Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1978 Ellert B. Schram í fjárlagaumræðunni: Aðeins 280milljónir af 15 millj- arða hækkun f járlaga vegna tillagna f járveitinganefndar ELLERT B. Schram (S) var á síðast liðnu hausti kjörinn til setu í fjárveitinganefnd Alþin«is og við þriðju umræðu fjárlaga- frumvarpsins fyrir jól flutti hann ræðu þá, sem hér fer á eftir: Ég hélt því fram í ræðu hér fyrr í haust, að störf fjárveitinga- nefndar væru meira og minna handabakavinnubrögð, en mér er skylt að taka það framk að hér er ekki átt við vinnubrögð eða starf þeirra einstaklinga, sem í nefnd- inni sitja. Reynsla mín af þessum nefndarstörfum eftir nokkurra vinka dvöl í fjárveitinganefnd er miklu fremur sú, að það sé lengur eða betur unnið en ég hef átt að kynnast annars staðar í nefndum hér í þinginu. Samstarf hefur alla jafnan verið gott og enda þótt upp úr sjóði í stöku tilvikum, þá er mér ljúft að þakka öllum nefndar- mönnum fyrir samskiptin og þó éinkum formanni, sem hefur af Ijúfmennsku sinni og lipurð stýrt þessum óstýriláta hópi í gegnum brim og boða. En þegar ég tala um handabakavinnubrögð, þá á ég við að fjárveitinganefnd hefur hlægilega lítinn tíma til að setja sig inn í mál eða ná yfirsýn yfir alla þá málaflokka, sem felast í fjárlagafrv. Nefndinni gefast að- eins örfáar mínútur til þess að fá upplýsingar hjá hverjum og ein- um forstöðumanni hinna stóru ríkisstofnana, of mikill tími fer í hin smærri erindi og öll vinnuað- staða er mjög bágborin. Yfirleitt eru mjög takmarkaðir möguleikar til að móta heildarstefnu í fjár- veitinganefnd. Þetta þarf að laga. Nú er það svo eins og endranær, að Fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráðuneytisins ásamt með ráðuneytinu hefur unnið í langan tíma að gerð fjárlagafrum- varpsins og vitaskuld eru málin til meðferðar undir almennri leið- sögn fjármálaráðherra. Þetta er engan veginn óeðlilegt og dregur alls ekki úr þýðingu eða áhrifum Alþingis, en þau áhrif eru hins vegar ekki eins umtalsverð í raun vegna þeirrar aðstöðu og tíma- skorts, sem hrjáir þar fjárveit- ingarnefnd. Ég er hins vegar sannfærðari um það en áður, að nefndin gæti með lengri starfs- tíma og betri aðstöðu haft miklu meiri áhrif til jákvæðrar áttar. Með því á ég við, að hún gæti orðið fjármálaráðherra til meiri stuðnings við framkvæmd þeirrar stefnu, sem hann og viðkomandi ríkisstjórn fylgja hverju sinni í fjárhags- og efnahagsmálum. Nefndin gæti styrkt hagsýsluna í þeirri viðleitni að gæta aðhalds og koma í veg fyrir bruðl og óhóf. Og nefndin hefur betri aðstöðu til að veita forstjórum og stofnunum lið, þegar brýn mál eru á ferðinni sem ekki komast alla leið í gegn- um kerfið vegna seinagangs eða skilningsleysis. Ég held sem sagt, að fjárveitingarnefnd geti vissu- lega orðið það stjórntæki og það áfl, sem stjórnarskráin ætlar Al- þingi og trúnaðarnefndum þess. Tillögur ráðunoyta og stofnana voru skornar niður um 18 milijarða við samn- ingu frumvarpsins Ég tek undir þau sjónarmið, að fjárveitinganefnd fái umboð til starfa allan ársins hring og hún fái að fylgjast með fjárlagagerð mun fyrr á haustin. Þetta tengist þeirri breytingu, sem ég tel óhjá- kvæmilegt að gerð yerði á þing- störfum almennt. Vandi fjárveit- inganefndar var óvenjumikill að þessu sinni. Auk þeirra 14—15 milljarða kr. hækkun, sem þurfti að laga fjárlagadæmið um vegna launahækkana og annarra af- leitra ástæðna, þá reyndist svig- rúm nefndarinnar minna af þeim ástæðum, að frumvarpið gerði ráð fyrir, að opinberar framkvæmdir drægjust saman um 5% á fyrra ári og hagsýsludeild fjármála- ráðuneytisins hafði við frum- varpsgerðina skorið beiðni ráðu- neyta og stofnana niður um hvorki meira né minna en 18 millj. kr. Þegar rætt er um nauð- syn þess að Alþingi gæti aðhalds og skeri niður fjárlög, þá hafa menn sjaldnast í huga, að niður- skurður af þessari stærðargráðu hefur þegar farið fram, þegar frumvarpið er