Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 3 i Sykurlaust jólaballhjá sykursj úkum I GÆRDAG héldu sam- tök sykursjúkra jóla- skemmtun f.vrir börn fé- lagsmanna í samtökun- um og sykursjúk börn í safnaðarheimili Lang- holtssóknar. Þetta er í f jórða sinn sem samtökin halda jólaball fyrir börn- in,-en allt það sælgæti, gosdrykkir og meðlæti sem á boðstólum var er sykurlaust. Félagsmálanefnd samtak- anna undirbjó skemmtunina og sá um bakstur jólabrauðsins, en efniviðurinn í það er nákvæm- lega útreiknaður, eins og t.d. hveitið í pönnukökurnar. Syk- urlaust sælgætið var fengið er- lendis frá í litlum pokum, en börnin máttu gæta þess vel samt að borða ekki of mikið af því. því það er takmarkað hvað þau mega nayta mikillar fitu vegna sykursýkinnar. Að sjálf- sögðu voru veitingarnar girni- legar og glatt á hjalla í safnað- arheimilinu, ekki sízt þegar jólasveinarnir komu í heim- sókn og kvöddu siðan alla með virktum þar sem þeir halda heim til Grýlu mömmu sinnar í dag. / Að sögn Helga Hannessonar, formanns samtaka sykursjúkra, er tióni sykursýki mjög mikil hér á landi, en um 3000 sykur- sjúkir eru á Stór- Reykjavíkursvæðinu, þar af eru 500 félagsmenn samtak- anna. Hann sagði að ekki hefði verið kannað nákvæmlega hversu mörg börn væru meðal þeirra, en fjöldi þeirra væri ótrúlegur. Samtökin voru stofnuð á ár- inu 1971 og hefur starfsemi þeirra beinzt að því að efla fræðslu meðal sykursjúkra, en þau börðust á sínum tíma fyrir göngudeildinni sem formlega var opnuð í Landspítalanum í janúar 1974, en þangað geta sykursjúkir leitað ráðgjafar, leiðbeininga og læknishjálpar. ,s«(íts:issteM Nýir samningar á Vestfjörðum: Sama kaup og h já ASÍ —seg ja talsmenn samningsaðíla ALÞÝÐUS'AMBAND Vestfjarða samdi í fyrrinótt við Vinnuveit- endafélag Vestfjarða. Inntak samkomulagsins er, að í stað 5.000 króna áfangahækkunar hinn 1. janúar hækkar kaup Vest- firðinganna um 7.800 krónur. Viðbótin er til jöfnunar vegna samninga ASÍ, en að auki fá Vest- firðingarnir 1.500 krónur, þannig að hækkunin 1. janúar er 9.300 krónur. Samkvæmt gamla samkomu- laginu milli þessara aðila átti ASV að fá 5.000 króna hækkun hinn 1. júií eða mánuði síðar en ASl. Nú er þessi áfangahækkun færð fram, þ.e.a.s. 1.500 krónurn- ar hinn 1. janúar eru hluti henn- ar, en afgangurinn, 3.500 krónur, koma sem áfangahækkun hinn 1. marz, en áður var ekki gert ráð fyrir áfangahækkun þá, hvorki hjá ASV né ASl. Samkvæmt upplýsingum Pét- urs Sigurðssonar, forseta Alþýðu- sambands Vestfjarða, fá vest- firzkir verkamenn vegna þessara samninga 18.000 króna hækkun á árinu, en hann sagði að sá hali, sem myndazt hafði milli samn- inga ASV og ASI, hefði af Vest- firðingunum verið metinn á um 10 þúsund krónur. Pétur sagði að þessi santningur þýddi að þegar upp væri staðið á samningstíma- bilinu þýddi þessi nýi samningur aö sama kaup gilti þar vestra og hjá ASÍ eða svo tii. Hann taldi ASV samninginn örlítið betri eða sem nemur 3,20 krónurn á tímann allt samningstímabilið, 18 mán- uði. I janúar- og febrúarmánuði eru ASV-samningarnir 2,1% hærri en ASÍ-samningarnir, en i marz eru ASV-samningarnir 4,3% hærri en ASÍ-samningar. I júní- mánuði hefur svo þessi mismunur horfið, þegar ASÍ fær 5.000 króna áfangahækkun. Pétur Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi samninginn heldur lélegan, þar sem hann færði launþegum ekki nægilega miklar hækkanir til viðmiðunar BSRB- samningunum. Hins vegar var það mat forystu ASV að fara ekki út í hörku, þar sem efnahagsleg veður væru öll svo válynd nú. PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi um val