Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 VEÐUR víða um heim Amsterdam 5 heiðskirt Aþena 15 skýjað Berlin + 2 sótskin Brussel 8 heiðskirt Kairó 14 sólskin Chicago 9 skýjaS Kaupm.h. 0 sólskin Frankfurt 3 snjókoma Genf 0 sólskin Helsinki + 12 heiðskirt Jerúsalem Johannesarb 8 skýjaS 22 skýjaS Lissabon 16 sólskin London 6 heiSskírt Los Angeles 16 rigning Madrid 14 sólskin Miami 22 skýjaS Montreal + 11 snjókoma Moskva 0 skýjaS NewYork + 1 skýjaS Ósló + 5 heiSsklrt Parts 4 bjart Róm 10 heiSskirt San Francisco 16 rigning Stokkhólmur + 4 heiSskirt Tel Aviv 16 skýjaS T oky<J 11 heiSskirt Vin 1 0 skýjaS Sovézka herskipið Kiev, sem nýlega er byrjað siglingar á ný eftir miklar viðgerðir, sézt hér á siglingu undan Skotlandsströnd. Engar kosningar í Chile næstu 10 ár — sagði Pinochet forseti Sanliago 5. jan. Reuler. AUGUSTO Pinochet for- seti Chile virðist hafa unn- ið mikinn sigur í þjóðarat- kvæðagreiðslu um stuðn- ing við sig og herstjórn sína, en andstæðingar hans segja atkvæðagreiðsluna hreina blekkingu. Pinochet boðaði til at- kvæðagreiðslunnar eftir að allsherjarþing Sameinuðu Panamasamkomulagið ekki samþykkt óbrey tt - segir bandarískur þingmaður Panamabor^ 5. janúar AP. BANDARÍSKI öldunga- deildarþingmaðurinn Howard Baker, sem nú er í heimsókn í Panama, skýrði í dag Omar Torrijos, hers- höfðingja, leiðtoga Panama, að samningur Panama og Bandaríkjanna um Panamaskurðinn, sem Torrijos og Carter forseti undirrituðu til bráða- birgða í haust, ætti enga möguleika á að hljóta sam- þykki Bandaríkjaþings í þeirri mynd, sem gert er ráð fyrir í samkomulaginu. Torrijos sagði við fréttamenn að hann liti svo alvarlegum aug- um á þessa viðvörun Bakers, að hann myndi kalla ríkisstjórn sína saman tii sérstaks aukafundar ásamt ráðgjöfum sinum til þess að geta gefið Baker svör áður en hann heldur aftur heim til Washington. Fréttamenn segja að túlka megi ummæli Torrijos á þá leið, að Panamastjórn sé hugsan- lega tijbúin til að fallast á breyt- ingar á samkomulaginu áður en það verður formlega lagt fyrir Bandaríkjaþing. Panamabúar samþykktu sem kunnugt er með yfirgnæfandi meirihluta samn- inginn i þjóðaratkvæðagreiðslu í september. Baker sagði við fréttamenn í dag, að hann hefði ekki rætt við Torrijos hvaða breytingar þyrfti að gera, en sagðist telja lýkur á að hægt yrði að samræma sjónarmið þannig að samningurinn hlyti af- greiðslu í Bandaríkjaþingi. Hins vegar er spurningin hvort hægt verður að gera breytingar á samn- ingnum án þess að látin verði fara fram önnur þjóðaratkvæða- greiðsla í Panama. Dökkar efnahags- horfur í Portúgal — segir OECD París Lissabon 5. jan. AP — Reuíer. EFNAHAGS- og framfarastofn- unin í París, OECD, sendi í dag frá sér skýrslu um ástandið í efnahagsmálum Portúgals og seg- ir þar að Portúgalir muni áfram þurfa að horfast í augu við alvar- leg efnahagsvandamál, sem ein- kennist af miklu atvinnuleysi, of Þetta gerðist ÞETTA gerðist 6. janúar eftir- farandi ár AP. 1974 — Viðbúnaður á Heatrow- flugvelli vegna frétta um áform arabískra hryðjuverkamanna um að skjóta á flugvélar með eldflaugum. 1973 — Henry Kissinger og Le Duc Tho frá Norður-Víetnam undirbúa nýjar friðarviðræður í París. 1964 — Páll páfi sjötti hvetur til einingar kristinna manna í söguiegri heimsókn til Betle- hem. 1963 — Ralph Bunch aðstoðar- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fer til Kongó tii að Ijúka aðgerðum S.Þ. til að binda enda á aðskilnað Katanga. 1962 — Furstarnir þrfr í Laos fá boð um að fara til Genfar til viðræðna. 