Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 Borg og Evert sterkust BJÖRN Borg og Chris Evert voru útnefnd beztu tennisleik- arar I heimi á síðasta ári af tlmaritinu „Tennis Magazine". A eftir Birni Borg komu karla- megin þeir Guillermo Vilas, Jimm.v Connors, Brian Gott- fried og Vitas Gerulitas. Efst- ar kvennanna á eftir Evert urðu Virgina Wade, Martina Navratilova, Sue Barker og Betty Stove. Gerulitas sigraði um áramót- in í ástralska opna meistara- mótinu í tennis og fékk Jyrir sigurinn 28 þúsund dollara. Úrslitaleikur hans á móti John Lloyd var mjög harður og urðu úrslitin 6:3, 7:6, 5:7, 3:6 og 6:2. Stórliöin efst á Ítalíu og á Spáni JUVENTUS og Milan eru efst og jöfn í ítölsku 1. deildinni með 17 stig hvort félag. A gamlársdag lék Juventus við Blogna, sem er neðst í deild- inni, og máttu meistarar fyrra árs prísa sig sæla með því að vinna 1:0. Roberto Bonisegna skoraði eina mark Juventus úr vítaspyrnu, en Bonisegna þessi var hetja Itala í heimsmeist- arakeppninni í Mexíkó 1970. Milan gerði á sama tíma jafn- tefli við Atalanta, 1:1. I næstu sætum eru síðan Vicenza og Torino, en Pescara og Bologna eru neðst og er Bologna talið í mikilli fallhættu, en það hefur eitt fárra liða í ítölsku deild- inni aldrei leikið annars staðar en í 1. deild. Real Madrid bætti enn stöðu sína á toppi 1. deildarinnar á Spáni er liðið vann Racing 2:0 á nýársdag. Hefur Real Madrid nú 24 stig, en Bareelona er í 2. sæti með 20 stig, Salamanca hefur 18 stig. Helztu úrslit á Spáni urðu þessi: Valencia — Real Betis 4:2 Elche — Barcelona 1:3 Sporting — Atletieo Madrid 3:2 Real Madrid — Racing 2:0 Espanol—Hercules 2:1 Sevilla — Las Palmas 1:0 Atletico Bilbao — Salamanca .3:1 SOV’EZKIR og Norskir skauta- hlauparar voru í miklum sér- l'lokki á miklu nýársmóti skautahlaupara á Bislett- leikvanginum í ósló nú um áramótin. t flokki sprett- skautahlaupara var Jan Egil Storholt fremstur í flokki, Öystein Konsmo varð annar og sænsku bræðurnir Johan og Oioph Granath urðu í 3. og 4. sæti. t flokki alhliða skautahlaup- ara voru Sovétmennirnir Matc- huk, Zagersky, Lubanov og Bellow í 1., 3„ 4. og 5. sæti. A milli þeirra og upp í annað sætið skau/t Olympíumeistar- inn fyrrverandi. Sten Stensen frá Noregi. Aöalfundur Knattspymu- þjálfara Knattspyrnuþjálfarafélag ís- lands gekkst fyrir námskeiði í meðferð knattspyrnumeiðsla 28. desember síðastliðinn. Var þar kennt hvernig meðhöndla skuli meiðsli á slysstað og einnig endurhæfing. Þá voru sýndar myndir af algengustu slysum og greint frá orsökum þeirra. Annaðist Halldór Matthíasson kennsluna, en 15 þjálfarar sóttu þetta ná Hefur synt í rúmt ár, en á 18 met í telpna- flokki í öllum greinum NÍTJÁN íslandsmet í flokki telpna 12 ára og yngri voru sett á síðasta ári. Væri það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, þar framfarir eru miklar frá ári til árs meðal yngsta sundfólksins. Það sem gerir þetta metaregn merkilegra en ella er að sama stúlkan, Þóranna Héðinsdóttir Ægi, á öll metin að einu undanskildu. Þóranna hefur aðeins æft sund i rúmlega eitt ár, en hún hóf æfingar í október 1976 — þá kunni hún aðeins að synda bringusund. Eftirtektarvert er, að flest metin áttu þær Þórunn Al- freðsdóttir og Sonja Hreiðarsdótt- ir, sem þær eru tvær okkar fremstu sundkonur um þessar mundir. Eftir því sem Guðmundur Þ. Harðarson, þjálfari Þórönnu og Ægisfólksins, segir er það mjög sérstætt að einn sundmaður ein- oki svona algjörlega sinn aldurs- flokk, þannig að hann eigi nær öll met í öllum vegalengdum og öll- um sundaðferðum. Eftirsþví sem næst verður komizt hefur það ekki gerzt áður hér á landi að einn sundmaður hafi átt svo mörg met í sama aldursflokknum. Því má bæta við hér að flest metin í telpnaflokknum voru bætt oftar en einu sinni á árinu og komu þá fleiri þar við sögu en Þóranna Héðinsdóttir. Hér fer á eftir metaskráin í telpnaflokki eins og hún var núna um áramótin. 