Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 35 „Verðbólgan er timasprengja, sem splundrar lýðræðisskipulaginu, ef hún springur." 4LIT4A1M eftir Hannes Gissurarson l.endum eða útleni gáfu, en ofneyzla VERÐBÓLGANER AÐALVANDINN Um áramót ber íslendingum að staldra við á stjórnmálaveginum, íhuga, hvaða vandamál biða lausnar, reyna að gera sér fulla grein fyrir þeim. Þeim ber reyndar að muna, að einungis sum vandamál teljast til stjórnmála, önnur eru mannleg eða náttúrleg, og verður ekki við þau ráðið af ríkinu. (Ríkið fær til dæmis engu ráðið um það, að sum árin veiðist meira af fiski á miðum íslendinga en önnur. Það er ekki á valdi ríkisins að breyta lögmálum manns og náttúru.) Sá vandi er einn stjórnmálalegur, sem ríkið á að leysa og getur leyst. Og tslendingum ber einnig að muna, að í lýðræðisriki taka einstaklingarnir sjálfir flestar ákvarðanir og bera á þeim ábyrgð. Hver er aðalstjórnmálavandi tslend- inga í árslok 1977? Sumir svara án efa: „Afbrotin og réttarkerfið" — og hafa í huga öll fjársvikamálin, sem komizt hefur upp um sfðustu vikurnar. Þetta svar er grunnfærnislegt, skýrir ekki ástæðuna til fjölgunar þeirra: Sýklar og sjúkdómseinkenni eru sitt hvað. Ástæðan til þeirrar siðferðilegu upp- lausnar, sem við verðum daglega vitni að á íslandi, afbrotanna, uppljóstran- anna og almenningsálitsins, skiptir öllu máli. Ég held, að hún sé efnahags- leg, að stjórnmálavandi íslendinga sé umfram allt verðbólgan. Mælikvarða- missinum í efnahagsmálum hefur fylgt annar f stjórnmálum og siðferðilegum efnum, truin á hugsjónir hefur minnk- að eins og traustið á peningurium. Stjórnarfar i lýðræðisriki er komið undir hugarfari borgaranna, en efna- hagslegar aðstæður hljóta að ráða ein- hverju um það. Ein ástæðan til hruns Weimarlýðveldisins þýzka 1933 var án efa óðaverðbólgan tfu árum áður, sem dum, heldur seðlaút- er fengin með launa- hækkunum umfram aukningu fram- leiðsluafkasta (þ.e. framleiðni). En óðaverðbólgan á Islandi er í sérflokki, og aðalhvatar hennar eru launakröfur vegna margfaldra hagsveiflna á við þær, sem erú í öðrum löndum (svéiflan upp veldur launahækkunum og öðrum hækkunum, en ekki sveiflan niður), og vegna misgengis í framleiðni á milli atvinnuveganna (framleiðniaukning í sjávarútvegi veldur hóflegum launa- hækkunum í honum og óhóflegum launakröfum í öðrum greinum). Ein meginástæðan til alls þessa er vald verkalýðshreyfingarinnar, sem er í vissum skilningi einokunarhringur, einokar sölu vinnuafls. Og valdsöfnun verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki farið saman við þekkingarsöfnun. Hún á digra sjóði, sem hún kann ekki að fara með (eins og Alþýðubankamálið er til marks um). Samningsaðstaða verkalýðshreyfingarinnar í markaðs- kerfinu er sterk, hún er sambærileg við aðstöðu fjárkúgarans: Verkfalls- vopnið er svo beitt, að látið er undan flestum kröfum hennar, gefnar út inni- stæðulausar ávisanir. Verkalýðshreyf- inguna ber að gagnrýna af góðvild, hún gegnir nauðsynlegu hlutverki, hefur knúið fram bætt lífskjör alls almenn- ings síðustu öldina. En lífskjörin á ís- landi hafa vérsnað síðustu áratugina vegna verðbólgunnar, og á henni á verkalýðshreyfingin að minnsta kosti hálfa sök. HAGNAST ALMENNINGUR AVERÐBÓLGU? Sá misskilningur er algengur, að al- menningur hagnist á verðbólgunni. En þvi fer fjarri. Verðbólga dregur úr hagvexti. íslenzkir hagfræðingar hafa getið sér til um það, að hún hafi hægt á honum um 1% á ári siðasta aldarfjórð- ungarsparnaður, lifeyrisþegar, spari- fjáreigendur og aðrir þeir, sem eiga fé sitt bundið, gjalda verðbólgunnar, en örfáir braskarar græða. Og þeir, sem ráða sjóðum, verkalýðsleiðtogar, fyrir- greiðslumenn stjórnmálaflokkanna og aðrir menn í góðri „aðstöðu“, fá aukin völd. Þeir, sem reisa hús, hagnast alls ekki á langtímaverðbólgu eins og marg- ir halda, þvi að húsin eru dýrari henn- ar vegna, húsasmíði óhagkvæmari. Af öllum þessum sökum verður að vinna almenning til fylgis við aðhaldsaðgerð- ir með upplýsingum. Og rökin fyrir þeim eru þ'ungvæg. Ef verðbólgan hjaðnar ekki, þá