Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 „Ef hægt er að innheimta söluskatt af kjöti er lika hægt að fella hann niður” — segir Gunnar Gudbjartsson Dómi Hearst áfrýjad til hæstaréttar? San Francisco, 5. jan. Reuter. ÖNNUR tilraun bandarísku auðkýfingsdótturinnar Patriciu Hearst til aó fá hnekkt sjö ára fangelsisdómi fyrir bankarán hefur fariö út um þúfur. Áfrýjunardómstóll í San Francisco visaói á bug beióni lögfræóinga ungfrú Hearst um að ógildur yrði fyrri úrskurður þess efnis, aö fangelsisdómurinn sem hún hlaut 1975, skyldi standa. Ung- frú Hearst var látin laus fyrir rúmu ári gegn einnar milljón- ar dollara tryggingu. Logfræðingar hennar gefa í skyn, að þeir hugleiði að áfrýja dómnum til hæstaréttar Bandaríkjanna. — Ný stjórn Framhald af bls. 1 atkvæði upp á að hafa hreinan meirihluta í þinginu. Við þessa stjórnarmyndun gengu 14 óháðir þingmenn og stuðningsmenn Suleyman Demirels fyrrum for- sætisráðherra til liðs við hann og fengu þeir allir nema einn ráð- herraembætti í stjórninni að launum. Ecevit lýsti þvi yfir í dag að Kýpurmálið mundi hafa forgang á næstunni í ríkisstjórn hans og að hann mundi ræða það mál á fundi með Kurt Waldheim fram- kvæmdastjóra S.Þ. í Ankara á sunnudag. Lítið berá milli Framhald af bls. 1 efni Palestínuarabanna, en vildi ekki rekja nákvæm- lega á hverju strandaði að samkomulag tækist. Heimildir hermdu í dag að Sadat muni á næstunni eiga fundi með Husseip konungi Jórdaníu, Hassan Marokkókonungi og Reza Pahlevi írankeisara og hefur því verið fleygt að rætt hafi verið um að Hussein taki að sér sérstakt hlutverk á Vesturbakka Jórdánár í framtiðinni og verði fulltrúi Ar- aba sem þar búa. Leiðtogar Arabanna sem búa á Vesturbakkanum höfnuðu þess- ari hugmynd algerlega i dag og sögðu að Hussein gæti aldrei orð- ið raunverulegur fulltrúi þeirra í viðræðum, aðeins PLO-hreyfingin gæti verið sannur fuiltrúi þeirra. Ummæli Carters Bandaríkja- foreta í Egyptalandi i gær hafa orðið mönnum tilefni nokkurra vangaveltna, en forsetinn lét svo ummælt að Palestínumenn ættu rétt á að taka þátt í ákvörðunum um þeirra eigin framtíð. Ummæli þessi eru túlkuð á mismunandi vegu en talsmaður utanrikisráðu- neytisins i Washington sagði i dag að þau bæru ekki vott um stefnu- breytingu Bandaríkjastjórnar. Aðrír telja þó að svo sé og hafa ummæli þessi víða vakið gremju í Israel og meðal bandariskra Gyð- inga. Israelsmenn hófu í dag fram- kvæmdir við nýjar byggðir Gyð- inga á Sínaískaga, en Sadat hefur lýst því að ekki komi til greina að heimila að þessar byggðir fengju aó vera á yfirráðasvæði ísraela ef samkomulag næst við Israels- menn um að þeir láti Sínaískaga af hendi. Hafa þessar fram- kvæmdir Israelsmanna vakið nokkra furðu og Bandarikjastjórn fordæmdi þær opínberlega í dag og kvað þessar framkvæmdir fara í bág við alþjóðalög. — Víetnamar Framhald af bls. 1 mæli um að ráðast ekki á höfuðborgina. Margir diplómatar á Vestur- löndum telja að hernaðaraðgerðir Víetnama gegn Kambódíu nú muni nægja til að þvinga stjórn Kambódiu til að semja um landa- mæraágreining landanna og að Víetnamar kunni jafnvel að krefj- ast nýrrar stjórnar í landinu. Víetnam hefur mikla hernaðar- yfirburði yfir Kambódíu og talið er að tugir þúsunda víetnamskra hermanna séu nú í Kambódiu. Kambódía sleit stjórnmálasam- bandi við Víetnam sl. laugardag og neitaði að hefja viðræður fyrr en allt herlið Víetnama væri á brott úr landinu. Fréttastofa Víetnams tilkynnti