Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 25 Albert Guðmundsson; Framlög til slysa- deildar Borgar- spítalans eru til heilla fyrir alla landsmenn sjálfsögðu gjalda þessarar stefnu. Það sama á við um Reykjavík eins og önnur sveitarfélög. Eins og áður er þörfin hér í Reykjavík fyrir ýmsar þjónustubyggingar, skóla, sjúkrahús, dagheimili, íþróttamannvirki mjög mikil og hún kallar á fé. Sömu sögu er að segja frá öðrum byggðarlögum um land allt, Beiðnir og kröfur koma frá þeim öllum um fyrir- greiðslu og fjárveitingar til mann- virkjagerðar. En það er fjarri því að fjárveitinganefnd hafi getað sinnt þeim öllum nú frekar heldur en nokkru sinni áður. Hlutur Reykjavíkur hefur ekki verið fyrir borð borinn innan ramma aöhaldsstefnu Með hliðsjón af aðhaldsstefnu og takmörkuðu svigrúmi leyfi ég mér að halda því fram, að hlutur Reykjavíkur hafi ekki verið fyrir borð borinn. Framlög til skóla- bygginga í Reykjavfk eru nú 238 millj. tii grunnskóla, eru 17,4% af heildarfjármagni og í fjárveit- ingatillögum er gert ráð fyrir því að fé sé veitt til allra þeirra skóla, sem farið var fram á að fá fjár- veitingar til. Og til fjölbrauta- skóla er hlutur Reykjavíkur 236 millj. af 293 millj. kr., sem fjár- lagafrumvarp og tillögur gera ráð fyrir þannig að að því leyti er hlutur Reykjavíkur mjög góður hann nánast fær alla fjárveiting- una. íþróttasjóður hafði umleikis nú samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 247 millj., en til Reykjavikur ganga af því 102 millj. eða 41.3 %. Dagvistunarheimili fá í sinn hlut 180 millj. Til Reykjavíkur ganga 60 millj. eða um 33% og inn eru tekin þau mannvirki, þeir leik- skólar, dagheimili, sem lögð var áhersla á af stjórnvöldum borgar- innar. Varðandi sjúkrahúsmálin er um þau að segja, að upphaflega hafði heifbrigðisráðuneytið gert tillögur um 2,3 milljarða inn á fjárlög og af þeirri upphæð skyldi samkvæmt tillögum ráðuneytisins ganga 230 millj. til Reykjavíkur. Þegar frumvarpið hafði endan- lega verið frágengið, hafði þessi upphæð, sem frá heilbrigðisráðu- neytinu kom verið skorin niður um einn milljarð, hvorki meira né minna. Af þessum 1.3 milljarði kr. fara 200 millj. til framkvæmda í Reykjavík. Inn er tekin heilsu- gæslustöð í Breiðholti, í Mjódd- inni í Breiðholti, sem borgar- stjórn hefur lagt mikla áherslu á, en að svo miklu leyti sem ekki er hægt að taka fullt tillit til beiðnar borgarstjórnar Reykjavíkur, þá hefur það komið niður aðallega á verðbótum, en mjög hefur verið undir hælinn lagt á undanförnum árum hvort verðbætur hafa verið greiddar. Það má að sjálfsögðu gagnrýna og er ekki til sóma, en í tillögum fjárveitingarnefndar hefur þó verið gengið inn á þá braut að taka tillit til verðbóta að nokkru leyti. Hlutfall Reykjavík- ur í fjárveitingum til heilbrigðis- mála eru 16% og er allóhagstætt, en skýringar á þesSu eru fólgnar m.a. og aðallega í því að nú er verið að byggja eða að fara af stað byggingar stórra sjúkrahúsa, m.a. á Isafirði og Akureyri, sem kalla á mikið fé. Hlutur Reykjavíkur í heilbrigðismálum hefur því miður verið allslakur mjög lengi. Á árabilinu 1970—1977 var fram- kvæmdakostnaður á heilbrigðis- mannvirkjum hér í Reykjavík orðinn 892 millj. og af því hafði ríkissjóður greitt 277 millj. kr. en átti með réttu að vera 732 millj. Hreinar umframgreiðslur hjá borgarsjóði með hliðsjón af nýtingu þessara heilbrigðismann- virkja var því að mati borgaryfir- valda og heilbrigðisyfirv.alda hér í borg 444 millj. 