blasir vió atvinnuleysi þúsunda manna, þjóðargjaldþrot. Víst er, að verkalýðshreyfingin kýs það ekki. Bætt kjör almennings, sem hlýtur að vera takmark verkalýðshreyfingar- innar, eru komin undir hagvextinum. Árvissar launahækkanir auk vísitölu- bindingar með núverandi hætti hafa einungis verið óhjákvæmilegar af sál- rænum sökum: launþegar eru á valdi blekkingarinnar, ruglast á nafnvirði og rauþvirði peninga. Og lausn verðbólgu- vandans er nauðsynleg, ef iðnvæðing á að takast á íslandi, auka fjölbreytni I atvinnulífinu. Islendingar verða ekki samkeppnisfærir á útlendum mörkuð- um, ef þeir koma ekki verðbólgunni niður í það, sem hún er í útlöndum; island breytist í útsker eymdarinnar, fólk flyzt til annarra landa. 1LAUSN VERÐBÓLGUVANDANS Hver er lausn verðbólguvandans? Auðvitað er til fræðileg lausn á honum, en i lýðræðisskipulagi ber einnig að finna stjórnmálalega lausn samkomu- lags, semja frið i kjarabaráttunni, og það er vandasamt, því að það felur i sér miklar fórnir. Hagfræðingar eru að sönnu ekki töfralæknar (trúin á töfra- lækningar er i rauninni komin úr frumskóginum). Þeir geta ekki breytt un Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins á viðreisnarstjórnartimabilinu árið 1969, en í góðærinu á vinstristjórar- timabilinu var honum sóað. Og enn er of mikið tekið úr honum). Vexti og gengi verður hvort tveggja að fella að V efnahagsaðstæðum, hafa raunhæft. Raunvextir tryggja aukinn frjálsan sparnað og eru auk þess sanngirnismál sparifjáreigenda. Kauphækkanir mega alls ekki fara fram úr framleiðniaukn- ingu (og þess vegna hefur verið lagt til að tengja kaup fremur við vísitölu um þróun þjóðartekna en visitölu framfærslukostnaðar). Þessar aðhalds- aðgerðir og margar fleiri eru nauðsyn- legar. Þeir, sem litla þekkingu hafa á efnahagsmálum, segja, að verðbólgu- vandann megi leysa „á kostnað at- vinnurekenda“ með því að breyta skiptingunni á milli vinnuafls og fjár- magns. En þrjár ástæður eru til þess, að þessi skoðun er röng. í fyrsta lagi er það ekki verkefni ríkisins að skipta tekjunum á milli borgaranna eins og ég leiddi rök að í morgunblaðsgrein 22. des. sl. i öðru lagi hefur skiptingin á milli vinnuafls og fjármagns verið svip- uð síðustu áratugina, þrátt fyrir alla kjarasamninga, hún hefur með öðrum orðum náð jafnvægi, og henni verður einungis breytt með ofbeldi. Frekari tekjujöfnun er aðeins framkvæmanleg með kúgun. í þriðja lagi dregur breyt- ing á þessari skiptingu vinnuaflinu í vil úr hagvexti, en það felur i sér versnandi lífskjör alls almennings, þegar til lengdar lætur. AÐ ÞEKKJA TAKMARKANIR SÍNAR Að framansögðu má ráða, að verð- bólga er til marks um það, að menn þekkja ekki efnahagslegar takmarkan- ir sinar, kunna sér ekki hóf. Borgararn- ir skilja það ekki, að lifsgæðin eru takmörkuð, gera sig seka um það, sem Grikkir hinir fornu nefndu ,,hybris“, STJÓRNMÁLAVANDI ÍSLENDINGA sleit öll þau tryggðabönd borgaranna, sem héldu rikinu saman. Og ef ekki verður að gert, hrynur íslenzka lýð- veldið vegna verðbólgunnar. Skipulag- ið var að bresta vegna 50% verðbólgu, stoðirnar að bresta, þegar rikisstjórn Geirs Hallgrímssonar tók við völdum árið 1974. Hún hefur barið í brestina í 3 ár, komið verðbólgunni niður í 30%, en frekari barátta gegn henni er fram- undan, sem krefst fulls skilnings al- mennings og samvinnu allra stétta. Verðbólguvandinn er aðalverkefni næsta árs í stjórnmálum, og um hann ætla ég að fara fáeinum orðum i þess- ari grein, reyna að svara spurningun- um: Hvað veldur verðbólgu? Hagnast almenningur á henni? Hver er lausn verðbólguvandans? Fróðleg verða svör þeirrar verðbólgunefndar fulltrúa stjórnmálaflokkanna og sérfræðinga ríkisstjórnarinnar, sem á að ljúka störfum um áramótin, við þeim. HVAÐ VELDUR VERÐBÖLGU? Verðbólgu veldur það, að aukning peninga er meiri en nemur fram- leiðsluaukningurini. Peningar þjóðar eru í rauninni ávísanir, sem gefnar eru út á þjóðarframleiðsluna, og í verð- bólgu eru ávisanirnar hærri en inni- stæðan: nafnvirði peninganna fer fram úr raunvirði þeirra. Menn fullnægja fleiri