50 m 31.9 sek. Þ<>ranna HóOinsdóllir 24/5 1977 100 m 1:12.0 mfn. Þóranna Hóðinsdóttir - 4/9 1977 200 m 2:38.0 mín. Þóranna Hóóinsdótlir 400 m 5:29.5 mín Þtiranna Hóóinsdóttir 800 m 11:23.5 mín. l'nnur Brown 1500 m 21:48.7 mfn. Þóranna Hóóinsdótt ir iSRINGt'St'ND 50 m 39.1 sek. Þt>ranna Hóóinsdóttir 100 m 1:24.1 mín. Þóranna Ifóóinsdóttir 200 m 3:02.7 mín. Þóranna Hóóinsdótt ir 400 m 6:20.2 mín. ÞíiraHna Hóóinsdóttir 1000 m 16:41.9 mfn. Þ( > r an n a II óó i n s dó 11 i r BAKSl'ND 50 m 39.5 sek. Þ(>ranna Hóóinsdóttir 100 m 1:23.7 mín. Þóranna Hóóinsdóttir 200 m 3:00.8 mfn. Þ(>ranna Hóóinsdóttir FLt’CiSt'ND 50 m 36.6 sc*k. Þ(>ranna Hóóinsdótt ir 100 m 1:21.2 inín. Þ(>ranna Hóöinsdótlir 200 m 2:57.6 mín. Þóranna Hóöinsdóttir FJÓRSt'ND 200 m 2:50.1 mín. Þ(>ranna Hóóinsdóttir 400 m 5:56.6 mfn. Þ(>ranna Hóöinsdótt ir 7/9 1977 23/7 1977 3/12 1977 19/12 1977 21/12 1977 27/11 1977 26/11 1977 25/11 1977 9/9 1977 4/9 1977 16/12 1977 14/12 1977 3/9 1977 16/12 1977 28/12 1977 26/11 1977 23/12 1977 Olgaí TASS-fréttastofan sovézka gerði það nýlega opinbert að Olga Kor- but, fimleikadrottningin heims- kunna, væri opinberlega trúlofuð og myndi á næstunni giftast söngvaranum Leonid Bortkevitsj. Syngur hann með hljómsveitinni Pesnjari, sem á miklum vinsæld- um að fagna í Sovétríkjunum. Meðfylgjandi mynd var tekin að þeim hjónaleysunum fyrir nokkru, en bæði eru þau frá Hvíta-Rússlandi. Olga Korbut vann þrenn gullverðlaun á Olympíuleikunum í Munchen 1972, en hætti keppni í fyrra, m.a. vegna meiðsla. það heilaga Svíar og Danir standa sig vel í Þýzkalandi KNATTSPYRNUMENN frá Svíþjóð og Danmörku gera það mjög gott um þessar mundir í V-Þýzkalandi. 1 stöðugt ríkra mæli beina stórlið V-Þýzkalands augum sfnum í norður og nú síðast keypti hið sterka lið Schalke 04 Lennart Larsson frá Halmstad í Svíþjóð og gaf fyrir hann um 32 milljónir króna. Þö svo að Júgöslavar séu fjölmennari en Skandinavar í útlendinganýlendunni meöal knattsp.vrnumanna í V- þýzkalandi, þá fer það ekki á milli mála að leikmenn frá Syíþjóð og Danmörku eru sterkari. Daninn Allan Simonsen er toppmaðurinn í V-Þýzkalandi í vetur og hefur skorað flest mörk leikmanna meistaraliðs Borussia. Þá má ekki gleyma því að hanní var nýlega valinn leikmaður árs-1 ins í Evrópu. Sænski landsliðs- markvörðurinn Ronnie Hellström' með Kaiserlautern er einn sterk- asti markvörðurinn í þýzku Bund- esligunni. Þess má geta að mikið hefur verið rætt um það í Svíþjóð og V-Þýzkalandi að Beckenbauer vilji fá Hellström með sér til Bandaríkjanna til að leika í marki hjá Cosmos. Hellström hefur ekki tekið ólíklega í þessa hugmynd, en gerir það að skilyrði að hann fái að leika með Svíum í HM í Argentínu og hann fái vel borgað. Per Röntved er einn dönsku leikmannanna í Þýzkalandi og hann stendur sig mjög vel með Werder Bremen. Bayern Munch- en hafði áhuga á aö fá hann til að koma í stað Beckenbauers. Rönt- ved haföi