30—40% sjúklinga slysadeildar Borgarspítalans utan af lands- byggöinni Alvarlegasta dæmið í þessum efnum er slysadeildin og get ég tekið undir það, sem fram kom hjá Albert Guðmundssyni þar að lútandi, þar sem hann rakti hversu aðstaða slysadeildar væri orðin slæm og hversu aðkallandi væri nú að gera þar bragarbót á. slysadeildin er að sjálfsögðu ekki rekin fyrir Reykvíkinga eingöngu, heldur þjónar hún allri landsbyggðinni og það er sam- kvæmt skoðun hjá þeim, sem leita til slysadeildarinnar, hjá þeim leita til slysadeildarinnar, þá mun vera um 30—40% sjúklingar utan af landsbyggðinni. Þessi deild hefur sérhæft sig við að taka á móti slösuðu fólki. Þar starfar sérhæft fólk og aðstaða þess er nú orðin sú, að það er algerlega óað- gengilegt og óviðunandi. Þess vegna var fullur hugur á því að gera þar lagfæringu á og veita allverulegri upphæð til slysa- deildarinnar, en þegar til átti að taka var dregið fram bréf, þar sem upplýst var að við samninga á greiðslum milli ríkissjóðs og borg- arsjóðs á B-álmu hafi verið stað- fest af báðum aðilum og ekki síst Reykjavikurborg, að B-álman hefði algeran forgang hvað sjúkrahúsbyggingar í Reykjavík varðar. Þetta breytir ekki því að sú fjárveiting, sem gengur nú til slysadeildarinnar er allt of lág eða um 60 millj. og gerir eingöngu kleift að taka í notkun um 40% af hinni nýju hæð slysadeildarinnar. Önnur mál, sem varða Reykja- vík og hafa þýðingu fyrir þetta byggðarlag, má nefna svo sem málefni Rafmagnsveitu Reykja- víkur, sem fengu góða fyrir- greiðslu frá nefndinni. Nefndin hefur jafnframt samþykkt fjárveitingu eða ríflegar fjárveit- ingar til byggingar skólahúss að Lyngási hér inni i Háaleitis- hverfi. Dómprófastur í Reykjavík hefur fengið góða fyrirgreiðslu og svo mætti áfram telja. Ég vil líka sérstaklega nefna í þessu sambandi þau iög, sem Al- þingi er nú um þær mundir að samþykkja, sem fela það í sér, að lífeyrissjóðir kaupi verðtryggð skuldabréf allt að 40%. Þessi lög eru að mínu mati gölluð í grund- vallaratriðum, því að það er ekki geðfellt að þurfa að skylda lífeyr- issjóði til þess að ráðstafa sínu fé með einum eða öðrum hætti, en þau hafa þó þann kost í för með sér, að fé lífeyrissjóðanna ætti að geta beinst til ýmissa þeirra sjóða, sem styðja atvinnulíf, þ.á m. hér í Reykjavíkvík. Ég hef talið nauðsynlegt, herra forseti, að gera nokkra grein fyrir þessum málum, sem snúa að Reykjavík vegna tillögu, sem fram hafa komið um hækkun fjár- veitinga til opinberra frarn- kvæmda í Reykjavík. Það er rétt sem hér kom fram áðan, að hald- inn var fyrir nokkru sameiginleg- ur fundur þingmanna og borgar- fulltrúa og þar gerði ég skilmerki- lega grein fyrir tillögum fjárveit- inganefndar varðandi Reykjavik og skýrði afstöðu mfna og árangur i nefndinni. Þegar nú er fullyrt í þessum umræðum að þeir, sem ekki vilja skrifa upp á hækkunar- tillögur upp á 296 millj. til mál- efna hér i Reykjavik, að þeir vilji ekki standa að tillögum borgar- stjórnar, þá er rétt að taka eftir- farandi fram, a.m.k. hvað mig varðar. Ríkisstjórn sú, sem ég stend að og styð, hefur markað ákveðinn fjárlagaramma. Hún hefur lagt áherslu á að draga úr opinberum framkvæmdum og ég hef starfað við þau skilyrði og í samræmi við þau markmið, sem sett hafa verið. Ég tel, að nefndin hafi í öllum aðalatriðum þ.e.a.s. fjárveitinga- nefnd, hafi í öllum aðalatriðum gert fjárveitingar til Reykjavíkur eins og aðstæður hafa leyft og bendi á, að fleiri sveitarfélög i Reykjavík þurfa að sætta sig við niðurskurð og flest öll mun meiri af framangreindum ástæðum. Um það má að sjálfsögðu deila, hvort þessar fjárveitingar séu nægar og ég legg það í dóm hvers og eins, en ég treysti mér ekki til þess að skrifa upp á tillögur, sem gera ráð fyrir hækkun á fjárlögum 296 millj. króna og kemur þar tvennt til. t fyrsta Iagi hef ég nú þegar skilað tillögum sem nefndarmað- ur í fjárveitinganefnd og mun standa að þeim og samþykkja þær. I öðru lagi mun ég ekki standa að slíkum hækkunartillög- um