í dag að sendiherrar landsins í Austur-Þýzkalandi, Póllandi og Júgóslavíu hefðu í dag átt fundi með utanrikisráðherrum þessara landa og hlotíð „algjöran stuón- ing“ þeirra í deilunni við Kambódíu. Stjórn Albaníu hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna átakanna milli landanna og kenn- ir um Bandarikjunum og Sovét- ríkjunum. Hefur Albanía skorað á Kínverja að reyna að miðla mál- um í þessari deilu. — Flogið á 23 staði Framhald af bls. 2 sem aðflugskilyrði eru erfið og engin brautarljós. Sagði hann, að því hefði flugi seinkað til þeirra flugvalla, sem eru betur búnir tækjum, en á meðan allir flugvell- ir væru ekki búnir blindflugs- tækjum og ljó-sum, yrði að fljúga á þá verr búnu fyrst, á meðan birtu nyti í skamman tíma. Þá flaug Flugfélag Norðurlands mikið í gær, t.d. voru farnar tvær feíðir milli Akureyrar og Isa- fjarðar, þrjár ferðir milli Akur- eyrar og Egilsstaða, og eins til annarra staða á Norðausturlandi, en annars hefði mikið verið flogið þangað í fyrradag. Millilandaflug Flugleiða hefur gengið mjög vel undanfarna daga að sögn Sveins og hafa vélarnar yfirleitt haldið áætlun. — Andersen Framhald af bls. 1 forsætisráðherra sagði í gær, að stjórn landsins hefði ekkert með málið að gera, það væri verzlunar- ráð landsins sem hefði ákveðið að hætta að gefa út þau innflutnings- skjöl sem nauðsynleg væru til þessara viðskipta. Danskur sendiráðsstarfsmaður í Teheran sagði í dag að Danir væru fremur bjartsýnir á að banninu yrði aflétt innan ekki langs tíma, en ekkert var um þetta látið uppi af íranskri hálfu. Danir hafa undanfarin ár flutt til írans vörur að verðmæti 15—20 milljarða íslenzkra króna, mest osta, en einnig iðnaðarvörur. — Jón L. varð níundi. . . Framhald af bls. 2 tapaði fyrir Taulbot og með þess- um sigri tryggði Taulbot sér sigurinn í mótinu. Hann eyddi mjög miklum tíma og þegar hann var búinn méð 40 leikina var hann með skiptamun yfir og gjör- unna skák. Groszpeter frá Ung- verjalandi vann Upton frá Skot- landi, Georgiev frá Búlgaríu vann Sehubert frá V-Þýzkalandi og Dolmatov frá Sovétríkjunum vann Björk frá Svíþjóð. Röð efstu manna á mótinu varð annars þess: 1. Taulbot 9 v. 2. Dalmatov 9 v. 3. Georgiev, einnig með 9 v. 4. Foisor með 8'A v. 5. Upton 8 v. 6. Goodman 8 v. 7. Mokr 8 v. 8. Groszoeter 8 v. 9. Jón L. Árnason 7'A v. 10. Pasman 7'A v. Ég náði tali af Táulbot að mót- inu loknu og sagðist hann verða 20 ára síðar í þessum mánuði. Hans bezti árangur til þessa hefði verið 2. sæti á brezka meistara- mótinu og efsta sæti á alþjóðlegu skákmóti í Sviss, þar sem 7 alþjóð- legir meistarar hefðu verið meðal þátttakenda, en þar hlaut hann 6'A vinning af níu mögulegum. Kvaðst Taulbot ekki hafa búizt við miklu á þessu móti, og því væri hann ánægðari en ella. Taulbot stundar nú nám í eðlis- og efnafræði við háskóla í Eng- landi, en með sigrinum á mótinu í dag hlaut hann alþjóðlegan meist- aratitil. Að mótinu loknu var efnt til hófs, þar sem verðlaun voru af- hent og gerði það dr. Max Euwe, forseti Alþjóðaskáksambandsins. Alls voru veitt verðlaun fyrir 10 efstu sætin og hlaut því Jón L. Árnason verðlaun áþessu móti. — Dollarinn Framhald af bls. 1 erlendan gjaldeyri á gjaldeyris- mörkuðum létu þó i ljós efasemd- / ir um að ráðstafanir Bandaríkja- stjórnar nú yrðu varanlegar eða gætu haft veruleg áhrif til Iengd- ar þar sem þær beindust ekki að grundvallarvandanum sem væri hinn mikli halli á viðskiptum Bandaríkjanna