1941 — Roosevelt Bandaríkja- forseti skilgreínir fjögur frelsismarkmið Bandaríkjanna. 1919 — Theador Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseti deyr. 1913 — Hlé gert á friðarráð- stefnu Tyrkja og Balkanríkj- anna í London. 1838 — Samuel Morse sýnir rit- síma sinn opinberlega í fyrsta sinn. 1810 — Konstantínópel samningurínn gerður og Tyrkir samþykkja innlimun Krímar og Kuban i Rússland. 1540 — Hinrik 8. af Englandi gengur að eiga fjórðu konu sina, Önnu af Cleves. Afmæli eiga í dag: Samuel Alexander, brezkur heimspek- ingur (1878 — 1938); Loretta Young, bandarísk leikkona (1913—); Danny Thomas, bandarískur grínisti (1914—); Heilög Jóhanna af örk (1412 — 1431); Max Bruch, þýzk tón- skáld (1838 — 1929); Carl Sandburg, bandarískt ljóðskáld (1878 — 1967). Hugieiðing dagsins: Vondur maður verður verri þegar hann þykist góður. Francis Bacon, enskur heimspekingur og rit- höfundur (1561 — 1626). hárri verðbólgu og mjög óhag- stæðum vöruskiptajöfnuði. í skýrsiunni segir að erfitt sé að gefa rétta mynd af ástandi og horfum í landinu, því að ríkis- stjórn landsins hafi fallið við van- traustsatkvæðagreiðslu, er verið var að ganga frá árskýrslu um efnahagsmál Portúgals og stefna stjórnvalda í landinu fyrir 1978 því ekki fyrirliggjandi. 1 skýrsl- unni segir að þrátt fyrir allt sé ekki ástæða til of mikiilar svart- sýni, en sagt er að svigrúm portú- galskra stjórnvalda til aðgerða sé mjög litið. 1 skýrslunni er lagt til í skamm- tímatilgangi, að höfuöáherzla verði lögð á að draga úr óhagstæð- um vöruskiptajöfnuði, sem er áætlaður 1.2 milljarðar dollara á ársgrundvelli fyrir þetta ár, sem er svipað og á sl. ári. Sagt er að þótt Portúgal megi gera ráð fyrir verulegum langtímalánum á næsta ári sé ekki við því að búast að verulegt innstreymi fjármagns einkaaóila til fjárfestingaáætlana muni verða til að rétta efnahag- inn við. I skýrslunni eru stjórnvöld vör- uð við hættu á víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags og þau hvött til að kanna alla hugsanlega möguleika til að losna úr slíkum vítahring, aðra en stórkostlegan efnahagssamdrátt. Mario Soares, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Portúgals, hélt í dag áfram tilraunum sinum til myndunar nýrrar meirihluta- stjórnar og átti m.a. fund með Eanes forseta landsins. Heimildir í Lissabon herma að ýmsar blikur séu á lofti, en of snemmt að segja fyrir um hvort Soares hefur er- indi sem erfiði. þjóðanna samþykkti álykt- un í byrjun desember, þar sem Chile-stjórn var for- dæmd fyrir meint brot á mannréttindum. 75% þeirra 5.3 milljóna kjós- enda, sem atkvæði greiddu, lýstu stuðningi sínum við forsetann og sagði hann er úrslit voru kunn, að þau þýddu endalok kerfis margra flokka íChile. Hann sagði að eng- ar kosningar, atkvæðagreiðslur eða aðrar leiðir til að kanna hug þjóðarinnar yrðu haldnar næstu 10 ár. Chile-búar hefðu greinilega sagt hug sinn til ályktunar S.Þ. og hann myndi senda orðsendingu til Kurt Waldheims framkvæmda- stjóra S.Þ. um að Chilebúar kærðu sig ekki um að fleiri nefnd- ir rannsökuðu aðstæður i landi þeirra. Ein spurning var á kjörseðlin- nm, þar sem kjósendur voru ein- faldlega beðnir að svara játandi eða neitandi hvort „þeir styddu Pinochet forseta í viðleitni hans við að verja virðingu Chile og tryggja lögmæti ríkisstjórnarinn- ar“. Kjósendur þurftu allir að gefa fingraför af þumalfingri hægri handar um leið og þeir skil- uðu atkvæðaseðlinum. Kaþólska kirkjan í landinu var andvíg at- kvæðagreiðslunni, þar sem and- stæðingum Pinochets var bannað að mæla gegn henni. Pinochet sagði í dag að hann myndi auk orðsendingarinnar til Waldheims senda skilaboð til Ali Allenas, forseta nefndar S.