eftir að vera búinn að berjast Framhald á bls. 21. ALBERT Guðmundsson (S) flutti við þriðju umræðu fjárlaga- frumvarpsins nokkrar breyt- ingartillögur ásamt 5 öðrum þing- mönnum, Magnúsi Kjartanssyni (Alþb.), Gylfa Þ. Gíslasyni (A), Eggert G. Þorsteinssyni (A), Eðvarð Sigurðssyni (Alþb.) og Svövu Jakobsdóttur. t ræðu, sem Albert flutti við þessa umræðu mælti hann f.vrir tillögunum og sagðist í upphafi vilja mótmæla, því sem komið hefði fram í einu dagblaðanna að með flutningi sínum á þessum tillögum ásamt stjórnarand- stæðingum væri hann að skipa sér í lið stjórnarandstæðinga. Hann flytti þessar tillögur sem þing- maður Reykjavfkur og hefði boöið öllum þingmönnum, sem kjörnir væru af listum í Reykja- vík að flytja tillögurnar með sér en það hefðu aðeins veriö fimm, er vildu fylgja tillögunum ásamt sér. Mælti Albert fyrst f.vrir tillögu þess efnis að gjaldfærður stofn- kostnaður við Fjölbrautaskólann í Breiðholti yrði hækkaður úr 235 milijónum króna í 295 milljónir. Vitnaði Albert í þessu sambandi í bréf, sem borgarst jórinn í Reykjavík sendi fjárveitingar- nefnd Alþingis og einnig kjörn- um alþingismönnum Iteykja- víkur. 1 bréfi borgarstjóra sagði „að samkvæmt bréfi stjórnar- nefndar Fjölbrautaskólans í Breiðholti frá 8 f.m. til fræðslu- ráð þarf fjárveiting til frekari framkvæmda við skólann að nema 295 millj. króna á næsta ári. Sú fjármögnun kemur öll i hlut ríkissjóðs. Illutur borgarsjóðs í þeim framkvæmdum greiðist með endurgreiðslum ríkissjóðs vegna byggingar sundlaugar og C-álmu skólans, en síðar mun fyr- irhugað, að húsnæðisinneign borgarsjóðs gangi þar upp í nýjar framkvæmdir." Þá gerði þingmaðurinn grein fyrir tillögum um hækkun ýmissa liða til hyggingar sjúkrahúsa. F.vrst nefndi hann tillögu um að framlag til þjónustudeildar Borgarspítalans yrði ha'kkað úr 60 milljónum I 165 milljónir króna. Sem röksuðning las Albert úr fyrrnefndu bréfi borgarstjöra en þar segir: „1 samræmi við ákvörðun samstarfsnefndar um opinherar framkvæmdir sem staðfest var með bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 6. ágúst 1975, á fjárveiting til bygg- ingar þjónustuálmu Borgarspít- alans að vera kr. 60 millj. Fram- lög þessi hafa ekki hækkað í sam- rænii við raunverulega hækkun kostnaðar. Þyrfti framlagið að hækka í a.m.k. kr. 100 milljónir á næsta ári til samræmis við hækkun byggingarvísitölu á ofan- greindu tímabili." Taka verður tillittil kustnaðar hækkana Albert sagði að hér væri um það að ræða að taka tillit til kostn- aðarhækkana, sem orðið hefðu frá þvi að fyrrnefnt samkomulag var gert og vitnaði til bréfs borg- arstjóra þar sem sagði: „Áðurgreind ákvörðun sam- starfsnefndarinnar var miðuð við verðlag í marz 1975 og áætlaði hluta ríkisirts. af kostnaði kr. 280 millj., sem dréifast skyldi á árin 1975—1980. Utlagður kostnaður vegna framkvæmdanna nú i árs- lok verður hins vegar um 303 millj. kr. Framlag ríkissjóðs til sama tíma hefur þá orðið 120 millj. kr., eða tæpl. 40%. Ef tima- áætlun verksins á að haldast óbreytt, þ.e. að unnt verði að taka slysadeildina í notkun á næsta ári, þ.vrfti að verja 235 millj. kr. til byggingarinnar á árinu 1978. Að óbreyttu hefði ríkissjóður þá greitt 180 millj. kr. af 538 millj. kr. kostnaði, eða um 33.5%. Auðséð er, að borgarsjóður fær með engu móti risið undir því að taka á sig þetta mikinn hluta rikissjóðs og er það þvi eindregin Albert Guðmundsson. ósk borgaryfirvalda, að framlag ríkissjóðs til byggingarinnar á næsta ári verði ákveðið ekki lægra en 165 millj. kr. í þessu sambandi er rétt að benda á, að á s.l. ári komu rúml. 50 þús. sjúklingar á slysadeild Borgarspítalans, þar af voru 67,5% Reykvíkingar, en 32,5% eða rúml. 16 þús. sjúklingar með búsetu utan Reykjavíkur og má