Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI ua'u ir hefur að undanförnu, um bændur og landbúnaðarvörur hefur það oft komið fram að bændum beri að fækka hið mesta og flytja land- búnaðarvörurnar inn frá öðrum löndum. Hinar öfgarnar hafa einnig komið fram, að enn eigi að auka framleiðsluna og jafnvel fjölga bændum, þannig að segja má að nánast sé engin málamiðl- un til, eða svo virðist sem enginn hafi komið með hana fram a.m.k. Að sjálfsögðu má deila um hækkanir á búvöru og hversu mikið á að hækka eina vöruna (undanrennu) meðan hin er sett á útsölu (smjörið) eins og er ver- ið að tala um núna. Það sem ég held að bændur og þeirra leiðtog- ar þurfi að gera er að verja ótöld- um milljónum króna til að aug- lýsa og kynna vöru sína. Þjóðfé- lag okkar er svo að segja byggt upp af auglýsingum og áróðri og ekki mega bændur verða undir í honum. Það kom fram einhvers staðar að á síðasta ári var varið 5 eða 10 milljónum króna til auglýs- ingar landbúnaðarvara. Það er ekki mikil upphæð, ekki sizt ef það er athugað að t.d. bókaútgef- endur verja þessari upphæð og jafnvel mun meira til að auglýsa bækur nokkrar vikur fyrir jól. Hitt er því ekki mikið til að nota allt árið. Ég er sannfærður um að verði varið 20—30 milljónum til að kynna og auglýsa landbúnaðar- vörur verði árangur af því sá að sala muni aukast og bændur geti selt sina framleiðslu næstum alla innanlands, en þurfi ekki að láta rikið greiða fyrir sölu afurða sinna erlendis. Þetta held ég að sé eitt af brýnustu verkefnum land- búnaðarins í dag og á þvi verður að taka af festu og skynsemi, en kannski það verði samt ofan á að taka verði erlend lán til að standa undir þessari herferð? Landbúnaðarsinni.“ Þessir hringdu . . . % Merkja þarf bílastæði K.G.: — Sjálfsagt hafa flestir Reykvikingar kynnst því hversu erfitt er að komast að sjúkrahús- um borgarinnar, þ.e. ef viðkom- andi er akandi. Þá þarf e.t.v. að aka hálfa leið til baka til að finna bilastæði. Oft hefur mér komið i hug að stinga upp á því að bila- stæði fyrir starfsfólk verði sér- staklega merkt, þá helzt að þau séu örlitið lengra frá inngöngu- dyrum, en að hinir, sjúklingar, aðstandendur o.fl. sem eiga erindi á spitalana fái að nota bilastæðin sem væru nær dyrunum. Jafnvel ætti að takmarka fjölda þeirra starfsmanna sem fá bílastæði. Þeir sem eiga erindi á sjúkrahús eru oft lasburða fólk, sem þó ekur e.t.v. og þarf þvi að komast hjá því að ganga langar leiðir, en það er kannski álitið heimtufrekja að fara fram á svona lagað. En það hefur bara sýnt sig að „viðskipta- vinir“ sjúkrahúsanna hafa átt i erfiðleikum með að komast að þeim og þá finnst mér rétt að þetta sé eitthvað athugað nánar. Sennilega þarf bara að ætla bila- stæðunum mun meira rými en nú er gert, þvi eins og annars staðar er starfsfólki spitalanna alltaf að fjölga. Þessari hugmynd er hér með skotið að viðkomandi, en sjálfsagt SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Hvítur mátar í fimm leikjum. Staðan kom upp á heimsmeist- aramóti stúdenta i fyrra, sem haldið var í Mexíkóborg, í skák þeirra Palaeios, Kólumbíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Commons, Bandaríkjunum: 23. Rff> + !! — gxf6 24. Dh5 — He8 25. Dxh7+ — Kf8 26. Dh6+! og svartur gafst upp. Sovétmenn sigruðu á mótinu. Þeir hlutu 25 vinninga af 32 mögulegum, en næstir komu Kúbumenn með 22V4 v. Þriðju urðu Englendingar með 16'A v. og fjórðu Bandarikjamenn með 15'A v. er erfitt að koma henni við, þvi varla er of mikið af bilastæðum og erfitt að gera upp á milli þess- ara kannski of fáu sem til eru. 0 Meiri ballett Unnandi balletts hefur haft samband við Velvakanda og beðið fyrir það að I framtiðinni verði hlúð meira að ballettlistinni hér- lendis en gert heur verið. tslenzki dansflokkurinn á að geta gert mikla hluti, sagði ballettunnand- inn, hann á án efa framtið fyrir sér, ekki sizt ef við styðjum hann í verki með því að sækja sýningar hans og yfirleitt með þvi að sýna áhuga okkar á ballett. Helzt þyrft- um við að stofna fleiri ballett- flokka eða litla hópa og reyna að grafa upp efnivið framtiðarinnar I skólunum og koma þeim í þjálf- un sem fyrst, því ég held að það skorti fyrst og fremst hjá okkur í öllum greinum íþrótta að öll þjálf- un hefst alltof seint, börnin og unglingarnir eru of gömul og jafnvel stirð til að geta þjálfað sig sem bezt. Með þessu er ég þó ekki að meina að þau eigi ekki að gera neitt annað á sínum yngri árum en æfa ballett, en þjálfunina má hefja fyrr og áhugann vekja strax á unga aldri, sagði unnandi ballettsins að lokum. HOGNI HREKKVISI m HUSGAGNASMIÐIR Getum útvegað W INNLAGÐAN SPON í flestum viðartegundum, á allar gerðir húsgagna, svo sem skatthol, kommóður innskotsborð o.m.fl., einnig eftir yðar eigin teikningum eða Ijósmyndum HAGALLSF Umboðs & Heildversl un Pósthólf 9153 129 Rvk Sími91 76288 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR Reynimelur 1—56 Sörlaskjól AUSTURBÆR Miðtún, Sóleyjargata. Ingólfsstræti, Samtún Lindargata, Hverfisgata 4—62 Skipholt 54 —70 Hverfisgata 63—125 Upplýsingar í síma 35408 hefst 6. janúar. Japanski þjálfarinn Yoshihiko lura kennir. Innritun og upplýsingar í sima 83295 alla virká daga frá kl. 1 3 00 til 22 00 JÚDÓDEILD ÁRMANNS ÁRMÚLA 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.