við önnur lönd. — Dagvistar- stofnanir Framhald af bls. 2 Félagsmálastofnun Akureyrar hefur nú á skrá hjá sér nöfn 20 kvenna er taka börn í einkagæzlu gegn gjaldi og hafa fengið tilskil- in leyfi stofnunarinnar. Þar kæm- ust fyrir hér um bil 60 börn og þó fleiri, þar sem mörg yrðu aðeins hálfan daginn i gæzlu. Jón kvað Félagsmálastofnunina mundu gera það sem i hennar valdi stendur til að aðstoða foreldra við að vista börn þeirra og stytta þannig hina löngu biðlista og um leið draga úr óþægilegum áhrif- um hinnar nýju reglu um tveggja ára hámarksdvalartima. Sv.P. — Skíðalyftur Framhald af bls. 2 er leið, að bílar kæmust ekki inn i Bláfjöll. Þá sagði hann, að eftir eina til tvær vikur yrði ný skíða- lyfta tekin í notkun í Bláfjöllum. Væri hún 300 metra löng og flytti 600 manns á klst. og væri þessi lyfta vel við hæfi byrjenda og þeirra sem kysu að halda sig í litlum brekkum. í vetur verða gefnar upplýsing- ar um skiðafæri i Bláfjöllum og Hverádölum í síma 85568. MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band í gær við Gunnar Guðbjarts- son, formann Stéttarsambands bænda, og spurði hvað hann vildi segja um þau ummæli Gunnars Snorrasonar formanns Kaup- mannasamtakanna I Mbl. í gær, að í raun og veru væri ófram- kvæmanlegt að fella niður sölu- skatt af kjöti. „Ég hef nú heyrt þessa fullyrð- Hastings. 5. janúar. AP. Reuter. ÚRSLIT í áttundu umferð jóla- skákmótsins f Hastings urðu þau að Sax og Petrosjan gerðu jafn- tefli eftir 16 leiki og sömuleiðis Hort og Sveshikov, og Webb og Dzindzihashvili. Federowicz vann Kagan, Tarjan vann Botterill en aðrar skákir fóru í bið. Úrslit í biðskákum fyrri umferða urðu Framhald af bls. 32. alls um 170 millj. kr., en hins vegar hefði talsvert verið áætlað í gjöld á s.l. ári og væru óútkljáð mál vegna 25 millj. kr. Þá kvað Friðjón innheimtu söluskatts vera rétt tæp 100% lík- lega 99,5, eða alls 175 millj. kr. Kvað hann innheimt gjöld hjá embættinu alls nema um 400 millj. kr. Aðspurður sagði Friðjón að skílvísi og vilji til að standa í skilum virtist vera í góðu lagi í umdæminu. Kópavogur: Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti í Kópavogi sagði að innheimta á söluskatti væri'100% og reyndar liðlega 100%, því skilamenn væru búnir að borga meira. Innheimtur söluskattur hjá embættinu á s.l. ári er eitt þúsund fjörtiu og níu millj. kr. (1 milljarður og 50 millj. kr.). Innheimta hjá bæjarfógetaemb- ættinu í Kópavogi á þinggjöldum fyrir 1977 er rétt tæp 93%, en það er mjög hátt hlutfall í svo stóru umdæmi, því hér er um að ræða 885 milljónir króna sem hafa ver- ið innheimtar. Akureyri: Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti á Akureyri, en hans umdæmi er öll Eyjarfjarðarsýsla, kvað inn- heimtu tekju- og eignaskatts vera 91—92% eða um 1070 milljónir króna. Þá kvað hann 99% inn- heimtu á söluksatti eða 2100—2200 milljónir króna. Að auki er tollur stór liður í inn- heimtu embættisins, eða 1500 — 1600 milljónir króna. Eskifjörður: Bogi Nílsson sýslumaður Suður- Múlasýslu kal inheimtu embættis- ins á Eskifirði vera heldur lakari en í fyrra. Nú voru innheimt þing- ingu af og til. Hins vegar get ég ekki séð hvernig hægt er að inn- heimta allan söluskatt af kjöti, eins og málin standa í dag, ef ekki er hægt :ð selja kjöt án sölu- skatts. 