endanlega samið og lagt hér fram á hinu háa Al- þingi. Að þessu leyti hefur svig- rúm fjárveitinganefndar verið ákaflega lítið og felst helst í því að standa af sér ásókn ráðuneyta og stofnana til að koma fram þeim málum, sem hagsýslan hefur áður skorið. Ég vek athygli á því að af þeim tillögum, sem — að enda þótí frumvarpið hafi hækkaö um 15 milljarða eða svo við meðferð þingsins, þá er meginhluti þeirrar hækkunar af annarra völdum en vegna tillagna fjárveitinganefnd- ar. Nefndin hefur hækkað frum- varpið eftir þvi sem ég kemst næst um 480 millj. kr. og þar af eiga hækkunartillögur hennar rætur sínar að rekja i um 200 millj. kr. óhjákvæmilegum leið- 1 réttingum og þá standa eftir um 280 millj., en það eru tæplega 0.2% af heildarútgjöldum ríkis- sjóðs. Af öllu þessu má sjá svo að ekki verður um villst, að bæði hjá ráðuneytum og hagsýslu og ekki síst hjá fjárveitinganefnd Alþing- is hefur þess verið gætt, að fjár- lög færu ekki gersamlega úr böndum og ég tel, að hlutur fjár- veitínganefndar sé sérstaklega at- hyglisverður að þessu leyti og sýnir vel og sannar, að þingið hefur eða a.m.k. meiri hluti nefndarinnar hefur fyrir sitt leyti gert sitt til þess að halda ríkisút- gjöldum niðri. Umsvif ríkisins of mikil og báknið þarf burt Sighvatur Björgvinsson gerði stefnu ungra sjálfstæðismanna um báknið burt hér að umtalsefni fyrr í dag. Og hann spurði sjálfan Ellert B. Schram. sig og þingheim að þvf hvers vegna þessi stefna væri sett fram um þessar mundir og taldi það vera gagnrýni á núverandi rikis- stjórn. Ég vil hins vegar svara því svo, að ég hygg, að þessi stefna sé sett fram einmitt á þessum tíma vegna þess að ungir sjálfstæðis- menn gera sér meiri vonir um það að ná árangri i niðurskurði á bákninu við aðstæður, sem nú ríkja heldur en þegar aðrir eru við stjórnvölinn hér á landi. Ég tek lika eftir því að í nýsam- þykktri stefnuyfirlýsingu Alþýðu- bandalagsins er sérstaklega vikið að þessu máli og þar er farið allmörgum orðum um nauðsyn þess, að ríkisrekstur sé skorinn niður og að því leyti er talað þar í sama anda eins og ungir sjálf- stæðismenn hafa gert og mér sýn- ist, að þeir séu ekki í slæmum félagsskap að því leyti. Ég er i hópi þeirra, sein telja umsvif rík- isins of mikil og báknið þurfi burt. Mér er kunnugt um, að sér- stök nefnd er nú i þann mund að skila tillögum um niðurfellingu nokkurra ríkisfyrirtækja og fjár- málaráðherra las upp bréf frá þessari nefnd nú fyrr í þessari umræðu, þar sem fram kemur, að nefndin hefur nú þegar gert til- lögur um, að tvö fyrirtæki séu lögð niður og skilað verði tillög- um um önnur tvö nú alveg á næst- unni. Afram þarf að halda á þess- ari braut og ná fram því mark- miði, að atbeini ríkisins í rekstri fyrirtækja og þjónustu, sem aðrir geta séð um, sé í algeru lágmarki. Slíkar breytingar mundu verða til mikilla bóta og hreinsúnar. Hitt er svo rétt að hafa í huga, að þær myndu ekki lækka svo mjög út- gjöld ríkisins eða niðurstöðutölur fjárlaga. Þar þarf því annað að koma til. Langstærstu útgjaldaliðir fjár- laga felast í heilbrigðis- og menntamálum annars vegar og hins vegar í fjölda starfsmanna í þjónustu ríkisins í þessum mála- flokkum og öðrum. Það er t.d. ómótmælanleg staðreynd, að hjá stærsta fyrirtæki landsins, Pósti og síma, stafa 60% útgjalda af beinum launagreiðslum. Vel má vera, að einhverjir sem heimta „báknið burt“ vilji draga úr heil- brigðisþjónustu og fræðslu skól- anna, en ég er ekki í þeirra hópi. Félagslegt öryggi og fullkomin heilbrigðisþjónusta og öflugt fræðslukerfi eru forsendur vel- ferðar- og menningarþjóðfélags. Hitt er rétt, að í þessum efnum sem flestum öðrum þarf að gæta hagræðingar og ráðdeildar óg skynsamlegrar nýtingar á því óhemju fjármagni, sem til ríkis- rekstursins rennur. Og það þarf með einhverjum ráðum að draga úr hinu fasta starfsliði og hinum mikla kostnaði, sem felst í yfir- byggingunni sjálfri. Starfsmenn ríkisstofnana