kröfum en þeir hafa efni á, nota til þess falspeninga. Sú skoðun á lýð- ræðisríkinu, að það sé til þess að sinna sem flestum kröfum eða ,,þörfum“ borgaranna, verður til þess, að ráða- menn i efnahagsmálum gefa út fals- peninga, þegar þeim tekst ekki að full- nægja þessum kröfum með öðrum hætti. Verðbólgan er umfram allt vita- hringur vegna kröfugerða. En verð- hólguvaldurinn er peningamagn, sem fer úr hófí. (Arin 1970—1973 jukust þjóðartekjur til dæmis um 42% á Is- landi, en peningamagn um 152%. Verð- bólgan var samtals þessi 4 ár 77%. Ef aukning þjóðartekna er umreiknuð vegna þessarar verðbólgu, þá er hún 151%. Samsvörunin er athyglisverð.) Og helztu verðbólguhvatarnir eru lánakröfur atvinnuveganna og launa- kröfur almennings til offjárfestingar og ofneyzlu auk margvislegrar sóunar ríkisins. Hvað eru offjárfesting og of- neyzla? Offjárfesting er sú fjárfesting, sem er ekki fengin með sparnaði, inn- unginn. Með öðrum orðum eru lífskjör almennings á islandi fjórðungi Iakari vegna verðbólgunnar en þau gætu ver- ið. Verðbólga torveldar einnig æski- lega fjármagnsflutninga, hagkvæmar fjárfestingar, útflutningsframleiðslu. Hún dregur úr sparnaði og framleiðni og ruglar allt verðskyn, brenglar dóm- greind manna í efnahagsmálum. Auk þess veldur hún ranglæti, mismunar mönnum. Sparnaðurinn verður nauð- aðstæðum í efnahagsmálum i einu vet- fangi. Engin ein lausn er til á verð- bólguvandanum, heldur ber að beita hyggilega saman öllum hagstjórnar- áhöldum: Takmörkun aukningar pen- ingamagns er nauðsynleg. Takmörkun bankaútlána dregur úr verðbólgu. Sjóðasöfnun til sveiflujöfnunar er nauðsynleg til þess að skyndileg fram- leiðniaukning í sjávarútvegi auki ekki á verðbólgu. (Það var reynt með stofn- oflæti eða ofmetnað, andstæða hófstill- ingar, sem þeir nefndu „sófrósýne". Þeir gera þær kröfur til hlutdeildar í þjóðarframleiðslunni, sem ekki er unnt að sinna með öðrum en falspeningum. Með öðrum orðum er ágreiningi borgaranna um lifsgæðin visað til verð- bólgunnar, hún er sáttasemjarinn í deilum þeirra. Frelsinu í lýðræðisrík- inu fylgir ábyrgð, sem borgararnir neita í raun að axla, og því fer sem fer. Ríkisstjórnir missa stjórnina á efna- hagsmálum, vegna þess að borgararnir missa stjórnina á sjálfum sér (eins og kaupæðið fyrir jólin sýndi). islending- ar verða-að velja um tvo kesti til lausn- ar verðbólguvandanum. Annar er inn- an markaðskerfisins, hann felur í sér þær skammtímafórnir til langtima- ávinnings, sem bent hefur verið á i þessari grein. Hinn er innan mið- stjórnarkerfisins, hann felur i sér ó- frelsi, ánauð og kúgun einstakling- anna. Lausnir markaðskerfisins eru smáskammtalækningar, umbætur. Lausnir miðstjórnarkerfisins eru upp- skurðir (sem getur lokið með skelf- ingu), byltingar. Þriðji kosturinn er ekki til. Koma verður mönnum í skiln- ing um vandann, ennað hvort að kenna þeim að þekkja takmarkanir sinar i lýðræðisskipulagi eða að kúga þá til þess að þekkja þær i alræðisskipulagi. Ég kýs fyrri kostinn. En lausnir markaðskerfisins krefjast þeirrar hugarfársbreytingar borgaranna, sem rikið ræður ekki við. Borgararnir verða að breyta hugarfari sinu sjálfir. Þeir verða að minnka kröfurnar til rikisins, auka kröfurnar til sjálfra sin, hætta að hugsa eins og sósialistar eða sam- hyggjumenn, En hvað getur rikið gert? Hvað er verkefni ráðamanna? Ríkið getur reynt að auka skilning almenn- ings á efnahagsmálum með stjórn- fræði- og hagfræðikennslu i skólum, skólakerfið er eina tæki ríkisins til einhverrar hugarfarsbreytingar borgaranna. Og það getur reynt að breyta hagkerfinu til batnaðar í sam- vinnu við hagsmunahópana, breyta kröfugerð í sáttargerð. Þessu verkefni valda einungis þeir, sem kjósa sam- vinnu allra stétta. Verðbólgan er sú tímasprengja, sem splundrar lýðræðis- skipulaginu, ef hún springur. Og hún tifar og tifar... Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar hefur komiS verSbólgunni úr 50% I 30%, en framundan er frekari barátta gegn henni, sem krefst samvinnu allra stétta. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.