Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 36
auí;lysin<;asiminn er: 22480 JM«r0unbt«íiií» oioiunliTaíSiti jnorgunbtabifc FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1978 17 ára piltur ferst í Svarts- engi SAUTJÁN ára piltur úr Reykjavík beið bana, er hann klemmdist milli steypufleka í Svartsengi við Grindavík í gær. Ekki er unnt að birta nafn pilts- ins aó svo stöddu. Slysið varð rétt fyrir klukkan tólf í gærmorgun, er menn voru að vinna við aðalstöð hitaveitunnar. Voru þeir að taka steypu- fleka af flutningabíl í slæmu veðri og virðist sem ein festingin á steypufleka hafi bilað og brotnað úr flekanum, sem féll á pilt- inn þannig að hann klemmdist milli steypu- fleka. Pilturinn var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík. Hann var látinn og er talið að hann hafi látizt sam- stundis og hann klemmdist milli steypuflekanna. 1 skafrenningnum. Ljósm. >11*1.: F'rióþjófui' Fyrirframgreiðsla 70% af sköttum 1977 FJARMALARAÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið að við innheimtu fyrir- framgjaida opinberra skatta 5 skip til hafn- ar með loðnu FYRSTA LOÐNAN á þessu ári fékkst i fyrrinótt 40 mílur NA af Kolbeinsey. A þessum slóðum fannst nokkurt magn af loðnu f fyrradag, var loðnan þá í allstór- um torfum, en hélt sig djúpt. Þeg- ar dimmdi lyfti loðnan sér, en dreifði sér um leið, þannig að torfurnar sem skipin köstuðu á voru smáar. 15 skip voru á þess- um slóðum og köstuðu oft. Fengu sum skipanna nokkurn afla og í gærkvöldi var vitað um 5 skip á leið til hafnar með samtals 800 tonn, en þá var komin bræla á loðnumiðunum. Hjálmar Vilhjálmsson leiðang- ursstjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þeir á Árna hefðu komið á loðnumiðin um hádegisbil í gær, og það sem hann hefði séð gæfi ekki vísbend- ingu um að þarna væri mikið loðnumagn á ferðinni. Annars sagði Hjálmar, að skömmu eftir að þeir hefðu komið á miðin hefði veður farið versnandi og undir kvöldið verið komin 8 vindstig af austri, og ekki leitarveður. Af þeim fimm skipum, sem Framhald á bls. 20. skuli á fyrrihluta ársins inn- heimta 70% af opinberum gjöld- um ársins í fyrra. Þetta mark var í fyrra ákveðið 60%. 1976 einnig 60%, en í upphafi ársins 1975 var innheimtan ákveðin 67%. Þá ákvað Alþingi rétt fyrir jólaleyfi við afgreiðslu fjárlaga að setja skattvísitöluna 213 stig og þýðir það 31,08% hækkun skatta milli ára. Skattvísitalan var 100 árið 1975. 1 framhaldi af þessari ákvörðun Alþingis hefur ríkisskattstjóri auglýst breytingar á ýmsum upp- hæðum í skattalögunum og skal nú frá þeim helztii greint. Af fyrstu 1.310.700 krónum af skattgjaldstekjum skal einstak- lingur greiða 20% skatt. Af næstu 524.300 krónum skal hann greiða 30% skatt og af skattgjaldstekj- um, sem eru umfram 1.835.000 krónur skal hann greiða 40% skatt. A sama hátt skulu hjón greiða 20% skatt af fyrstu 1.835.000 krónUm, 30% skatt af 786.500 krónum og 40% skatt af skattgjaldstekjum, sem eru um- fram 2.621.500 krónur. Persónuafsláttur einstaklinga verður um 206.610 krónur og per- sónuafsláttur hjóna verður 308.850 krónur. Barnabætur með fyrsta barni verða nú 63.900 krónur og með 2. barni og þeim sem umfram eru 95.850 krónur. Persónuafsláttur til útsvars hefur