1 sambandi við innheimtu söluskatts af dilkakjöti í dag, er útkoman af kjötinu mjög misjöfn eftir þvi hvernig kjötið er selt,“ sagði Gunnar. þau að Hort vann Tisdall og Sves- hnikov vann Tarjan. Röð keppenda er nú þannig að efstur er Sax með 6 vinninga, Dzindzihashvili hefur 5 vinninga og biðskák, en Petrosjan 5 vinn- inga. Síðan kemur Tarjan með 4,5 vinninga, Speelman með 4 vinn- inga og Hort með 3,5 vinninga. gjöld 86% eða 376 millj. kr., en ekki var búið að reikna út inn- heimtu söluskatts. Isafjörður: Þorvarður K. Þorsteinsson sýslumaður fyrir ísafjarðarsýslur og Isafjörð kvað innheimtu tekju- og eignaskatts vera 530 millj. kr. eða 84%, en söluskatt 540 millj.kr. eða 98—99%. Stykkyshólmur: Andrés Valdimarsson sýslu- maður Snæfells- og Hnappadals- sýslu kvað embætti sitt hafa inn- heimt um 80% af tekju- og eigna- skatti eða um 160 millj. kr. og innheimta söluskatts væri um 100% eða 166 millj. kr. 1 umdæm- inu eru 12 hreppar og fjögur kauptún. Hafnarfjörður: Einar Ingimundarson sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósar- sýslu hvað innheimtu þinggjalda vera 77—78 eða um 1470 millj. kr. og innheimtu söluskatts 98,5% eða liðlega 1000 millj. kr. Emb- ættið annazt innheimtu í Mos- fellssveit, Seltjarnarnesi, Garða- bæ, og í Kjalarnes-, Kjósa- og Bessastaðahreppi. — Carter Framhald af bls. 1 minnisvarða um bandaríska her- menn sem féllu í innrásinni í Normandí og fluttu ávörp við það tækifæri. Carter sagði m.a. að þessi stund við kirkjugarðinn á Omaha-ströndinni minnti menn á að halda vöku sinni og að frelsi Evrópu mundi aldrei aftur verða í hættu eins og í seinni heimsstyrj- öldinni. Giscard lét svo um mælt að Frakkar myndu aldrei gleyma bandamönnum sinum í styrjöld- inni. Á leiðinni aftur til Parísar ræddust forsetarnir við eins og áður sagði og tóku utanríkisráð- herrar og ráðgjafar þeirra þátt í viðræðunum. Carter er sagður hafa greint Gisiard frá viðræðum sínum við Sadat Egyptalandsfor- seta og friðarhorfum í Miðaustur- löndum. Voru forsetarnir sam- mála um að aðeins heildarsam- komulag allra deiluaðila væri raunhæft. í viðræðunum var einnig fjallað um ástandið á austurhorni Afriku og nauðsyn friðar milli Eþíópíu og Sómalíu. Báðir forsetarnir Iétu einnig i ljós áhyggjur vegna aukins vígbúnað- ar Sovétríkjanna og Kúbú í Afríku. Fyrr í morgun áður en Carter hélt til Normandí átti hann fund með Emil van Lennep, aðalfram- kvæmdastjóra Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD, en í kvöld hélt hann gestgjöfum sín- um veizlu í kastala nærri Versöl- um. Kynvilltar konur með aðstoð London. 5. jan. Reulcr. KVENSJÚKDÓMALÆKNIR í London hefur aðstoðað sextán kynvilltar konur, eða átta pör, við að eignast afkvæmi við gervifrjóvgun. Pörin voru kynnt fyrir kven- sjúkdómalækninum af Sappho, hreyfingu kynvilltra kvenna, sem rekur næturklúbba og aðra félagsstarfsemi, að því er Lund- únablöðin hafa skýrt frá. Elzta afkvæmi kynvillts for- eldris er nú tveggja ára og býr ásamt móður sinni og vinkonu hennar í Astralíu. Móðirin hef- ur nú eignazt annað barn á sama hátt. Frjógjafar kvennanna eru menn, sem þær fá ekkert að vita um. eignast frjógjafa Formaður Sapphohreyfingar- innar, Jackie Forster, sagði að hreyfingin hefði óskað eftir að halda þessu leyndu, þannig að sem flestar kynvilltar konur gætu fengið tækifæri til að eignast börn á sama hátt og börnin fengju að vaxá úr grasi áður en þetta yrði gert heyrum kunnugt, og áður en lögin gætu bundið enda á aðgerðir þessar. Jafnt hjá Petrosjan og Sax í Hastings — Upp í 97,2% innheimta .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.