sjálfra, svo og hagsýsludeild og fjármálaráðuneyti gera að sjálf- sögðu sitt besta i þessum efnum og fjármálaráðherra hefur sýnt mjög virðingarverða viðleitni i þessa átt. Ég hef þá skoðun, að aldrei verði náð neinum tökum á þessu vandamáli og fulls aðhalds gætt nema Alþingi, alþingismenn og almenningur fái, sem gleggstar upplýsingar hverju sinni. Það er i sjálfu sér eðlilegt, að forstjórar stofnana og það fólk, sem vinnur að hverju einu máli sæki á um hækkaðar fjárveitingar og meiri umsvif. En enginn aðili er betur til þess fallinn en einmitt fjárveit- inganefnd og Alþingi að sinna því hlutverki að ná yfirsýn yfir verk- efnin og þarfirnar í heild sinni, að velja og hafna, raða verkefnum og leggja pólitískt mat þar á. Lenska að halda því við, sem einu sinni hefur verið samþykkt Á þeim stutta tíma sem fjárveit- inganefnd sat að störfum reyndist útilokað að fara svo ofan í saum- ana á stærri málaflokkum, þannig að leggja mætti fram itarlegar tillögur um breytingar og niður- skurð. En augljóst er, að viða þarf að taka til höndum. Inn í fjárlög- um eru fjölmargir liðir, sem þurfa endurskoðunar við. Hér virðist t.d. lenska að halda því við, sem einu sinni hefur verið sam- þykkt. Vanrækt er mjög viða að hækka tekjur og jafnvel leggja á gjöid fyrir þjónustu, sem ríkis- stofnanir veita og í skjóli hefðar og sterkra stuðningsmanna er við- haldið ýmsum rikisrekstri, sem löngu ætti að vera lagður af. Eitt það alvarlegasta sem ein- kennir fjárlagagerðina er sú til- raun einstakra sveitarfélaga og hagsmunasamtaka að sækja stöð- ugt um fjárveitingar inn á fjárlög, sem Alþingi er búið að fela öðrum aðilum að annast, og þá hef ég einkum og sér í lagi Byggðasjóð í huga. Mér er engin launung á því að þessi þróun veldur mér nokkr- um áhyggjum og hefur augljós- lega þau áhrif, að sífellt stærri hlutur fer til hinna dreifðu byggða á kostnað þéttbýlisins. Ef þessir aðilar halda áfram að sækja um fé, bæði hjá Alþingi á fjárlögum og eins hjá þeim sjóðum, sem eiga að annast fjár- veitingar til viðkomandi verk- efna. Ef þessu heldur fram sem horfir er óhjákvæmilegt að mínu mati að taka til algerrar endur- skoðunar stöðu Byggðasjóðs og samspil sjóðsins og fjárlaga. 1 þessu sambandi vil ég taka fram, að ýmsar þær ábendingar og til- lögur, sem ég hef gert í fjárveit- inganefnd hér að lútandi og m.a. myndu leiða til lækkunar, hafa ekki náð fram að ganga nema að mjög óverulegu leyti og það hefur ollið mér vonbrigðum. Ég vil einnig taka fram, að ýmsar þær tillögur sem nefndin gerir til breýtínga á frumvarpinu eru mér ekki að skapi. Slíkt fylgir senni- lega nefndarstarfi af þessu tagi. Aukin framlög til íþrótta- og æskulýðsmála skila sér í þrótt- meira og öflugra starfi Ég vil á hinn bóginn þakka nefndinni ýmsar breytingar, sem til bóta og framfara horfa. Fjár- veiting til æskulýðs- og íþrótta- mála hefur t.d. hækkað mjög verulega á þessu ári, meira en dæmi eru til um áður. Fjárveiting til íþróttasambands Islands hækkar um nær 100% og fjárveit- ing til Ungmennafélags Islands hækkar utn tæplega 90%. Þessar fjárveitingar eru mikils metnar af íþróttahreyfingunni, æskulýðs- hreyfingunni og hún mun án efa skila sér i þróttmeira og öflugra starfi fyrir land og þjóð. Framlög til lista og menningarmála hækka einnig mjög myndarlega sam- kvæmt tillögum fjárveitingar- nefndar. Almenn aðhaldsstefna og sú stefna ríkisstjórnarinnar að draga úr opinberum framkvæmdum hefur að sjálfsögðu bitnað á skóla- og sjúkrahúsabyggingum og þeim fjárveitingum, sem til þeirra eru ætlaðar. Þetta kann að vera gagn- rýnt, en það er ekki bæði hægt að halda og sleppa og ef við viljum hægja á verðbólgunni og draga úr spennunni og halda hækkun i skefjum, þá verður hið opinbera að ganga á undan og ég fýlgi þeirri stefnu. Öli sveitarfélög landsins, sem standa í slíkum framkvæmdum eins og skóla- og sjúkrahúsabyggingum munu að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.