Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 Aldarafmæli Hall- dórs Hermannssonar 1 dag, 6. janúar, á aldarafmæli dr. Halldórs Hermannssonar, hefst á vegum Landsbókasafns i anddyri Safnahússins við Hverfis- götu sýning á verkum háns, en Halldór vann sem kunnugt er þrekvirkí á sviði islenzkrar bók- fræði með samningu og útgáfu skránna um Fiske-safnið svo- nefnda í bókasafni Cornell- háskóla i íþöku í Bandarikjunum. En það er mesta safn íslenzkra rita og rita varðandi ísland i Norður-Ameríku. Með ritgerðum þeim um fjölbreytt efni, er hann birti um áratugaskeið í safnverk- inu Islandica, og greinum, er prentaðar voru í ýmsum erlend- um tímaritum, vann hann ásamt með bókaskránum ómetanlegt kynningarstarf, svo að óvíst er, að annar maður hafi fyrr eða síðar lagt i þeim efnum drýgra af mörk- um. Þótt Halldór starfaði alla ævi erlendis, ritaði hann margt á ís- lenzku og sendi oft hingað heim þarfar hugvekjur um ýmis menn- ingarmál. Sýning á verkum Halldórs Her- mannssonar mun standa út janú- armánuð virka daga kl. 9—19 nema laugardaga kl. 9—16. (Frétt frá Landsbókasafni tslands). Dr. llalldór Hermannsson. (Mynd eftir málverki Halldórs Péturs- sonar). Kópavogur Hamraborg 1, Kársnesskóli Kennslustaðir Reykjavík Brautarholti 4, Drafnarfell 4, Félagsh. Fylkis (Arbæ) Seltjarnarnes Félagsheimilið Hafnafjörður Gúttó INNRITUN OG UPPLÝSINGAR KL. 10-12 OG 13-19 SÍMAR: 20345 24959' 38126 74444 DnnssHðii Lærið að dansa án hjálpar óvelkominna meðala Eðlilegur þáttur í uppeldi hvers barns ætti að vera að læra að dansa BRAUTARHOLTI 4. RÉYKJAVÍK Ársskýrsla OECD: Stóraukið atvinnuleysi ef ekki koma til aðgerðir Útlit er fyrir verulega aukið atvinnuleysi maðal iðnaðar- þjðða heims, sem aðild eiga að efnahags- og framfarastofnun- inni OECD, sem aðsetur hefur í Parfs. 1 skýrslu frá stofnun- inni, sem gefin var út skömmu fyrir áramðt, segir að ef ekki verði gerðar róttækar ráð- stafanir fyrstu vikur ársins muni atvinnuleysi verða mjög alvarlegt vandamál. Segir að einkum verði það unga fðlkið, sem verst verði úti. Aðeins nokkrir mánuðir eru liðnir frá því að toppfundir leiðtoga helztu iðnríkjanna voru haldnir í London og Puerto Rico, þar sem þeir lýstu yfir að sameiginlegt markmið þeirra væri að tryggja fulla at- vinnu og lágmarksverðbðlgu árið 1980. Richard Freeman, helzti efnahagsmálasérfræð- ingur OECD, sagði í desember- lok, að Ijðst væri að útilokað væri að ná þessu markmiði og vart hugsanlegt að það gæti orðið fyrr en árið 1980. Starfsemi OECD er fjármögn- uð og studd af ríkisstjórnum auðugustu iðnríkjanna, en Möguleikar ad opnast fyrir stúdentaskipt- um í landbúnaði Okkar aðalverk er að aðstoða ungt fðlk sem hefur áhuga á land- búnaði, sem vill komast til ann- arra landa og kynna sér þarlenda búnaðarhætti, sagði Sigríður Sigurðardðttir, sem veitir for- stöðu skrifstofu Alþjóðlegra sam- taka skiptinema í landhúnaði f Kanada er Mbl. ræddi við hana fyrir skömmu, er hún var hér á ferð. Þessi samtök voru upphaflega stofnuð af Dana fyrir 9 árum og hafa þau stöðugt verið að þróast síðan, þannig að nú eru skrifstof- ur samtakanna starfandi í fjórum löndum, Danmörku, Kanada, Nýja-Sjálandi og Astralíu, en starfsemin hefur þó breiðst mun víðar út og má segja að við höfum samskipti við flest Evrópulöndin og Kanada, Nýja-Sjáland og Ástralíu og nýverið hefur verið rætt við stjórnvöld í Bandaríkjun- um um að opna þar skrifstofu og hefja nemaskipti við þá, en hin síðari ár hafa æ fleiri beiðnir komið frá Bandarískum ung- mennum um að taka þátt í þessari starfsemi. Hingað til hefur eng- inn íslendingur tekið þátt í þessu, en þó hafa allnokkrar fyrirspurn- ir komið til okkar í Kanada þá helzt í gegnum einhverja ættingja í Vesturheimi: Þess ber þó sérstaklega að geta að samtökin auglýsa sig alls ekki heldur er þetta látið spyrjast milli fólks, en mér þótti samt ekki úr vegi að kynna þetta lítillega fyrir löndum mínum þar sem ég er sannfærð um að þó nokkur fjöldi fólks hér á landi hefur áhuga á að taka þátt í svona kynningarstarf- semi. Þau skilyrði sem ungt fólk þarf að uppfylla til að geta tekið þátt i þessum stúdentaskiptum eru ein- ungis þau að fólkið hafi mikinn áhuga á landbúnaði og sé á aldrin- um 19 til 28 ára. Og unga fólkið þarf auðvitað að kunna eitthvað fyrir sér í tungumáli þess lands sem þau hyggjast heimsækja. Ar- lega berast til okkar mun fleiri umsóknir heldur en við getum annað, t.d. verðum við að neita yfir 40% allra ungmenna sem Gjald fyrir skíða- lyftur ákveðið Samþykkt hefur verið í borgar- ráði tiilaga frá íþróttafulltrúa ásamt tillögu Bláf jallanefndar um gjaldtöku fyrir skíðalyftur Bláfjallanefndar og íþróttafélag- anna í Bláfjöllum. Stefán Kristjánsson íþróttafull- trúi Reykjavíkur sagði að samráð væri haft við Bláfjallanefnd og íþróttafélögin um gjald fyrir skíðalyfturnar og væri gjald fyrir einsstaka ferð kr. 100 fyrir full- orðna en 50 fyrir börn. Dagskort sagði hann að kostuðu 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn og kvöldkort, er gilda á tímanum kl. 17—22, kosta kr. 700 fyrir fullorðna en kr. 400 fyrir börn. Þá sagði Stefán að til væru svonefnd árskort sem íþrótta- félögin seldu sínum félagsmönn- um og gilda þau bæði í lyftur skíðafélaganna og lyftur Blá- fjallanefndarinnar og kosta þau 12.000 fyrir fullorðna og 6.000 fyrir börn, en við þessa upphæð bættust einhver félagsgjöld. Fyrir fólk sem ekki væri i íþrótta- félögum kostuðu þessi kort 14.000 og 7.000 krónur. í Bláfjölium eru nú alls 12 lyft- ur, þar af fjórar í eigu Bláfjalla- nefndar og fyrir liggur umsókn frá IR að setja upp lyftu á svæð- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.