'lifum á hækkuðu um 20—25% á þessu sama tímabili. Tekjuauki okkar hefur ekki dugað til þess að standa undir þeim auknu útgjöld- um, sem við ákváðum okkur til handa með launahækkun- um á síðasta ári. Enn munu launin hækka hinn 1. marz nk. og hófleg- ar áætlanir gera ráð fyrir, að laun hækki á þessu ári um 30%, en líklegra er, að það verði töluvert meira. Sá kaldi og grái veruleiki, sem við okkur blasir er einfaldlega sá, að ef við látum hér við sitja og neit- um enn að horfast í augu við staðreyndir munu und- irstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar, sjávarútvegur og fisk- vinnsla og margar greinar iðnaðar, stöðvast með vorinu og atvinnuleysi skapast. Þetta byggist vitanlega á því, að tekjur þessara atvinnugreina hafa ekki hækkað nægilega mikið til þess að standa undir 60—80% kauphækkun. Næstu mánuðir verða því tímabil hinna erfiðu en óumflýjanlegu ,,timburmanna“. Verðbólguölæðið er á enda. Um skeió gátum við haldið því uppi með stórfelld- um erlendum lántökum, en sú leið verður ekki farin öllu lengur. Nú stöndum við frammi fyrir erfiðri ákvörðun: annað hvort fljótum við sofandi aö feigðarósi og þá mun hjól atvinnulífsins stöðvast með vorinu og stórfellt at- vinnuleysi verða eða við gerum nauðsynlegar ráðstafan- ir til þess að koma í veg fyrir, að afleiðingarnar verði svo alvarlegar. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra benti á í áramótagrein sinni hér í Morgunblaðinu hverjar hiriar hefðbundnu leiðir væru þegar við slíkan vanda væri að etja. Hann sagði: ,,Að hækka krónutölu í íslenzkri mynt, sem fæst fyrir útflutningsvörur meö gengislækkun eða gengissigi; aö draga úr eða fresta kauphækkunum innan- lands og vöruhækkunum með samkomulagi — eða lög- bindingu; að styrkja útflutningsatvinnuvegina með fjár- framlögum af almannafé, sem fengið er með skattlagn- ingu á alla landsmenn.“ Enginn þessara þriggja kosta er góður. Alla þekkjum við, en vió vitum væntanlega líka að „timburmenn“ veróa ekki teknir út þrautalaust. Við höfum nokkrar vikur til þess að ræða um og íhuga, hverja þessara þriggja leiða við kjósum eða hlusta á raddir, sem fram kunna að koma um nýjar leiðir, sem e.t.v. kunna að vera til, en hugmyndir qkki komið fram um og þar af leiðandi ekki verið ræddar. Kortsnoi 1 jafn- Kortsnoj ,,náði“ jafntefli í 15. einvígisskákinni eftir að hafa tapað fjórum skákum í röð úndanfarið. Þetta jafntefli gæti komið Kortsnoj á sporið á ný og eflaust hefur þetta jafntefli eflt sjálfstraust hans á ný. Spassky beitti sinni frægu Tarraxh vörn sem hann hefur svo margsinnis gert og fékk við- unandi tafl. Ekki var þó loku fyrir það skotið að Kortsnoj hefði getað endurbætt tafl- mennsku sína i 19. leik, en engu að síður hefði jafntefli verið sennilegustu úrslitin. Skákin í heild var ekki við- burðarík en ákaflega þýðingar- mikil áfangi fyrir Kortsnoj sem virtist vera heillum horfin i síð- ustu skákum. Með jafntefli þok- ast hann sífellt nær takmarki sinu eða 10,5 vinningi. Spassky hinsvegar hefur þegar sýnt það í síðustu skákum að hann er til alls vís og því má telja að síð- ustu 5 skákir einvígisins geti orðið býsna spennandi. Næstu skák, nú 16, verður tefld á föstudag. 