Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1978 5 Alþýduflokkur bætir við sig þremur þingmönnum — segir Völva Vikunnar í upphafi kosningaárs Alþýduflokkurinn má vera hinn brattasti með framtíðarhorf- ur sfnar, ef marka má einkaspá- konu Vikunnar fyrir kosningaár- ið 1978. Völvan telur allar horfur á því að eftir kosningar verði þingmenn flokksins átta að tölu, þannig að samkvæmt því vex þingstyrkur flokksins um 62.5%. Það fer svo eftir því hvernig litið er á málin hvort sjálfstæðismenn mega telja sig vel við una eða ekki, en völvan spáir því að þing- mönnum þess flokks muni fækka um tvo. Svo haldið sé áfram að rekja stjórnmálahorfurnar á fram- sóknarþingmö num samkvæmt véfréttinni að fækka um einn, en þokuslæða hylur framtíð Samtaka frjálslyndra og vinstri manna því að um það mál vill völvan ekkert segja annað en það að Karvel verði ekki á þingi að loknum kosningum. Aiþýðubandalagið mer með naumindum einn mann inn til viðbótar þeim sem fyrir eru. Um framvindu í landsmálum að öðru leyti er það helzt að segja af spánni að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur verði áfram við völd, en þó verði um að ræða mannaskipti. Ekki spáir völvan því að „aronskan“ nái fótfestu á árinu. Hún segist sjá fyrir að störf Alþingis verði viðburðarik eftir því sem á líður og verði þar frem- ur um að ræða persónulegar deil- ur en meiriháttar þingmál. Af atvinnu- og efnahagsmálum hefur völvan það helzt að segja að ekki verði um að ræða viðtæk verkföll, skuldasöfnun erlendis Barnavagn, barnakerra, barnarúm, svefnbekkur o.fl. ónýttist f eldsvoð- anum á Hjaltabakka. Ung hjón misstu hrúðargjafir í eldi fari vaxandi, ekki takist að hægja á verðbólgunni og almenn afkoma fari fremur versnandi en hitt. Þrátt fyrir allt þetta basl spáir hún þó því að loðnuvertiðin frant- undan verði algjör metvertíð, síldarafli verði svipaður og reikn- að hefur verið með, en að öðru leyti verði aflabrögöin í meðal- Iagi. Völva Vikunnar vill ekki láta annað uppi um jarðhræringar en það að útlit sé fyrir mikinn óró- leika í jarðskorpunni, enda þótt hún telji sig búa yfir nánari vitneskju. Hún spáir þvi að minna verði um slys í ár en 1977, en gerir þó ráð fyrir tveimur mann- skæðum slysum. Þá á meiriháttar sakamál að koma upp þar sem margir menn eiga hlut að máíi og miklir peningar koma við sögu. Loks má nefna, að völvan spáir því að Friðrik Ólafsson verði kjör- inn forseti Alþjóða skáksam- bandsins, svo og að islenzka hand- knattleiksliðið komist í átta liða úrslitin i heimsmeistarakeppn- inni. Þetta er i sjötta sinn, em völvan spáir fyrir um atburði nýs árs, og telja ýmsir að hún hafi í mörgu reynzt sannspá. í upphafi árs spáði hún því til dæmis að fár- viðri ætti eftir að gera mikinn óskunda og er skemmst að minn- ast stórtjónsins sem varð á Stokkseyri af völdum veðurofsa og flóða. Þá spáði hún því að sérstaklega mundi eitt fjársvika- mál verða umtalað öðrum fremur, einkum vegna þess, hverjir þar kæmu við sögu og fjárhæðanna sem um væri að ræða í því sam- bandi. dyrafrágangurinn er ófullnægj- andi.“ Kristjana sagði að varningurinn í geymslunni hefði ekki verið brunatryggður og-því fengju þau hjónin tjónið ekki bætt, nema að um íkveikju væri að ræða og upp kæmist um verknaðinn. Hún sagði að geymslan sjálf og sam- eignin væri aftur á móti tryggð og því fengist tjón á þvi að líkindum bætt. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Slökkviliöinu í gær að grunur léki á um að um íkveikju hefði verið að ræða á Hjaltabakka svo og einnig á þeim fyrri tilfell- um sem átt hafa sér stað að und- anförnu, þ.e. í Fannarfelli, Yrsu- felli og Völvufelli. Alfabrenna í Kópavogi EINS OG fram kom í frétt í Mbl. í gær kom upp eldur í kjallarageymslu á Hjalta- bakka 12 í Reykjavík. Er hér um að ræða fjórða geymslubrunann áskömm- um tíma. Ekki er enn ljóst hvað olli eldinum, en í hon- um misstu ung hjón nokk- uð af húsmunum. Ungu hjónin eru þau Kristjana Steinþórsdóttir og Indriði Jónsson. Mbl. spjallaði ör- lítið við Kristjönu í gær, og fórust henni þá svo orð: „Það er allt ónýtt sem í geymsl- unni var og einnig hafa orðið nokkrar skemmdir á sameign vegna reyks. Það sem fór í þess- um eldi var frystikista full af mat, barnavagn, barnakerra, svefn- bekkur, fatnaður, ryksuga, tjald, bækur og ýmislegt fleira. Mest voru þetta brúðargjafir okkar. Við höfum þó ekki athugað hvað fór í eldinum nákvæmlega og einnig á eftir að rannsaka orsakir brunans. Það sem þetta hefur ekki verið rannsakað ennþá er ekki vitað með hvaða hætti eldur hefur kom- ið upp í geymslunni. Maður getur auðvitað ekki sagt neitt að órann- sökuðu máli, en fljótt á litið fær ég ekki séð hvernig eldur geti komið þarna upp nema um íkveikju hafi verið að ræða. Greinilegt er a.m.k. að ekki hefur rafmagn valdið þessu.“ Er við spurðum Kristjönu hvort hægt væri að komast í geymsluna án lykla sagði hún: „Vegna frá- gangs á hurðum fyrir geymslun- um í kjallaranum er mjög auðvelt fyrir krakka að komast inn í þær. Einnig er auðvelt að henda blysi eða eldi inn um loftrifur fyrir ofan dyrnar. Þá er mjög auðvelt, nánast hverjum sem er, að komast niður í kjallara hússins þar sem Það var frekar lítið eftir af frysti- kistunni seni var full af mat. Ljósm. Mbl. RAX. 1 KVÖLD verður álfabrennna á vegum Björgunarsveitarinnar Stefnis í Kópavogi og verður hún á Smárahvammsvelli eins og und- anfarin ár og hefst klukkan 20. Verður þar margt til skemmt- unar. Alfadrottning og kóngur koma í heimsókn, þá verða púkar á ferð með blys. Þá munu einnig verða á ferð tveir jólasveinar, en sem kunnugt er halda þeir heim á þrettándanum. Félagar úr Samkór Kópavogs munu stjórna söngi og Lúðra- sveitin Svanur spila létt lög. Álfa- brennunni lýkur svo með flug- eldasýningu. GRÓFRIFFLAÐ í þusundatali ®-21599 s? «a ] BANJ^ BANKASTRÆTI | -14275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.