Þ., sem margoft hefur verið neitað um leyfi til að koma til Chile til að rannsaka ástandið, um að hann skyldi fara heim til sín til Paki- stans, þar sem hann mundi hafa ærin verkefni, því að þar séu 50 þús. pólitískir fangar í haldi. 17.9% kjósenda í Chile sögðu nei í atkvæðagreiðslunni, en 3% skiluðu auðu. Pinochet kom til valda 1973, eftir að hafa steypt marxistastjórn Allendes af stóli og myrt Allende. Vilja banna CIA að nota blaða- menn WashinKlon, 5. jan. AP. ÞRÍR bandarískir ritstjórar sögðu í vitnaleiðslum fyrir þing- nefnd f dag að herða bæri á banni við því að CIA noti bandaríska blaðamenn þannig að leyniþjón- ustunni yrði einnig bannað að nota nokkurn blaðamann hvar sem væri f heiminum. Eugene Patterson ritstjóri frá Flórída varpaði fram þeirri spurningu hvers vegna Banda- ríkjamenn ættu að villa um fyrir nokkrum manni með vísvitandi ósannindum heima eða erlendis. Patterson er forseti félags banda- riskra ritstjóra. Hins vegar sagði ritstjóri tíma- ritsins Washingtonian, Robert Myers, fyrrverandi starfsmaður CIA, að of mikið hefði verið gert úr því aö CIA hotaði blaðamenn. Hann vildi ekki útiloka að leyni- þjónustan notaði Bandaríkja- menn erlendis því annars yri leyniþjónustunni erfiðara um vik í baráttu gegn fjandsamlegum gagnnjósnaþjónustum og starfs- mönnum CIA yrði meiri hætta búin. Hilbert Cranberg ritstjóri sagði að banna ætti CIA að koma á framfæri upplognum fréttum erlendis meðal annars vegna þess að á endanum væru þær sendar til Bandaríkjanna og prentaðar þar og birtar í fjölmiðlum. Hins vegar taldi hann jafn mikla þörf á því að vernda erlenda lesendur ekki síður en bandaríska gegn rangfærslum. Verkfalli brunavarða að ljúka London, 5. jan. Reuter. HORFUR voru á því í dag, að brezkir brunaverðir, sem hafa verið í verkfalli í tvo mánuði, hæfu aftur vinnu og sættu sig við tíu prósent kauphækkun, sem er hámark þeirra kauphækkana, sem ríkissljórnin getur sætt sig við. Leiðtogar félags brunavarða hafa rætt við fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og vinnuveitenda í 21 tíma. Opinberlega er sagt að yfirgnæfandi meirihluti leiðtoga verkfallsmanna vilja aflýsa verk- fallinu. Bannað að lenda í rigningu Lissabon, 5. jan. Reuter. FLUGYFIRVÖLD í Portúgal hafa lagt til að flugvélar megi ekki lenda á flugvellinum I Madeira í rigningu. Boeingflugvél portú- gaíska flugfélagsins TAP fórst á flugvellinum 19. nóvember og 129 farþegar af 154 fórust. Sovétstjórnin segir andóf s- mönnum algert stríd á hendur París 5. jan. Reuter. FJÓRIR kunnir sovézkir and- ófsmenn í útlegð gáfu í dag út fréttatilkynningu í París, þar sem sagði að þeir hefðu eftir áreiðanlegum heimiidum í Moskvu, að miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins hefði ný- lega gert „sérstaka samþykkt um að binda enda á starfsemi hreyfinga sovézkra andófs- manna í Sovétríkjunum og er- lendis. Segir í fréttatilkynning- unni að þetta þýði í raun algert stríð á hendur andófsmönnum, að allar aðferðir séu leyfilegar. Fjórmenningarnir Vladimir Bukovsky, Viktor Nekrasov, Vladimir Maximov og Tatyana Khodorovich gáfu ekki upp heimildír sínar, en gáfu til kynna að þær væru fólk, sem byggi enn í Sovétríkjunum. Lýstu þeir yfir áhyggjum sín- um yfir öryggi hins kunna sovézka vísindamanns og andófsmanns Andrei Sakharovs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.