15. einvígisskák Hvítt: Kortsnoj Svart: Spassky Drottningarbragð (Tarraseh vörn) 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — c5. (Spassky beítir svokallaðri Tarrasch vörn sem er all algeng byrjun nú á dögum. Fyrrum þótti þessi byrjun ekki teflandi vegna þess að svartur fær stakt, einangrað peð á d5 sem stund- um reyndist erfitt að vaida til lengdar. Við skulum fylgjast með því hvort sú verði raunin í þessari skák) 4. cxd5 — exd5, 5. Rf3 — Rc6, 6. g3. (Ef 6. dxc5 — d4) 6. — Rf6, 7. Bg2 — Be7, 8. 0-0 — Be6, 9. dxc5. (Hvítur ein- faldar taflið með þessum leik og losar um spennuna. Til greina kemur lika 9. b3) 9. — Bxc5, 10. Bg5. (Þessi leik- ur miðar að uppskiftum og meiri einföldun stöðunnar. Kröftugra framhald sýnist vera 10. Ra4 — Be7, 11. Be3 með yfirráð yfir reitnum c5 í huga) 10. — d4. (Góður leikur; „veika“ peðið á d5 er orðið ógn- andi) vægi a ny 13. Rel (Eðlilegra framhald sýnist vera 13. Dd2 og síðan Hfdl með þrýstingi á d-peðið, en Kortsnoj fer öðruvísi að með sama markmið í huga þó). 13. . . . Be7, 14. Rd3 — Hb8, 15. Rf4 (Þrjá leiki hefur það tekið riddarann að komast á þennan fyrirheitna stað sem hann stendur líka ljómandi vel á. Spassky reynir eðlilega að halda sem Iengst í biskupa sína því þeir eru sterkari í þessari stöðu). 15.. .. Bf5, 16. Hcl — 0-0 (Svartur telur sig loksins geta eytt tíma í að hrókfæra. Spassky er álitinn einn helzti sérfræðingur í Tarrasch vörn svo eflaust hefur hann áður þurft að glíma við slíka stöðu). 17. Rc5! (Hvítur beinir nú þrýstingi að b7 peðinu, en hvít- ur verður líka að gæta peðsins á b2 eftir t.d. 18. Rxb7 — Hxb7, 19. Hxc6) 17.. . . Bg5, 18. Dd2 (Hvítur vill ekki fá tvípeð á f4, leiki svartur Bxf4) 18.... De7, 19. Hfdl? (Sterkara vár strax 19. h4 — Bh6, 20. Rxb7 — Dxb7, 2. Hxc6 — Dxb2, 22. Dxb2. 19.. .. Hfd8 — 20. h4 — Bh6, 21. Rxb7 (Hvítur telur sínum hag samt sem áður bezt borgið með þessu framhaldi því á þennan hátt missir svartur völdin á d-peðinu smátt og smátt). 21.. . . Dxb7, 22. Hxc6 — Dxb2, 23. Dxb2 — Hxb2, 24. Rd5. Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON það. Reyndar er d4 peðið í upp- námi en það líka jafnframt 'hvítu peðin á a2 og e2) 25. Hxd4 (Veika peðið í Tarr- asch vörninni er þá loksins far- ið og hvítur getur andað létt- ara. Hafi Kortsnoj í upphafi teflt til jafnteflis eins og margt bendir til færist hann sífellt nær því takmarki) 25 ... Be6 (Spassky fer sér að engu óðslega enda hlaupa ekki bæði burtu í einu). 26. e3 — Hxa2, 27. Rc3 (Hvítur gerir tilraun til að mynda sér frelsingja á d-línunni, en . .. 27 ... Hal, 28. Kh2 — Hxd4, 29. exd4 — Bd2, 30. d5 — Bxc3 (Svartur skiptir nú sjálfviljug- ur upp á biskup og riddara þar eð nú gat riddari hvíts farið að verða hættulegur). 31. Hxc3 — Bd7, 32. Hc7 — Ke8, 33. Hb7 — f5, 34. d6 og hér bauð Kortsnoj jafntefli sem Spassky þáði eftir stutta um- hugsun. Leikar standa þá þann- ig eftir 15 skákir af 20 að Kortsnoj hefur hlotið 8 vinn- inga en Spassky 7. Einn vinn- ingur skilur þá að og með hverju slíku jafntefli nálgast Kortsnoj markið en sá vinnur sem fyrstur hlýtur 10,5 vinn- ing. ^...rnm m.....mm... i ®!--H "Á ¥v-,í IHI • WM. m Éll 1 Staðan eftir 24. leik hvíts. 24.... Kf8! ( (Hvítur hótaði að vinna mann með Re7 og síðan Rxf5, en svartur á ekki í erfið- leikum með að koma í veg fyrir Lokastaðan. Nýr borgarstjóri I New York Ed Koch (til vinstri) sver eimbættiseið. Fyrir miðri mynd er forseti hæstaréttar New York l.eond H. Sandler.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.