raunar segja, að hlutur þeirra geri stækkun deildarinnar nauðsynlegri en ella." Sagði Albert að af þessu mætti vera ljóst að slysadeild Borgar- spitalans þjónaði ekki eingöngu borgarbúum heldur gegndi hún mikilvægu hlutverki fyrir lands- menn alla. Framlög til slysa- deildarinnar væru því til heilla fyrir alla landsmenn. Ein tillaga þingmannanna sex gerði ráð fyrir að framlag til lang- legudeildar Borgarspitalans, B- álmu, yrði hækkað úr 80 millj. í 88 milljónir króna. Albert minnti í þessu sambandi á að úrbætur i kjölfar tilkomu B-álmunnar rýmkuðu um legupláss sjúklinga, sem kæmu til meðferðar á slysa- deild spítalans. 1 samningi ríkis og borgar um byggingu B- álmunnar heföi kostnaðaráætlun verið miðuð við verðlag í marz 1977 en ákvæði væru í samningn- um þess efnis að samningsaðilar myndu stuðla að þvi, að framlög hækkuðu í samræmi við raun- verulega hækkun byggingar- kostnaðar frá og með árinu 1978 og samkvæmt þvi þyrfti framlag ríkissjóðs að vera um 88 milljónir króna á næsta ári. Næst gerði Albert grein fyrir breygingatillögu um að hækka framlag til sjúkrahússins í Arnar- holti úr 35 milljónum í 70 milljón- ir og sagði að samkvæmt samningi milli ríkis og borgar frá árinu 1974 um byggingu 2. áfanga við sjúkrahúsið í Arnarholti væri gert ráð fyrir að ríkissjóður greiddi árið 1978 krónur 16 milljónir, þó með þeim fyrirvara að samningsaðilar myndu stuðla að því, að framlög rikissjóðs frá og með árinu 1975 hækkuðu i samræmi við raunverulega hækkun kostnaðar við bygg- inguna. Albert sagði að kostn- aðaráætlun hefði verið miðuð við byggingarvísitölu 689 stig en nú væri vísitalan 3148 stig og til að fullnægja þessu ákvæði samningsins þyrfti framlag ríkis- sjóðs á árinu 1978 þannig að vera um 73 milljónir króna. Ljúka þarf hönnun og hefja fram- kvæmdir við heilsugæzlustöð í Breiðholti I Tvær tiilögur voru gerðar um hækkun á framlögum til heilsu- gæzlustöðva í Reykjavik. Albert og meðflutningsmenn hans gerðu tillögu um að skuldagreiðsla til heilsugæslustöðvar i Arbæjar- hverfi hækkaði úr 5 milljónum i 10 milljónir. Sagði Albert að kostnaður við heilsugæzlustöðina í Arbæ væri áætlaður rúml. 85 milljónir króna og næmi hlutur ríkissjóðs um 72.5 milljónum króna. Þar af hefði ríkissjóður greitl 62,5 milljónir og næmu því eftirstöðvar um 10 milljónum króna, sem áætla þyrfti fyrir á árinu 1978. Albert sagði að nú væri unnið að undirbúningi heilsugæslu- stöðvar i Breiðholti I (Mjóddinn i) og sagði hann breytingartil- löguna gera ráð f.vrir að framlag rikissjóðs á næsta ári yrði ha'kkaö úr 3 milljónum i 20 milljónir. Borgarstjóri hefði í bréfi sínu tálið nauðsynlegt að fá framlag úr rikisjóði til þessarar heilsugæslu- stöðvar, svo að unnt væri að full- gera hönnun og undirbúa fram- kvæmdir og það hefði verið ósk borgarstjóra að framlagtil þessa yrði að lágmarki 20 milljónir króna. Að síðustu talaði Albert fyrir tillögu um að inn i frumvarpið yrði tekinn nýr liður. sem væri 66 milljón króna skuldagreiðsla vegna Grensásdeildarinnar. Sagði þingmaðurinn að stofnkostnaöur vegna byggingar Grensásdeildar næniu um 110 milljónum króna og áður hefðu fulltrúar ríkis og borgar gert sameiginlega tillögu um að ríkissjóður greiddi.60% af stofnkostnaðinum á árunurn 1972 til 1977 en ítrekuð tilmæli til fjár- veitingarnefndar um fjárveitingu til þessa stofnkostnaðar hefðu ekki borið árangur. eins og segöi i bréfi borgarstjóra. Albert Guðntundsson sagöi aö það væri borgarsjööi með öllu unt megn að standa undir þessum út- gjöldum án stuðnings frá ríkis- sjóöi. I sumum tilvikum væri um að ræða skuldir ríkissjóðs við borgarsjóð og þær ætti borgar- sjóður heimtingu á að fá greiddar án óeðlilegs dráttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.