þó ekki áhuga á sliku og sgði að Bayern gæti ekki borgað sér eins mikla peninga og hann fær nú hjá Werfer Bremen. Bayern Munchen hefur mikið gert til að fá góðan mann í stað Beckenbauers og hefur í því augnamiði meðal annars keypt fjóra nýja leikmenn. H:fði félag- ið svo sannarlega ráð á því, þar sem heldur betur hækkaði í kass- anum hjá félaginu er Beckenbau- er var seldur. Meðal þeirra, sem nefndir hafa verið í sambandi við Bayern er Jóhannes Eðvaldsson. Eins og sakir standa nú er ekki útlit fyrir að af neinum samninga- viðræðum verði fyrr en í fyrsta lagi í vor. Þá gæti fariö svo að íslendingar eignuðust sinn full- trúa meðal Skandinavanna í Bundesligunni. Sjálfur hefur .16- hannes lýst því yfir að hugur hans stefni í meginlandsknattspyrn- una. Met hjá Stefáni Eitt tslandsmet sá dagsins Ijós á Jólamóti Armanns og IR sem fram fór í Baldurshaga milli jóla og nýárs. Þar var að verki hinn 14 ára gamli ts- landsmeistari f hástökki, Stefán Þór Stefánsson tR sem stökk 1.84 metra. Endaði Stefán þannig árangursríkt ár á hefðbundinn hátt því hann setti á árinu fjölmörg aldurs- flokkamet í grein sinni. Fáir af fremstu frjáls- íþróttamönnunum voru meðal keppenda á mótinu, en árang- ur yngra fólksins lofar góðu. Hinn kornungi spretthlaupari úr Armanni hljóp 50 metrana t.d. á 6.1 sekúndu sem er mjög gott, og Helga Halldórsdóttir KR hljóp sömu vegalengd á6.7 sekúndum. Fyrr. f vetur setti hún telpnamet í 50 metra grindahlaupi. Þorvaldur meö golf í Garðabæ ÞORVALDUR Ásgeirsson læt- ur ekki deigan síga við golf- kennsluna þó frost sé á Fróni og allir golfvellir undir snjó. Frá því í nóvember hefur hann verið með æfingar í íþrótta- húsinu í Asgarði í Garðabæ fyrir kylfinga, sem hafa viljað halda æfingu sinni við og bæta við sig í íþróttinni. Annan laugardag byrja ný námskeið hjá Þorvaldi og verða þau bæði fyrir byrjend- ur og lengra komna. Kennt verður sem fyrr i Asgarði og verður kennt á laugardags- morgnum. Þorvaldur gefur all- ar upplýsingar um þessi nám- skeið í síma 14310. Tekið til við Reykjavíkur- mótið í kvöld I KVÖLD verður að nýju tekið til við Reykjavíkurmótið í handknattleik og mætast þá tvö af efstu liðum mótsins, Vfkingur og Valur. Valsmenn hafa aðeins tapað einu stigi f mótinu, en Víkingar hafa misst 2 stig. Hinn leikur kvöldsins verður á milli Leikn- is og Þróttar. Annað kvöld leika síðan Fylkir — KR og tR — Ármann. ÞAÐ GENGUR á ýmsu hjá enska knattspyrnusnillingnum Kevin Keegan, en hann leikur nú sem kunnugt er með v- þýzka liðinu Hamborg SV. A gamlársdag lék hann ásamt fé- lögum sínum vináttuleik gegn áhugamannaliðinu VFB Lubeck og sigraði Hamborg í leiknum eins og við mátti bú- ast. Sá sigur var þó ekki Keegan að þakka, því honum var vikið af leikvelli eftir að- eins 5 mínútur, og var ástæðan háskaleikur. V____________________________/ HM í K N A T T S P Y R N U LYK'Tte VtfiÐA AÐ Ö.e.LÍjVAjBitCV:- laníd, eonew'iA júo&sla'/ía MÓeÍENAE í>tM M/tTA HB,|f/'srA£iST AEABÍ lcAe.- ÞANNló MeiizA OC, MÍMMA /vlkt &~AME£'l<U EM eMoO A© íieoe. lCOMOST FKAWCAR........ ¥■ ■ Þar-tíu momtí pYeor/ . /t>i"0AR.(JA HeÍMSMei&TAeA^ /ICePPíOÍMKlAC. KtMue J W FB-'óicicomv i opma Æ TSiOÖUDu fAt£> AO<ASPVeKJd. Æ MAKK FYeiC- AEú€NTiMU/ . >=>ví Ats S'uea ARéttNTlMO , í>i6-oil- STRuAM^LcOrA.&'TA Lifcifö. T^H&POT, r^ATTLEft , DE.LFODR. 06 fécAQAe. peiefct ----------------HErjPeeúAÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.