frambjóðenda á lista flokksins við næstu alþingiskosningar fer fram 4. og 5. febr. n.k., en áður veröur utankjörstaðakosning, f.vrst laugardaginn 7. janúar og sunnudaginn 8. janúar og síðan þriðjudaginn 24. og miðvikudag- inn 25. janúar. Sú kosning fer fram í Sjálfstæðishúsunum í Hafnarfirði og Keflavík kl. 2—10 e.h. umrædda daga. Atkvæðisréttur Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn D-listans í al- þingiskosningunum, sem náð hafa 20 ára aldri 25. júní 1978 og lögheimili eiga i Reykjaneskjör- dæmi. Einnig allir félagsmenn Hvert sem litið er — sagði Pétur og hver sem opnar munn sér skrattann á veggnum. Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða, sagði að samkomulagið væri fyrst og fremst samræming á Vestfjarðasamningnum og aðal- kjarasantningi ASÍ og vinnuveit- enda. Þar var samið um hærri kauphækkun i upphafi og að áfangahækkanir kæmu fyrr held- Sjálfstæðisfélaganna í kjördæm- inu’sem lögheimili eiga í Reykja- neskjördæmi. Útfylling atkvæðaseðils Á atkvæðaseðli er nöfnum frambjóðenda raðað eftir staf- rófsröð. Kosning fer þannig fram, að kjósandinn kýs ákveðinn mann í ákveðið sæti framboóslistans til Alþingis. Skal þetta gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn manna á prófkjörsseðlinum og tölusetja í þeirri röð, sem ósk- að er, að þeir skipi framboðslist- ann. Enginn prófkjörseðill er gildur nenta merkt sé við fæst 5 menn á kjörseðli. Heimilt er að hver kjósandi í prófkjöri megi kjósa 2 menn, sem ekki eru i ur en Vestfjarðarsamningurinn gerði ráð fyrir. Þetta leiddi til nokkurs ósamræmis á síðastliðnu ári, sérstaklega í desember, þar sem áfangahækkun Vestfjarða- samkomulagsins kom ekki fyrr en um áramót, en í desember var munurinn 7.800 krónur. Var þar um að ræða 2.000 krónurnar í upphafshækkuninni, 5.000 króna áfangahækkun í desember og 800 króna kaupauki. framboði, með því að rita nöfn þeirra á prófkjörsseðilinn. At- kvæði skal kjósandi greiða i ein- rúmi og setja siðan í innsiglaðan kjörkassa. Bindandi úrslit Ef þátttaka i prófkjörinu nem- ur 'Ai eða meira af fylgi Sjálfstæð- isflokksins við síðustu Alþingis- kosningar í Reykjaneskjördæmi, er kjörnefnd skylt að gera þá til- lögu til kjördæmisráðsfundar um skipan framboðslista flokksins við kosningarnar, að þrjú efstu sæti listans skuli skipa þeim frambjóðendum, sem í þau voru kosnir, enda hafi þeir fengið hver fyrir sig atkvæði á a.m.k. helm- ingi allra gildra prófkjörsseðla. Jón Páll sagði að samkomulagið nú gerði ráð fyrir að áfangahækk- unin 1. júlí yrði flýtt nokkuö til þess að vinna upp þennan mis- mun, en frá 1. júní verða kaup- gjaldsákvæöi samninganna sam- hljóða. Morgunblaðið spurði Jón Pál að þvi, hvar vestfirzkir vinnu- veitendur tækju nú þessa pen- inga, sem aukiö kaupgjald hefði í för með sér og hvort frystihúsin fyrir vestan stæðu ekki illa sem annars staðar á landinu. Jón Páll sagði, að vissulega stæðu þau illa, en hann svaraði síðan með ann- arri spurningu: „Finnst þér eðli- legt að verkafólk á Vestfjörðum vinni á lægra kaupi en annað fólk? Okkur finnst þaö ekki. Þetta er spurning um það. Halli fyrirtækjanna verður þá bara að verða meiri og ef aðrir geta greitt Framhald á bls. 21 Þetta er sýnishorn af kjörseðlin- um. Kjósendum er ráðlagt að klippa sýnishornið út og merkja það eins og kjósandi hyggst greiða atkvæði. Hafa úrklippuna síðan með á kjörstað og merkja á hinn raunverulega atkvæðaseðil samkvæmt úrklippunni. IVIeð því er stuðlað að greiðari kosningu. Prófkjör Sjálfstæðisflokks í Reykjaneskjördæmi: Utankjörstaðakosn- ing hefst á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.