Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 29 félk f fréttum m ekki strax slegið út aetlar hann að vera dálitinn tima i viðbót í tjaldinu. Hann segist aldrei hafa verið nálægt því að gefast upp í frosti. snjó, hellirigningu og þrumuveðri hefur hann bara bitið á jaxl- inn og hugsað um heimsmet- ið. + Hinn 17 ára gamli Graeme Hurry í Coventry, Englandi, segist næstum þvi vera búinn að gleyma hvern- ig það er að sofa i rúmi. Hann hefur nú i þrjú ár sofið hverja einustu nótt i tjaldi i garðinum bak við hús for- eldra sinna Það er þó ekki vegna þess að Graeme sé burtrekinn úr húsi foreldra sinna, heldur er hann að reyna að setja heimsmet i að sofa í tjaldi. Hann hefur þeg- ar náð því takmarki og fengið viðurkenningu frá heims- metabók Guinness, en til þess að heimsmetið verði + ,,Astarþakkir, þetta hefur verið skemmtilegt kvöld en þetta er siðasta söngskemmtun mín." Þannig tilkynnti breska poppstjarnan Elton John að hann hygðist hætta að syngja opinberlega. Það var á góðgerðasamkomu í London sem hann gerði þetta heyrinkunnugt, og margir felldu tár við fréttina. Elton John ætlar nú að helga fótboltanum krafta sína en hann er formaður fótbolta- klúbbs atvinnumanna i Watford í Englandi. + Leikkonan Leslie Caron, sem lék aðalhlutverkið i kvikmyndinni um Valentino, hetju þöglu mynd- anna, hefur sést nokkrum sinnum i fylgd með þessum unga manni, i leikhúsum og á skemmtistöðum i London. Ef við gætum betur að sjáum við að þó nokkur skyld- leikasvipur er með þeim. Það er heldur ekki óeðlilegt þvi þetta er sonur Leslie Caron, Christopher að nafni, sem hún átti með fyrr- verandi eiginmanni sinum Peter Hall leikhússtjóra. + Þetta er Viktoria, minnsti hestur i heimi Hún á heima i Sviþjóð og fæddist i ágúst i sumar Nýfædd vó hún aðeins 6 5 kíló. Nú er hún 10 kiló og 41 sm á hæð • Móðir Viktoríu er lika dverghestur og var áður en Viktoría fæddist minnsti hestur i heimi, 76 sm há, en faðirinn hefur vinn- inginn, hann er 90 sm. Eigandinn hefur fengið mörg mjög há tilboð i hestana, flest þó frá USA en þar eru smáhestar nánast tískufyrirbæri Enginn hestanna er til sölu og Viktoria er bara gæludýr eig- andans og fjölskyldu hans. m^mmmmmamammmmmmm^mm—am Hafnfirskar konur Hressingarleikfimi hefst að nýju mánudaginn 9 jan. í íþróttahúsinu við Lækjarskóla. Námskeið- ið stendur 10 vikur. Innritun og upplýsingar í síma 51383 frá kl. 18 — 20 fimmtudaginn 5. janúar. Fimleikafélagið Björk. Karatefélag Reykjavíkur SEIWAKAI Innritun í nýja byrjendaflokka verður dagana 5/1 til 7/1 kl. 19—21 Innritað verður í flokka karla og kvenna á öllum aldri og unglingaflokka 12 —15 ára. Kennt verður eftir reglum GOJU KAI og ALL JAPAN KARATE FEDERATION. Áherzla verður lögð á alhliða líkamsþjálfun og öndunar- æfingar auk Karatekennslunnar. Aðalkennari félagsins verður Kenichi Takefusa 3. Dan í Goju-Ryu Karate Do. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins að Ármúla 28 2. hæð og í síma 35025 á ofan- greindum tímum, Karatefélag Reykjavíkur Seiwakai, félagi í All Japan Karate Federation.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.