verið ákveðinn 15.975 hjá einstaklingum, en hjá hjónum 22.365 krónur. Fyrir hvert barn er persónuafsláttur frá útsvari 3.195 krónur, en hafi framtelj- andi fleiri en 3 börn á framfæri sínu er afsláttur fyrir hvert barn 6.390 krónur. Frádráttur vegna vinnu maka við atvinnuveg hjóna hefur verið ákveðinn 285.500 krónur og gift- ingafrádráttur verður nú 272.500 krónur. Lífeyristrygging má ekki vera hærri en 124.000 krónur, en iðgjald af lífsábyrgð má ekki fara umfram 74.200 krónur. Almennur sjómannafrádráttur á mánuði er ákveðinn 30.555 krónur og vegna hlífðarfatnaðar er hann 14.345. Norglobal kemur 15. janúar ISBJÖRNINN h.f. í Reykjavík hefur nú að fullu gengið frá samningi um leigu á norska bræðsluskipinu Norglobal, og er skipið væntanlegt til lands- ins þann 15. janúar n.k., en tæplega tvö ár eru nú liðin síðan Norglobal var síðast við bræðslu á loðnu á Islandsmið- um. Þegar landað verður úr loðnuskipunum um borð f Nor- global f vetur, verður reynt að hirða öll hrogn sem koma frá dæluvatninu, flytja þau síðan í Framhald á bls. 20 Kortsnoj vonar að jafnteflið komi hon- um aftur á skriðinn — segir Raymond Keene, aðstoðarmaður hans „KORTSNOJ var ánægður eftir skákina. Hann taldi, að sér hefði tekizt vel að einbeita sér að taflinu og hann vonar að jafnteflið f dag þýði að hann sé að ná sér á strik aftur", sagði Ra.vmond Kenne, aðstoðar- maður Kortsnojs, f samtali við Mbl. í gærkvöldi. Að sögn Keenes eyddi Spassky um þriðjungi tíma sfns við borðið í gær, en í gærmorgun afhenti Kortsnoj bréf, sem hann skrif- aði skipuleggjendum og dóm- ara einvígisins, þar sem hann baðst afsökunar á þvf að hafa látið taugastrfðið teyma sig út í það í 14. skákinni að fara að dæmi Spasskys og hugsa sig um fjarri skákborðinu. „Þetta var örþrifaráð", sagði Keene, „en Kortsnoj sá strax eftir því að hafa þannig brotið þær reglur, sem hann vill að hafðar séu í heiðri, og því skrifaði hann þetta afsökunarbréf". Keene sagði, áð þeir Kortsnoj og Spassky hefðu tekizt f hendur áður en skákin hófst og einnig Framhald á bls. 20 Ú tflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir 5428 millj. s.L 3 ár MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Guðmundar Sigþórssonar deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu og innti hann eftir því hve mikið ríkissjóður hefði greitt í verðábyrgðir, þ.e. útflutningsuppbætur vegna útflutnings landbún- aðarafurða s.l. þrjú ár, en eins og kom fram í blaðinu í gær, fengu bændur upp- gert fyrir umrætt tímabil í fyrradag og var þeim greidd 521 milljón króna, sem voru eftirstöðvar fyrir síðustu þrjú ár. Guðmundur Sigþórsson sagði að upphæð útflutningsuppbóta mætti ekki fara fram úr 10% af heildarverðmæti framleiddra Iandbúnaðarafurða í landinu á hverju verðlagsári. Sagði Guð- mundur að Hagstofa Islands hefði reiknað út, að heildarverðmæti landbúnaðarafurða fyrir s.l. þrjú ár næmi 54 milljörðum og 276 milljónum króna. Útflutnings- uppbætur hafa á umræddu tíma- bili verið greiddar upp í hámark og þegar þessi 521 milljón er talin með, sem ríkissjóður greiddi bændum í fyrradag, nema greidd- ar útflutningsuppbætur til bænda úr rikissjóði 5428 milljónum króna á s.l. þremur árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.